Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 Eilíföarumræöuefniö „sameining vinstrimanna" er nú í fullum gangi. En hvernig skyldi öll sú umræöa blasa viö Sjálfstæöisflokknum og frjálshyggjumönnum? Til aö forvitnast um máliö ræddi Eiríkur Bergmann Einarsson viö aöalvaröhund frjálshyggjunnar, Hannes Hólmstein Gissurarson. og spjallaöi viö hann um félagshyggju, ‘68-kynslóöina, forsetakosningar, stúdentapólitík — og vitaskuld frjálshyggjuna... Hrokafull gáfumannafélög vinstrimanna Stjómmálafræði- dósentinn Hannes Hólmsteinn Gissurar- son er sennilega umdeild- asti stjómmálaskýrandi landsins. Hann er jafn- framt einn af víðlesnustu fræðimönnum okkar og tók BA-próf í sagnfræði og heimspeki og cand. mag.- próf í sögu við Háskóla fs- lands. Héðan fór hann í víking til hins virta Ox- ford-háskóla í Englandi og útskrifaðist þaðan sem doktor í stjórnmálafræði. Hannes hefur um nokkurt skeið starfað sem kennari í Háskóla fslands auk rit- starfa og verið gagnrýnd- ur mjög fyrir að ástunda pólitískan áróður í kennslustundum. En hvers vegna varð hægrisinnaður fijálshyggjumaður að ríkis- starfsmanni? „Ég skilgreini mig ekki sem hægrimann. Ég varð hins veg- ar sjálfstæðismaður með lestri Morgunblaðsins, sem ég bar út átta ára gamall. Ég kem frá af- skaplega pólitísku heimili, en foreldrar mínir voru báðir vinstrisinnaðir. Mér fannst hins vegar sjálfstæðisstefnan, sem lagði áherslu á sjálfstæði og frumkvæði einstaklinganna og svigrúm þeirra til athafna, miklu skynsamlegri farkostur og veganesti en vinstristefnan. Síðan gerist það með árunum að ég kynnist ritum manna eins og Karls Popper og Fried- richs Von Hayek. Ég hrífst af hugsýn þeirra um þjóðskipu- lag þar sem einstaklingarnir geta ráðið ráðum sínum með frjálsum samningum, viðskipt- um og samskiptum sín í milli í stað opinberrar íhlutunar og afskipta. Sjálfstýringarhug- mynd Hayeks er að mínum dómi ein öflugasta og geðfelld- asta hugmynd um stjórnmál sem fram hefur komið.“ Sjálfstœðismenn virðast ekki sammála um hvort þeir séu frjálslyndir, borgara- lega þenkjandi, frjálshyggju- menn eða íhaldsmenn. Til hvaða hóps telst þú? „Ég kynntist ritum þeirra Hayeks og Poppers á mennta- skólaárunum og fyrrihluta há- skólanáms míns á Islandi. Sjálf- stýringarhugmynd Hayeks leiðir í senn til íhaldssemi og frjálslyndis. Það er að segja: Til að mennirnir geti stjórnað sjálfum sér í krafti frjálsra við- skipta verða þeir að bera virð- ingu fyrir viðteknum venjum og gildum eftir því sem kostur er. Að öðrum kosti mun ríkja upplausnarástand í þjóðfélag- inu. Það sem heldur þjóðfélag- inu saman er gagnkvæmur hagur manna af frjálsum við- skiptum og virðing þeirra fyrir þeim reglum sem best hafa reynst í aldanna rás og geyma í sér reynslu óteljandi kynslóða. Sjálfstýringin er þannig í senn siðferðisleg sjálfstýring, og þess vegna af ætt íhaldssemi, og sjálfstýring í viðskiptum, og þess vegna af ætt frjálslyndis. Þess vegna skilgreini ég sjálfan mig sem frjálslyndan íhalds- mann, en hvorki sem hreinan frjálshyggjumann né hreinan íhaldsmann." ‘68-kynslóðin var mis- heppnuð, löt og útúrdópuð Þú ólst upp á tímum mik- illa stjórnmálalegra hrcer- inga, þegar róttœkni og vinstristefna ‘68-kynslóðar- innar voru í hvað mestum blóma. Varðstu ekki útund- an sem frjálshyggjumaður á félagshyggjutímum? „Ég held að orðið ‘68-kynslóð- in skírskoti ekki til þeirra manna sem eru fæddir á árun- um 1948 til 1950, heldur til manna sem sameinast um ákveðið hugarfar. Það hugarfar er að mínum dómi óskynsam- legt, enda er þessi kynslóð — sem hugtak — misheppnuð. Eft- ir hana liggur ekkert nema rúst- ir nokkurra mannsæva í fíkni- efnaneyslu, leti og ómennsku. ‘68-kynslóðin ólst upp við að þurfa ekki að greiða fyrir það sem hún fékk, hvort sem það var nám eða húsnæði. Þetta fólk þurfti ekki að leggja neitt á sig og er fullt af því sem Einar Benediktsson kallaði námshrok- ans nauma geð“. Geturðu skilgreint fyrir lesendum á mannamáli áherslumuninn milli hœgri og vinstri, frjálshyggju og fé- lagshyggju ? „Já. Frjálshyggjumenn leggja aðaláherslu á sköpun lífsgæð- anna en vinstrimenn á skipt- ingu þeirra. Ef við tökum ein- falda líkingu, þá má segja að fé- lagshyggjumennirnir séu alltaf að velta fyrir sér hvernig hægt sé að skipta þjóðarkökunni. Frjálshyggjumennirnir hafa hins vegar mun meiri áhuga á því hvernig sé hægt að baka þjóðarkökuna. Fyrir þeim er aðalatriðið að bakaríið í þjóðfé- laginu standi í blóma og sé í fullum gangi. Og kakan stækki þannig að nóg sé til skiptanna handa öllum og án þess að það bitni á öðrum. Frjálshyggjan byggist á tvennu sem félags- hyggjan skilur ekki. Annað er að eins gróði þarf ekki að þýða annars tap. Hitt er að þjóðfé- lagið getur verið skipulegt án þess að það verði að vera skipulagt. Þetta er einmitt sjálf- stýringarhugmynd Hayeks. Fé- lagshyggjumenn hafavirt þetta að vettugi. Þeir kunna ekki hið gamla íslenska spakmæli sem segir betri er krókur en kelda. Þeir vilja leysa öll vandamál með löggjöf og íhlutun ríkisins með því að æða út í kelduna. Frjálshyggjumenn vilja skilja mannlegt eðli og taka á sig krók framhjá vandræðunum og virkja ávinningsvonina í al- mannaþágu.“ Framsóknarflokkurinn er hentistefnuflokkur Vinstrimenn hafa löngum flokka kerfi á íslandi. Hins veg- ar sé ég ekki fyrir mér að það verði að raunveruleika í náinni framtíð, meðal annars vegna þess að á milli vinstriflokkanna fjögurra eru ýmis ágreinings- mál, auk þess sem þeir hafa ólíka hagsmuni. Til dæmis eru Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag á öndverðum meiði varðandi alþjóðahyggjuna. Al- þýðuflokkurinn er sennilega al- þjóðlegast sinnaður af ís- lensku flokkunum. Hann vill að þjóðfélagið sé sem opnast. Al- þýðubandalagið er hins vegar þeirrar skoðunar að þjóðfélag- ið eigi að vera sem lokaðast. átt sér þann draum að sam- eina félagshyggjuflokkana og ýmislegt bendir til að við- roeður um það séu komnar á rekspöl. Sérðu fyrir þér að það gœti gerst nú? „Ég er hlynntur tveggja flokka kerfi vegna þess að ég tel að lýðræði sé umfram allt aðferð til að draga menn til ábyrgðar á stjórnarathöfnum sínum næstu ár á undan. Lýð- ræði er ekki aðferð til að mæla almannavilja, enda held ég að það hugtak sé mjög götótt, óljóst og óskýrt. Ef við viljum draga menn til ábyrgðar í stjórnarathöfnum er miklu skynsamlegra að um tvo skýra kosti sé að ræða. Þegar við lif- um í óheppilegu kerfi sam- steypustjórna, eins og íslend- ingar gera, þá er aldrei alveg ljóst hver ber ábyrgð á hverju og heldur ekki ljóst hvað þú ert að kjósa ef þú kýst ekki stjórnarfíokkana. Þegar talið er upp úr kjörkössunum veistu aldrei hvað tekur við. Hins veg- ar, þegar um tveggja flokka kerfi er að ræða, hefur maður val um tvo kosti. Þú kýst stjórnina ef þú ert ánægður með hana, en stjórnarandstöð- una ef þú ert óánægður með stjórnina og líst vel á stefnu stjórnarandstöðunnar. Þess vegna er ég hlynntur tveggja Þar eru margir þröngsýnir ein- angrunarsinnar og þjóðernis- sinnar. Framsóknarflokkurinn telur sér vafalaust aldrei hag í því að sameinast hinum vinstriflokkunum, heldur vill hann geta leikið á andstæðurn- ar til hægri og vinstri eins og hann sér þær hverju sinni: mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum þegar hentar og vinstristjórn þegar það hentar. Framsóknarflokkurinn er tví- mælalaust hentistefnuflokkur sem hefur byggt á völdum hagsmunum, eins og Sam- bandi íslenskra samvinnufé- laga og ýmsum fyrirtækjum sem hann hefur verndað. Nú er Framsóknarflokkurinn aftur á móti að breytast í miðflokk sem reynir að skírskota til fólks í þéttbýli, ekki síður en í strjálbýli. Hann tefldi þess vegna ungum og vöskum fram- bjóðendum fram í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, en þessir frambjóðendur hafa síðan eng- an veginn staðið undir þeim vonum sem við þá voru bundnar. Mér finnst til dæmis Hjálmar Árnason, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokks- ins á Reykjanesi, ekki aðeins líkur Svavari Gestssyni í útliti heldur einnig í stjórnmála- skoðunum. Kvennalistinn telur sig hafa mikla sérstöðu, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fórnaði honum samt á altari persónulegs metnaðar þegar hún — ásamt öðrum — skipu- lagði sameiginlegt vinstrafram- boð í Reykjavík. Þar með við- urkenndi hún það sem allir náttúrulega vissu fyrir: Kvennalistinn var og er ekkert annað en vinstriflokkur. Með þessu valdabrölti svipti hún Kvennalistann tilvistarréttlæt- ingu sinni. Þetta er smám sam- an að koma í ljós, þannig að þegar Kvennalistakonurnar velta næst fyrir sér skýringu á óförum sínum ættu þær ef til vill að líta í átt að Ráðhúsinu í Reykjavík." Alþýðuflokknum var sundrað samkvæmt tilskipun frá Kreml Svo virðist sem jafnmikill skoðanaágreiningur sé inn- an Sjálfstœðisflokksins og vinstriflokkanna. Er Sjálf- stœðisflokkurinn þá ekki jafnsundurlyndur og vinstri- flokkarnir? „Spurningin svarar sér í raun sjálf, því þú talar annars vegar um Sjálfstæðisflokkinn með ákveðnum greini og hins vegar um vinstriflokkana með óákveðnum greini. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn væri eins sundurlyndur og vinstriflokk- arnir þá héti hann ekki Sjálf- stæðisflokkurinn, heldur væri um að ræða sjálfstæðisflokk- ana. Einhverra hluta vegna hefur sjálfstæðismönnum tek- ist betur að starfa saman í ein- um flokki en vinstrimönnum. Það hefur auðvitað komið í Ijós, þegar skjöl hafa verið opnuð í Moskvu, að Kommún- istaflokkurinn gamli, sem var undanfari Sósíalistaflokksins sem síðan var undanfari Al- þýðubandalagsins, var stofn- aður samkvæmt tilskipun frá kommúnistunum í Moskvu. Al- þýðuflokknum var því sundrað samkvæmt tilskipun frá ein- ræðisherranum í Kremlkast- ala. Síðan gerist það hvað eftir annað að óhappamenn í röð- um Alþýðuflokksins hafa klofið flokkinn. Það gerði Héðinn Valdimarsson árið 1938, Hannibal Valdimarsson árið 1952, Vilmundur Gylfason ár- ið 1983 og Jóhanna Sigurðar- dóttir á síðasta ári. Þetta hefur orðið til þess að Alþýðuflokk- urinn hefur átt erfitt uppdrátt- ar, auk þess sem flokkurinn hefur látið bugast af áróðri andstæðinga sinna. Kommún- istar á íslandi héldu uppi stæk- um hatursáróðri gegn Stefáni Jóhanni Stefánssyni, þáver- andi formanni Alþýðuflokks- ins, meðan hann var einn ein- dregnasti stuðningsmaður vestræns samstarfs. Þetta gróf HANNES UM HINA „Þessi ‘68-kynslóð — sem hugtak — er misheppnuð. Eftir hana liggur ekkert nema rústir nokkurra mannsæva í fíkniefnaneyslu, leti og ómennsku. ‘68-kynslóðin ólst upp við að þurfa ekki að greiða fyrir það sem hún fékk.“ „Alþýðubandalagið er þeirrar skoðunar að þjóðfélagið eigi að vera sem lokaðast. Þar eru margir þröngsýnir einangrunarsinnar og þjóðernissinnar." „Síðan gerist það hvað eftir annað að óhappamenn í röðum Alþýðuflokksins hafa klofið fiokkinn. Alþýðuflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar, auk þess sem flokkurinn hefur látið bugast af áróðri andstæðinga sinna. Kommúnistar á íslandi héldu uppi stækum hatursáróðri.“ „Framsóknarflokkurinn reynir að skírskota til fólks í þéttbýli. Þess vegna tefldi hann ungum og vöskum frambjóðendum fram í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi, en þessir fram- bjóðendur hafa síðan engan veginn staðið undir þeim von- um sem við þá voru bundnar.“ „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fórnaði Kvennalistanum samt á altari persónulegs metnaðar þegar hún — ásamt öðrum — skipulagði sameiginlegt vinstrafraniboð í Reykjavík. Með þessu vaidabrölti svipti hún Kvennalistann tilvistarréttlætingu sinni.“ um sig í flokknum og flokks- menn létu undan andstæðing- um sínum til vinstri og tóku að trúa því sem andstæðingarnir sögðu um þá sjálfa. Og það ber aldrei í sér annað en eitthvert innanmein." Það er eins og þú hafir mesta samúð með Alþýðu- flokknum af vinstriflokkun- um... „Ég geri nú ekki upp á milli vinstriflokkanna, nema hvað ég held að Alþýðuflokkurinn hafi þróast í mun frjálslyndari átt en hinir. Þó er þetta breyt- ing sem er sameiginleg öllum stjórnmálaflokkum á Islandi, nema Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Þeir eru að viðurkenna það að langflest mál eru þess eðlis, að best er að leysa úr þeim með frjálsum viðskiptum og samningum ein- staklinganna og að við þurfum að opna hagkerfið og fjölga tækifærum fyrir einstaklinga, jafnframt því sem við gætum eðlilegra mannúðarsjónarmiða gagnvart þeim sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni." íslendingar meta bókvitið of mikils, en lasta verksvit í viðtali við Helgarpóstinn fyrir nokkrum vikum segir Bubbi Morthens að helsta mein vinstrihreyfingarinnar sé hversu margir afburða- greindir menn eru tilbúnir að starfa á vinstrivœng stjórnmálanna. Það sé ein- faldlega ekki pláss fyrir þá alla. Hann segir sjálfstœðis- menn hins vegar halda sín- um greindustu mönnum til hlés þar sem þeir leggi á ráð- in í reykfylltum bakherbergj- um og oti þingmönnum sín- um og frambjóðendum fram í refskák. Ertu sammála þessari stjórnmálaskýringu Bubba? „Það sem er sennilega rétt í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.