Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 15 ■B Fyrir skömmu var keppnin „Sterkasti maður" heims sýnd í sjónvarpi á íslandi. Þar varði hinn 33 ára Magnús Ver Magnússon titilinn og hirti dolluna í þriðja sinn. Eiríkur Bergmann Einarsson hitti vöðvatröllið að máli og spurði hann spjörunum úr um alla sigrana, Jón Pál Sigmarsson, dyravarðarstarfið, frægðina, sögurnar — og meinta steranotkun kraftajötna... Lyfjalöggjöfin ýtir undir steranotkun Magnús Ver Magn- ússon hefur um langt árabil verið einn af sigursæl- ustu íþróttamönnum lands- ins. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í aflraunum fyrir íslands hönd, hér heima og erlendis. Fyrirmynd Magn- úsar er heljarmennið ástsæla Jón Páli Sigmarsson, sem dó á hátindi ferils síns. Dauði hans kom illa við Magnús, enda var þeim vel til vina. Hann náði sér þó fljótt upp úr öldudalnum og hefur haldið nafni vinar síns og þjóðarinn- ar hátt á loft. Við mæltum okkur mót á veitingastaðnum Asíu við Laugaveg, en þar nærist ofurmaðurinn tíðum I hádeginu — er sem sagt fastagestur. Borðið sem við sitjum við er heldur þröngt og Magnús á í erfiðleikum með að koma sér fyrir og í spjalli okkar kemur í Ijós að oft getur verið erfitt fyrir ris- ana að nýta þau svæði sem hönnuð eru fyrir meðal- menn. En af hveiju byijaði Magnús í aflraunum? Ég var alltaf sterkastur í bekknum „Ég byrjaði á að fikta í kraft- lyftingum þegar ég bjó á Seyð- isfirði, en þar er ég fæddur og uppalinn. Ég hef hins vegar aldrei stundað hefðbundna vaxtarrækt, þótt ég taki slíkar æfingar með í þjálfun minni. Óskar Sigurpálsson, sem var áður einn helsti kraftlyftinga- maður landsins, kom til Seyð- isfjarðar á sínum tíma og gegndi starfi lögreglumanns. Hann innleiddi í raun íþróttina í plássið og kom upp nokkrum tækjum í íþróttasalnum. Við vorum nokkrir sem vildum ólmir prófa þetta og eftir það varð ekki aftur snúið fyrir mig. Ég festist í netinu. Fyrsta mótið sem ég keppti á var fslands- mótið í kraftlyftingum árið 1984. Ég hef í raun frá því ég man eftir mér haft mjög mikinn áhuga á ýmiskonar átökum, enda alltaf verið þokkalega sterkur og þrekinn. Þegar þetta brölt allt byrjaði var ég átján ára, vó níutíu kíló og hafði unnið erfiðisvinnu lengi. Einnig var mikill keppnisandi og fíflagangur í gangi milli okk- ar strákanna og oft mikil átök. Ef við sáum til dæmis ein- hverja bíldruslu þá var farið að keppa um hver gæti lyft henni hæst. Síðan reyndu menn með sér í sjómanni og öðru slíku. Þar kom þessi hæfileiki minn strax í ljós, enda var ég alltaf sterkastur í bekknum." Varamadurinn varð sterkasti maður heims Hvernig stóð á því að þú fórst að fcera þig yfir í al- mennar aflraunir? Hafði Jón Páll einhver áhrif á það? „Þegar keppnin um Sterk- asta mann íslands var haldin í fyrsta sinn árið 1985 var ég 22 ára og orðinn 105 kíló og keppti þar í fyrsta sinn. Þar náði ég þriðja sæti. Jón Páll var þá búinn að vinna keppnina sterkasti maður heims og var mikil hetja. Þegar hann vann þá keppni sagði ég við strák- ana fyrir austan að ég ætti eftir að komast jafnlangt — feta í hans fótspor. Félagarnir hlógu nú bara að mér þá, en þeir hlæja ekki í dag. Svo var keppnin um Sterkasta mann ís- lands haldin aftur 1986 og þá varð ég aftur í þriðja sæti, en árið 1988 vinn ég keppnina í fyrsta sinn. Jón Páll, sem var í raun áskrifandi að titlinum og nýbúinn að vinna keppnina Sterkasti maður heims, var meiddur og keppti því ekki í ís- lensku keppninni. Bill Casmire var gestur á mótinu og varð stigahæstur, en hann gat þó ekki orðið Sterkasti maður Is- lands. Það má segja að Jón Páll hafi rutt brautina fyrir iðkun afl- rauna á íslandi. Hann setti glæsileg íslandsmet í kraftlyft- ingum og sýndi í vaxtarrækt og vann síðan keppnina um Sterk- asta mann heims trekk í trekk. Ég bætti hins vegar met Jóns Páls 1990 í kraftlyftingum og setti í raun heimsmet, en þar sem hér voru ekki alþjóðlegir dómarar fékkst það ekki stað- fest. Árið 1991 fór ég á Evrópu- mót í kraftlyftingum og vann það með yfirburðum. Upp úr því var mér boðið að vinna við keppnina Sterkasti maður heims, sem haldin var á Ten- erife á Spáni, og Jón Páll átti að keppa þar. Hann meiddist hins vegar þegar fimm vikur voru í mótið og forráðamenn keppn- innar hringdu þá strax í mig og báðu mig að keppa í stað Jóns. Ég kom því í raun inn sem varamaður. Sjálfum mér og öðrum til mikillar furðu vann ég mótið. Mótherjarnir botn- uðu ekkert í þessu. Þarna dett- ur einn besti aflraunamaður- inn úr mótinu og er meiddur uppi á litla íslandi og þá kemur bara einhver annar frá eyjunni og vinnur mótið! Þeir hristu bara hausinn.“ Andlát Jóns Páls var mikið áfall — mig dreymdi hann á nóttunni „Þessi íþróttagrein virtist því eiga mjög vel við mig og þótt kraftlyftingar séu ágætis íþróttagrein, þá hefur fólk meira gaman af alhliða aflraun- um. Einnig er miklu skemmti- legra að takast á við allar þess- ar greinar. Þetta er í raun eilíf áskorun. Ég tók svo þátt í keppninni aftur ári síðar, þegar hún var haldin hér á íslandi, og var þá kominn í besta form sem ég hafði nokkru sinni verið í. Vegna eigin klúðurs tapaði ég ó titlinum og lenti í öðru sæti. síðustu greininni áttum við að labba með Húsafellshell- una. Ég var kominn í svo mik- inn ham og fannst hún svo létt, að ég reif hana hátt upp og lagði hana efst á brjóstið. Eg sá því ekkert fram fyrir mig og vissi ekkert hvert ég átti að fara með hana. Þunginn lagðist allur á brjóstið og ég gat varla andað. Ég brá því á það ráð að láta hana síga, en það tókst ekki betur en svo að þá missti ég hana niður og Ted rétt skreið fram úr mér og vann. Næsta keppni var árið 1993, en þá reið áfaliið yfir; Jón Páll Sigmarsson dó. „Það hafði mik- il áhrif á mig, enda vorum við orðnir miklir vinir. Ég var í raun hálflíflaus allt það ár. Þetta lagðist á sálina. Mig var jafnvel farið að dreyma kall- inn.“ Aldrei veríð í betra formi og sigrar og sigrar Varðstu aldrei hrœddur um að öll þessi hrikalegu átök vœru hreinlega hœttu- legfyrir líkamann? „í rauninni ekki. Auðvitað hugsaði maður sitt, en þremur vikum eftir að Jón dó komst ég að því að hann dó úr ættgeng- um sjúkdómi en ekki vegna of- reynslu. Síðan tók ég mér tak og gaf mér duglegt spark í aft- urendann og lenti í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims 1993. Ég hefði vel getað unnið það mót hefði ég verið áhugasamari og í aðeins betra formi. Árið 1994 var ég búinn að ná mér og kominn í gott form og vann keppnina, sem haldin var í Sun City í Suður- Afríku. Síðasta árið hef ég svo verið í besta formi frá upphafi, enda vann ég allar keppnir sem ég tók þátt í á síðasta ári. Til dæmis vann ég tvær keppnir í Finnlandi og World Muscle- mótið í Skotlandi með fimmtán stiga mun. Síðan keppti ég á Manfred Húbel Klassik-mót- inu í Þýskalandi og vann það. Sú keppni hefur nú verið sýnd í margar vikur á EuroSport. Svo vann ég Vestfjarðavíkings- keppnina hér heima, einnig varð ég íslandsmeistari í Há- landaleikum. Og svo var komið að keppninni um Sterkasta mann heims og ég vann þá keppni annað árið í röð og eng- um öðrum hefur tekist það. Eg hef því unnið keppnina þrisvar í allt. Ég þarf þó að vinna einu sinni enn til að jafna met Jóns Páls, sem vann mótið fjórum sinnum." Ætlaði að flytjast til Suður-Amku Eru aflraunirnar orðnar að fullu starfi hjá þér? „Já, þetta er orðið fullt starf í dag. Ég hef nú lengi fengið styrki frá nokkrum fyrirtækjum en alltaf þurft að vinna eitt- hvað með þessu þar til fyrir nokkrum árum. Að geta ein- beitt sér að íþróttinni hjálpar mjög mikið. Þetta léttir mjög undir með því sem maður er að gera. Einnig eru alltaf ein- hver peningaverðlaun á þess- um mótum sem ég er að keppa á og þegar vel gengur er hægt að lifa ágætlega á þessu. Fyrir nokkrum árum kom til tals að ég flyttist til Suður-Afríku og fengi þarlendan ríkiborgara- rétt og styrk frá íþróttasam- bandi þeirra. íslensk fyrirtæki tóku þá við sér, svo ég þurfti ekki að flytja af landi brott.“ Endalausar „skíta“sögur og fólk sem er smeykt Kanntu ekki einhverjar skemmtilegar sögur af þess- um vöðvatröllum sem þú keppir við erlendis? „Það kemur náttúrlega ýmis- legt upp. Við erum allir upp- fullir af húmor og finnst mjög gaman að hrekkja hver annan. Til dæmis hafa menn átt það til að komast yfir fretúðabrúsa og vinsælt er að úða þessu undir klósettdyrnar þegar einhver jötnanna er þar inni að gera þarfir sínar. Þá getur verið spaugilegt að fylgjast með þeg- ar þeir koma æðandi út, alveg að farast úr skítafýlu. Einnig er til góð saga af keppendum á Sterkasta manni heims sem voru í heimsókn hjá Douglas Edmont, dómara og mótshaldara á keppninni, en hann býr í Skotlandi. Éinn keppenda þurfti að notast við náðhúsið og dvaldist lengi. Að lokum kemur hann fram og kona Douglas, sem hafði beðið lengi, fer inn og rekur upp gríð- arlegt óp — kemur gargandi fram og segir: Hver henti kúlu- varpskúlu í klósettið!? Hún nær síðan í skörunginn úr arn- inum og plokkar í þessu heil- lengi, þar til þetta loks fór nið- ur. Hún var að vonum Iukkuleg með vel unnið verk, en daginn eftir fóru að koma upp úr garð- inum bleik blóm sem enginn hafði gróðursett. Þá hófust ægilegar framkvæmdir við að rífa upp alla lögnina í garðin- um! Állar götur síðan hefur þetta verið kallað The Saga of the BigShit. Önnur saga er af Grissly Brown, sem er feitur svartur Ameríkani. Hann er svo breið- ur að hann kemst ekki inn á klósett í flugvélum. Kallinn hef- ur því brugðið á það ráð að búa til á sig bleyju úr einhverju risalaki sem hann vefur utan um sig og gerir síðan sín stykki beint í lakið! Eitt sinn vorum við á móti í Skotlandi og urðum svo allir að fara á mót í Kanada. Það var risajúmbóþota sem flutti okk- ur og við vorum bókaðir þann- ig að við vorum allir látnir vera í endasætum og síðan var bara venjulegt fólk á milli, sem leit náttúrulega út eins og stubbar við hliðina á okkur. Það var greinilegt að það fór nú um marga þá. Ennfremur hef ég tekið eftir því, að þegar við erum á rölti saman í hóp þá verður fólk oft hrætt þegar það sér okkur. Við virðumst vekja einhvern ugg hjá sumu fólki.“ Að henda vrtleysingum út af skemmtistöðum Hvernig er að vera frœgur á íslandi? „Fólk er yfirleitt jákvætt og kemur vel fram og lætur vita að það sé ánægt með það sem ég er að gera. En það eru alltaf einhverjir vitleysingar inn á milli sem vilja bara angra mann. Ef ég er á veitingahús- um þá hef ég oft þurft að spara dyravörðunum ómakið og henda þeim út sjálfur, enda vanur því sem dyravörður. Oft getur það líka verið ánægjulegt þegar fólk kemur að máli við mann á skemmtistöðunum til að spjalla. Þetta var í raun verra fyrir nokkrum árum. Þá leit fólk oft illilega á mann og vildi helst reyna sig á manni í sjómanni eða einhverri annarri vitleysu. Unga fólkið er einhvern veg- inn mun opnara og lífsglaðara en áður og í raun ekkert aga- lausara eða stefnulausara en foreldrar þess voru. Það er eins og fólk sé nú farið að lifa meira eins og það sjálft vill, þótt enn séu alltof margir sem lifa samkvæmt fyrirfram tilbú- inni formúlu lífsgæðakapp- hlaupsins. Ég hef gert það sem ég vil hverju sinni og hef þá trú að þannig eigi maður að lifa líf- inu.“ Labbar út sjálfur eða þá með minni hjálp... Það hefur nú heyrst að þú hafir verið bölvaður fantur sem dyravörður! „Ég hef nú heyrt það líka, en sannleikurinn er sá að ég hef aðeins verið að vinna vinnuna mína. Ef einhver maður er kol- vitlaus og það þarf að taka eitt- hvað á honum þá eykst hættan á að hann skaðist eitthvað í jöfnu hlutfalli við bræði hans. í dyravörslu þurfa menn að sinna ákveðnu starfi og það er gert. Ég hef alltaf gefið fólki séns. Ég tala alltaf við það áður en því er hent út. Ef starfsfólk hefur vísað einhverjum ein- staklingi út úr húsinu þá gef ég honum alltaf séns á því að labba út sjálfur. Ef fólk er með eitthvert múður hef ég einfald- lega sagt við það: Þú ferð út hvort sem þú labbar út — sem ég kýs frekar — eða ég hjálpa þér út. Yfirleitt tekur fólk þá sönsum og labbar sjálft út. Eg er þó hættur þessu, enda var svo mikið vesen í kringum þetta starf. Það er eins og fólk telji sig geta atað mig einhverj- um auri bara af því að ég er sá sem ég er, en ég get fullyrt að engum er hent út af veitinga- stað að ástæðulausu. Það er alltaf eitthvert tilefni til. Dyra- verðir eru ekki til þess að henda fólki út, heldur til að sjá til þess að fólk, sem er að skemmta sér, fái að gera það í friði fyrir vitleysingum.“ Lyfjalöggjöfín er algjörlega úreH og ég þarf að fá mín skaðlausu efni erlendis Nú hafið þið aflrauna- menn löngum verið ásakaðir um steranotkun. Af hverju hafið þið ekki tekið upp lyfjapróf til að eyða þessum orðrómi, — eða staðfesta ef svo ber undir? „Kraftlyftingasambandið hef- ur ekki tekið upp lyfjapróf sjálft vegna fjárskorts, en þeir keppnismenn sem fara út og keppa á vegum sambandsins eiga yfir höfði sér að vera próf- aðir á alþjóðlegum mótum. Það vill nú svo til að ég er sá ís- lendingur sem oftast hefur lent i þessum prófum og alltaf mælst tandurhreinn, en ég get náttúrulega ekki dæmt fyrir aðra. Steranotkun er þó ekki eins almenn og menn telja. Lyfjaeft- irlit ríkisins er hins vegar ein afturhaldssamasta stofnun sem fyrirfinnst og lyfjalöggjöf- in algörlega úrelt. Það er virki- legt vandamál að fá inn í landið alls konar lífræn bætiefni og fæðuauka sem hægt er að kaupa úti í búð í öllum ná- grannalöndunum. Það eru endalausar flækjur í kerfinu. Þetta hefur gert okkur lífið leitt hér á íslandi og jafnvel ýtt mönnum út í steranotkun, því ef menn nota þetta þurfa þeir ekki stera. Ég er hins vegar svo heppinn að geta fengið þessi efni þegar ég er erlendis."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.