Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 mm HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Biskup getur ekki setið við svo búið Biskup hefur undanfarna daga og vikur mátt sæta hörðum ásök- unum hóps kvenna fyrir meint kynferðislegt ofbeldi í þeirra garð á árum fyrr. Siðanefnd Prestafélags íslands hefur vísað frá sér kærum vegna þessara mála á grundvelli þess, að málin séu of göm- ul og ásakanir ósannaðar. Engar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um hvað nefndin aðhafðist til að kanna sannleiksgildi þeirra saka sem á biskup eru bornar. Þá hefur ríkissaksóknari vísað frá ósk biskups um opinbera rannsókn, meðal annars á þeim forsendum að ekki hafi verið staðið rétt að beiðninni. Ljóst er, að réttarstaða þolenda kynferðislegs ofbeldis er óþol- andi. Fæstar upplýsingar í slíkum málum koma upp á yfirborðið fyrr en fjöldi ára, gjarnan áratuga, er liðinn frá því að ódæðið var framið. Og til hvaða ráða getur þá fólk gripið, sem áratugum saman hefur látið ofbeldisatburði í æsku eitra líf sitt? Lagabókstafurinn reynist haldlítill í slíkum tilfellum og meira að segja kirkjan sjálf sýnist vera jafnmáttlaus — sérstaklega þegar málið snýr að leiðtog- um hennar. Þá virðist allur kjarkur úr mönnum. Vitaskuld var það sýndarmennska ein, sem olli því að biskup lét glepjast af lögfræðilegum ráðunautum sínum og óskaði eftir opin- berri rannsókn ákæruvaldsins. Biskup vissi sem var, að mál þessi voru fyrir margt löngu fyrnd lögum samkvæmt en vonaðist til að það bætti úr skák að slík pattstaða yrði almenningi glögg. Svo varð ekki. Þetta er grein af meiði málsins. Annar sproti þess — sem furð- anlega lítið virðist ræddur — er að biskup á sér fjölda haturs- manna innan sem utan kirkjunnar, og vitaskuld nýta þeir nú tæki- færið og leita höggstaðar. Þráttfyrir þetta er vert að hafa í huga, að grafalvarlegt eðli ásakana þessara breytist ekki hið minnsta þótt ugglaust hefði verið þægilegra ef þær kæmu fram á meiri friðartím- um innan kirkjunnar. Svo sjá mætti betur til skógar fyrir trjánum. Aðeins örfáir dagar eru liðnir frá því að biskup lét svo lítið að svara ásökunum þessum og ekki fengust í þvi yfirlætisfulla tali hans fullnægjandi skýringar. Ef biskupi er annt um að hreinsa æru sína, þá höfðar hann einkamál á hendur konunum fyrir ærumeið- andi fullyrðingar og sætir grannskoðun við það tækifæri. Hvorki konurnar né biskup telja sig hafa neitt að fela og ætti það enn að auka aðgengi rannsakenda. Konurnar ættu að fagna slíkri rann- sókn. Biskupi virðist þar að auki fullkunnugt um öll smáatriði ásak- ananna sem fram koma í kærubréfum umræddra kvenna til stjórn- ar Prestafélagsins og ætti því að vera hægur vandi fyrir hann, að greina hismið frá kjarnanum í þeim efnum. Hvað sem líður ásökun- um á víxl um trúnaðarbrot. Hafa ber I huga, að biskup þarf upp á hvern einasta dag að úr- skurða í viðkvæmum málum og eitt slíkt nálgast sem óð fluga: sjálf Langholtskirkjudeilan. Hvernig í ósköpunum getur maður sem sætt hefur ásökunum svo nýverið sest niður og kveðið upp dóm af föðurlegri yfirvegun og íhygli? Það er ekki gjörlegt og gildir þá einu hvort viðkomandi skundar með vald guðs um götur eður ei. Biskup hlýtur því að stíga til hliðar meðan kirkjan gerir það upp við sig hvernig hún geti framkvæmt ítarlega rannsókn innan sinna vé- banda. Hér verða formaður prestafélagsins og æðstu menn siðferð- ismála kirkjunnar að taka af skarið og auðvelda biskupi brottför; um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Biskup er breyskur til jafns við aðra dauðlega menn. Vonandi þó ekki breyskari. A næstu dögum fara í hönd fundir prófasta og kirkjuráðs og aug- ljóst er, að biskupi er ekki sætt nema báðar samkomurnar lýsi ein- róma yfir fullkomnu og algjöru trausti í hans garð. Og hvernig eiga samkomurnar að gera slíkt, þegar þeim er ekki kunnugt um öll málsatvik? Nei, það er ekki mögulegt og því hlýtur kirkjan að grípa til viðeigandi úrræða. Klárlega getur biskup ekki setið áfram í skugga svo alvarlegra ásakana — ásakana sem ekki hafa fengið neina viðhlítandi meðferð af hálfu kirkjunnar og varla af hálfu hinn- ar svokölluðu réttvísi. Nei, biskup getur ekki setið við svo búið. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrifí kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Náttúruval Darwins í pólitík Pyrir um það bil tveimur ár- um var sýnd í sjónvarpinu mynd um Jón Sigurðsson for- seta — þann mann er hlaut eft- irmælin: Óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Þeir eru ekki margir sem fetað hafa í fótspor hans fremur en brugðið sér í hlutverk hans á skjánum. Leikarinn sem það gerði í umræddri mynd, annars fjölhæfur listamaður, hóf sen- una að mig minnir á búkhljóð- um eða einskonar ræskingum, eins og verið væri að vekja at- hygli á því að Jón forseti hefði bara verið venjulegur maður, jafnvel mjög holdlegur maður, líkt og þörf væri á því að draga þennan forkólf sjálfstæðisbar- áttunnar niður á plan meða- ljónsins, í hvers þágu er ekki ljóst. Það sama gerist í kvik- mynd sem nú er sýnd í Reykja- vík og fjallar um Thomas Jef- ferson, þriðja forseta Banda- ríkjanna, höfund sjálfstæðisyf- irlýsingar þeirra og einn merk- asta pólitíska hugsuð sem þau hafa alið. Þetta er ein fyrsta kvikmyndin um Jefferson og þó fjallar hún ekki um forsetatíð hans heldur árin sem hann var sendiherra Bandaríkjanna í París, rétt rúmlega fertugur og nýorðinn ekkjumaður. Hafi fólk einhverja nasasjón af sögu Bandaríkjanna bíður það spennt eftir þessari mynd rétt eins og Bandaríkjamenn sjálfir gerðu — en hún olli ýmsum vonbrigðum þótt framleiðend- ur og leikstjóri hafi á sér gæða- stimpil vegna fyrri verka. Svo vitnað sé í gagnrýnanda San Francisco Chronicle er Nick Nolte í hlutverki Jeffersons holdmikill og próletarískur í út- liti en hvorki fatnaður í stíl Lúð- viks 16., ótal fiðlutímar né lest- ur á ævisögum Jeffersons ná votti af hughrifum þessa 18. aldar mikilmennis. Myndin lýsir meintum ástarsamböndum hins verðandi forseta við tvær konur og er önnur þeirra múl- atti og þræll að nafni Sally Hemings. Gefið er til kynna að með henni hafi Jefferson átt fjögur til sex börn, sem beið það hrikalega hlutskipti að verða þrælar, þó í æðum þeirra rynni blóð þess manns sem setti inn í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna yfirlýsinguna: Allir menn eru fœddir jafnir. En afstöðunni til þrælahalds eru ekki gerð ítarleg skil í myndinni — slíkar hugleiðingar eru léttvægar í þessari mynd, sem dregin er upp af Jefferson í París örlagaárið 1789, þegar að- allinn tók ekki einu sinni eftir lágstéttunum. Þarna er Nick Nolte í dögun byltingarinnar og heldur að það sé nóg að vera beinn í baki með hökuna hátt á loft og tala með suðurríkja- hreim. Með jarðarberjalitt hár- ið í tagli gerir hann sitt besta til að þykjast vera hinn magnaði hugsuður sem Thomas Jeffer- son var, óháð því hvar hann eyddi nóttunum — persónu- lega held ég að hann hafi oftast setið við skrifborðið. En það er önnur saga. Kvikmynd sem þessi varpar ljósi á þá áherslu sem er á ytri umgjörð í samtím- anum, þátt ímyndarsmiðanna — áhersluna á performance, en það var hugtakið sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi ráðherra, notaði um samráð- herra sinn Guðmund Árna, þegar hann var neyddur til að segja af sér. Þetta var brilliant performance, sagði Össur þá, rétt eins og hann væri sjálfur að leika í bíómynd. Um það snýst pólitík samtímans — að koma fram, performera, eins og við getum endalaust lifað á því sem menn eins og Jefferson hugs- uðu upp. Hvers konar náttúru- val hefur eiginlega átt sér stað, svo vísað sé í Darwin — hvað hefur eiginlega gerst í þróun homo politikus frá Thomas Jef- ferson til Pats Buchanan eða Steves Forbes — eða frá Jóni forseta til þeirra sem nú þrátta í þingsölum og sækjast eftir vegtyllum? Hvar er hugmynda- fræðin nú? Jefferson vildi til dæmis setja þak á þá tímalengd sem forseti mætti sitja. Það hef- ur ekki enn verið gert hér, þannig að ef við verðum svo óheppin að fá einhvern forseta sem ekki hjálpar þjóðinni að halda vöku sinni — þá situr hann í þessum rándýru við- gerðum sem átt hafa sér stað á Bessastöðum og horfir aðgerð- arlaus á samþjöppun valds og eigna í íslensku samfélagi. En þetta var annað áhyggjuefni Jeffersons og slíkt áhyggjuefni að hann sagði að stemma yrði stigu við of mikilli eignasam- þjöppun á fárra hendur, annars þrifist ekki lýðræðislegt stjórn- kerfi. Hvar heyrast þær áhyggjuraddir nú? Eitt er að vera hlynntur heilbrigðri og eðlilegri einkavæðingu ríkis- stofnana, annað að horfa að- gerðarlaus upp á einkavina- væðingu þar sem stjórnmála- menn færa vinum eða frændum eignir þjóðarinnar á silfurfati. Hver hefur áhyggjur af því nú? Jefferson barðist gegn lögum sem bönnuðu áróður gegn stjórnvöldum og sett voru 1798, enda sór hann þess ungur eið að vera eilífur andstæðing- ur hvers konar harðstjórnar á huga mannsins, sem er annað hugtak yfir skoðanakúgun. Þessi rödd lýðræðishugsjónar- innar gerði sér grein fyrir því að lýðræðið fær ekki þrifist nema að vissum skilyrðum uppfyllt- um; eitt þeirra er að of miidar eignir safnist ekki á fárra hend- ur, annað að almenningur sé upplýstur og lög og leikreglur séu ein leið til að koma í veg fyr- ir spillingu. ! bréfi til Abigail Adams, eiginkonu annars for- seta Bandaríkjanna, sagði Jef- ferson að andi andófs gegn stjórnvöldum væri svo dýr- mætur undir vissum kringum- stæðum að hann mætti aldrei kæfa. Því miður er nú svo komið að það er ekki nóg með að stjórn- málamenn séu allt of uppteknir af ímynd sinni heldur jáola þeir ekki gagnrýni, bregðast gjarnan ókvæða við og tekst oft að fá þjóðina í lið með sér til að út- hrópa fjölmiðla eða þá sem anda á þá. Þeir hafa fyrir löngu misst sjónar á tilgangi stjórn- valda, sem samkvæmt skilningi Jeffersons og annarra frelsis- elskandi manna er að vernda rétt einstaklingsins til lífs, frels- is og til að leita hamingjunnar. Þeir eru eins og aðallinn sem Nick Nolte umgengst í bíó- myndinni — sjá ekki lengur þá sem eru fyrir neðan þá. Á ein- földu máli heitir þetta að þeir eru uppteknir af sjálfum sér og sínu framapoti. Það er kjarni málsins. Þvf tek ég heils hugar undir orð Jeffersons, að ef mað- ur kæmist ekki til himna nema með stjórnmálaflokki — þá sagðist hann ekki langa til himna. Hér gæti himnaparadísin staðið fyrir þá veraldlegu veislu sem fylgir því að fylkja sér um stjórnmálaflokk — segja já og amen við öllu sem þaðan kem- ur. En af því að það er hin al- menna tilhneiging gerir darw- inska náttúruvalið það að verk- um að hinir hæfustu eru ekki eldhugar og frumkvöðlar held- ur já-kallar og -kerlingar — því annað borgar sig ekki. Höfundur er stjómmálafræðingur. .. en það var annað áhyggjuefni Jeffersons og slíkt áhyggjuefni að hann sagði að stemma yrði stigu við of mikilli eignasamþjöppun á fárra hendur, annars þrifist ekki lýðræðislegt stjórnkerfi.“ IinmMmnimMMnMiniiimiii Kreppan til hægri Pyrir tveimur árum riðu hetj- ur Repúblikanaflokksins bandaríska um héruð og boð- uðu byltingu við sjónarrönd. Þeir töluðu um frjálsari við- skipti, ríkisvald sem væri minna í sniðum og sparneytn- ara, bann við ríkissjóðshalla og að framundan væri alþjóðlegur hátækniheimur sem Banda- ríkjamenn þyrftu að aðlagast en farast ella. Þeir kölluðu bylt- ingu sína Samkomulag við Bandaríkin, eða Contract with America. Leiðtogi hinna nýju repúblikana, Newt Gingrich, var tölvuvæddur, kjaftfor og til í allt. Málflutningur hans skilaði þeim kosningasigri og nú er hann forseti fulltrúadeildarinn- ar bandarísku. Við fylgjumst nú með for- kosningum þessa sama stjórn- málaflokks fyrir forsetakosn- ingarnar næsta haust. Það má með sanni segja að nú sé annað hljóð í strokknum. Sá frambjóðandi sem mest kveður að heitir Pat Buchanan og virðist þessa dagana vera allt eins líklegur til að skáka til hliðar gamla refnum Bob Dole, sem forsetaframbjóðandi Gamla góða flokksins, eins og repúblikanar nefna hreyfingu sína á hátíðarstundum, en hún á sér reyndar alllanga og merka sögu. flStjórnmál ' " f “ %■ ImSf * • TMagnús Arni j Maghússon Buchanan þessi stendur fyrir allt það sem frjálslyndishetjur Gingrichs boðuðu ekki. í hans augum eru Bandaríkin umsetin fjandsamlegum heimi sem hyggst, með undirboðum og mannvonsku, spilla heiðarlegu dagsverki ærlegra Bandaríkja- manna, sem þræla sér út fyrir smánarlaun. Málflutningur hans hefur opnað upp á gátt þann mikla klofning sem Repúblikanaflokk- urinn hefur reynt að breiða yfir um allnokkurt skeið. Hvort er hann flokkur íhaldssamra ofsa- trúarmanna, sem berjast hat- rammri baráttu gegn samkyn- hneigð, fóstureyðingum og öllu því sem kalla má frjálslynt, eða umburðarlyndra frjálshyggju- manna? Er hann með eða á „[Islenski stjórnmálaflokkurinn ] kennir sig ekki við lýðveldi eins og [sá bandaríski], heldur sjálfstæði. Einstaklings eða þjóðar eftir því hvað við á og hvor gríman er uppi þá stundina. Gríma markaðsbúskapar ogviðskiptafrelsis eins og hjá Gingrich og Vilhjálmi eða gríma hafta, rfkisafskipta og þjóðernisrembings eins og hjá Buchanan og Davíð.“ móti fríverslun? Er hann alþjóð- lega sinnaður eða vill hann ein- angra Bandaríkin á heimamark- aði? Vill hann minni ríkisum- svif, umbætur og markaðsbú- skap, eða meiri ríkisafskipti og tollmúra í krafti hinna íhalds- sömu gilda? En... stöldrum nú aðeins við. Vandamálið er farið að láta dá- lítið kunnuglega í íslenskum eyrum. Einhvern veginn gæti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.