Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 11 Þröngsýni blaðamanna Þessar vikurnar ættu blaða- og fréttamenn á íslandi, en einkum ritstjórar og frétta- stjórar, að líta í eigin barm og velta alvarlega fyrir sér hvernig í ósköpunum stendur á því, að enginn íslenzkur fjöl- miðill hefur sökkt sér ofan í Guðmundar- og Geirfinnsmál. Hvort sem dómsniðurstaðan reynist röng eða ekki er rétt- vísin í prófi. Þetta mál er lýsandi dæmi um vinnubrögð íslenzkra blaðamanna, sem eru fólgin í því að fjalla einangrað um hluta máls í staðinn fyrir heild málsins. Einn þeirra, sem sátu alsak- lausir í gæzluvarðhaldi, reyndi í mörg ár að ná eyrum fjölmiðla með ítarlegri grein- argerð í þeirri von, að hann gæti endurreist mannorð sitt. Viðbrögð fjölmiðla voru þeim ekki til sóma. Þau einkennd- ust af aðgerðaleysi og dofa. Vissulega voru tekin viðtöl við nokkra aðila málsins, þar sem sitthvað kom fram. En svo merkilegt sem það má heita datt engum blaðamanni í hug að fara í saumana á þessum ummælum og reyna að fá fram heildstœða mynd af máli, sem flestir álitu að vœri ekki fullrann- sakað. Tímaritið Mannlíf birti til dæmis fyrir allmörgum ár- um viðtal við fyrrverandi fangavörð í Síðumúlafangelsi. Hann staðfesti ummæli sak- borninganna um harðræði og ítrekaði það síðastliðinn mánudag. Mörg slík gagnleg viðtöl hafa birzt auk mark- tækra blaðagreina. Þeir sem voru í blaða- mennsku á þessum árum muna mæta vel eftir því „æði“, sem rann á þjóðina. Það er kannski þessi tauga- veiklun málsins, sem hræðir enn, auk þess sem um er að tefla virðingu réttvísinnar og Hæstaréttar. En fjölmiðlar verða að hafa hugrekki til að ræða bæði viðkvæm og flókin mál. Hroki káksins Boðorð dagsins hjá dóm- gæzlunni á sínum tíma var að leysa málið. Það var orðin pólitísk og þjóðfélagsleg krafa, að lögreglan leysti mál- ið. Og lögreglan virðist hafa kiknað og vinnubrögðin ein- kennzt af káki. Nú er málið komið í hámæli aftur, ekki sízt vegna kröfu Sævars Cizielskis um endur- upptöku. Þó skiptir ef til vill „Nú eru fjölmiðlarnir allt í einu farnir að hlusta, þótt Sævar [Cizielski] sé búinn að halda þessu sama fram við ótal tækifæri áður. Sama hefur Erla Bolladóttir gert. Ragnar Aðalsteinsson, mannréttindalögfræðingur, sagði að þetta mál virtist vera af sama toga og mál Guilford-fjórmenninganna. íslenzkur sérfræðingur hjá Scotland Yard kom að Guilford-máiinu. Það væri kannski ráð að kalla þennan landa okkar í Lundúnum til Islands.“ einu farnir að hlusta, þótt Sævar sé búinn að halda þessu sama fram við ótal tækifæri áður. Sama hefur Erla Bolladóttir gert á Rás eitt og Rás tvö. Öll bera þau, að þau hafi verið tæld og þvinguð til þess að fallast á útgáfu lögreglu á atburðarás Geirfinnsmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, mannréttindalögfræðingur, sagði í sjónvarpsviðtali, að þetta mál virtist vera af sama toga og frægt mál á Bretlandi, kennt við Guilford-fjórmenn- ingana (samanber kvikmynd- ina ín the Name ofthe Fatherj, þar sem ungir menn voru dæmdir í ævilangt fangelsi sér? Hvernig gat það gerzt, að blaðamenn tóku aldrei nógu alvarlega ýmsar opinberar yf- irlýsingar og frásagnir, sem vörpuðu nýju ljósi á málið? Hvers vegna tóku fjölmiðlar sig ekki til, söfnuðu saman og könnuðu alls kyns ummæli um málið eftir að dómur hafði fallið og reyndu að átta sig á nýrri mynd, sem blasti við. Við í fréttabransanum höfum klikkað. Við höfum fengið ær- in tilefni til að fara í saumana á þessu makalausa máli, en létum hjá líða, og gerðumst sek um hroka hálfkáksins. Einungis Morgunblaðið fór nýverið af nákvæmni yfir sögu frétta málsins á dögunum. fallið, málið væri illa eða lítt rannsakað og mun flóknara en ákæruvaldið hafði látið í veðri vaka. Sonur hans var talinn, samkvæmt rannsókn málsins, hafa stoiið rútu, misst stjórn á henni og látið lífið, þegar rút- an lenti úti í á uppi á Kjalar- nesi. Þessi maður vildi fyrst og fremst hreinsa mannorð sonar síns. Faðirinn gekk á lokaðar dyr. Við hittumst fyrir tilviljun á blaði, sem ég starf- aði á, hann setti mig inn í mál- ið og rétti mér haug af skjöl- um. (í millitíðinni varaði ein „hetjan" á ritstjórninni mig við og sagði, að þessi maður vœri algjör kverúlant, sem gengi með sama erindið á milli ari eftir endurupptöku máls- ins. Það tókst sem sé að sann- færa ákæruvaldið um, að rannsókn málsins væri vond og snargölluð og ef til viil hefði saklaus maður verið dæmdur ranglega að sér látn- um, en aðrir sloppið. En því miður varð íhalds- semin ofan á. Hæstiréttur vísaði kröfu ákæruvaldsins frá. Við skulum vona, að það verði ekki niðurstaðan núna, heldur verði Geirfinnsmál rannsakað í botn og minnsta efa eytt um sekt og sakleysi. Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu í fjölmiðlafræðum. meginmáli, að Guðjón Skarp- héðinsson Iýsti í fyrsta skipti yfir því í Þriðja manninum, viðtalsþætti á Rás tvö, að hann drægi tilbaka játningu sína eftir 15 ára þögn, afplán- un, landflótta og guðfræði- nám. Nú eru fjölmiðlarnir allt í Halldór Halldórsson fyrir að hafa verið hryðju- verkamenn á snærum Irska lýðveldishersins. Þeim var sleppt úr fangelsi, sýknum saka. íslenzkur sérfræðingur í þvinguðum játningum hjá Scotland Yard kom að Guil- ford-málinu, og niðurstaða hans var, að játningin stæðist ekki. Það vœri kannski ráð að kalla þennan landa okk- ar í Lundúnum til íslands til þess, að kanna þetta mál. Nú á þessum tímamótum ættu blaðamenn að skoða hug sinn og spyrja sjálfa sig spurninga: Hvers vegna létu þeir þetta mál líða framhjá Endurupptökubeiðnin varð eiginlega ekki að frétt fyrr en Hæstiréttur skipaði Ragnar Aðalsteinsson sem lögfræði- legan ráðgjafa Sævars. Þá fyrst var kominn hœfilegur gœðastimpill á málið! Svona snobb er alltof al- gengt í þessu þjóðfélagi, ekki bara hjá blaðamönnum, held- ur alls staðar. „Kverúlantinn“ Sem ungur blaðamaður kynntist ég af eigin raun til- raunum venjulegs borgara til að fá endurupptöku á saka- máli. Hann færði góð rök fyrir því, að rangur dómur hefði allra ritstjórna og fréttastofa á íslandi. Hann væri með þetta mál á heilanum. Enginn blaða- maður tók við sér.) Sem betur fer var ég ekki orðinn, og verð vonandi aldrei, svo ónæmur og kaldrifjaður, að ég ýti frá mér stórum og smáum harms- efnum fólks, sem í þessu þjóð- félagi er afskrifað á grundvelli fordóma um „merkilegt" og „ómerkilegt“ fólk. Ég sökkti mér ofan í verkið. í framhaldi af því skrifaði ég ít- arlegan greinaflokk um málið í Vísi, komst að þeirri niður- stöðu, að ef til vill væri um morðmál að ræða. í framhaldi af þessu óskaði ríkissaksókn- þessi lýsing átt við stjórnmála- flokk sem kemur meira við sögu hér á landi en gamli flokk- urinn hans Abrahams Linc- olns. Sá flokkur kennir sig ekki við lýðveldi eins og fyrrgreind- ur, heldur sjálfstæði. Einstak- lings eða þjóðar eftir því hvað við á og hvor gríman er uppi þá stundina. Gríma markaðsbú- skapar og viðskiptafrelsis (eins og hjá Gingrich og Vilhjálmi Eg- ilssyni) eða gríma hafta, ríkisaf- skipta og þjóðernisrembings (eins og hjá Buchanan og Dav- íð Oddssyni.) Það er meðal annars þetta sem menn eiga við þegar þeir segja að hinar gömlu skilgrein- ingar til hægri og vinstri eigi ekki við í stjórnmálum í lok tutt- ugustu aldarinnar. Af ótta við ógnina sem stóð af verklýðs- baráttu og sósíalisma á fyrri hluta aldarinnar sömdu þessar ólíku fylkingar íhalds og frjáls- lyndis frið. íhaldssamir stór- eignamenn og smáborgarar ótt- uðust völd sín og aðstöðu í samfélaginu og frjálslyndir sáu ógnina sem markaðsbúskapn- um stafaði af dýnamík þeirrar hreyfingar sem trúði ekki á lausnir hans. Nú er svo komið að jafnvel útverðir hinnar gömlu sósíal- ísku hugsunar hafa tekið mark- aðsbúskapinn í sína þágu og jafnaðarmenn á Vesturlöndum gerðu sér grein fyrir kostum hans um miðja öldina til að stækka þá köku sem þjóðirnar áttu að hafa til skiptanna. Ágreiningurinn við markaðs- hyggjuna heyrir að mestu leyti sögunni til hjá þeim flokkum sem telja sig til vinstri. Hins vegar er mikið verk óunnið í þeim efnum að fullnýta kosti markaðarins og Vesturlönd sitja enn uppi með gríðarmiklar atvinnugreinar sem lúta engum markaðslögmálum og eru þeim þungur baggi. í þeim efnum er íslenska þjóðin ekki betur sett en nágrannar hennar. Fámennir þrýstihópar halda stjórnmála- mönnum í gíslingu og velferð hins vinnandi manns er haldið niðri af þeim sökum. Fyrir þessa þrýstihópa vinna íhaldsmenn. Þeirra hugur stendur til að viðhalda ríkjandi ástandi, þeir vilja fá sína ríkis- styrki og verndartolla og engar refjar. Frjáls innflutningur neyt- endavara er fyrir þeim tabú, er- lend fjárfesting eitur í þeirra beinum. Sú ríkisstjórn sem nú lætur reka á reiðanum er af þessari tegund. Hún er lýsandi fyrir ástandið afgreiðslan sem frum- varp markaðssinna í stjórnar- liðinu um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi fékk hjá henni. Þar var litið á hugmyndir í frjáls- ræðisátt sem persónulega móðgun og forsætisráðherra fór kjökrandi í kvöldfréttirnar og bað Framsóknarflokkinn af- sökunar á þessari svívirðu og lofaði því að umræddir mark- aðssinnar sem og aðrir sjálf- stæðismenn stæðu einhuga að baki verndar- og haftafrum- varpi viðskiptaráðherra. Auð- vitað. Markaðnum er vikið til hliðar þegar gæludýrin eru ann- ars vegar. Því kyngdu vinir markaðarins hér áður fyrr, því af tveimur slæmum kostum voru landeigendur og einokun- arkaupmenn betri en kommún- istarnir, en hversu lengi munu þeir að láta bjóða sér það? Væntanlega svo lengi sem þeir finna sér ekki trúverðugri bandamenn. Höfundur er varaþingmaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannafiokks íslands, í Reykjavíkurkjördæmi. (NETFANG: mam@rhi.hi.is URL: http://www.rtii.hi.is/~manij etaefnið L._______ Margrét Frímannsdóttir Eftir hatramma baráttu við Steingrím J. Sig- fússon um for- mannsstólinn í Al- þýðubandalaginu hefur Iftiö farið fyr- ir Margréti Frí- mannsdóttur, ný- kjörnum formanni flokksins. Þeir fé- lagar Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson hafa algerlega haldið henni niðri og varla hleypt f sviðsljósið. Sú samsæriskenning gengur nú fjöllunum hærra að Ól- afur ætli sér f forsetaframboð til að ná aftur völdum í Alþýðu- bandalaginu. Þetta vekur sér- staka athygli, því Ólafur studdi Margréti leynt og Ijóst í kosn- ingabaráttunni. Valdataka Ólafs á að verða með þeim hætti, að nái hann góðu fylgi í forsetakjör- inu endurheimti hann virðingu sína þótt hann verði ekki forseti og geti svo gott sem gengið aftur í stól formanns Alþýðubanda- lagsins; hreinlega bolaö Margréti frá. Til að koma f veg fyrir þetta ætti Margrét sjálf að koma með krók á móti bragði og smella sér í framboð til forseta. Nái hún að sigra Ólaf og aðra frambjóö- endurí þeim slag væri hún búin að slá tvær flugur í einu höggi: úti- loka Ólaf bæði frá forsetaemb- ættinu og formennsku í Alþýðu- bandalaginu. Margrét gæti síðan bak við tjöldin valiö eftirmann sinn, enda komin í góða að- stööu, og tekið þannig viö af Ingibjörgu Sólrúnu sem yfir- gyðja vinstrivængsins. Hún gæti að þessu öllu loknu haft það býsna náðugt á Bessastöðum og gróðursett nokkur tré í Vinaskógi um leið og hún sölsaði meiri völd undir forsetaembættið. Margrét hefur jú sagt að forseti eigi að vera valdameiri en hann er í dag. Illa hentar henni alltént að sitja á friðarstóli... Katrín Fjoldsteil Þetta ágæta varaformannsefni kvenna í Sjálfstæðisflokknum (eftir að Davíð hefur ákveðið að bregða sér á Bessastaði) stendur nti tippi í liárinu á Þorsteini Pálssyni vegna Neyðarlínunnar og kemur vist enn til greina sem nassti leiðtogl sjall- anna í Reykjavík. Halldór Blöndal Skrattinn hitti ömmu sína þegar össur Skarphéðinsson brá „óvænt" fyrir sig háði á Alþingi og kallaði Dóra sauð í sauðargæru. (Ðóri kall- aðl Össur að vísu skeggjúða á móti.) Vegur Dóra vex nú altént til muna líkt og allra sem verða fyrir hnjóðs- yrðum jafnaðarmanna. Guðrún Jónsdóttir Stígamótakonan galvaska veit sem er, að það er enginn munur á Jóni eða séra Jóni og stormaði rakleiðis til atlögu við biskuplnn. Tvennum sögum fer af ágæti árásarinnar. Kjurtnn Gunnnrsson Fremsti baktjaldamökkuður ís- lenskra stjórnmála áttar sig fullkoin- lega á því, að leynd og pukur skiptir öllu og harðlæsir reikninga íhaldsins niðri í skúffu á flokkskontórnum í Valhöll. niðurleið Geir Wuuge Veraldlegur leiðtogi íslenskra presta hefur enn ekki sýnt það frumkvæði að berja hnefanum í borðið og leiða biskupsmálið til lykta — á hvorn veginn sem er. Friðrik Sophusson Upp er komin sama staða og þegar útlit var fyrir að Dan Quayle yrðl for- seti Bandarlkjanna vegna veikinda George Bush. Fólk hugsar tii þess með skelfingu hvað myndi gerast ef „lang smartasti" þingmaðurinn yrði leiðtogi þjóðarinnar. Augljós tilvistarkreppa ógnar nú pólitískri tilveru þessa snarpa is- lenskufræðings og varaþingmanns Þjóðvaka. Hvernig í ósköpunum á Mörður, sem alla tið hefur fyrirlitið Alþýðuflokkinn, að geta farið þar inn með Jóku og Sigga Pé? Sverrir llermannsson Var tekinn i bakaríið af hinum slaklega uppalda ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Viðurkenndi nauðbeygður að hafa látið gífuryrði falla í samtali sínu við Hrafn Jökulsson, en þau hafi bara ekki verið prenthæf. Krummi, skamm!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.