Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.09.1981, Qupperneq 28

Dagblaðið - 24.09.1981, Qupperneq 28
Séð yftr hinn ftölmenna fund I sal Þinghólsskóla I gœrkvöldi. Að auki stóðu menn og sátu I hliðargangi. Á innfelldu myndinni má sjá Ölaf Jens Pétursson í ræðustóli og Guðna Jónsson fundarstjóra. DB-mynd: Einar Ólason. Stutt íað „video-hringvegurinn” lokist: FRAMKVÆMDIR HAFN- AR EÐA FYRIRHUGAÐAR UM GERVALLT LANMD —tengja má FM- og telexkerf i við videokerfin ef vil ji er fyrir hendi „Það hefur orðið gifurleg hreyfing á þessum málum núna síðustu vik- urnar og ég hef nú hjá mér fyrir- spurnir alls staðar að af Iandinu,” sagði Örlygur Jónatansson hjá Heimilistækjum við DB í gær. „Segja má að nýjungar af einhverju tagi komi fram svo að segja mánaðarlega þannig að þróunin er geysilega ör.” í dag hefst lagning kapals um 70 íbúða hverfi í Ólafsvík og innan skamms verður hafist handa við 40— 50 íbúða hverfi í Borgarnesi. Þá er Akureyri með 550 ibúa hverfi á listanum hjá Heimilistækjum. Þegar hefur verið gengið frá lagningu kapals í 40 íbúða hverfi í Stykkis- hólmi og álíka stórt á Hvolsvelli. Ennfremur hefur verið lagt í lítið einbýlishúsahverfi í Vestmanna- eyjum. Eyjamenn eru stórtækir og hyggjast nú skipta bænum í ákveðin svæði og ganga þannig frá hnútunum að tengja megi öll svæðin saman með einu handtaki ef þess þarf með. Auk áðurnefndra staða hafa komið fyrirspurnir frá Akranesi, ísa- firði, Bolungarvík, Siglufirði, Eski- firði, Neskaupstað og Hornafirði þannig að óðum styttist í að „video- hringvegurinn” lokist. Að sögn Örlygs er hægt að nota þessi kerfi til annars en sjónvarps- sendinga eingöngu. Auðvelt er að koma við FM-sendingum og þá er einnig hægt að tengja svonefnt telex- kerfi við tækin, en það ryður sér óðum til rúms. Má einna helzt líkja því við símaskrá þannig að viðkom- andi getur, með því að ýta á einn takka, kallað fram upplýsingar um óliklegustu hluti. Af framangreindu má glöggt ráða að landsmenn eru komnir á kaf í videó-bylgjuna og ef marka má hina öru framþróun mála hérlendis undanfarið verður þess varla langt að bíða að íslendingar verði komnir í fremstu röð á þessu sviði. -SSv. Fjölmennur fundur um skólamálin í Kópavogi: Bæjarfulltrúar missa nið■ ur um sig biðilsbuxumar — leyfi þeir sér slík skálkabrögð að selja Þinghólsskóla, sagði einn f undarmanna fgærkvöld „Þessu þarf að mótmæla svo hraust- lega að enginn bæjarfulltrúi leyfi sér slík skálkabrögð að selja Þinghólsskóla og sá bæjarfulltrúi sem leyfir sér að biðla til okkar í komandi bæjar- stjórnarkosningum í vor mun hreinlega missa niðrum sig biðilsbuxurnar,” sagði Jón Sigurðsson bankamaður á fjölmennum fundi, sem haldinn var í Þinghólsskóla I Kópavogi i gærkvöldi. Gizkað er á að um 300 manns hafi sótt fundinn og var setið i sal skólans og staðið í hliðargöngum. Á fundinum var mótmælt harðlega afhendingu Þinghólsskóla undir Menntaskóla Kópavogs, þar sem slíkt skerði stórlega starfsaðstöðu grunn- skólans og framtíðarþróun. í öðru lagi styður fundurinn framkomna tillögu í skólanefnd um að bæjarstjórn hlutist til um að stofnaður verði fjölbrauta- skóli í Kópavogi. Einnig að bæjar- stjórn taki upp viðræður við mennta- málaráðuneyti um að MK verði hluti af Fjölbrautaskólanum í Kópavogi ásamt framhaldsdeildum Víghólaskóla og Þinghólsskóla. f þriðja lagi leggur fundurinn áherzlu á að nú þegar verði leitað eftir húsnæði undir verknáms- brautir fjölbrautaskóla. Loks að þegar verði hafizt handa um að byggja yfir umræddan fjölbrautaskóla. Umræður á fundinum voru mjög fjörugar í gærkvöldi Og stóð fundurinn fram undir miðnætti. Flestir bæjar- stjórnarmenn voru mættir sem áheyrnarfulltrúar og komust að and- stöðu fundarmanna við tillögur um að leggja niður Þinghólsskóla. Inn I umræðuna um stöðu grunn- skólans í Kópavogi blönduðust málefni Menntaskólans I Kópavogi og hin slæma starfsaðstaða hans. Greinilegur vilji var fyrir því að þróa hann sem fjöl- brautaskóla og þá í nýju húsnæði. jh. i frjólst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 24. SEP'1.1981. Ölvaðurá ofsa- keyrslu Mikill eltingarleikur hófst milli ölvaðs ökumanns á fólksbíl og lögregl- unnar á Seltjarnarnesi um kl. 24 i gær- kvöldi. Lögreglan veitti athygli bíl á Skólabraut sem mikill hávaði stafaði af. Hugðist hún stöðva hann en öku- maðurinn gaf bensínið í botn og ók á ■yfir 100 km hraða í átt til Reykjavíkur. Eltingarleikurinn barst um Ægisíðu en á gatnamótum þeirrar götu og Starhaga ók bíllinn út af og náði lögreglumaður ökumanninum. Var hann áberandi ölvaður að sögn lögreglunnar og mesta mildi að ekki hlauzt slys af ofsakeyrslu hans. -ELA. (TT TT tr VIN Q NIN a m IVIKU HVERRI I DAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing i blaðinu i dag? í hvaða dálki, á hvaða blaðsiðu er þessi smáauglýsing i blaðinu I dag? Opið allan sóiarhringinn. Ath. verðiö. Leigjum sendibila 12 og 9 manna meö eða án sæta. Lada Sport, Mazda 323 statl'on og fólksbfla. Daihatsu Charmani station og fólksbila. Við sendum bílinn. Sfmi 37688. Bilaleigan Vfk sf., Grensásvegi 11, Rvk. Hver er auglýsingasfmi Dagblaðs- ins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FÖSTUDAG Vinningur vikunnar: Crown-sett f rá Radíó- búðinni Vinningur I þessari viku er Crown-sett frá Radióbúðinni, Skipholti 19 Reykjavik. t dag er birt á þessum stað I blaðinu spuming, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafh heppins áskrifanda dregið át og birt í smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir næstu helgi verður einn ykkar glæsilegu Crown-settiríkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.