Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 iilMMMMMMMMi————i—^^— Stranglega bannað bömum innan 16 ára: H8 Einkennilegir dauðdagar að er bara eitt sem er alveg á hreinu; við Igefum öll upp öndina fyrr eða síðar. Það er fremur niðurdrepandi að hugsa um það hvernig maður sjálfur mun bera beinin og fiestir reyna eftir fremsta megni að bægja slíkum hugsunum frá sér. Allt tal um dauðann og hvernig hann ber að höndum er tabú og þar af leiðandi nokk- uð spennandi umræðuefni. Að þessu leyti svipar dauðanum til kynlífs. Hann er spennandi tabú. En eins og það eru til margar og spennandi aðferðir við að njóta kynlífs, og þar af leiðandi óteljandi skemmtilegar sögur af kynmökum, eru til margar skondnar leiðir til að kveðja þennan heim. Sumar þeirra eru einmitt tengdar kynlífi. Eftirfarandi sögur eru allar sannar, í það minnsta ekki mjög ýktar, og stolnar og stældar upp úr bókinni Strange Deaths sem gefin var út í Bretlandi 1994. Hinn suður-afríski Victor Villenti neytti eingöngu grænmetis og var mjög á móti öllu kjötáti. Hann var harður húsbóndi og neyddi fjölskyldu sína til sama mataræðis. Dag einn árið 1991 var hann að skokka er fjögurra kílóa frosið lambalæri féll út rnn glugga á þriðju hæð íbúðarhúss og lenti í höfði hans. Victor varð að játa sig sigraðan af lambinu og andaðist þegar. Spænski múrarinn Herminio Rivera Couceiro bjó í smá- bænum Orense þar sem hann nótt eina rændi hænu frá ná- granna sínum. Með hænuna undir hendi fór hann niður á árbakka þar sem hann hóf kyn- mök við fuglinn. Til allrar óhamingju komu æfingarnar róti á hamrastálið ofan við ár- bakkann og risavaxið granít- bjarg hrundi ofan á parið og kramdi það til bana. Hin rétt rúmlega eins metra háa Martha Ferrand átti í sér- kennilegu ástarsambandi við tvo fullvaxna línudansara. Kvöld eitt brutust út slagsmál milli elskhuganna í miðju línu- dansatriði sem endaði með því að þeir hröpuðu báðir til jarð- ar og hlutu bráðan bana af. Marian Paler, 36 ára rúmensk kona, sem ásamt manni sínum hafði hlotið nokkurn frama fyr- ir loftfimleika, komst að því að hann stundaði rúmfimleika með annarri konu. Sama kvöld og uppgötvunin var gerð var sýning og á mikilvægu augna- bliki í sýningaratriði þeirra hjóna, þegar maður hennar þurfti á allri sinni einbeitingu að halda, hló hún hástöfum framan í hann. Vesalings maðurinn hrapaði og lést samstundis. Svo virðist sem fjölleikahús séu skemmtilegri eftir að fíl- arnir og ljónin eru komin í búr- in sín og slökkt hefur verið á sviðsljósunum. í Búkarest árið 1993 myrti hestatamningamað- urinn Hanibal Cantori eigin- konu sína eftir að hafa komið að henni í samförum við folann Gambenus, sem var aðalstjarn- an í hestaatriði bóndans. Að þessum harmleik loknum svipti Hanibal sig lífi. Frakkar sýna ástríðuglæpa- mönnum mikinn skilning. Árið 1988 fékk Patricia Orionno í franska smábænum Doubs sig fullsadda á gríðarlegri kynhvöt eiginmanns síns. Eins og lög gera ráð fyrir greip hún til þess ráðs að myrða hann. Hún reyndi fyrst að gefa honum býsnin öll af svefntöflum, sem gekk ekki, svo skar hún á púls hans, reyndi að drepa hann með gasi og kyrkja hann, en ekkert gekk fyrr en hún stakk hann átta sinnum með stórum hnífi. Hún var eðlilega sýknuð, enda um ástríðuglæp að ræða. Hinn atvinnu- og gæfulausi Thierry Dierick fékk að finna fyrir refsivendi laganna þegar hann batt enda á líf kollega síns Daniels Pitioret að hans eigin beiðni. Dierick fékk um það bil sex hundruð og fimm- tíu þúsund íslensra króna fyrir viðvikið. Dierick fékk greitt rétt áður en hann tók í gikkinn á haglabyssunni sem losaði Pitioret við tilvistarvandann að eilífu og höfuðið að mestu leyti. Pitioret greiddi Dierick með tékka og þar sem hann var stakur reglumaður skráði hann upphæðina á svuntu auk nafns viðtakanda og fyrir hvað var greitt. Lögreglan fann Dier- ick og þrátt fyrir að hann gæti framvísað uppáskrifaðri beiðni frá Pitioret um að koma hon- um úr hérvist var hann dæmd- ur í langt fangelsi. Tékkinn var innstæðulaus. Hin egypskættaða Omaima Nelson bjó í Santa Ana í Kali- forníu þar sem hún veitti kon- um sem orðið höfðu fyrir nauðgun áfallahjálp á milli þess sem hún stundaði vændi. Dag einn árið 1993 reifst hún um útgjöld heimilisins við William Nelson, eiginmann sinn, og sennilega hefur verið alvarleg krísa í heimilisbú- skapnum því hún barði hann til dauðs með lampafæti. Að því loknu batt hún hann við rúmdýnu, setti á sig rauðan hatt, rauða skó og rauðan varalit og fláði hinn tæplega 130 kílóa eiginmann sinn og skar svo í búta. Því næst grill- aði hún rif hans og át. Afgang- inn af líkamanum setti hún í ruslakvörn heimilisins. Þrátt fyrir að um ástríðuglæp væri að ræða fékk hún 27 ára fang- elsisdóm, en sagði við dómar- ann „að hún væri hlý mann- eskja sem myndi ekki skaða mýflugu hvað þá annað“. í janúar 1981 ríkti vetur kon- ungur af miklu offorsi í New York. Lögregla borgarinnar, sem er ýmsu vön, fékk útkall í hús eitt í Bronx þar sem kona nokkur var steypt inn í ís- klump. Vatnsrör hafði gefið sig með fyrrgreindum afleiðingum. Hinn réttnefndi Kari Winter getur ekki kennt vetri konungi um örlög sín, en verður að taka á sig alla sök. Hann var veiðiþjófur í hinum snjóþungu skógum í Rovereda í Sviss. Hann hafði útbúið sérstaka gönguskó með tá aftan á og hæl framan á til að villa um fyrir skógarvörðum, en dag einn féll hann niður í gjótu og festist þar. Leitarflokkar gengu á slóð hans en fundu hann eðlilega ekki — fyrr en stuttu eftir að hann hafði króknað. í djúpfrystiklefa skyndibita- staðar í Los Angeles fundu heilbrigðiseftirlitsmenn tvö lík í október 1992. Líkin voru af eiganda staðarins, hinni fögru Lydiu Katash, og elskhuga hennar, en þau höfðu horfið átta mánuðum fyrr. Lögreglan handtók fyrrverandi eigin- mann Lydiu, sem átti með henni skyndibitastaðinn. Sann- að þótti að hann hefði kyrkt parið, en undarlegt má heita að enginn starfsmanna skyldi finna líkin á þessum átta mán- uðum sem liðu. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðiseftir- litið gat ekki lokað staðnum þrátt fyrir líkin. Ef þeir hefðu fundið kakkalakka eða rottu hefði það verið mögulegt en í kalifornískum lögum er ekkert minnst á lík á veitingahúsum. Hin aldna flugkempa William T. Whisner, sem skaut niður 24 óvinavélar yfir Þýskalandi og Kóreu og hafði hlotið öll möguleg heiðursmerki hersins, var sestur í helgan stein er hann lést í júlí 1989 — eftir loftárás gerða á kinn hans af geitungi. Á sama hátt var það kaldhæðnislegt að fjallahról- furinn Gerald Hommel, sem klifið hafði Mount Everest sex sinnum, lést í október 1993 — eftir fall ofan af eldhúskolli er hann var að skipta um Ijósa- peru heima hjá sér. Hann rak höfuðið í eldhúsvaskinn og eitthvað varð undan að láta. Samfélagsleg meðvitund um verndun náttúrunnar hefur aukist mjög á síðasta áratug og án efa hafa umhverfisverndar- sinnar glaðst mjög þegar um- hverfisfanturinn David M. Grundman gaf upp öndina í Arizonaeyðimörkinni. Hann hafði gert það sér til dægrastyttingar að skjóta hvað eftir annað í bol risakakt- uss, sem eru friðaðir og í út- rýmingarhættu. Kaktusinn, tæpra átta metra flykki, hefndi sín með því að brotna niðri við rót og falla á misindismanninn, sem varð ekki fallegt lík. Woodrow Kreekmore slapp naumlega við mikil meiðsl er hann ók á símastaur rétt utan við bæinn Chickasha í Okla- homa í febrúar 1985. Hann klifraði út úr bílnum og gekk upp á veg til að húkka sér far í bæinn. Hann hafði ekki gengið langt þegar síma- staurinn brast og féll beint ofan á kollinn á honum. Verksmiðjueigandinn George Schwartz var aleinn að vinna inni á skrifstofunni sinni í verk- smiðjunni á Rhode Island þeg- ar mikil sprenging lagði bygg- inguna í rúst. Ekki stóð steinn yfir steini, en sprengingin þeytti George út úr bygging- unni og hann slapp með minni- háttar meiðsl. Aðeins einn veggur stóð eftir af verksmiðjubyggingunni og það var einmitt veggurinn sem féll á George þegar hann gerði tilraun til að bjarga skjölum og persónulegum munum úr rústunum, eftir að hafa hafa dvalið skamma hríð á sjúkrahúsi. Hann hafði ekki heppnina með sér veiðimaðurinn sem ætlaði GÍkÍP Hinn ábyrgðarlausi bjórdrykkuleikur ------- „Haglabyssa“ eða „Shotgun: “Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reinergeröi nokkuö krúttlega mynd áriö 1985 sem nefn- ist The Sure Thing og fjallar um tvo háskólafélaga, hvorn af sínu kyninu, sem illþola hvort annað, en leggjast þó í ferðalög saman (John Cusack og Daphne Zuniga). Kappinn Leonard Maltin gefur stykkinu tvær og hálfa stjörnu og Helgarpósturinn þorir aö ábyrgjast aö þessi hálfa er komin til vegna bjórdrykkju- leiks- ins „Shotgun" eöa „Haglabyssu" pá islandsk. Allt frá því að myndin var sýnd hér heima hafa stórir hópar íslenskra ungmenna velt fyrir sér nákvæmlega hvemig á aö bera sig aö þannig aö Haglabyssan gangi upp. Ófáir bjórlítrar hafa af þessum sökum farið til spillis og er þaö synd og skömm. Helgarpósturinn tilkynnir því stoltur í bragöi, aö hann hefur komist yfir uppskriftina — njótiö í hófi... 1. STIG: Hrístið dósina mjög kröftuglega í þrjátíu sekúndur eða svo. Athugið að nota dós, því annars er hætt við slysi. íhalds- maður einn reyndi þetta bragð með flösku og það fór illa. 2. STIG: Gerið gat á dósina nokkrum milli- metrum fyrir ofan botn hennar með skær- um, blýanti, penna, lykli eða skrúfjárni. Setjið síðan þumalputta afar varfærnislega yfir gatið. 3. STIG: Eftir að hafa hríst dósina enn einu sinni með þumalputtann yfir gatinu færíð hana á loftþéttan hátt upp að vörum ykkar og setjið tunguna í gatið í stað þumalputt- ans. 4. STIG: Samtímis því sem þið fjaríægið nú tunguna frá gatinu opnið þá dósina á jafn varfærínn máta og fyrr. Bjórinn mun við þetta skjótast líkt og úr haglabyssu niður í háls og maga. 5. STIG: Endurtakið þessa aðgerð nokkr- um sinnum þar til þið liggið máttlaus á eft- ir sökum ofdrykkju, hláturs og þyngsla bjórvættra klæðanna. Faríð nú heim á leið og deyið áfengisdauða.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.