Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 27
F1MMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 27 þessu er að forystumenn vinstriflokkanna hafa myndað eins konar gáfumannafélög, eins og Guðmundur J. Guð- mundsson kallaði það. Þetta eru gjarnan hrokafullir menntamenn sem ekki hafa reynslu af venjulegum störfum í lífsbaráttunni. Þeir líta svo á að stjórnmál séu eins og skóla- stofa þar sem þeir geti sveiflað prikum eins og strangir skóla- stjórar. Sjálfstæðismenn eru tíðum venjulegir menn sem ekki eru menntamenn heldur miklu frekar starfandi úti í at- vinnulífinu og hafa fremur til að bera verksvit en það bókvit sem íslendingar hafa metið alltof mikils miðað við verk- svitið. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að bera miklu meiri virðingu fyrir læknum, verkfræðingum, atvinnurek- endum, iðnaðarmönnum og kunnáttumönnum á ýmsum sviðum en við gerum fyrir þeim sem kunna utanbókar heilu kvæðabálkana eða geta beitt mælskubrögðum á mannamótum. Við lifum ekki á orðum, þótt vissulega geti ver- ið ánægjulegt að vernda menn- ingararfinn með mælskulist og lestri bókmennta. Ætli orð Bubba endurspegli ekki þenn- an mun sem er á vinstrimönn- um, sem sitja og skrafa á kaffi- húsunum, og sjálfstæðismönn- unum og frjálsíyndu fólki, sem lifir og starfar í önn dagsins og hefur ekki tíma til þess að und- irbúa sig fyrir öil snjallyrðin sem hrjóta af vörum vinstri- sinnaðra menntamanna sem sitja á kaffihúsunum og eyða styrkjunum sínum sem þeir hafa náð í úr almannasjóðum." En lifir þú, frjálshyggju- maðurinn, ekki á þessum sömu styrkjum sem opinber starfsmaður? Þú hefur sömuleiðis hlotið styrk í formi bókakaupa opinberra fyrirtœkja, til dœmis þegar Hitaveita Reykjavíkur keypti stórt upplag afbók þinni um JónÞorláksson... „Ég starfa við Háskóla ís- lands, sem er því miður ríkis- fyrirtæki. Ég held að skólinn væri miklu betur kominn ef hann væri einkafyrirtæki og léti greiða fyrir þjónustu sína; þjónustu sem er tvíþætt. Ann- ars vegar felur hún í sér að stunda vísindarannsóknir og það kann að vera eðlilegt að þjóðin standi straum af kostn- aðinum sem af því hlýst. Hins vegar fullnægir hann þörfum fyrir kennslu og þjálfun og það er eðlilegt að þeir, sem þeirrar þjónustu njóta, greiði fyrir hana. Það er eðlilegt og sjálf- sagt að fyrirtæki og stofnanir minnist frumkvöðla sinna á tímamótum og það er einnmitt það sem Hitaveita Reykjavíkur gerði þegar hún varð fimmtíu ára. Þá minntist hún Jóns Þor- lákssonar, stofnanda síns, og fékk mig til að skrifa bók um hann og vitaskuld keypti Hita- veitan nokkur eintök af bók- inni. Það er ekkert óeðlilegt við það.“ Forsetaframboð Olafs Ragnars Grímssonar er utanrikisráðherra- undirbúningur Forsetakosningar fara fram nú í júni. Vinur þinn, forsœtisráðherrann Davíð Oddsson, hefur aðspurður ekki aftekið að bjóða sig fram í það embœtti. Margir halda því fram að vegna þess verði það sífellt erfið- ara fyrir hann að bjóða sig ekki fram — fólk sé almennt farið að reikna með honum í slaginn og ef hann fari ekki fram líti það út eins og upp- gjöf... „Þetta tal er vitaskuld það sem heyrist frá Jóni Baldvini Hannibalssyni og hirð hans. Þetta eru miklir pólitískir spek- ingar og ég get ekki gert neinar athugasemdir við það sem þeir segja um sitt tilfinningalíf. Hitt finnst mér skrýtið ef það veld- ur stórkostlegum óróa í þjóðfé- laginu að einn maður, sem orð- aður er við framboð, taki ekki af skarið um það frekar en fjöldi annarra manna sem orð- aðir hafa verið við forsetafram- boð. Það eru bara tveir aðilar sem hafa boðið sig fram, þau Guðmundur Rafn Geirdal og Guðrún Pétursdóttir. Fjöldi annarra hefur verið orðaður við framboð, en enginn þeirra hefur gefið jáyrði eða neiyrði. Hvers vegna í ósköpunum á allt þjóðfélagið að leika á reiði- skjálfi þótt Davíð Oddsson svari hvorki já-i né nei-i, taki sér frest til umhugsunar og láti þess getið um leið að hann telji það nú frekar ólíklegt að hann fari í framboð? Er það ekki frek- ar tilfinningalíf þessa fólks sem svona talar sem leikur á reiði- skjálfi?“ Það skiptir náttúrulega gríðarmiklu máli fyrir stjórn- málaþróunina hvort Davíð fer til Bessastaða eða ekki og fólkið er aðeins að heimta svör við því hvort hann œtli að segja upp forsœtisráð- herraembœttinu... „Ég geri ráð fyrir að forseta- kosningarnar gætu hugsanlega haft talsverð áhrif á stjórn- málaframvinduna, það er að segja gagnvart Ólafi Ragnari Grímssyni. Ég er nefnilega al- veg sannfærður um að Olafur Ragnar fer fram í forsetakjör. Hann hefur engu að tapa og allt að vinna. Ólafur Ragnar hefur talsvert fylgi og sennilega þó- nokkru meira en Alþýðubanda- lagið hefur eitt og sér. Ef hann fer í forsetaframboð og hlýtur þetta fylgi þá kemur hann sterkari út úr slagnum en þegar hann fór í hann. Það vakir því fyrir Ólafi að fara í forsetakjör. Ná góðu fylgi með virðingu og reyna síðan að mynda stjórn með Davíð Oddssyni og verða utanríkisráðherra í þeirri stjórn. Forsetaframboð Ólafs er því ekkert annað en undir- búningur hans til að verða ut- anríkisráðherra í samsteypu- stjórn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Ég sé þó hins vegar engin teikn um að sam- starf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í ríkisstjórn sé að rofna, þannig að ég veit ekki hvernig þessi hugsun Ólafs gæti gengið upp. Olafur yrði hins vegar ekki utanríkisráð- herra ef Alþýðubandalagið myndaði vinstristjórn með Al- þýðuflokki innanborðs, því Al- þýðuflokkurinn myndi ekki ganga til vinstristjórnar án þess að fá forsætis- eða utan- ríkisráðherrastólinn. Alþýðu- flokkur telur sig nú geta selt sig dýrt, ef svo má að orði komast, þannig að eina leiðin fyrir Ólaf til að ná hinu mjög svo lang- þráða takmarki sínu að verða utanríkisráðherra er að ná nógu mikilli virðingu með vel- hepnuðu forsetaframboði til að Alþýðubandalagið verði gjald- gengt í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum.“ ísland danskt lýðveldi vegna forsetaembættisins Er annars einhver þörf á forsetaembœttinu? „Síður en svo. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið mikil mistök, þegar Alþingi gerði ýmsar stjórnarskrár- breytingar árið 1994, að for- setaembættið skyldi ekki lagt niður og ríki og kirkja aðskilin í leiðinni. Ég held að það sé í samræmi við nútímavenjur að hér ríki fullkomið trúarbragða- frelsi og ríkið sé hlutlaust um trúarsöfnuði. Ég segi þetta með fullri umhyggju fyrir kirkjunni, því ég tel að öflugt trúarlíf sé nauðsynlegt fyrir þjóðina. En til þess verður að breyta klerk- um úr opinberum embættis- mönnum, sem senda hver öðr- um tóninn í fjölmiðlum auk þess sem þeir berja sér á brjóst og kvarta undan kjörum sínum, í sálusorgara. Ég segi það aftur: Það þarf að breyta klerkum í sálusorgara og fólk sem aðrir geta leitað til. Kirkjan þarf að vera griðastaður fólks. Forsetaembætið er svo í raun ekkert annað en framlenging af danska konungdóminum sem við lögðum niður 1944. Það má segja að ísland sé danskt lýð- veldi þar sem við tókum við dönsku embætti, sem á vafalít- ið vel við í Danmörku, en síður á íslandi. Forseti Alþingis getur hæglega gegnt þeim skyldum þjóðhöfðingja sem forseti ís- lands gegnir núna og við mynd- um með því spara stórfé.“ Að lokum. í síðustu viku fóru fram stúdentaráðskosn- ingar og mikill hiti var í fólki, enda Háskólinn alltaf verið rammpólitískur vinnu- staður. Hvernig líst þér á stúdentapólitíkina núna? Snjallir einstaklingar takast á í hvorum tveggja herbúðunum — hjá Vöku og Röskvu. Það kemur mér ánægjulega á óvart að það er ekki sama heiftin og ofstækið í stúdentapólitíkinni nú og var þegar ég var í henni í gamla daga — þegar menn voru hreinir kommúnistar eða hreinir frjálshyggjumenn. Það er einkum og sér í lagi minnis- stætt hvernig kommúnistar börðust aðallega fyrir því að Stúdentaráð gerðist aðili að al- þjóðlegum stúdentasamtökum sem höfðu aðsetur í Prag. Þess- um samtökum var stjórnað af fimmtugum KGB-mönnum sem kölluðu sig stúdenta! — Mér líst vel á marga menn í bæði Vöku og Röskvu og ég læt það vera mín lokaorð, að ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af unga fólkinu á ís- landi í dag — það er miklu meiri ástæða til að hafa áhyggj- ur af foreldrum þess.“ Vínarborg áfangastaðir Figarohaus, heimili Mozarts, er vinsæll áfangastaður ferðalanga í Vín og einnig Karlinannaheimil- ið þar sem Adolf Hitler bjó. Þess ir tveir synir Austurríkis njóta mismikillar hylli_ Kaffihús, arkitektúr og Balkanskagastríð Borgin fræga, sem kennd er viö vín og stendur á bökkum Dónár, er ein alfegursta borg Evrópu. Borgin stendur fyrir austan Alpafjöll og er vinsælt meðal ferðamanna aö blanda útivist í fjalllendinu saman við menningu stórborgarinnar. Segja má að í nær tvö þúsund ár hafi allir straumar legiö til Vínar. Borgin er staösett í miöri Evrópu og hefur haft mikil tengsl viö miö- og austur-Evrópu þrátt fyrir múra og pólitísk átök. Þegar símaskrá borg- arinnar er flett kemur í Ijós aö um helmingur nafnanna er austur-evr- ópsk-ættaöur. Borgin varð fljótlega miöstöð mennta, tista (sérstaklega tónlistar), losta, trúarbragöa, arki- tektúrs, matargeröar og vínmenn- ingar. Vín er sem sagt borg heims- menningar og fáir staðir geta stát- að af jafnmörgum söfnum. Þaö er bóksfáfiega allt morandi í ölíum gerðum safna 1 borginni. Til að mynda er Figarohaus (Hús Moz- arts) vinsælt, einnig hersafnið og hús Sigmunds Freud trekkir aö eins og kirkja heilags Stefáns, sem er ein glæsilegasta sinnar tegund- ar. Karlmannaheimiliö sem Adolf Hitler bjó í á ræfilsárum sínum er enn á sínum staö, þótt borgarbúar séu nú ekki beinlínis aö auglýsa staðinn. Austurríkismenn viðurkenna heldur ekki að Hitler hafi veriö Austurríkismaður og telja hann Þjóöverja. Hins vegar segja þeir Mozart hreinan og kláran Austurríkismann þótt hann hafi, líkt og Hltler, eytt meginparti lífs síns í Þýskalandi. Lífskjör borgarbúa eru almennt mjög góð og velmegunin drýpur sem smjör af hverju strái — ekki ósvip- aö og í Sviss. Vínarbúar eru yfirleitt vel klæddir og glæsileikinn í fyrir- rúmi, enda samræmist ekki annaö þessari undurfögru borg. Það er greinilegt á öllu að miklum fjármun- um er eytt í viöhald borgarinnar. íbúar Vínar eru 1,7 milljónir manna. Borgin er mjög vel skipu- lögö, enda aö mestum hluta byggð á seinni hluta síðustu aldar. Henni er skipt upp I tuttugu og þrjú hverfi og nýjar byggingar eru tíðum byggö- ar í stíl þeirra eldri. Fegursta gata borgarinnar nefnist Ringstrasse eöa Hringurinn og viö hana standa í röðum helstu byggingar borgarinn- ar, hver annarri fegurri. Til að mynda eru þar ráðhúsiö frá tímum Habsborgaraveldisins, óperuhúsið, þingið og fjöldi fagurra safna. Segja má ennfremur aö Vín sé mekka arkitektúrs. í borginni má þannig finna marga strauma: got- neska, rembrandtstíl, nýrómantík, barokk og gamlar rústir rómverskra mannvirkja. Allt myndar þetta þó samstæöa heild. í borginni er einnig aö finna fjölmargar fallegar nútímabyggingar sem byggðar hafa verið undir stjórnsýslu borgarinnar. Nú stendur yfir bygging á heilu hverfi fyrir Sameinuðu þjóöirnar, en Vín er ásamt New York og Genf ein af aöal- bækistöövum Sameinuðu þjóðanna. Eins og undirritaður fékk aö reyna um síöustu helgi er gestrisni og þjónustulund borgarbúa mikil í garö útlendinga. Til aö mynda tapaöi ég feröatöskunni einhvers staðar á leiöinni milli íslands og Vínar vegna millilendingar í kóngsins Kaupinhafn. Þá linntu Vínarbúar ekki látum fyrr en taskan var fundin og komin á hóteliö tólf tímum seinna. Atþjóöaflug- völlurinn er þægilegur og er nú aöalsamgöngumiöstöð friöargæsluaöila í Bosníu. Vínarborg er einn fárra staöa I Vestur-Evrópu þar sem maöur virkilega finnur fyrir stríöinu í fyrrum Júgóslavíu, nágrannariki Austurrik- is. Þegar komiö er inn til Vínarborgar, frá flugvellinum, blasir viö ömur- legt iðnaðarhverfi meö málmbyggingum og reykspúandi strompum. Sú sjón gefur hins vegar alranga mynd af borginni og er henni í raun til skammar. Auk fagurra bygginga eru fjölmörg opin útivistarsvæöi í borg- inni, til aö mynda iystigaröar meö öllum nútímaþægingum, og löng og mjó eyja, sem skiptir Dóná í tvennt, er nú á hönnunarborðum lands- lagsarkitektanna. Skemmtanahverfi borgarinnar er nefnt því viökunnanlega nafni Bermuda Triek og á eins konar þríhyrndri hæö er aö finna nær allar gerðir skemmtistaða sem stórborgir hafa upp á aö bjóöa. Einhvern veg- inn tókst undirrituðum þó aö forðast aö hverfa í gin svæðisins. Þaö er hins vegar sérkenni borgarinnar hvaö kaffihús skipa þar veg- legan sess og segja má að þau séu borgarbúum jafnmikilvæg og pöbb- arnir Lundúnabúum. Flest kaffihúsanna bjóöa upp á veglegar veitingar og eru ýmsar kökutegundir rómaöar meöal gesta. Matarmenning Vínar byggist aö rniklu leyti á kjötmeti og þá sérstaklega svínakjöti og ferða- mönnum er tíöum boöiö upp á hiö fræga vínarsnitsel, sem bragöast mjög vel. Undirrituðum fannst þó kjötátið fullmikiö og reyndi aö leita á mið matargeröar annarra menningarsvæöa, sem stundum gat veriö erf- itt aö finna. Aö lokum skal þess getið til vamaöar aö Vínarborg er ein dýrasta borg Evrópu og þótt ótrúlegt megi virðist er hún aö veröa dýrari en Reykjavík — á svipaöan hátt og París. Vínarborg er þó vel heimsóknar- innar viröi og hentugt aö tengja heimsókn þangaö ferö um Austur-Evr- öpu. Til dæmis er Búdapest aðeins í þriggja tíma ökufjarlægö frá Vín og fjögurra tíma ferð er meö lest til Prag... - ebe Segja niá að Vín sé mekka arki- tektúrs með gotneskum bygging- um, rembrandtstíl, nýrómantík, barokki og rústum rómverskra mannvirkja sem mynda sam- stæða heild ásamt fallegum nú- tímabyggingum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.