Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 29. FHBRÚAR1996 sx23 Anarkisti deyr Þótt Daríó Fó hafí verið gef- ið að sjá fáránleikann í sam- félaginu gat hann samt ekki séð það sem vitað er í dag; hversu spilltir ítalskir ráða- menn voru í raun, samanber mafíutengsl og morð á til dœmis blaðamönnum... „Bakgrunnurinn j verkum Daríós Fó — sem þykir dæmi- gerður farsabakgrunnur — er í raun miðbærinn í Róm. Fagrar konur, þjófar og lík,“ segir Róska. „I verkum sínum vísar hann oftast beint í raunveru- lega atburði og hluti sem við urðum vitni að á þessum tíma, eins og í leikritinu Anarkisti deyr, sem var reyndar þýtt hér sem Stjómleysingi deyr, sem er algert öfugmæli. Allir sem hafa kynnt sér anarkisma vita að hann er í raun ekki stjórnleysi þótt hann hafni stjórn sem kemur að ofan. Leikritið Anar- kisti deyr fjallar um það þegar Valpreta, sem átti að hafa sprengt upp banka í Róm, var handsamaður og færður í yfir- heyrslu, en raunverulega stóðu fasistar fyrir sprengingunni. Þetta var fyrir 25 árum og það fórust sautján manns. Valpreta dó áður en yfirheyrslunum lauk. Hann var fyrsta vitnið sem dó í þessu máli, en síðan eru fengin vitni að vitninu og eftir því sem málið er alvarlegra deyja fleiri. Hann átti að hafa hrópað: Lifi anarkisminn! með- an hann stökk niður níu hæðir lögreglustöðvarinnar. En svo óheppilega vildi til fyrir lögregl- una að blaðamaður varð vitni að fallinu og birti söguna í blað- inu daginn eftir. Það var degin- um ljósara, eftir því sem blaða- maðurinn sagði, að hann hróp- aði ekki er honum var hent út um gluggann, vegna þess að hann var steindauður af áverk- um sem lögreglan hafði veitt honum við yfirheyrslurnar. Þessi dómari, sem yfirheyrði hann, var einn sá fyrsti sem Rauðu herdeildirnar tóku höndum og yfirheyrðu. Eftir að þau höfðu sleppt honum og haldið eftir upptökum af yfir- heyrslunum og öllum þeim skjölum sem þau náðu í var honum ekki stætt á að starfa lengur sem dómari. Ég veit ekki hvað hann gerir núna. En núna talar fólk um leikrit Daríós Fó sem dæmalaust skemmtilega farsa, netta hláturgusu sem ajl- ur pólitískur broddur er úr. Ég veit ekki hvernig svo á að vera, ef fólk á annað borð þekkir eitt- hvað til sögu og skilur íróníu. En ég ætla að segja þér sögu um fyndinn misskilning þegar lögreglan greip mig og yfir- menntir og heimspeki. Hann var mikill sögumaður og vel að sér um grundvallaratriði menn- ingarinnar og kenndi mér mjög mikið á þessum árum. Það slitnaði einu sinni lengi upp úr þessu hjá okkur en við tókum ciftur saman. Svo höfum við ver- ið sambýlisfólk með hléum, giftum okkur meira að segja ár- ið 1980. Við nennum þessu bara ekki ailtaf. Við unnum saman að myndunum mínum, Ólafi liljurðs og Sóleyju, og eins að þáttaröð um ísland, sem var framleidd fyrir ítalska sjónvarp- ið. Svo unnum við við tvo þætti fyrir ítalska sjónvarpið, Stöð 2, í mörg ár en núna vinnur Manr- ico aðallega fyrir verktaka á Manrico „Ég kynntist Manrico — sem seinna varð maðurinn minn — í Róm,“ segir Róska. „Ég hafði kannast við hann áður, því hann kom oft í hús við hliðina á því sem ég bjó í í miðborg Róm- ar. Hann var aðeins yngri en ég og í háskólanum að lesa bók- „Ég datt í skólanum eða mér var hrint þegar ég var ellefu ára og upp úr því fór ég að fá flogaköst. Eins og læknirinn skrifaði í skýrsluna og olli mömmu alveg óstöðvandi hláturskasti: „Féll í skóla og varð flogaveik upp úr því.““ hár! Sem betur fer linnti þessari vitleysu fljótlega." Hef efast milljón sinnum Nú hefur LÍlrike Meinhof, sem þú segist hafa þekkt, stundum verið lýst sem ein- staklega kaldri og fráhrind- andi manneskju... „Hvaða terrorista er ekki lýst þannig, einkum og sér í lagi eft- ir að hann er dauður? Fyrst í stað voru þau nú ekki kölluð terroristar heldur uppreisnar- seggir, nú er terroristi einkum notað um þriðja heiminn. En það verða alltaf einhverjir þreyttir á vitleysunni og taka til sinna ráða. Þetta fyrirbæri er og verður til.“ Nú tók pólitískt umrót þess- ara ára þessa stefnu hjá ein- ungis fáum og margir ungir róttœkir vinstrimenn á Ítalíu höfðu samúð með Rauðu her- deildunum í byrjun, ekki síst vegna harkalegra lögregluað- gerða. í Þýskalandi var starf- semi Baader-Meinhof ein- angraðri, þrátt fyrir það hversu harkalega lögreglan kvað niður mótmœli í Berlín, til dœmis með drápinu á stúdentinum Benne Ohnesorg 1967 sem var ásamt félögum sínum að mótmœla í Vestur- Berlín. En þú, sem komst úr öðru umhverfí. Efaðistu aldr- ei um leið þessa fólks, meðan aðrir hurfu frá róttœkni sjö- unda áratugarins yfír til um- bótastefnu eða jafnvel íhaldssemi? „Ég hef efast milljón sinnum. í mínum huga var þetta bara venjulegt fólk. Fólk með ferða- töskur.“ Ha? „Já, þetta byggðist allt á fyrir- mælum eins og til dæmis: Þú ferð með þessa tösku á þennan stað og hittir fyrir mann með græn sólgleraugu. Hann tekur töskuna og lætur þig hafa aðra í staðinn... Ég efaðist aldrei um réttinn til að bjarga mannslíf- um, hjálpa fólki að sleppa frá löndum þar sem það sætti of- sóknum. Það var mín deild.“ Heil kynslóð í hundana „Ég kynntist Rósku og Manr- ico þegar ég kom út til Ítalíu haustið 1966,“ segir Ólafur Gíslason blaðamaður. „Þá var Róska mjög virkur málari og góður að mér fannst, en Manr- ico fékkst við skriftir og var að skrifa hálfsúrrealíska sögu um mann sem afneitaði föður sín- um og fortíð. Þetta var á þeim tíma þegar stúdentauppreisnin var í gerjun og ég upplifði það sjálfur, þar sem ég stóð mitt í sögulegum rústum Rómaborg- ar, að þetta voru tímar þar sem fólk vildi þurrka út og afneita minni sögunnar. Það ríkti mikið vonleysi meðal ungs listafólks vegna þess forræðiskerfis sem var við lýði og skömmu seinna hafði þetta fólk hellt listsköpun sinni af hreinni örvæntingu út í alls kyns slagorða- og plakata- gerð. Þetta er flókið mál og ekki hægt að lýsa þessu í stuttu máli æpti hann í símann. Nú þarf ég að fara að taka til. “ Það hefur alltaf verið Manrico, þú hefur aldrei tengst neinum öðrum manni alvarlega? „Jú, það hefur alltaf verið Manrico sem ég elska, en stundum hafa komið aðrir menn í framhjáhlaupi." „Ég kynntist Rósku þegar hún kom hingað heim haustið 1969, þá starfaði hún með Fylk- ingunni en auk þess SUM- hreyfingunni," segir Birna Þórðardóttir blaðamaður. „Ég var þá nýkomin heim frá Þýska- landi og leiðir okkar lágu sam- an. Hún var geysilega ögrandi manneskja en heillaði fólk líka oft upp úr skónum. Þegar mað- ur eignast vini þá tekur maður líka fljótt ákvörðun um hvort vináttan sé dýrmæt eins og hún kemur fyrir eða hvort manns eigin óskir um að breyta fólki séu mikilvægari. Ég tók Rósku með kostum og göllum og dvaldi oft hjá henni í Róm, en þegar maður er gestur hjá fólki hefur maður ekki fulla yfirsýn yfir allt sem það tekur sér fyrir hendur. Enda er stundum heiisusamlegra að leika bara hlutverk heimsku ljóskunnar. Heima hjá Rósku og Manrico í Róm var frekar eins og stórfjöl- skylda væri samankomin en að þau byggju í kommúnu. Maður gekk inn í ákveðinn félagahóp, verndað umhverfi, þar sem fyr- ir voru félagar fyrir lífstíð ef þeir tóku manni á annað borð, en Róska er líka mjög gestrisin og tekur endalaust á móti fólki ef hún getur. Manrico og hún réðu bæði á sinn hátt í sam- bandinu og fóru sínar leiðir að hlutunum, en ég held að Manr- ico hafi gefið Rósku þá blíðu og umhyggju sem oft er erfitt fyrir sterkar manneskjur að fá hjá öðrum.“ AHkonan og Róska „Ég ætlaði mér aldrei jafn- stórt og þegar ég réðst í að gera Sóleyju," segir Róska um bíó- myndina sína, en áður hafði hún gert myndina Ólaf liljurós, þar sem Dagur Sigurðarson, Megas og Jón Gunnar fóru með hlutverk. Það var reyndar vegna Rauðu Emilíu sem Róska ákvað að leggja kvikmynda- fræði fyrir sig sem sérgrein við Listaakademíuna. „Kannski vegna þeirra miklu væntinga sem ég gerði til myndarinnar varð Sóley ekki alveg það sem ég hafði vonað. Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá Sóleyj- arkvœði Jóhannesar úr KöÚ- um og ljóði Sigfúsar Daðason- ar um hestinn sem var seldur suður en flúði alltaf aftur norð- ur. Þetta átti að vera frelsisóð- ur með þjóðsagnaívafi. Við fengum styrk frá Italíu og dálít- ið úr Kvikmyndasjóði hérna, en það nægði engan veginn og peningamálin náðu ekki saman og það olli óánægju þeirra sem „Annars fæst Manrico aðallega við skriftir og um daginn var fólk frá sjónvarpinu úti að taka við hann viðtal. Hann hringdi í mig öskureiður þegar kvikmyndatökufólkið var mætt inn á gólf til hans með vélarnar: „Helvítis,“ æpti hann f símann. „Nú þarf ég að fara að taka til.““ sviði þáttagerðar, að svo miklu leyti sem hann hefur heilsu til. Hann greindist með HIV fyrir tveimur árum og hefur farið mjög hratt niður og er í dag með alnæmi. Læknarnir furða sig á því að hann skuli ekki vera dauður. Ég var heppin að því leytinu til að ég smitaðist ekki, enda segja læknar að það séu ekki nema svona tíu prósent sambýlisfólks smitaðra sem fá veiruna. Annars fæst Manrico aðallega við ritstörf og um dag- inn var fólk frá sjónvarpinu úti hjá honum að taka við hann viðtal. Hann hringdi í mig ösku- reiður þegar kvikmyndatöku- fólkið var mætt inn á gólf til hans með vélarnar: Helvítis! unnu að myndinni og skemmdi fyrir. Myndin mætti einhverju áhugaleysi hérna heima og hef- ur reyndar aldrei fengist sýnd í sjónvarpinu einhverra hluta vegna." Aðstoðarleikstjórinn, Guð- mundur Bjartmarsson, var staddur á veitingahúsinu Óðali þegar hann frétti að það vant- aði mann til að aðstoða við klippingar, en þegar til kom var tökum ekki lokið og hann varð aðstoðarleikstjóri myndarinn- ar. Hann lýsir Rósku sem skemmtilegri konu — aðallega eftir nokkur glös. „Hún hugsaði mjög stórt og kannski þess vegna átti hún erfiðara með að hrinda því í framkvæmd. Hún Róska á þeim tíma sem hún var í Rauðu Emilíu og stundaði nám við listaháskóla í Róm. „Eg vann dálítið við að falsa mynd- ir til að selja auðtrúa Ameríkönum og það gaf dálítinn pening í aðra hönd.“ Með henni á myndinni er ítalska leikkon- an Dominique Boschero. nema einfalda mjög mikið. Róska og Manrico helltu sér bæði út í þessa baráttu og að vissu leyti má segja að þau hafi orðið fórnarlömb hennar. Það á við um þau eins og svo marga aðra, sem voru virkir í stúd- entahreyfingunni á þessum tíma, að þau fóru offari og þeg- ar átökin mögnuðust var eins og veruleikaskynið brenglaðist og það var kannski óhjákvæmi- legt. Mér er minnisstætt er ég fór í slíka göngu þar sem tug- þúsundir mótmæltu á götum Rómaborgar eftir blóðbaðið á byltingartorginu í Mexíkóborg. Þá stóð mannfjöldinn and- spænis mörg hundruð vopnuð- um lögregluþjónum. Við slíkar aðstæður hættir fólk að hugsa skýrt, hvorum megin víglínunn- ar sem það er. Mikið af fólki sem stóð í fremstu víglínu leiddist út í eiturlyf eða neðan- jarðarstarfsemi ýmissa hryðju- verkahópa og raunverulega fór heil kynslóð af gáfuðu og hæfi- leikaríku fólki í hundana.“ heyrði. Þegar ég kom inn í yfir- heyrsluherbergið spurði gam- all maður: Hvar geymirðu BMW-bílinn? — en þau í Rauðu herdeildunum óku einmitt allt- af um á þannig bíl. Þeir teymdu mig áfram með alls kyns spurn- ingum, hvenær ég væri fædd og hvaðan ég væri og gerðu sig ákaflega sæta í framan. Mér þótti strax skrítið að þeir spurðu mig í þaula um bæði Ul- rike Meinhof og Andreas Baa- der, en virtust ekki hafa neinn áhuga á Guðrúnu Ensslig. Svo fóru þeir að ganga harðar að mér og gjalla upp með spurn- ingar eins og: Hvenœr léstu lita á þér hárið? Það kom svo upp úr dúrnum að þeir heldu að ég væri Guðrún Ensslig með litað Brúðkaupsmynd af Manríco og Rósku, tekin á Bröttugötu 6 þar sem kvik- myndin Sóley var meðal annars tekin. leikstýrði ekki, að minnsta kosti ekki á hefðbundinn hátt. Allir máttu koma með tillögur og stjórna sér sjálfir. Þetta var ekki ósvipað því og stundum gerist um heimildamyndir. Það eru klipptir saman ólíkir hlutir og látnir mynda heild. Kannski vakti það fyrir Rósku að smala saman ákveðnum týpum og sjá hvað gerðist. Daginn sem tökur hófust hafði Róska enn ekki fundið neina leikkonu sem hafði álfkonuútlitið sem henni þótti hæfa kvikmyndinni. Það áttu allir, bæði leikarar og töku- menn, að hittast í rútu niðri á Lækjartorgi áður en haldið yrði í töku. Hún ákvað að gera eftir- farandi tilraun: Nú skiptum við liði ogallirfara einn hring í mið- bœnum og reyna að finna leik- konu sem lítur út eins og Sóley. Þetta var gert, en allir komu einir síns liðs að rútunni aftur. Þá átti bara eftir að sækja Rún- ar Guðbrandsson, sem fór með annað aðalhlutverkið, og það var haldið heim til hans. Kær- asta Rúnars kom til dyra og Róska varð himinlifandi þegar hún sá hana. Hver var þarna komin nema sjálf Sóley? Hún talaði að vísu bara dönsku en Rósku fannst það lítið mál. Hún sagði: Ég segi þetta bara eins og á að segja það og hún hefur svo bara eftir mér. Það gekk að vísu ekki, svo að á endanum var Hin pólitíska Róska fyrir tíu árum. Leifur Þorsteinsson tók myndina. brugðið á það ráð að Birna Þórðardóttir talaði inn á fyrir leikkonuna. Við leigðum fyrst í stað klippiherbergi hjá Lifandi myndum eftir að tökum lauk og það var allt gott um það að segja, þar til eigendurnir komu á staðinn einn daginn og sáu okkur þar sem við vorum að éta,“ sagði Guðmundur Bjart- marsson. „Þeir urðu reiðir og sögðu að það mætti alls ekki borða innan um tækin. Þá stukku bæði Róska og Manrico upp á nef sér og það varð til þess að okkur var hent út og við lentum á hrakhólum með að klippa myndina. Þá var brugðið á það ráð að fara út til Ítalíu, þar sem þau bjuggu í miðborg Rómar ásamt Carlo, sem einnig vann við myndina, en í klippiherberginu sem við fengum til umráða í Róm máttu þau éta pizzur og drekka vodka án þess að nokkur fetti fingur út í það.“ Heimþrá hér og heimþrá þar Róska málar enn og hyggur á sýningu í Nýlistasafninu á næsta ári. Hún segist hafa ýmis- legt fleira á prjónunum, svo sem minningabók með dagbók- arbrotum og myndum. í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur hún svo fyrirlestur um súrrealisma á Nýlistasafninu og ætlar auk þess að fremja gerning. Hún segist ekki geta tiltekið neitt tímabil á ævinni sem hafi verið skemmtilegra og gjöfulla en annað: „Mér finnst allt skemmtilegt sem ég hef fengist við. Pólitík og listir; þetta er hvort tveggja mjög skapandi. Ég er ekki alkomin heim, ég á enn ýmsu ólokið á Ítalíu, en það vill þannig til að ég er alltaf með heimþrá. Þegar ég er hér þá sakna ég Ítalíu, þegar ég er þar, þá sakna ég íslands.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.