Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 :ts „Ólafur er skrambi skýr í kollinum“ I kjölfar þess að Guðrún Pétursdóttir tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta íslands hefur fólk skeggrætt um möguleika henrv ar á að ná kjöri. En að baki frambjóöandanum er maður hennar, ÓF afur (Kristján) Hannibalsson, sem að sjálfsögðu fylgir með til Bessastaða ef til kemur. Ólafur hefur á skömmum tíma náð nokkr- um vinsældum meðal þjóðarinnar (sumir segja hann vinsælli en spúsu hans Guðrúnu), enda verið áberandi í spjallþáttum og í fjöl- miðlum. Sæmundur Guðvinsson spuröist fyrir um mann konunnar sem býður sig fram. egar fólk er beðið ,að segja álit sitt á Ólafi Hannibals- syni nefna margir að Ólafur sé maður sem fari ótroðnar slóðir og sé einskis taglhnýtingur. „Mér hefur alltaf þótt hann heiðarlegur, hreinskiptinn maður, auðvitað fullkominn Bjartur í Sumarhúsum. Hann hefur algjörlega farið eigin ieið- ir,“ sagði til dæmis Gísli Gunn- arsson, sagnfræðingur og dós- ent við Háskóla Islands. Þá nefna margir að Ólafur sé greindur, fjölfróður, mjög vel ritfær, mikill húmoristi sem taki þó lífið alvarlega. Ólafur Kristján Hannibals- son, eins og hann heitir fullu nafni, er sextugur að aldri, fæddur 6. nóvember árið 1935 á ísafirði og Vestfirðingur í báð- ar ættir. Sólveig Ólafsdóttir, móðir hans, er frá Strandselj- um í Ögurhreppi. Faðir hans var Hannibal Gísli Valdimars- son, kennari, þingmaður, ráð- herra og forseti ASÍ, frá Fremri- Arnardal. Systkini Ólafs eru Amór prófessor, Elín kennari, Guðríður bankamaður og Jón Baldvin, alþingismaður og for- maður Alþýðuflokksins. Hálf- bróðir Ólafs, samfeðra, er Ingj- aldur, dósent við Háskóla Is- lands. Hannibal faðir þeirra var þjóðkunnur maður vegna þátt- töku sinnar í verkalýðsbaráttu og pólitík. Hann rakst illa í flokki og mat pólitískt sjálf- stæði meira en pólitísk flokks- bönd. Synir hans eru allir þjóð- kunnir menn, hver á sínu sviði, og þykir ýmsum sem þeir Ólaf- ur og Jón Baldvin hafi sérstak- lega erft ýmsa eiginleika föður- ins. Undirförulaus maður Ólafur Hannibalsson var á árum áður vinstrisinnaður her- stöðvaandstæðingur en er nú varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Gísli Gunnarsson sagnfræðing- ur starfaði með Ólafi um tíma á þessum vinstriárum hans: „Við þekktumst mest á árun- um frá 1965 til 1968, þegar við vorum á svipuðum slóðum í pólitíkinni kringum Frjálsa þjóð og það allt saman. Við vorum ekki alltaf sammála, en hann er ákaflega undirförulaus maður og sagði yfirleitt það sem honum bjó í brjósti. Hann er að þessu leyti líkur karli föð- ur sínum en ólíkur Finnboga Rút, bróður Hannibals. Svo er það þessi mikla einstaklings- hyggja og Ólafur hefur aldrei rekist neins staðar í flokki. Um- skiptin í pólitík eru í samræmi við þessa einstaklingshyggju. Honum mislíkaði eitthvað við Alþýðuflokkinn og svo fór hann að berjast við kaupfélag vestur á fjörðum og bjó til slát- urhús með öðrum í sínum hreppi. Það er í þessari ein- angrun í Selárdal sem Ólafur ákveður að fara yfir í Sjálfstæð- isflokkinn. Mér finnst hann vera mjög ótýpískur sjálfstæð- ismaður. Hann er raunar alls staðar ótýpískur ef út í það er farið. En Ólafur er duglegur skorpumaður og ég held að hann sé ákaflega heiðarlegur náungi,“ sagði Gísli Gunnars- son. Ekki kommi Það er kannski dæmigert fyr- ir Ólaf að eftir stúdentspróf hélt hann til náms í Bandaríkjunum og lagði stund á hagfræði og ensku um eins árs skeið. Fáein- um árum síðar var hann hins vegar kominn til Prag og farinn að stúdera hagfræði fyrir aust- an járntjald. í millitíðinni hafði hann meðal annars starfað hjá Loftleiðum á Kennedyflugvelli í New York. Eftir ársdvöl í Prag kenndi hann við gagnfræða- skóla í Reykjavík og Kópavogi árin 1962 til 1966. Hann gerðist árið 1964 ritstjóri Frjálsrar þjóð- ar, sem var málgagn Þjóðvarn- arflokksins er barðist fyrir brottför varnarliðsins. „Ég held að Ólafur Hannibals- son hafi aldrei verið neinn kommi frekar en faðir hans. Hins vegar var hann á móti hernum og reyndar á móti kerf- inu á þessum árum. Hann skrif- aði beittar greinar í Frjálsa þjóð og í augum íhaldsins var hann eflaust hættulegur maður. Jón Baldvin bróðir hans var nú einnig með eitthvert komma- dekur, en ég held að þar sem Arnór bróðir þeirra hafði séð með eigin augum hvað var að gerast í Sovét hafi þeir bræður aldrei ánetjast kommúnisma. í dag finnst mér að Frjáls þjóð hafi verið eina frjálsa blaðiðhér á landi á þessum árum og Ólaf- ur þorði að benda á spillinguna sem grasseraði hvarvetna," sagði maður sem þekkti vel til starfa Ólafs sem ritstjóra Frjálsrar þjóðar. Bóndi í Selárdal Eftir að hafa starfað sem skrifstofustjóri ASÍ í nokkur ár gerðist hann bóndi í Selárdal árið 1977. Hann hafði verið kvæntur Önnu Guðbjörgu Kristjánsdóttur kennara, en þaú skildu. Saman áttu þau þrjú börn, sem eru Hugi, blaðamað- ur, Sólveig, fréttamaður, og Kristín, háskólanemi. Ólafur flutti sitt hafurtask vestur og gerðist einbúi þar. Sigurður Guðmundsson í Otradal sagði í samtali við HP að Ólafi hefði búnast þokkalega: „Hann var einbúi að vetrinum en á sumrin voru börnin hjá honum sem og gömlu hjónin, Sólveig og Hannibal, meðan heilsa þeirra leyfði. Ólafur var með fjárbúskap, en það var reynt að þrengja að honum eins og öðrum bændum hér um slóðir. Þessi Bændahallarmafía hefur staðið í því undanfarna áratugi að drepa bændur lands- ins og Ólafur fór ekki varhluta af því. Hann tók þátt í félagslífi í sveitinni og var til dæmis odd- viti Ketildalahrepps nær allan tímann sem hann bjó í Selárdal. Þetta er prýðisdrengur að öllu leyti og með gáfaðri mönnum sem ég hef kynnst. Mjög skemmtilegur Jjegar hann er í því horninu. Eg vildi óska að hann ætti eftir að enda á Bessa- stöðum sem forsetamaður. Hann myndi sóma sér vel á þeim stað, svo ekki sé nú talað um Guðrúnu," sagði Sigurður í Otradal. Jóhann Axelsson, prófessor við Háskólann, er góðvinur Ól- afs og hann sagði að ævintýrin gerðust kannski enn á íslandi. „Vissulega væri það ævintýri ef einyrkinn í Selárdal ætti eftir að verða bóndi á höfuðbólinu. Á árshátíð háskólamanna spurði ég Ólaf hvort hann héldi að það væri hægt að búa á Bessastöð- um án ríkisstyrkja. Ólafur tók vel í það og taldi það ekki úti- lokað með því að hlú að æðar- varpinu og róa á grásleppuna," sagði Jóhann. Blaðamaður á ný Þegar Ólafur lét af búskap í Selárdal 1987 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist blaða- maður og ritstjóri Helgarpósts- ins um skeið ásamt Helga Má Arthurssyni, sem nú er frétta- maður Sjónvarps. Helgi lét vel af samstarfinu við Ólaf: „Ólafur er afskaplega glöggur blaðamaður og gott að vinna með honum. Hann leysti þau verkefni mjög vel sem hann tók að sér, enda vel ritfær. Mér er til dæmis eftirminnilegt hvernig hann skrifaði um kaffibauna- málið og Sambandið. Hann gerði það með öðrum hætti en gert var á öðrum fjölmiðlum og þetta var vel unnið. Ólafur var með fjölþætta reynslu og þekk- ingu þegar hann kom svo að segja beint að vestan og fór að vinna á HP og vissi um hvað hann var að tala og skrifa. Ég held raunar að það sé mjög gott að blaða- og fréttamenn séu eldri en tvævetur. Sem blaða- maður held ég að hann verið í því starfi allan sólarhringinn, því hann gaf sig allan í þetta og það á eflaust við um annað sem hann tekur sér fyrir hendur. Svo er Ólafur afskaplega skemmtilegur, eins og þetta fólk hans er yfirleitt," sagði Helgi Már. Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður starfaði á Helgar- póstinum á þessum tíma og man vel eftir Ólafi: „Sem rit- stjóri var hann enginn sérstak- ur stjórnandi heldur virkur á ritvellinum og mér er enn í fersku minni úttekt sem hann skrifaði einu sinni um Stein- grím Herinannssoii Stærsti ljóðurinn á ráði Ólafs er að hann hefur haslað sér völl inn- an Sjálfstæðisflokksins. Ef sá flokkur fær á hinn bóginn fleiri menn á borð við Ólaf í forystu- sveit sína þá er honum hreint ekki alls varnað," sagði Friðrik Þór. Tók allt með trompi Þegar Helgarpósturinn fyrri var að leggja upp laupana leit- aði Ólafur Hannibalsson sér að vinnu á öðru blaði og bar niður á tímaritinu Heimsmynd. Her- dís Þorgeirsdóttir stjórnmála- fræðingur var þar ritstjóri. Hún hafði eftirfarandi að segja um manninn sem kom til hennar í leit að starfi: „Ólafur Hannibalsson er skarpvitur, skemmtilegur og viðmótsþýður maður. Hann á auðvelt með að umgangast fólk og er ófeiminn við að eiga frum- kvæði í að kynnast nýju fólki. Þannig birtist hann óvænt á skrifstofu hjá mér á ritstjórn Heimsmyndar vorið 1988. Þá var hann ritstjóri Helgarpósts- ins, sem var lagður niður í sum- arbyrjun það ár. Skömmu síðar réð ég Ólaf sem blaðamann á Heimsmynd. í minni stöðu hefði ég kannski átt að hafa efa- semdir í upphafi þessa sam- starfs, í Ijósi þess að þarna var karlmaður á ferð og tuttugu ár- um eldri en ég — en á ritstjórn- inni voru aðallega konur þótt karlmenn kæmu að blaðinu með ýmsum hætti, ljósmyndar- Kjólar m/smellum FERMING 6900 Skokkar m/belti 5900 Röndóttir kjólar 6900 Stuttir jakkar frá 5500 Stuttar kápur,- svartar, dökkbláar, beise 9900 Kjólar með hvítu röndum 6900 Skór5500 Skór6900 Skór7900 Hanes-sokkabuxur 790 Glerkrossar í litum 1200 Sérsaumum, sama verð Lausavegi S 511-1717 Kringlunni S 568-9017

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.