Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 28 heitt Frjálsar ástir. Svona í fram- haldi af hippaendurreisninni og aukinni fíkniefnaneyslu. Sem bet- ur fer fór hippatískan í þetta sirrh ekki saman viö aukna fíkniefna- neyslu eins og loddi viö ‘68- kyn- slóöina, heldur kom eitt í fram- haldi af ööru. Nú vantar þaö bara upp á aö menn láti af fíkniefna- neyslunni og fari aftur aö stunda frjálsar ástir — sem hafa lengi veriö í skugga alnæmis. Nýjustu fregnir úr heimi læknavísinda benda hins vegar til aö lækning á alnæmi sé í sjónmáli og því ættu þeir, sem vilja hafa til og gaman af, aö geta fengiö útrás fyrir hvat- ir sínar. Þaö er aö vísu lífshættu- legt á tímum hættulegra kvenna, en hva... ______kalt Óháttvísi. Sem felst í því meðal annars aö kunna ekki listina aö umgangast fólk án þess aö áreita þaö. Svona um- gengni flokkast undir eigingirni þess sem heldur að hann sé upphaf og endir alls, manns sem hugsar jafnvel með sér: „Ríkiö, þaö er ég.“ Áreitni, eink- um kynferðisleg, snýst um völd — ef einhver skyldi ekki vita það — og komst ekki inn í ís- lenska umræðu fyrr en fyrir nokkrum árum. Þeir sem halda hins vegar að áreitni hafi ekki veriö til fýrir þann tíma — elleg- ar halda aö áreitni hafi verið í lagi áður en umræðan kom upp — eru ekki annað en skynlaus- ar skepnur. ... karnivali aö íslendingar taki upp siö kaþ- ólskra og fari aö dansa hálfberir og skrautklæddir niöur Lauga- veginn á þessum árstíma. ... bíóferö á Bréfberann, hina mannbæt- andi ítölsku tilvonandi Óskars- verölaunamynd í Sambíónum. ... Disclosure kvikmyndinni sem um margt fjallar ágætlega um kynferðis- lega áreitni, þótt meö öfugum formerkjum sé. Þar geta menn séö með eigin augum um hvað máliö snýst. ... líkamsrækt og Ijósum þaö er ekki seinna vænna, ætli maöur aö líta vel út fyrir voriö. ringur Erlend tímarít og bækur eru að verða þungur baggi á víðsýn- um fjölmiðlaneytendum. Fjárans viröisaukaskatturinn gerir þaö aö verkum, aö nú er hætt viö aö heil þjóö forheimskist í einangrun sinni og taki að einbeita sér alfariö aö íslensku efni. Þetta gengur náttúr- lega ekki upp. Nær væri aö skatt- leggja til dæmis alvöru lúxusvörur af þunga... Frjálsu útvarpsstöðvamar hafa að mestu gefist upp á sam- keppni við tíundarstyrkt Ríkis- útvarpið um metnaðarfullt dag- skrárefni. Þaö er svo sem skiljan- legt að nokkru leyti, en öllu verra er þó aö þessar stöövar leysa mál- iö meö því aö láta plötusnúöana mala tóma steypu — út í hiö óend- anlega. Er ekki frekar ráö aö viö- komandi steinþegi... Myndbandaleigur sem fylgja fast þeirri stefnu að hafa sólar- hringsleiguverðið á spólu á svipuðu róli og bíómiða. Eftir- tektarvert er, aö á þessum síöustu og bestu tfmum samkeppni hafa fjölmargar myndbandaleigur samt ekki séö ástæöu til aö lækka veröiö hjá sér og græöa þannig stóran viöskiptahóp sem tímir ekki 450-kalli fyrir spólu... Ekki fyrir þá sem vilja bara sýna sig í sexí fötum Deborah Blyden, sem er í hópi sterkustu kvenna á íslandi, byrj- ar eftir helgi að kenna þeim sem virkilega vilja taka á í líkamsrækt- arstöðinni Gym ‘80. „Gym 80 er ekki staður fyrir þá sem vilja sýna sig í sexí fötum og sjá aðra — eða þá sem mæta bara í þeim til- gangi að finna sér „deit“ fyrir helgar. Þetta er staður fyrir þá sem vilja virkilega ná árangri. Það vantar ekki að það sést fullt af þjálf- urum á öllum þessum líkamsræktarstöðvum, en venjulega hverfa þeir þegar maður biður um hjálp. Alvöruþjálfarar eru bara örfáir á íslandi." Þjálfarðu bara konur? „Nei, bæði karlmenn og konur og bæði í eróbikki og sem einka- þjálfari." Deborah hefur tvisvar keppt um titilinn „Sterkasta kona ís- Iands“. í fyrra sinnið lenti hún í fjórða sæti en í það seinna í því þriðja. „Það er vart hægt, fyrir jafnlétta manneskju og mig, að láta sig dreyma um titilinn. Ef hins vegar yrði keppt í ákveðnum þyngdarflokknum ætti ég mjög góða möguleika." Hvencer verður keppt nœst? „í maí og þá er ég ákveðin í að vera með í þriðja sinn. Þá verður gaman að sjá hvað maður getur gert með þá þyngd sem maður hefur." Hvernig undirbýrðu þig? „Með því að lyfta mjög þungu mjög sjaldan og með því að taka góðar hvíldir inn á milli. Þangað til læt ég helst ekkert ofan í mig nema kolvetni og prótein, en það er enn nokkuð í að ég fari að draga traktora út um allt! Svo er ekki endanlega búið að ákveða í hvaða greinum verður keppt í þetta sinn, ég býst við að það verði einhverjar breytingar frá því í fyrra.“ í hverju ertu best? „Mér hefur tekist best upp í axlalyftu, eða í því sem hefur með efri hluta líkamans að gera en ekki líkamsþyngd. Það er hins veg- ar mjög erfitt fyrir manneskju sem er ekki nema 57 kíló að draga bíla. Um leið og maður er 70 til 80 kíló er það strax auðveldara." Þess má geta að átta til tíu konur munu keppa um titilinn „Sterkasta kona íslands1* í maí. -GK Bmatur Súkkulaðikjúklingur Eg verð alltaf jafnhissa á því þegar maður stendur virt veitingahús að því að bjóða upp á mat einvörðungu krydd- aðan með salti og pipar, — bor- ið fram með hveitisósu í þokka- bót. Að vísu gerist þetta sjaldn- ast panti maður af sérmatseðli en æði oft fari maður út að borða með hópi þar sem eitt er látið yfir alla ganga. Það vantar yfirleitt ekki að hráefnið sé gott, en ansi er illa farið með það. Sjálf er ég að minnsta kosti löngu búin að fá nóg af bragð- lausum mat. Ég vil hann bragð- mikinn, sem mörgum hættir til að rugla saman við braðsterk- an. Það er tvennt ólíkt. Af þessum ástæðum og fleir- um heillar mig flókin mat- reiðsla. Að elda mat er fyrir mér er eins og að leysa skemmtilega þraut og mjög af- slappandi í erli hvunndagsins. Það er afar gaman að bauka við mat sem krefst margra krydd- tegunda og ef til vill mariner- ingar í einn eða tvo sólarhringa. Þannig er til dæmis meginuppi- staða indverskrar matargerðar- listar. Ætli maður sér að elda indverskt á laugardagskvöldi borgar sig að hefja skipulagn- ingu að minnsta kosti tveimur dögum áður. Ég tala nú ekki um á landi þar sem ófrosnir kjúk- lingar eru af skornum skammti. Bragðleysi kjúklings gerir að verkum að hann er eitt skemmtilegasta hráefni sem um getur. Vegna þess hversu bragðlaus hann er má búa til úr honum óteljandi rétti sem hver hefur sína sérstöðu. Uppskriftin hér að neðan er að vísu ekki indversk heldur mexíkósk, og ef ég man rétt kom sósan fyrir í bókinni Kryddlegin hjörtu, en þá með kalkún, enda er það siður í Mexíkó að elda Mole-sósu með kalkúni. Ég mæli hins vegar al- veg eins með ófrosnum kjúk- lingi. Sósuna má sömuleiðis nota með blómkáli, ellegar ein- hvers konar baunum; kjúklinga- baunir eru ekki sem verstar. Ég mæli með bituðum kjúk- Iingi. Og þar sem ég er mikið gefin fyrir sósu þessa ráðlegg ég að ekki verði notaður meira en einn kjúklingur með henni. Mole-sósa 150 g möndlur 100 g ristaðar jarðhnetur 3/4 tsk. kóríanderfræ 1/2 tsk. steyttur negull u.þ.b. 3 sm af kanilstöng 3/4 tsk. anísfræ 3 msk. sesamfræ 10 nýir jalapenó-piparávextir 3 saxaðir laukar 3 smátt saxaðir hvítlauksgeir- ar 700 g þroskaðir tómatar, af- hýddir og fræin tekin burt 120 g rúsínur 1,5 dl jurtaolía 7 dl grænmetis- eða kjúk- lingasoð 100 g suðusúkkulaði Tómatana er best að afhýða með því að setja þá í skál og hella yfir sjóðandi vatni. Látið þá liggja í sjóðandi heitu vatn- inu í tvær mínútur. Eftir það er leikur einn að ná hýðinu af. Skerið tómatana í báta og hreinsið fræin innan úr. Setjið möndlur, jarðhnetur, kóríanderfræ, negul, kanil og anísfræ og helminginn af se- samfræjunum í matvinnsluvél og gerið úr því mauk. Setjið í skál. Setið þá jalapenópiparinn, vatn, lauk, hvítlauk, tómata og rúsínur í vélina og gerið líka úr því mauk. Blandið hvoru tveggja maukinu saman. Hitið olíu á pönnu við meðalhita. Setjið blönduna út í, steikið og hrærið vel í. Þegar blandan er orðin vel heit bætið þá við soð- inu og suðusúkkulaðinu smátt og smátt og hrærið vel, þar til súkkulaðið er bráðið. Þegar hér er komið sögu hell- ið þið sósunni yfir kjúklinginn í eldföstu móti. Steikið í ofni við tæplega 200” í 30 til 40 mínútur, eftir því hvað þið viljið hafa kjúklinginn meyran. Ristið í lok- in á pönnu það sem eftir er af sesamfræjunum, þar til þau verða gullinbrún, og stráið yfir kjúklinginn þegar hann er bor- inn fram. Krydduð hrísgrjón, salat og brauð (til að hægt sé að sleikja upp sérhvern sósudropa) eiga ágætlega við þennan rétt. Og auðvitað eitthvert gott vín. Skál! - GK Búið til eigin bragðbættan vodka að er ekki vegna bragðsins heldur bragðleysis vodk- ans sem hann heldur enn sæti sínu í þessum dálki. Nú hins vegar í þeim tilgangi að fólk geti fengið útrás fyrir sköpun- argleðina. Það er nefnilega eins með kjúkling og vodka; bragðleysið gerir það að verk- um að maður getur kallað fram nánast hvað sem er. Til að fá sér einn bragðbættan snafs, eða skot eins og það er kallað, dugir að eiga eina tæra vodkaflösku og sjá hvað til er í kryddskápnum. Hér eru nokkrar til- lögur að bragðbætt- um vodkaskotum sem búa má til í eldhúsinu heima: (Alls staðar er miðað við 750 ml) Jarðarbeijaskot Tveir dl jarðar- ber Setjið þau ofan í flöskuna og látið standa í viku. Fjarlægið berin og drekkið. (Varúð: Staðin ber geta líka valdið áfengisvímu.) Appelsínuskot Notið börk af nokkrum appelsínum og skerið í bita. Látið standa í þrjá til sjö daga. Ef það stendur miklu lengur verður bragðið biturt. Takið börkinn úr og drekkið. Hvítlauksskot Einn stór hvítlaukur er hreinsaður og skorinn í bita. Sett út í vodkann. Látið standa í minnst tvo daga. Sigtið og drekkið. Kanilskot Tvær eða þrjár kanil- stangir Látið standa í þrjá daga og drekkið. Chili- skot Setjið út í tíu til fimm- tán rauð chili. Látið standa í tvo daga. Með hverjum deginum verið skotið sterkara. Wasabi-skot Ein til tvær matskeiðar wasabi (piparrót, notað með sushi). Látið standa allt frá tveimur dögum upp í tvo mán- uði. Sælgætisskot Setjið út í fjóra dl af uppá- haldssælgætinu ykkar. Það getur þess vegna verið gúmmí- karlar, pipar- eða perubrjóst- sykur, súkkulaði, karamellur eða lakkrís. Látið standa þar til ykkur þykir bragðið orðið við hæfi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.