Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 7
FlMIVmiDAGUR 29. FEBRÚAR1996 7 Jón telur að ef saga kristinnar kirkju sé skoðuð hafi kristin samfélög algerlega vinninginn yfir islam hvað varðar grimmd, ofsóknir og árásargirni áönnur samfélög. „Islam er til að mynda mun umburðarlyndara gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristin trú, sem hefur sérstöðu hvaðvarðar lítið umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum.11 Úr þessu varð svo til grautur af hreinum gerviríkjum, sem enn eru til staðar. Ríki eins og Jórd- anía, Sýrland, Saudi-Arabía, Líbanon og sérstaklega írak höfðu aldrei verið til fyrr en bresku nýlenduherrunum datt í hug að skapa þau.“ Ofsatrú sjaldan komid upp í sögu islam Jón Ormur telur ofsatrú í hinum múslimska heimi mjög sjaldan hafa komið upp í sög- unni og þá hafi hún oftast ver- ið einangruð við stutt tímabil eða svæði. „í þrettán hundruð ára sögu islam hefur ofsatrú aldrei verið eins útbreidd og jafn ráðandi og einmitt núna,“ segir Jón. „Nokkrar veigamikl- ar ástæður eru fyrir því. Á fyrrihluta þessarar aldar höfðu vestræn heimsveldi lagt undir sig hvert einasta múslimskt ríki í veröldinni nema Afganist- an. Sjálfstæðisbarátta þessara landa hefur því að miklu leyti verið fólgin í trúarlegri og menningarlegri vakningu, en trú og menning eru í raun nán- ast eitt og hið sama í islömsk- um löndum. Trúin er svarið við spillingunni, við fátæktinni, við undirlægjuhættinum gagn- vart vestrænum hagsmunum. Eins er trúin svarið við ósigri múslimskra landa gagnvart Vesturlöndum í efnahagslegu, pólitísku og menningarlegu til- liti á þessari öld. Trúin er leið múslima til að losa sig undan kúgun og áhrifum Vesturlanda og um leið aðferð til að öðlast góða og sterka sjálfsímynd. Ég tel að áhrif og völd ofsa- trúarmanna í löndum múslima eigi eftir að aukast á næstu ár- um. Þó tel ég að þau séu að nálgast hámark og muni fara rénandi strax á fyrstu áratug- um næstu aldar.“ Alger bylting í réttindum kvenna meo tilkomu islam „Staða konunnar í flestum löndum múslima myndi trú- lega, frá okkar sjónarhorni, teljast mjög slæm,“ segir Jón. „Það fer þó eftir hinum mis- munandi ríkjum múslima. Fyrir daga islam var staða konunnar hrikaleg og nánast litið á konur sem búfénað. Með tilkomu is- lam hafa stærri skref í átt til réttinda kvenna varla verið stigin í sögunni. Þá varð alger bylting í réttindum kvenna, þótt þær hafi ekki verið metn- ar til jafns við karlmanninn og séu það ekki enn. Kristin trú er þó engu betri hvað varðar rétt- indi kvenna en islam og auð- velt er að finna heimildir í Biblíunni sem réttlætir kúgun á konum. Það var ekki fyrr en á þessari öld sem réttindi krist- inna kvenna fóru að aukast að einhverju marki og var það ekki í krafti kristinnar trúar heldur vegna mikilla samfé- lagsbreytinga. A næstu öld tel ég að konur í löndum islam öðlist svipaðan rétt og vestrænar konur hafa í dag. Verður það fyrst og fremst vegna þeirra samfélags- breytinga sem nú eiga sér stað í þessum löndum." Fáfræði og fordómar Islendinga gagnvart islam Að sögn Jóns ríkja oft fá- fræði og fordómar gagnvart hugsunarhætti og trúarbrögð- um ólíkra þjóða. Hann telur að í kristnum samfélögum nútím- ans sé til að mynda lítill skiln- ingur á múslimskri trú, sér- „Það er beinlínis hvatt til kynlífs í Kóraninum og sagt að kynlíf sé ein af stórkostlegum gjöfum guðs til manna og því skyldu þeir njóta þess. Lögð er áherslaáað konan njóti kynlífsins til jafnsvið karlmanninn og er honum skylt að sjá til þess.“ staklega hjá frekar einangruð- um þjóðfélögum líkt og á ís- landi. Það sama er upp á ten- ingnum í mjög einangruðum samfélögum múslima. Þar eru ráðandi mjög undarlegar hug- myndir um kristin vestræn samfélög. „Ég var eitt sinn á ferðalagi um Indónesíu og kom við í litlu sveitaþorpi,“ segir Jón. „Þorpsbúar, sem allir eru múslimar, spurðu mig, hálfhik- andi, hvort það væri virkilega satt, sem þeir hefðu heyrt, að þegar gamalt fólk hætti að geta unnið fyrir sér væri það sent á sérstök heimili, elliheimili. Það fannst fólki vera mikið ódæðis- verk og eldra fólkinu sýnd lít- ilsvirðing.“ Jón segir að í flestum lönd- um utan Vesturlanda sé gamla fólkið venjulega hjá fjölskyldu sinni fram á dánardægur og ennfremur njóti það mun meiri virðingar en yngra fólkið. Fólk beinlínis hlakki til ellinnar, því virðingin við þá aldurhnignu er slík að allir eru boðnir og búnir að hjálpa þeim. Þar er hlustað af eftirtekt á ráð gamla fólksins. „Fólki fannst það mik- il efnishyggja á Vesturlöndum að þegar eldra fólk gæti ekki unnið fyrir sér lengur, og það þyrfti að fara að hafa fyrir því, væri best að pakka því inn á stofnun þar sem það væri ekki fyrir neinum. Ég hafði aldrei séð elliheimili fyrir mér á þennan hátt áður. Þetta dæmi sýnir glöggt hvernig menning getur litið mismunandi út eftir því hvert sjónarhornið er. Ég held að engin þjóð í Evr- ópu þekki eins lítið til islam og íslendingar, því trúlega er ekki til eitt einasta samfélag í ver- öldinni þar sem búa eins fáir múslimar. Þekkingin hér er því í algeru lágmarki og vanþekk- ing skapar fordóma. íslending- ar sjá í sjónvarpinu myndir af grimmum islömskum ofsatrú- armönnum sem drepa hver annan og hata allt vestrænt. Eins og gefur að skilja er þetta mikil einföldun og brenglar í raun hið rétta. Hins vegar finn ég að mikil forvitni um islam ríkir meðal landa minna og ég tel flesta íslendinga tilbúna til að læra og skilja hvað islam í raun er,“ segir Jón Ormur Hall- dórsson að lokum. Walid Haddad er palestínskur múslimi og fluttist til íslands fyrir þremur árum. Guðbjartur Finnbjörnsson spjallaði við hann og uppgötvaði að það er ekki tekið út með sældinni að vera múslimi hér — frekar en annars staðar á Vesturlöndum: Hinir þjóðernissinnuðu Islendingar sjá Halim A1 í öllum múslimum alid Haddad er palest- ínskur múslimi. Hann fæddist inn í kaþólska fjöl- skyldu en á unga aldri ákvað hann að gerast múslimi. Það var ekki vinsæl ákvörðun inn- an fjölskyldunnar en henni varð ekki hnikað. Walid, sem er þrítugur, fann sannleikann í islam. Fjölskylda Walids er palest- ínsk og því ríkisfangslaus. Vegna þessa er fjölskyldan dreifð um heiminn. Walid hef- ur ferðast mikið eftir að hann fór að heiman. Árið 1987 flutt- ist hann til Danmerkur. Þar bjó hann í sex ár, eða þar til hann flutti til íslands fyrir þremur árum. „Ég kynntist íslenskum strák þegar ég var á ferðalagi um Færeyjar," segir Walid. „Hann talaði örlitla arabísku og sagði mér frá íslandi. Ég hef alltaf haft gaman af ferðalögum og ákvað að skella mér til ís- lands og hér er ég enn, þremur árum seinna.“ íslendingar sjá Halim Al í öllum múslimum á Islandi „íslendingar virðast flestir frekar hræddir við islamska trú og múslimir eru almennt ekki vel liðnir á íslandi,“ segir Walid. „Fyrir utan stöðugan áróður í vestrænum fjölmiðl- um gegn islam hefur mál Ha- lims Al, Sophiu Hansen og dætra þeirra átt einn stærsta þáttinn í að íslendingum geðj- ast ekki að okkur. íslendingar virðast sjá Halim A1 í öllum múslimum á íslandi. Á vissan hátt finnst mér viðbrögð ís- lendinga skiljanleg í þessu sambandi. Þið eruð fámenn og einangruð þjóð og mjög sam- rýnd. Þjóðernishyggjan er sterk í íslendingum. Ef einn ykkar á í vandræðum taka hin- ir upp hanskann fyrir hann. Það hefur þó aldrei verið ráð- ist á mig vegna trúar minnar hér á íslandi en það kemur fyr- ir, þegar fólk er drukkið, að það vilji rífast við mig og tala um Halim Al. Ég reyni venju- lega að halda mig frá slíkum samræðum en ég er alltaf til í að ræða trúmál á alvarlegum grunni. Ég get ekki dæmt í máli Halims A1 og Sophiu, því ég þekki ekki alla málavöxtu og ég held að fáir viti í raun allt um málið. Mér finnst það mjög nei- kvætt ef börn fá ekki að alast upp með móður sinni. Eins er það hræðilegt ef faðir fær ekki að umgangast börn sín. En eitt er víst: Það er erfitt fyrir mús- lima að giftast íslenskri stúlku þessa dagana. Margir hugsa: Hvað efþau eignast börn og svo stingur hann af með börnin7' segir Walid og hlær. „Ef ég gift- ist einhvern tímann vestrænni stelpu myndi ég taka það skýrt fram í upphafi sambandsins að ég gæti hugsað mér, einhvern tímann, að flytja heim með hana og börnin. Það er erfitt að vera múslimi á íslandi, það er eins og ósýni- legur veggur sé milli okkar múslima og íslendinga. Ég er samt stoltur af því að vera múslimi en mér finnst það mjög leiðinlegt ef íslendingar eru á móti mér og halda að ég sé slæmur maður aðeins vegna trúar minnar.“ Kóraninn ræður öllu „Það eru aðeins þrjú valda- lögmál sem ríkja í heiminum í dag,“ segir Walid. „Sósíalismi eða kommúnismi, sem er að hverfa að miklu leyti, kapítal- ismi og islam. Kapítalisminn eða efnishyggjan er langsterk- asta aflið um þessar mundir hvað varðar útbreiðslu og átrúnað. Það er í raun ekkert islamskt ríki til í heiminum í dag. Múslimir búa ef til vill í landinu, en ríkið er ekki mús- limskt. Þetta eru allt ríki sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar skiptu á milli sín í áhrifasvæði. Frakkar eru að vísu að detta út af kortinu og Bretar, sem réðu arabalöndun- um áður fyrr, eru að missa áhrif sín til Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn eru máttug- astir í flestum löndum mús- lima þessa stundina, og hinir svokölluðu ráðamenn þessara ríkja eru ekkert annað en lepp- ar þeirra. Islam viðurkennir til dæmis ekki konungdóm. Það er ekki hægt að vera kóngur eða einræðisherra í múslimsku landi. Múslimskt ríki er ríki þar sem farið er eftir Kóraninum í einu og öllu. Þar er hægt að finna allt sem við þurfum að vita um hvernig á að lifa lífinu sem einstaklingur eða í stærri hópum." Við hlýðum guði Walid segir islam ekki vera eins og önnur trúarbrögð, því „íslendingar virðast sjá Halim A1 í öllum múslim- umáíslandi.Ávissan hátt finnst mérviðbrögð íslendinga skiljanleg í þessu sambandi. Þið er- uð fámenn og einangruð þjóð og mjög samrýnd. Þjóðernishyggjan er sterk í íslendingum." islam skipti sér af veraldlegum hlutum og hvernig menn hagi sér í öllu því er viðkemur líf- inu. „Sumir gætu kallað þetta hálfgerðan heilaþvott, vegna þess að okkur er sagt hvað við eigum að gera og við hlýðum því,“ segir Walid. „En ef þú trú- ir á Guð, trúir því að Múhameð sé spámaður Guðs og Kóran- inn sé skrifaður af Guði, er þá ekki rétt að fara eftir því sem hann segir? Sannur múslimi trúir því sem Kóraninn segir og fer eftir því. Ef einhver spyr mig: Afhverju drekkur þú ekki? eða Af hverju borðar þú ekki svínakjöt? svara ég: Vegna þess að Guð hefur bannað mér það. Sannur múslimi lifir í gegnum islam, með islam og fyrir islam. Er hægt að kalla það öfga- hyggju ef ég reyni eftir bestu getu að fara eftir því sem Guð segir mér að gera? Þetta er mín leið í lífinu og ég vil iðka mína trú eins vel og ég get. Er það svo slæmt? Ég er ekki að gera neinum illt með því.“ Búið að afbaka islam í augum vestræns fólks Walid segir marga múslima reiða yfir því að fá ekki að iðka trú sína í friði. Reiða yfir því að stórveldin skuli ekki geta látið múslima í friði með afskipta- semi sinni og stjórnun. „Þau virðast reyna að gera allt til að halda okkur niðri og nota til þess máttug vopn. Þá er ég sérstaklega að taía um áróður í fjölmiðlum gegn islam og is- lamskri menningu. Það eina sem stórveldin reyna að vernda eru þeirra eigin hags- munir í löndum múslima, ekk- ert annað. Og þau gera það með því að halda okkur niðri og kúga okkur,“ segir Walid. „Það er búið að gera hálfgerða grýlu úr islam, búið að afbaka hana í hugum vestræns fólks. Af hverju? Af því að margir múslimar eru reiðir yfir því hvað vesturveldin hafa gert þeim á síðustu áratugum? Við viljum bara vera í friði með okkar trú og lifnaðarhætti og erum tilbúnir að berjast fyrir þeim rétti. Múslimar hafa aldr- ei í sögunni neytt aðra til að trúa á islam. Fjölskylda mín er kaþólsk en hefur aldrei verið ofsótt vegna trúarskoðana sinna. Ef þú býrð í múslimsku ríki þarftu að fara eftir mús- limskum reglum. Að öðru leyti er þér frjálst að trúa því sem þú vilt og þú verður ekki of- sóttur fyrir það,“ segir Walid Haddad að lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.