Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. FHBRÚAR1396 Biskup Islands hefur hafiö gagnsókn á hendur þeim konum sem hafa sakað hann um kynferöisofbeldi og -áreiti. Þær saka hann á móti um aö brjóta trúnaö er hann vitnar Pbréf sem þær sendu stjórn Prestafélagsins og hafa kvartað til siöanefndar presta. Sæmundur Guðvinsson tók púlsinn á stöðunni. „Biskupinn á bá taskýrirf Ein kvennanna sem ásakað hafa biskup: „Eg vildi koma upplýsingum til Prestafélagsins um mitt mál þar sem biskupinn yfir íslandi er ekki bara tákn fyrir þjóðkirkjuna heldur einnig þann grunn sem við segjumst byggja siðferðilegt þjóðfélag á ... Biskup hefur sagt opinberlega að við ættum bágt. Ég á ekkert bágt en það kann að vera að einhver annar eigi bágt, til að mynda biskupinn." Sviðsett mynd: Jim Smart Herra Ólafur Skúlason biskup: „Eg segi við þá sem eru að ofsækja mig: Vík burt. Hið illa er enn að verki í veröldinni. Hinn illi, er ég alltaf að upp- götva betur og betur, hann gengur um eins og grenjandi Ijón, eins og að snerti mig afar illa að sitja við sjónvarpið og heyra biskup landsins vitna í efnisatriði bréfs sem ég hafði skrifað stjórn Prestafélagsins og merkt sem trúnaðarmál í bak og fyrir. Sjálf hef ég aldrei greint opinberlega frá efni þessa bréfs og það er afar ein- kennilegt, svo ekki sé meira sagt, að heyra æðsta mann kirkjunnar brjóta trúnað með þessum hætti frammi fyrir al- þjóð. Svo kann að fara að við neyðumst til að koma fram og segja frá þessum málum í smá- atriðum," sagði kona sem á að- ild að svonefndum biskups- málum í samtali við Helgar- póstinn. Herra Ólafur Skúlason bisk- up kom fram í Dagsljósi Sjón; varpsins á þriðjudagskvöldið. í viðtali við Þorfinn Ómarsson vísaði biskup öllum ásökunum á hendur sér um kynferðislega áreitni á bug og vitnaði jafn- framt í upplýsingar sem konur hafa gefið stjórn Prestafélags- ins og siðanefnd félagsins. Konurnar telja biskup hafa með þessu brotið á sér trúnað og fara fram á það við siða- nefnd Prestafélagsins að hún veiti umsögn um hlut biskups varðandi trúnaðarbrest í Dags- ljóssþættinum. Ef siðanefndin tekur ekki á málinu segjast konurnar sjá sig „tilneyddar til að skýra þjóðinni frá því í smá- atriðum um hvaða ávirðingar er að ræða í þessu máli og hlut biskups í þeim“, eins og segir í yfirlýsingu sem þær hafa sent fjölmiðlum. Siðanefndin hafði áður vísað frá þeim kvörtunum sem konurnar höfðu sent henni og varða meinta áreitni biskups á þeim forsendum að um gömul mál sé að ræða og ásakanir ósannaðar. Nauðgunartilraun og áreiti í Dagsljósi vitnaði biskup í þrjár sakir sem á hann hafa verið bornar og kvað þetta allt tilhæfulaust með öllu. Konurnar sem hér um ræðir tala um „kynferðisofbeldi/- áreitni" sem þær hafi sætt á sínum tíma af hálfu núverandi biskups. Samkvæmt upplýs- ingum Helgarpóstsins sakar ein kvennanna biskup um að hafa reynt að nauðga sér í Bústaða- kirkju þegar hún leitaði til hans vegna skilnaðar er hann var sóknarprestur. Henni hafi tekist að komast undan við ill- an leik. Önnur kona ber að biskup hafi gerst svo ágengur við hana á veitingastað í Kaup- mannahöfn að viðstaddir gest- ir íslenskir hafi orðið að ganga á milli. í þriðja lagi liggja fyrir upplýsingar frá konu um að biskup hafi áreitt hana kyn- ferðislega á sundmóti sem fram fór á sama stað og tíma og þar var haldið fermingar- barnamót.^ Þetta var upp úr 1960 og Ólafur Skúlason þá æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar. Hann á að hafa farið hönd- um um stúlkuna þar sem hún var íklædd sundbol og viðhaft ýmis ummæli um vöxt hennar og líkamlegan þroska. Hún hafi þá verið 13 ára að aldri. Einnig á núverandi biskup að hafa far- ið höndum um 11 ára gamla systur hennar við sama tæki- færi undir því yfirskini að hann væri að bera saman þroska þeirra. Fimmta tilvikið varðar konu sem ber að á sínum tíma hafi núverandi biskup áreitt hana kynferðislega er hún var á fermingaraldri og sóknar- barn í Bústaðasókn. Hann á að hafa viljað fá hana til samræðis og talað um það sem hinn full- komna samruna. Konurnar hafa ekki greint frá þessum at- burðum opinberlega til þessa. Prófmál fyrir kirkjuna Þrjár þessara kvenna hafa hist reglulega um skeið til að ræða þessi mál og hver sé þeirra réttur. Tvær þeirra náðu saman fyrir allnokkru eft- ir að hafa frétt hvor af annarri. Sú þriðja bættist síðan í hóp- inn eftir að hún hafði greint frá sínu máli og þær fóru að koma saman ásamt Guðrúnu Jóns- dóttur í Stígamótum. Á þeim tíma þegar þessir atburðir hafi gerst hafi ekki verið neinn vett- vangur til að ræða mál af þess- um toga. Þær ákváðu að leita til stjórnar Prestafélagsins og síðanefndar presta með sín mál í trúnaði og segja að það, að málin komust í hámæli og í fjölmiðla, hafi ekki verið að þeirra frumkvæði eða að þeirra ósk. Konurnar vísa því alfarið á bug að þær gangi er- inda einhverra afla sem vilji koma höggi á biskup. Hins veg- ar hafi viðbrögð biskups orðið til þess að allmargar konur hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni og ætli sumar þeirra að ganga í Fríkirkjuna. „Ég vildi koma upplýsingum til Prestafélags- ins um mitt mál þar sem bisk- upinn yfir íslandi er ekki bara tákn fyrir þjóðkirkjuna heldur einnig þann grunn sem við segjumst byggja siðferðilegt þjóðfélag á. Þetta er prófmál fyrir kirkjuna sem slíka, burt- séð frá því hvaða einstaklingar eiga hlut að máli eða í hvaða stöðu þeir eru. Biskup hefur sagt opinberlega að við ættum bágt. Eg á ekkert bágt en það kann að vera að einhver annar eigi bágt, til að mynda biskup- inn,“ sagði ein kvennanna í samtali við Helgarpóstinn. Brást ókvæða við í Dagsljóssviðtalinu á þriðju- dagskvöldið spurði Þorfinnur Ómarsson biskup hvaða mál það væru sem nú væru til um- ræðu. í svari sínu sagði Ólafur Skúlason meðal annars: „Ég hef ekki verið kærður eða ásakaður í sjálfu sér, held- ur kvartað undan framferði mínu óbeint í bréfi þar sem einn sóknarprestur var — jæja, það var kvartað undan sóknarpresti líka til siðanefnd- ar Prestafélagsins fyrir það að hafa ekki rokið upp og borið út sögur um biskupinn sinn, en kærði sig ekkert um það. Nú, þessi kona sem bréfin skrifaði. Hún segir að hún hafi komið til mín árið 1979, fjórum til fimm sinnum segir hún í bréfinu, og á síðasta fundi okk- ar hafi þessi voðaatburður gerst sem hún er ævinlega að ásaka mig um: Það er að segja, ég get varla tekið mér þetta í munn, tilraun til nauðgunar. Ég tók mig nú til og fletti bók- sagt er í helgu orði.“ inni minni frá 1979 þar sem ég skrái viðtöl og skírnir og önn- ur prestverk. Þessi kona er ekki skrifuð fimm sinnum í bókina frá 1979, ekki fjórum sinnum. Hún er aldrei skrifuð í bókina frá 1979. Þannig að hún virðist hafa hringt og beðið um að fá að koma til þessa ör- lagafundar á stundinni. Enda segir hún sjálf að ég hafi geng- ið með sig um kirkjuna og sýnt henni skrúðann þar á meðal hátíðarhökulinn sem faðir minn blessaður gaf um móður mína látna og hafi síðan farið upp og beitt hana þessu harð- ræði.“ - Þú manst sem sagt eftir þessum fundi sem hún er að vitna til? spurði Þorfinnur þá. Biskup svaraði: „Hún kom til mín þegar bisk- upskosningarnar stóðu. Ég veit ekki hvort það er ég sem hún sagði prestur sem hún vill hlífa hafa talað við 1989 eða 8, segir í bréfinu 1988. Þá kom hún til mín á skrifstofuna í Bú- staðakirkju og þá rakti hún þetta fyrir mér. Þegar ég brást ókvæða við þessari ásökun hennar þá stormaði hún auð- vitað út.“ Aðrar ásakanir Varðandi meinta áreitni á veitingastað í Kaupmannahöfn sagðist biskup hafa farið með pakka til ungra hjóna sem hann hefði gift til Kaupmanna- hafnar um haust. Hann hefði boðið þeim til kvöldverðar. Það hefði ekki verið á skemmtistað eins og staðið hefði í Morgunblaðinu heldur á venjulegt veitingahús nálægt Tívolí. Hann kvaðst ekki muna betur en þau hefðu síðan kvaðst án þess að nokkuð hefði slest upp á vinskapinn. Síðan sagði Ólafur Skúlason orðrétt: „Þriðja konan sem kemur til sögunnar segir í þessu bréfi til siðanefndar — ég man ekki nokkurn skapaðan hlut eftir henni sem er nú kannski eðli- legt þegar ég segi þér frá því. Hún segir að hún hafi verið 1962 eða 63 á sundmóti í Laugaskóla í Aðaldal. Á sama tíma hafi verið fermingar- barnamót og þar hafi ég verið, og sem hefði í sjálfu sér ekkert verið óeðlilegt að vænta því ég var æskulýðsfulltrúi kirkjunn- ar á þessum tíma og fór á mörg fermingarbarnamót. Og ég hafi verið að klapj>a henni á laugar- barminum. Eg talaði við séra Sigurð Guðmundsson vígslu- biskup og prófastur Þingey- inga þessi ár. Hann sagði: Það var ekkert fermingarbarnamót 1963. Því miður féll það niður hjá okkur og það voru aldrei samtímis sundnámskeið og fermingarbarnamót af því að við þurftum meira húsnæði en við hefðum getað fengið ef sundnámskeiðið hefði verið á sama tíma.“ Þessar tilvitnanir biskups í bréf til siðanefndar telja kon- urnar að séu beint brot á þeim trúnaði sem þær hafi óskað eftir. Konurnar afhentu siða- nefnd skriflegar umkvartanir sínar vegna þessa í gærdag. Þær munu ætla að gefa nefnd- inni frest í eina viku til að af- greiða erindið. Að öðrum kosti opinberi þær allar nákvæm- lega sín mál á hendur biskupi. Eins og brúðuleikhús í Dagsljóssviðtalinu spurði Þorfinnur biskup hvort hann vissi hvers vegna þessi mál kæmu upp núna. í svari við þessari spurningu sagði Ólafur Skúlason meðal annars: „Ég vildi að ég hefði ein- hverja skýringu, Þorfinnur. Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Þetta virðist rekja hvað annað. Það er eins og einhver haldi um þræði eins og í brúðuleikhúsi. Einhverjum er ýtt fram á sviðið í dag. Svo líð- ur svolítill tími og þá kemur annar eins og þetta sé kapps- mál einhvers að umræðan hjaðni aldrei og sjatni. Hitt er aftur á móti alveg rétt að ég hafði og hef um árabil heyrt sögusagnir um sjálfan mig. Og það var þannig 1990 og 91, þá komu upp miklar, ja, kviksögur í tengslum við kirkjugarðamál- ið, sem þá var mjög brenn- andi.“ Ólafur sagði einnig að á þessum tíma hefði útfarar- stjóri nokkur verið mjög dug- legur við að breiða það út að hann hefði angrað konur. Lög- reglukona sem þá var hefði skrifað bréf eftir bréf og sent tii ýmissa aðila, borgarstjóra, ráðherra og forsetans, þar sem ýmislegt hefði verið tíundað sem helst mátti finna honum til lasts og hnjóðs. Síðar í við- talinu sagði Ólafur Skúlason: „Ég segi við þá sem eru að ofsækja mig: Vík burt. Hið illa er enn að verki í veröldinni. Hinn illi, er ég alltaf að upp- götva betur og betur, hann gengur um eins og grenjandi ljón, eins og sagt er í helgu orði.“ Fundahöld kirkjunnar Stjórn Prestafélagsins var að búa sig undir að halda sérstak- an fund út af biskupsmálum þegar síðast fréttist. í dag og á morgun verður kirkjuráðsfund- ur, en kirkjuráð er æðsta stofn- un kirkjunnar sem kirkjuþing kýs. Þar ætlar Ólafur Skúlason að ræða þessi mál sem upp hafa komið. Á þriðjudag hefst þriggja daga prófastafundur þar sem allir sextán prófastar landsins og báðir vígslubiskup- arnir koma saman. Þar ætlar biskup einnig að ræða málin. Tölvunefnd fór á stúfana eftir að Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum nafngreindi biskupinn í tengslum við umræðu um kynferðisofbeldi Nefndin krefst skýringa strax Okkur íannst þessi viðtöl við Guðrúnu Jónsdóttur gefa ástæðu til að kanna hvort nokkur breyting væri á því að fullrar nafnleyndrar væri gætt hjá Stígamótum,1' sagði Sigrún Jóhannesdóttir, ritari tölvu- nefndar, í samtali við Helgar- póstinn. Nefndin hefur skrifað Stígamótum bréf og krafið þau skýringa þar sem Guðrún Jónsdóttir hefur staðfest við fjölmiðla að konur hafi hjá Stígamótum rætt ásakanir sínar á hendur Ólafi Skúlasyni biskup. „Við fórum þangað fyrir tveimur árum og kynntum okkur hvernig þar væri háttað meðferð viðkvæmra persónu- upplýsinga. Af því sem þá kom fram mátti ráða að samtökin leituðust við að gæta fullrar nafnleyndar. En nú þótti okkur tilefni til að spyrja hvort þetta væri eitthvað breytt. Við lögð- um fyrir Stígamót að gera strax grein fyrir því af hverju þetta misræmi væri. Ennfrem- ur að skýra hvort samtökin litu svo á að það væri í þeirra verkahring að upplýsa opin- berlega um meinta fremjendur refsiverðra brota,“ sagði Sig- rún. Hún sagði að Stígamót störf- uðu ekki undir neinum leyfum frá tölvunefnd. Þegar nefndin kynnti sér starfsemina fyrir tveimur árum, skoðaði eyðu- blöð og fleira, hefði mátt ráða að hvergi væru nein nöfn skráð hjá Stígamótum. Þarna væri veittur stuðningur við þolendur en engin skráning á þolendum né fremjendum færi fram. Þarna væri algjör nafn- leynd og trúnaður um allt. Á þeim tíma hefði nefndin því ekki séð tiiefni til að gera nein- ar athugasemdir. En nú, þegar farið væri að nefna nöfn opin- berlega, hefði verið ákveðið að óska skýringa. Guðrún Jónsdóttir hjá Stíga- mótum sagði í gær að ekki væri búið að svara bréfi tölvu- nefndar og því gæti hún ekki tjáð sig um málið að sinni. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.