Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 Pknblrnpinn Fannar sælkeri * A veitingahúsinu Oöinsvéum XjLvarö Fannar Jónsson, vakt- stjóri í eldhúsinu, fyrir svörum þeg- ar viö slógum á þráöinn og spurö- um hvaöa réttir væru vinsælastir um þessar mundir hjá matargest- um. Fannar sagöi aö hin rómaöa sjávarréttasúpa hússins heföi ver- iöjafnvinsæl árum saman. .Þetta er matarmikil súpa meö hrisgrjón- um og brauöi og fullt af skelfiski og má segia aö súpan sé máltíö út af lyrir sig," sagöi Fannar. Af kjöt- réttum nefndi hann sérstaklega nautasteik, Entrecote. „Þetta er oröinn mjög vinsæll réttur. Viö fá- um sérvaliö nautakjöt frá Jónasl Þór og þetta er úrvalsréttur. Einnig er humarfylltur lambahryggur mikiö lostæti sem fólk kann vel aö meta." Og Fannar nefndi ýmsa aöra rétti, enda fjölbreytt úrval sem gestir Óöinsvéa geta valiö um. Hann var beöinn að nefna for- rétt sem væri vinsæll um þessar mundir. „Þá get ég til dæmis nefnt úthafsrækjur í ostrusósu. Þetta er stór og bragögóö rækja og sósan Ijúffeng. Svo get ég lika nefnt ofn- bakaöa snigla í sveppahatti," sagöi Fannar Jónsson og þar hafiö þiö þaö... (ofurkonur Er dóttir Rachel Welch móður- betrungur? Ofurkynbomban Rachel Welch á ægifagra dóttur sem heitir Tahnee Welch og svipar allmjög til móður sinnar, en er þó öll smágerö- ari. Tahnee mætti um daginn á svæöiö í leikaraprufu vegna hlut- verks Vivu í kvikmyndinni IShot Andy Warhol. „Ég vissi ekkert um Warhol, heldur kvartaöi bara og kveinaöi hástöfum. Þóttist vera hundleiö. Þeir hringdu síöan í mig og buöu mér hlutverkiö," segir hin smá- geröa Tahnee. Hlutverkiö er víösfjarri frumraun hennar áriö 1985 á hvíta tjaldinu, sem geimvera I gamal- mennamyndinni Cocoon. Litla stelp- an hennar Rachel Welch ólst upp í Evrópu. „Ég man eftir því, að ég þótti afskaplega Ittil." Þaö var góöur slunkur af uppreisnaranda í litla villi- dýrinu, sem strauk sextán ára gömul aö heiman. „Mamma var sem kyn- tákn mjög upptekin af eigin frama og lífi og haföi auk þess ekki græna glóru um hvernig mömmur eiga aö vera." Tahnee sat nýveriö fyrir hjá Playboy og telur losta fremur hættu- legan hlut. „Ég ætti aö vita þaö, því ég byrjaöi aö hafa kynmök aðeins fjórtán ára aö aldri. Og fannst þaö fínt þar til fyrir nokkrum árum aö ég áttaöi mig á því aö fólk er yfirhöfuö ansi undarlegt í kynhegöan. í dag held ég karlmönnum t hæfilegri fjar- lægö. Þeir eru alltaf meö eitthvert leiöindavesen." Skyldi dóttir Rachel Welch reynast móöurbetrungur... Vanmáttug velsæmiskennd trúarleiðtogans Salman Rushdie, sá er ritaði hina umdeildu Söngva Sat- ans og varð fyrir vikið rétt- dræpur í röðum múslima, skrifaði eftirfarandi um vel- sæmiskenndina: Skömmin er eins og hvað annað; lifirðu nógu lengi með henni verður hún eitt af húsgögnunum. Það væri ekki slæmt ef inni- hald þessara orða hins útlæga írana kæmu við kaun hins and- lega leiðtoga íslensku þjóðar- innar, sem gekk fram fyrir skjöldu í vikunni og reyndi af veikum mætti að klóra í bakk- ann og lýsa sig alsaklausan af áburði nokkurra kvenna í sinn garð um kynferðislegt ofbeldi. Ég á heldur bágt með að taka það trúanlegt — og er ekki ein um þær efasemdir — að heill hópur kvenna sé það illa innrættur að hann taki sig sísvona saman um að klína jafnalvarlegum glæp og kyn- ferðislegri áreitni og nauðgun- artilraun upp á æðsta mann Þjóðkirkjunnar! Ég hef meiri trú á þessum konum (þar af hef ég átt nokkur viðtöl við eina þeirra) en svo að þær færu að spinna upp svo hræði- legar lygar til þess eins að skemmta skrattanum. Ég ætla rétt að vona að menn séu ekki enn þann dag í dag ginnkeypt- ir fyrir samsæriskenningum á borð við að konurnar séu handbendi óvildarmanna bisk- ups innan sem utan Þjóðkirkj- unnar, eins og lá í orðum herra Ólafs sjálfs í Dagsljós- sviðtali á þriðjudagskvöld. Samsæriskenningar af þessum toga, hvað þá hina grátbros- legu skýringu að málið snúist um skert eða aukin framlög kirkjunnar til Stígamóta — sem forstöðukona Stígamóta hefur reyndar þegar svarað fyrir — kaupi ég ekki, enda hefur það verið margsannað í seinni tíð af sérfróðum mönn- um að fæstar samsæriskenn- ingar, hvort sem er í pólitísku eða trúarlegu samhengi, eiga við rök að styðjast. Hafi herra Ólafur gert eitt- hvað á hlut þessara kvenna sem þær hafa kvalist yfir — þó ekki væri nema vegna þrúg- andi þagnar í mörg ár — á ég auðvelt með að skilja að þeim svíði sárt að sjá hann í æðsta embætti kirkjunnar; embætti þar sem flestum ber saman um að eigi að sitja manneskja sem ekki hefur neitt risaveixið á samviskunni. Margir velta því fyrir sér af hverju þetta mál sé nú, tæpum tuttugu ár- um síðar, dregið fram í dags- „Salman Rushdie, sá er ritaði hina umdeildu Söngva Satans ogvarð fyrirvikið réttdræpur í röðum mús- lima, skrifaði eftirfarandi umvelsæmiskenndina: Skömmin er eins og hvað annað; lifirðu nógu lengi með henni verður hún eitt af húsgögnunum.11 ljósið. Á því hefur Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta og talsmaður kvennanna, gefið fullnægjandi skýringu, sem er eitthvað á þá leið að ein kvennanna hafi, vegna fermingar barns síns nú, þurft að hafa samskipti við safnaðarprest sinn. Sem áhyggjufullri móður með bitra reynslu af kirkjunnar manni á bakinu; manni sem hún taldi sig geta treyst fullkomlega, hafi henni ekki verið stætt á öðru en bera málið upp við guðsmanninn og fá úr því skorið af siðanefnd kirkjunnar. Það sem hins vegar hefur lítt verið fjallað um, en skiptir ekki síður máli, er að fyrir tæpum tuttugu árum var hvorki komin upp á yfirborðið umræðan um kynferðislega áreitni — þótt áreiti af þess- ffihúsið -• Gafé Milanó Neytendavænt menningar- kaffihús við Faxafenið Uhdanfarin ár hafa mörg fyrir- tæki verið opnuð við Fenin í austurborginni og ýmis þjónusta þar í boði. Hagkaup í Skeifunni er þarna steinsnar frá og hinir fjöl- mörgu viðskiptavinir þess leggja gjarnan leiö sína í aörar verslanir í nágrenninu. Að afloknu búðar- stússi er afskaplega notalegt aö setjast inn á Café Mílanó og end- urnæra líkama og sál. Fá sér ilm- andi kaffi eöa súkkulaöi og tertu ellegar góða brauðsneið, svo eitt- hvað sé nefnt af því sem er í boði á kaffihúsinu fyrir munn og maga. Á veggjum hanga jafnan listaverk sem gaman er að virða fýrir sér meðan notið er góöra veitinga. Þaö er menningarbragur yfir Café Mílanó, bæði hvað varöar umgjörö og veitingar. Salurinn er hæfilega stór og rúmgóður og fer vel um gesti. Þjónustan er lipur og þægi- leg á þann hátt að gestum er þjón- að af alúð líkt og beðið hafi verið sérstaklega eftir hverjum og ein- um sem þarna tyllir sér niður. Blöð og tímarit liggja frammi eins og vera ber á stað sem þessum og stundum varir innlitið lengur en upphaflega var ætlað. Þaö er vel tekiö á móti börnum jafnt sem full- orönum á Café Mílanó og þarna má oft sjá heilu fjölskyldurnar með poka og pinkla að aflokinni versl- unarferð. Auk kaffiveitinga er bjór og vín í boði en þarna ríkir þó eng- in kráarstemmnig, heldur hiö ró- lega og afslappaða andrúmsloft kaffihússins. Þeir sem vilja styrkja rekstur Háskólans eiga þess kost að freista gæfunnar í peninga- maskínum sem sagðar eru hrein- asta gullnáma fyrir þessa merku menningarstofnun. Verölag á Café Mílanó er skaplegt og þetta er kjörinn áningarstaöur fyrir þá sem eru að sinna erindum þarna í grenndinni auk þess sem það er vel þess viröi aö skreppa í Faxa- fenið til þess eins aö eiga góða stund á Café Mílanó. - SG rspilamennska Bullað í Trivial Pursuit Það er eflaust bölvaöur sparða- tíningur að vera aö hnýta í villur í spurningum í nýja Trivial Pursuit- kassanum. En þaö vita allir hversu ságrætilegt það er að tapa, vitandi það að maður hefur rétt fyrir sér um eitthvað en spyrillinn hefur þetta heimska spjald meö sínu stutta svari sem á alltaf að vera rétt. Flestum þykir það raunar óþolandi bessen/isseraháttur að rengja svörin í spilinu og má vera aö það sé rétt. Hitt er svo annaö mál aö ekki eru öll spjöldin í nýja Trivial-kassanum jafn rétt. Glöggur Trivialspilari í kunningjahópi rit- stjórnarinnar lá yfir spilinu allan janúarmánuð, kann núoröiö allar spurningarnar utan að og rakst á einkennilega mótsögn. Á tveimur spjöldum eru bókmenntaspurning- arnar um leikstjórann í sömu upp- færslunni á Emil íKattholti. Önnur spurningin er á spjaldi númer 401 og hljóðar svona: „Hvaða þekkti grinisti leikstýrði leikritinu Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu leikárið 1991-1992?" Hin spurningin er á spjaldi númer 768 og er svona: „Hver leikstýrði leikritinu Emil í Kattholti í Þjóöleikhúsinu leikárið 1991-1992?" Gefin svör eru þessi: „Þórhallur Sigurðsson (Laddi)" og „ÞóHiallur Sigurðs- son". Gengur svonalagað... um toga hafi löngum kraumað hér á landi sem annars staðar — né var hægt að leita til nokkurra samtaka gegn kyn- ferðislegu ofbeldi eins og Stígamóta. Þessi mál voru ein- faldlega ekki komin á dagskrá þótt sár væru. Konur (og ef til vill karlmenn einnig) hafa því þar til nú á allra síðustu árum þurft að glíma við þessa bölv- un sjálfar. Það breytir því þó ekki að kynferðisleg áreitni, sem samkvæmt skilgreiningu „Fyrir tæpum tuttugu árum var hvorki komin upp á yfirborðið umræð- an um kynferðislega áreitni né var hægt að leita til nokkurra samtaka gegn kynferðislegu ofbeldi eins og Stíga- móta.-Þessi málvoru einfaldlega ekki komin á dagskrá þótt sárværu.“ snýst um völd þess sem áreit- ir og/eða valdaleysi þolanda og í felst meðal annars lítil- lækkun á þeirri persónu sem áreitnin beinist að, var jafnal- varlegur glæpur fyrr sem nú: „Siðferðislegar spurningar fyrnast ekki“ komst einn úr prestastéttinni réttilega að orði. Það er því löngu tímabært að þessi nær tveggja áratuga undiralda, sem þegar hefur að verulegu leyti skaðað ímynd kirkjunnar, komi upp á yfir- borðið. Eftir það sem á undan er gengið fæ ég ekki séð hvernig biskupi er stætt á að halda í silkihúfuna sína. Miðað við viðbrögð hans í vikunni mun málið ekki hverfa af dag- skrá, heldur þvert á móti halda áfram að grafa undan trúverðugleika kirkjunnar. skólinn Vísindahyggja og vísindatrú Þrir fýrirlestrar eru nú eftir í sex fýrirlestra röð um vísinda- hyggju og vísindatrú. Þrír þriöja- ársnemarí sálfræöi, sem allir hafa tekið námskeiö í heimspeki, standa fyrir verkefninu. Piltamir settu sig í samband við Mikael M. Karlsson, dósent í heimspeki, og aðstoðar hann þá viö verkefn- iö. Þeir spyrja hvort eitthvert vit sé í vísindum, hvort þau séu traust og gefi rétta mynd af heim- inum. Þrir fýrirlestrar hafa þegar verið haldnir: Atli Harðarson heimspekingur fjallaöi um efa- hyggju, Einar H. Guðmundsson, dósent í stjarneölisfræði, um heimsmynd stjamvísinda og Þor- steinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eölisfræði, um vfsindi sögu og sannleika. Nærsta laugardag ræðir Þorvald- ur Sverrisson vísindaheimspek- ingur um brot úr frumspeki mið- taugakerfis- ins. Níunda mars ræðir Sigurður J. Grétarsson, dósent í sál- fræði, um sálfræöi f samfélagi vísinda og lokafýrirlest- urinn heldur þann sextánda mars Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, og ræðir viöbrögð sín viö fýrri fyrirlestrum. Aö loknu er- indi hans verða haldnar pallborð- sumræður með öllum fýrirlesurun- um. Fyrirlestrarnir eru allir haldnir klukkan tvö á laugardögum í sal þrjú f Háskólabíói. í sumar kemur svo út bók meö fýrirlestrunum og fýlgja henni orðskýringar eða hug- takalykill, svo bæði leikir sem lærðir fái skiliö... tvífarar ibobíívJ Ellert B. Schram & Jimmy Carter Glöggt auga Helgarpðstsins hefur tekiö eftir aö mikil líkindi eru með þeim fýrrverandi kollegum Ellert B. Schram, forseta íþróttasam- bands islands, og Jimmy Carter, fýrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þessir stórlaxar hins siömenntaöa heims, annars vegar stærsta ríkis vesturheims og hins vegar eins smæsta rikis vesturheims, hafa báðir fágað og heilsusamlegt útlit hins alþýölega leiötoga. Báðir hafa þeir mikla stjórnmálareynslu og fyrrverandi hnetubóndinn frá Georgiu varð fýrsti forseti Bandarfkjanna frá suöurfylkjunum síöan f borgarastriöinu. Fyrrverandi alþingismaöurinn ogDV- ritstjórinn Ellert B. Schram er ekki enn oröinn forseti íslands, en góöar líkur verða aö teljast til þess aö hann fari fram. Ellert hefur það fram yfir Carter aö flestir íslending- ar þekkja til hans. Þegar Carter fór f forsetaframboð 5 Bandaríkjunum var hann nær óþekktur og fékk því viöumefniö Jimmy who?. Þrátt fýrir aö þeir komi hvor úr sínum stjórnmálaflokknum, Ellert úr íhaldsflokki (Sjálfstæðisflokknum) og Carter úr frjálslyndisflokki (Democrats), má halda því fram með nokkurri vissu að skoöanalegt útlit þeirra sé ekki ólíkara en ifkamlegt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.