Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 14
14 F1MMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 Frásögn konu sem leitar tilbreytingar * Hún vildi kynnast karlmanni. Hún kærði sig ekki um fast samband, hana langaði einfaldlega í tilbreytingu. Hún hefði getað leitað slíkra kynna á veitingastað en slíkt þótti henni fáránlegt. Drukkið fólk í hrönnum, hávaði og læti, og þar að auki hefðu fjölmargir þekkt hana. Nei. Það hlaut að vera til betri aðferð. Henni var ráðlagt að nota sér kynningarþjónustu. Notaðu símatorgin, sagði ein vinkona hennar, þau eru góð. Þú ert með auglýsingu á einhverju þeirra, karlmenn leggja inn skilaboð hjá þér, þú svarar - það getur ekki verið einfaldara. Hún kannaði málið af kostgæfni og komst að því að það eru í það minnsta átta kynningarþjónustur starfandi á Islandi í dag. Átta símatorg! Hvert áttu þessir fínu herramenn að hringja til að finna hana? Öll símatorgin? Og ekki nóg með það: fyrstu sex símatorgin sem hún hringdi í voru svo til alveg eins: Alls staðar var henni boðið að hringja í tölvu og þar gat hún hlustað á auglýsingar frá öðrum - og svo var henni boðið að lesa inn sína eigin auglýsingu. Með sinni eigin rödd. Og jú, mikil ósköp, hún hefði hæglega getað lesið inn sína eigin auglýsingu með sinni eigin rödd. Rétt eins og hún hefði getað sett auglýsingu í útvarpið og kynnt sig fullum fetum með nafni, heimilisfangi og hvaðeina! Nei takk. Þetta var ekki aðferð sem hentaði henni. * frásögnin er lítillega stílfærð Hún hafði samband við vinkonu sína, lífsreynda konu, og sagði farir sínar ekki sléttar: Á íslandi hefði fullorðið fólk með sómatilfinningu ekki nokkurn möguleika að kynnast með tilbreytingu í huga. Vinkonan kímdi og benti henni á litla auglýsingu í einkamáladálki DV. Þar stóð: "Rauða torgið. Fjölbreytt og vönduð þjónusta fyrir einstaklinga og pör sem leita tilbreytingar." Gleymdirðu ekki að kynna þér Rauða torgið? spurði hún. Hin sagði dauflega: Er Rauða torgið ekki bara enn eitt símatorgið? Hvíslaðar auglýsingar og karlar, konur og pör allt í einum hrærigraut í kvennaflokkunum? Alls ekki, sagði vinkonan. Þetta er raunveruleg þjónusta. Ég er búin að vera með auglýsingu hjá þeim í nokkrar vikur. Það gerist ekki betra. Ertu ekki hrædd um að einhver þekki röddina þína? Vinkonan brosti lítillega. Þeir lásu auglýsinguna mína inn fyrirmig. Mín rödd kemur hvergi fram. Hvað með trúnaðinn? Nú brosti vinkonan breitt. Hann er algjör. Þeir spurðu mig ekki einu sinni að nafni þegar ég skráði mig! 905-2121 kr. 66,50 mínútan Eins árs afmæli skemmtistaðcirins Bóhem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.