Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 \ Listakonan Róska segir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur brot úr lífssögu sinni eins og henni einni er lagið. Við sögu koma terroristar, leikstjórar, hestarog byltingarmenn... „Féll í skóla og varð flogaveik upp úr því Hún var goðsagnaper- sóna í Reykjavík á tím- um stúdentauppreisn- anna. Falleg og ögrandi, pólitísk og skapandi. Hún hef- ur alltaf verið umdeild fyrir skoðanir sínar og gerðir en lengst af hefur hún verið bú- sett á ftalíu, þó að hún hafi komið víða við, til dæmis í Tékkóslóvakíu, þar sem nafn- ið Róska festist við hana, og í Frakklandi. Róska hefur nú sest hér að um tíma, en hún segist hafa jafnmikla heimþrá tilItalíu núna og hún hefur heimþrá til fslands þegar hún er stödd þar. Hún féllst á að setjast niður með kaffibolla og sígarettu á mánudaginn og segja nokkrar sögur af sjálfri sér. Róska er Reykvíkingur, alin upp bæði í austur- og vestur- bænum og á tvær eldri systur. Önnur þeirra, Borghildur, hef- ur einnig lagt listina fyrir sig en hin, Guðrún, er lyfjafræðingur. „Pabbi minn er efna- og eðlis- fræðingur, en vísindi og listir eru skyld fyrirbæri þó að það sé erfitt að útskýra nákvæm- lega hvernig og maður skilji það jafnvel ekki sjálfur. Mamma vann svo á spítala þegar við dæturnar vorum farnar að heiman. Ég hef verið mikið flogaveik frá því í bernsku, en ég datt í skólanum eða mér var hrint þegar ég var ellefu ára og upp úr því fór ég að fá floga- köst. Eins og læknirinn skrifaði í skýrsluna og olli mömmu al- veg óstöðvandi hláturskasti: „Féll í skóla ojg varð flogaveik upp úr því.“ Eg fór nú samt í Myndlistar- og handíðaskólann eftir að hafa byrjað í MR og hætt áður en kom að stúdents- prófi.“ Róska fluttist siðan til Tékkó- slóvakíu ásamt fyrri manni sín- um, Gylfa Reykdal, en hann var þar við myndlistarnám. Hún varð ófrísk og eignaðist soninn Höskuld, sem í dag starfar að myndlist, en hann ólst upp hjá foreldrum Gylfa. Róska fór svo út til Ítalíu og hóf nám við Listaakademíuna í Róm árið 1965.“ „Bakgrunnurinn íverkum Daríós Fó, sem þykir dæmigerður farsabakgrunnur, er í raun miðbærinn í Róm. Fagrar konur, þjófar og lík. í verkum sínum vísar hann oftast beint í raunverulega atburði og hluti sem við urðum vitni að á þessum tíma eins og í Ieikritinu Anarkisti deyr, sem var reyndar þýtt hér sem Stjórnleysingi deyr, sem er algert öfugmæli." Uppreisnin í Rauðu Emilíu Fabrico var lítill verkamanna- bær í sýslunni Rauðu Emilíu, þæ sem Róska segir að allar hæðir séu fullar af niðurgröfn- um vopnum og líkum úr seinni heimsstyrjöldinni. Vinstrisinn- ar, stúdentar og verkamenn tóku Fabrico hernámi 1968. Róska var þá námsmaður í Róm og tók þátt í þessu af full- um krafti. Atburðum í Rauðu Emjlíu lýsir Róska þannig: „í bænum Fabrico voru tvö bíóhús og það var nóg til að beina augum fólks að bænum og hrinda síðar uppreisninni af stað. Annað bíóhúsið var rekið á vegum kirkjunnar en hitt áttu verkamennirnir sjálfir og héldu ókeypis bíósýningar fyrir börnin og kröfðu þau ekki um aðgangs- eyri. Kirkjunnar menn litu sam- keppnina öfundaraugum og fengu bíóhúsinu lokað á ein- hverju bjánalegu formsatriði og salurinn var innsiglaður svo börnin gætu snúið sér aftur að kristilegu myndunum. í bíóhús- inu settu vinstrimenn síðan upp bækistöðvar þegar þeir hertóku bæinn. Þetta var verkamanna- bær þar sem karlmennirnir unnu fyrir Massey Ferguson en konurnar á litlum prjónaverk- stæðum. Við formuðum lítil ráð, sem öll gegndu ákveðnu hlut- verki. Ég var í upplýsingaráði og málaði skilti sem buðu fólk vel- komið ef það ætlaði að taka þátt en báðu það annars að hypja sig. Ég hannaði líka og dreifði bæklingum, ljósritaði fréttabréf og dreifði baráttusöngvum. Allt aðkomufólkið bjó síðan á hótel- inu í bænum og borgaði ekki krónu, enda fór allt fram í vöru- skiptum. Á kvöldin fór bíll um svæðið og kallaði fréttir og til- kynningar í hátalara, en bíllinn bar stundum rauðan féma og stundum svartan, eftir því hver keyrði. Oft var einhver milliveg- ur og flaggað rauðum fána með svörtum blettum. Þarna kynnt- ist ég ýmsum frægum leikurum og leikstjórum, til dæmis Godd- ard, sem kom og sýndi myndir og gaf okkur tökuvél. Daríó Fó var þarna líka og sýndi leikritin sín og Fellini og fleiri heims- þekktir menn. Síðan þegar fræga fólkið fór að tínast burt, þá fór að hrikta í stoðunum og lögregl- an lagði til atlögu. Það var í fyrsta skipti sem ég var tekin föst, en ég þótti heppileg í hlutverkið, sjálf- sagt vegna þess að ég var óþekkt og þar að auki út- lendingur og því ekki líkleg til að verða neinn píslarvottur." ANTON ■ í fullum herklæðum Erótik Unaðsdraumar Pöntunarsími: 462-5588 Póstsendum vörulista hvert á land sem er! Fatalisti, kr. 350 Blaóalisti, kr. 850 Videolisti, kr. 850 Sendingarkostnaður innifalinn Eigum til Alkatel-, IMokia-, Panasonic-, Motorola- og lUokia-síma ásamt fylgihlutum Verslunin Anton Skúlason Austurveri við Háaleitisbraut Sími 5880400 Terroristar með sólgteraugu og töskur „Um og eftir Rauðu Emilíu, þegar áttundi áratugurinn gekk í garð, kynntist ég persónulega einstaklingum úr þeim hópum sem hvað umdeildastir voru fyrir aðgerðir sínar, til dæmis Rauðu herdeildunum og Baa- der-Meinhof, til dæmis kynntist ég Ulrike Meinhof." Hvernig voru þau kynni? „Þau voru yfirleitt góð, en það voru kjánar þar eins og annars staðar. Yfirhöfuð var þetta þó brilljant fólk.“ Er þetta ekki ákaflega varfœrnisleg lýsing á fólki sem talið er bera ábyrgð á dauða fjölda manns? Hluti hópsins fjár- magnaði auk þess starfsemi sína með dópsölu og stóð í vafasömum tengslum við mafíuna eins og seinna kom á daginn og að lokum var ekki vitað hver sprengdi hvern. „Þetta var heilt net af fólki sem fylgdi fyrirmælum, en á Ítalíu tengdist það ekki grófu of- beldi — að minnsta kosti ekki lengst framan af. Þegar Aldo Moro var drepinn var ég heima á íslandi. Hann var frekar á vinstri kanti kristilegra demó- krata, en Andreotti var hrædd- ur um að Moro næði af sér kjöri og í kjölfarið á því yrðu breyt- ingar sem kæmu spilltu og mútuþægnu fólki illa. Almenn- ingur gleypti það fyrst hrátt að Rauðu herdeildirnar bæru ábyrgð á dauða Aldos Moro, en lagði síðan saman tvo og tvo og fékk út fjóra. Rauðu herdeild- irnar yfirheyrðu valdamenn og gerðu þá þannig óskaðlega. Yfirleitt var ekki talið nauðsynlegt að drepa þá og síst hefði Aldo Moro orðið fyrir valinu."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.