Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Rauðsokkur í Londort: í heilögu stríði við sokka- buxna- fram- leiðendur Rauðsokkur í London hafa nú sagt neðanjarðarlestum borgarinnar og hin- um rauðu, tveggja hæða strætisvögn- um heilagt stríð á hendur. Ástæðan er auglýsing sem er á vögnunum og á bið- stöðum neðanjarðarlestarinnar, og er fyrir ákveðna tegund sokkabuxna. Rauðsokkurnar segja auglýsinguna niðurlægjandi fyrir konu og sýni einu sinni enn karlpungshátt sterkara kyns- ins. Rauðsokkurnar hafa áður mótmælt auglýsingu fyrir kvikmynd sem þær sögðu niðurlægja konur. Að mati þeirra á ekki að líðast að sams konar auglýsingar séu á strætisvögnum og á biðstöðum lestanna. Því hafa þær snú- ið sér til sokkabuxnaframleiðandans og krafizt þess að hann hætti að auglýsa vöru sína á þennan hátt. Einkanlega mun rauðsokkunum vera uppsigað við auglýsingu þar sem sjást fagrir fótleggir í sokkabuxunum og við hliðina segir „Þær eru allar yndislegar innst inni.” Framleiðandinn segir hins vegar að hér sé um nýja vöru að ræða og því þurfi að kynna hugsanlegum kaupend- um kosti hennar og gæði. Gianna Rolandi hefur sett stefnuna á toppinn: Verður hún bezta sópran- söngkona Bandaríkjanna eftir nokkur ár? Eftir að Beverly Sills hætti að syngja með New York City óperunni hafa gagnrýnendur og aðrir áhugamenn leit- að með logandi ljósi að líklegum eftir- manni hennar. Sú sem nú er talin lík- legust til að erfa sæmdarheitið, bezta sópran-söngkona Bandaríkjanna, eftir Sills, er hin 29 ára gamla Gianna Rolandi. Rolandi syngur einnig við New York City óperuna og hún hefur fengið lofsamlega dóma fyrir frammi- stöðu sína. í New York Times sagði að rödd hennar væri „ótrúlega blæbrigða- rik”, og Sills hefur einnig hælt henni mjög. Gianna Rolandi er ekki sú fyrsta í fjölskyldu sinni sem fengizt hefur við óperusöng. Móðir hennar, Jane Fraz- ier, sem ólst upp í North Carolina fylki, söng við ítalskar óperur. Nafni sínu breytti hún lítillega við þau tækifæri og kallaði sig Giovanna Frazieri. Faðir Giönnu lézt í bUslysi er hún var þriggja ára og þá fluttu þær mæðgurnar frá New York til South-Carolina. Þar kenndi Jane raddbeitingu við skóla í Gianna Rotandi fékk afbragðs- dóma fyrir söng sinn í Ariadne auf Naxos, en alls hefur hún leikið um 30 hlutverk viö New York City óperuna. Spartanburg. Sex ára að aldri byrjaði Gianna að læra á fiðlu en auk þess hlustaði hún mikið á klassíska tónlist, einkanlega óperur. „Þegar enginn var heima setti ég Madame Butterfly og Tosca á fón- inn og skrúfaði allt í botn. Síðan söng ég sjálf méð,” segir Gianna. Óperusöngkona með tagl ó þeysireið é hjóii um Central Park i New York. Hún söng fyrst opinberlega með New York City óperunni árið 1975. Þá veiktist söngvari sá sem fór með hlut- verk Olympiu í Tales of Hoffmann. Fjórum árum síðar söng hún með Metropolitan óperunni í Der Rosen- kavalier. Það hlutverk fékk hún viku eftir að hafa nærri því hjólað niður stjórnandann Eric Leinsdorf. „Honum fannst atvikið alveg ótrúlega fyndið. Óperusöngkona með tagl á fleygiferð á reiðhjóli rétt svo búin að hjóla hann niður,” segir Gianna. Anna Bretaprins- essa og dóttirin í öllu tilstandinu i kringum hið kon- unglega brúðkaup í Englandi, þegar Karl Bretaprins og lafði Díana gengu í það heilaga, gleymdist alveg að Anna systir Karls eignaðist dóttur í maí. Nán- ar tiltekið 15. maí. Meðfylgjandi mynd af önnu og dótt- urinni tók Lichfield jarl, sem er af dönskum ættum, af mæðgunum, en Lichfield er hirðljósmyndari brezku konungsfjölskyldunnar. Þar keppir hann við Snowdon lávarð, sem ennþá smellir af myndum, þótt hann hafi skilið við Margréti prinsessu fyrir mörgum árum. En Lichfield hafði mjög góða ástæðu til að taka þessa mynd af önnu og dótturinni, en myndin var sú fyrsta sem birtist opinberlega af mæðgunum. Lichfteld er giftur lafði Leonoru, sem er guðmóðir dóttur önnu. Svona rétt í lokin má nefna það að hvítvoðungur- inn var skírður Zara Anne Elizabeth. Ringo skipti um útgáfujyrirtœki Bítillinn fyrrverandi, Ringo Starr, skipti nýlega um plötuútgáfufyrirtæki, fór frá Portrait/CBS yfir til Boardwalk Entertainment Company sem Neil Bo- gart veitir forstöðu. Fyrsta plata Ringos hjá hinu nýja fyrirtæki kemur svo út i næsta mánuði og heitir hún Stopp and Smell the Roses. Meðal þeirra sem leika á plötunni eru Paul McCartney, George Harrison og Ron Wood úr Rolling Stones. Þegar Ringo var að undirrita samn- ing sinn við Bogart spurði hann, hvar á ég að skrifa nafn mitt? Bogart svaraði að bragði, hvar sem þú vilt. Ringo lét ekki segja sér það tvisvar og krotaði nafn sitt stórum stöfum, beint á skall- ann á Bogart. Annette skaut körl- unumref fyrir rass — og sigraði í meisL arakeppni Danmerkur í líkamsrækt Annette Boel heitir stúlkan hér á myndinni en hún vann hið frækilega afrek fyrir stuttu að sigra í meistara- keppni Danmerkur í líkamsrækt. Hún varð þar með fyrst kvenna til að sigra í þessari keppni og víst var hin 32 ára dama ánægð með að hafa skotið karl- mönnunum myndarlegu ref fyrir rass. Hún tók titilinn af Lisser Frost Lar- sen, sem er 28 ára, en hann varð Dan- merkurmeistari á sjóskiðum fyrir ára- tug. Keppni þessi fór fram í Falkoner Centret i Kaupmannahöfn og vöktu stúlkurnar, sem þátt í henni tóku, gífurlega lukku meðal áhorfenda. Að vísu þóttu vöðvar þeirra ekki alveg jafnstórir og karlanna, en þær bættu það upp með góðum og réttum líkams- vexti. Þess má geta að sá hinn frægi Arnold Schwarzenegger var gestur á mótinu, en hann er nú hættur að keppa í líkamsrækt og lifir góðu lífi sem leik- ari í Kaliforníu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.