Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981. 3 Óhuggulegt að horfa ff á aöfarir lögreglunnar” — segir Vesturbæingur, sem fylgdist með handtöku við Tjörnina Vesturbæingur hringdi: Ég get ekki orða bundizt yfir ljótu atviki, sem ég varð vitni að fyrir síð- ustu helgi. Það hófst þannig að þrír góðglaðir sjóarar dembdu sér í Tjörnina í Reykjavík og ætluðu að synda út í hólma. Tveir komust á sundi en sá þriðji varð eftir og festist í botnleðjunni. Botninn er greinilega mjög laus í sér, því maðurinn sökk stöðugt dýpra og stóð á endanum í vatni og leðju upp á bringu. Þannig var hann fastur, í nærbuxum og bol einum fata, í um hálfa klukkustund áður en lögregla kom á vettvang með bjarghring. P Maðurinn var svo dreginn í land, kaldur og orðinn blár af vosbúðinni. Þegar hann var kominn upp á bakk- ann ruddust að honum tveir sterk- legir lögregluþjónar, hrintu honum á undan sér, sneru upp á handleggi hans, ruddust með hann í gegnum mannþröngina og bókstaflega skutluðu inn í lögreglubílinn. Það sló þögn á mannfjöldann, sem þarna hafði safnazt saman, og síðan fóru einstakir menn að kalla að lögreglu- þjónunum athugasemdir við þessa framkomu en þá fór einn lögreglu- þjónanna á eftir manninum inn í bíl- inn og tuskaði hann eitthvað til. Þá hafði engum þessara laganna varða dottið í hug að lána ísköldum mann- inum teppi hvað þá heldur fötin hans, sem félagi hans hafði komið með. Ég verð að segja eins og er, að mér fannst óhuggulegt að horfa upp á þetta. Hingað til hefur maður lítinn trúnað lagt á sögur um ofbeldi lög- regluþjóna en eftir þetta. . . . ja, þá veit ég ekki hverju trúa skal. Um auglýsingu innheimtudeildar Sjónvarpsins: Fáar auglýsing- ar hafa vakið meiri athygli — það er tilgangur auglýsinga Brosleit skrifar: Þegar ég sá margumrædda auglýs- ingu innheimtudeildar Sjónvarpsins, brosti ég með sjálfri mér og vissi mæta vel á hverju var von. Nú niyndu allar leiðindakerlingar i bænum, karlkyns sem kvenkyns, taka sig til og hringja í fjölmiðla til þess að mótmæla sliku „hneyksli”. Enda kom í ljós að ekki þarf mikið til þess að vera forspár á íslandi, þar sem spámennskan virðist raunar vera drjúg tekjulind. Svo til samstundis gall i hjáróma röddu grámyglunnar: „Léttklætt kvenfólk og klæddur karlmaður” — eða hvernig jjetta nú var. Ég gat nú ekki betur séð en að öll væru þau klædd og það frá hvirfii til ilja. Kvenfólkið hafði meira að segja höfuðföt fram yfir karlmanninn. Alveg finnst mér samt keyra um þverbak, þegar Jafnréttisráð sá sinn kost vænstan að rjúka upp til Raddir lesenda handa og fóta með sinn hluta af mót- mælunum. Og það minnir mig raunar á hvort ekki áttu sér stað einhver mistök í nafngift þess hóps. Hefði Forréttindaráð ekki hæft honum betur? Eru þessar hótanir opinberra stofnana svo eftirsjárverðar að engin þeirra megi bregða út af þeirri hefð? Þær konur, sem gaspra hæst um siðprýði og „misnotkun” kvenlík- amans skyldu þó aldrei vera þær sem enginn karlmaður lítur við? öfund- sýkin skyldi þó ekki vera drifkraftur margra þessara mótmæla? Við getum þá huggað okkur við það, að tölu- verður hópur kvenna hlýtur að vera mjög til fyrirmyndar. Það er auðvelt að vera siðprúður, ef enginn lítur við manni. Ég óska Sjónvarpinu til hamingju með vel heppnaða auglýsingu, því fáar síikar hafa vakið meira umtal — það er tilgangur auglýsinga að vekja athygli. Lögreglunni hefur stundum verið brugðið um fantaskap. Vesturbæingur segir frá einu sliku atviki. Hrifinn af lista- fólki frá Grúsíu — „ekkert minnzt á þessa góðu gesti íblöðum” V. S. skrifar: Nú fyrir stuttu hélt listahópur frá Grúsíu í Sovétríkjunum tvær stór- kostlegar sýningar í Þjóðleikhúsinu, við fádæma hrifningu áhorfenda, enda voru þarna á ferðinni stórkost- legir listamenn og þekktir. Allt listafólkið var frábært og ber vissulega að þakka slíkar heimsóknir — hvaðan sem þær koma — en sem íslendingur skammast ég mín fyrir landa mína því ekkert var minnzt á þessa góðu gesti í blöðum. Ég les að staðaldri Dagblaðið, Visi og Morgunblaðið og ég minnist þess ekki að listgagnrýnendur þessara blaða haft minnzt einu orði á þetta ágæta listafólk. f Vísi kom smá- klausa, með mjög smáu letri og lélegri mynd, um að fiokkur þessi hefði sýnt víða um land. Uppselt var á föstudagskvöldið en ég átti því láni að fagna að sjá auka- sýningu á laugardeginum og svo sannarlega var sýningin með því allra bezta sem ég hef séð, og viðtökurnar eftir þvi. Daginn eftir sagði útvarpið svo frá frönskum snillingi sem sýndi síðar um kvöldið, einnig við mikla hrifningu, en hvorki útvarp né sjón- varp minntust á listafólkið frá Grúsíu. Ég álít að fréttastjórar hafi sýnt mikið sinnuleysi og harma ég það. Hringiö í sinia w^- KUNSEVO í kvöld — Laugardalshöll bí*m-«115 eða skrit»ö við Suðurgötu/Fálkagötu Opið 8.00-23.30. VBmtFEUL Þverbrekku 8, Kópavogi. Simar 42040 og 44140. 7--------v Spurning Hovfir þú á sjón- varpsþætti um þjóö- félagsvandamál? Hreggviður Jónsson, samvinnuskóla- nemi: Nei. Margrét Egilsdóttir, húsmóðir: Ég myndi horfa á þá á mánudags- og þriðjudagskvöldum, en þeir eiga ekkert erindi í helgarsjónvarp. Gylfi Ármannsson, verzlunarmaður: Nei, alls ekki. Guðrún Einarsdóttir, húsmóðir: Já, já, ég horfi á þá. Elfas Jónsson, fyrrv. starfsmaður Raf- magnsveitu rikisins: Jú, jú. Það mætti vera meira um þá. Þórhildur Einarsdóttir, húsmóðir: Já, venjulegast, en mér finnst að siíka þætti ætti einungis að sýna fyrri part viku og ekki um helgar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.