Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 y • Helgarpósturinn stingur upp á 30 krúttlegum hlutum sem konur geta glatt sína heitt- elskuöu karla meö yfir helgina: Leyfðu honum að sofna eftir ástaleik... • Hlæðu aö bröndurum hans og biddu hann að endurtaka þá fyrir vini ykkar... • Segöu honum aö þú skiljir vel aö hann vilji annaö slagið hitta vini sina og fá sér smávegis í glas... • Mokaöu útidyratröppurnar... • leigöu auglýsingaskilti niöri í miðbæ og haföu textann svona: ,Ég elska þig, Benjamínl" (Nafn eftir eigin höföi...) • Bjóddu mömmu hans Crt aö boröa... • Horföu á heilan knattspyrnuleik í sjönvarpinu án þess aö halda uppi stöö- ugu spjalli á meöan... • Pantaöu áskrift aö eftirlætistimaritinu hans — jafnvel þótt þaö innlhaldi mynd- ir af nöktum konum öönrm en þér... • Bættu vlö flösku í ilmvatns- og rak- spírasafniö hans... • Stingdu upp á aö þiö keyriö á afvikinn staö fyrir utan borgarmörkin og hafiö kynmök í skutbílnum ykkar... • Kauptu fallega gjöf handa honum að ástæöulausu... • Faröu í annaö skiptiö í kynæsandi undirfötin sem hann keypti handa þér í staö gamla, góöa og útþvælda stutt- ermabolsins... • Njöttu ástriöufullra ásta meö honum. jafnvel þótt þú hafir hausverk... • Paraðu alla stöku sokkana hans og brjóttu saman skyrtumar... • Geröu þér upp gríöarlega sprengifull- nægingu annað veifiö... • Segöu honum aö vinkonur þínar öf- undi þig af öllu hjarta fyrir aö hafa náö i svona flottan, kláran og skemmtilegan mann... • Veltu fyrir þér aö fyrra bragöi hvort þiö getiö gripiö til einhverra hjálpartækja ástalifsins tll að glæöa kynllfiö... • Vektu hann upp klukkan fjögur aö morgnl (þegar testósterórt-magnið er i hámarki í karlmönnum) og segöu glott- andi aö þú hafir ákveöna þörf til þess að... • Faröu meö öll bindin hans og slauf- umar 1 hreinsun — klpptu jakkafötunum og skyrtunum meö... • Taktu froðubaðsdæmið út aö mörk- um hins mögulega meö kertum, ilmol- íum, kampavlnl — og þér... • Búöu til nýkreistan appelsínusafa, ristaöu brauö, helltu upp á espresso- kaffi — og færöu honum I rúmiö... • Klappaðu honum Ijúflega á rassinn þar sem hann þrammar gnrnlaus frarn- hjá þér i átt aö ísskápnum... • leyföu honum að boröa sinn beikon- og egghlaöna ostborgara í friöi; engan fyrirlestur um mettaöa dýrafitu, kólesteról og björgunarhringi... • Ef hann nennir ekki aö tala viö þig, láttu hann þáífriöi... • Segöu „fyrirgeföu!" á undan — jafn- vel þó aö þú meinir ekkert meö þvi... • Láttu vera að vekja hann þegar þú heyrir þungan andardráttinn hægjast og breytast I lágværar hrotur tveimur minút- um eftir kynmök... • Raðaöu geislaplötusafninu hans i stafrófsröö... • Eldaöu til tilbreytingar... • Geföu honum gjafabréf fyrir jakkaföt- um hjá Sævari Karli... • Kauptu handa honum kynæsandi föt... • Komdu systur hans saman viö mann- Inn sem hún er búin að röfla um árum saman viö bróöur sinn... Nýr pistlahöfundur Helgarpóstsins, Hálfdan Pedersen, skrifarfrá Los Angeles: Bjartur í Sumarhúsum er nú heimilislaus í San Francisco Elegant," sagði félagi minn þegar ég stakk fyrir skemmstu upp á helgar- ferð til San Francisco (Frisco) og var á mínútunni ákveðið að láta vaða: brimbrettavaxinu og sundskýlunni hent í bílskottið ásamt því allra helsta og áður en kveðjutár kvenna höfðu brotlent á grundu vorum við vel á veg komnir. Nóttin var tekin að eldast og Los Angeles ein- ungis leifar af upplýstu mengun- arskýi þegar við staðnæmd- umst í Cattlemans’ City til að fylla fákinn og tappa af skjóð- unni. Ásamt blýlausu bensíni keyptum við stóran poka af Cheeze Puffs og dágóða slummu af Gum Bears. Við þessar skammtímafjárfestingar var 20% ferðasjóðsins komið fyrir kattarnef. Úrhellisskýfall var í Frisco við komu okkar seint um nótt og þá þegar tókum við stórum að ef- ast um ágæti ferðalagsins. Hleyptum þó í okkur heljar- kjarki og slógum á bölmóð með bjartsýnishjali. Örskömmu síð- ar gaf bifreiðin upp öndina í fremur lítt heillandi borgar- hverfi þar sem erfiðustu „bræð- urnir“ ráða ríkjum og halda teik- nó-prisoners-stefnuna í heiðri. Þarna sátum við í ógangfærum skrjóði og leist fráleitt á blikuna. í samræmi við hefð dundu skammirnar á mér frá ferðafé- laganum og ég kjöldreginn munnlega fyrir að hafa dregið hann út í þessa vitleysu. Það leið svo ekki á löngu þar til bræðurnir drippluðu boltun- um í átt til okkar og bönkuðu ógnandi á rúðurnar. Við gáfum þeim ekki færi á að sanna vald sitt og iæstum öllu sem læsan- legt var — þar á meðal hanska- hólfinu — og fórum að tala um Þórsmörk ‘92 og hversu „júlí- ferðin var í raun góð“. Bræðrun- um leiddist á endanum þófið og tsjilluðu skáhallt hver í sína átt- ina og það kom heim og saman, að þegar neyðin er stærst þá er hjálpin fjærst því Friscomerktur lögregluþjónn tölti upp úr þessu að skrjóðnum. Hann reyndist að vísu hin mesta hjálparhella og bauðst vinsam- lega til að hafa auga með farar- tækinu meðan við hlupum í næsta símaklefa og hringdum í 1-800-WE-CARE, sem er síma- númerið hjá því indæla dráttar- bílafyrirtæki Tow World. Þeir piltar mættu innan skamms á svæðið og drógu bifreiðina á næsta verkstæði — sem líkt og annað í Bandaríkjunum er opið allan sólarhringinn. Verkstæðis- kapparnir tóku fúslega við og gáfu það loforð að viðgerð yrði að fullu lokið seinnihluta næsta dags. Helmökkaðir unnum við Golden Touch- karaokekeppnina Okkar fyrsta degi í Frisco var eytt í rólegheitum í Golden Gate- garðinum og þar sem bílinn átti að vera í góðum höndum röltum við áhyggjulausir um garðinn og hlustuðum meðal annars á bon- gótrommusnillinga hamra leðr- ið sem ættu þeir lífið að leysa. Þegar sólin tók að hníga til viðar og rafmagni var hleypt á neón- ljósaskiltin álpuðumst við áleið- is út úr garðinum og inn á „Þegar klukkan sló 19:00 voru flestir gestir knæpunnar orðnir helmökkaðir og við félagarnir þar ekki undanskildir. Eftir margítrekaðar tilraunir tókst okkur að sigra karaokekeppni kvöldsins með því tindrandi fallega lagi How Deep is Your Love? eftir jöfrana í Bee Gees. Fengum við fyrir vikið Golden Touch-verðlaunin margrómuðu og vorum enn frekar heiðraðir með því að drekka á kostnað hússins það sem eftir lifði íverustundar okkar þar.“ knæpu eina í Chinatown sem bar það innvirðulega nafn The Precious Rainbow; gátum fátt hugsað okkur sálarvænna í augnablikinu en einn ískcildan. Þeir urðu reyndar fleiri en einn — og fleiri en fjórir á endanum. Þegar klukkan sló 19:00 voru flestir gestir knæpunnar orðnir helmökkaðir og við félagarnir þar ekki undanskildir. Eftir margítrekaðar tilraunir tókst okkur að sigra karaokekeppni kvöldsins með því tindrandi fal- lega lagi How Deep is YourLove? eftir jöfrana í Bee Gees. Fengum við fyrir vikið Golden Touch- verðlaunin margrómuðu og vor- um enn frekar heiðraðir með því að drekka á kostnað hússins það sem eftir lifði íverustundar okkar þar. Fljótlega eftir hinn glæsta sig- ur í Golden Touch-keppninni rölti til okkar ísmeygilega bros- mildur og skáeygður herramað- ur sem glopraði út úr sér: „Let’s go downstairs, dudes...“ Gekk svo með bendingum að kjallara- dyrum og við fylgdum sakleysis- lega í humáttina, enda ekki bún- ir — þegar þarna var komið — að skrifa undir neina merkilega útgáfusamninga. Síður en svo tregir í taumi æddum við því óforvarendis í gin syndanna: niður stigaræfil með neðsta þrepið glerjað og með neónstöf- um undir sem skinu áfergjulega Love! til glaptra. Þótti okkur áletrun þessi gefa ótvírætt til kynna, að hér værum við stadd- ir í einlægum vina- og jafnvel að- dáendahópi. Síðustu skrefin tók- um við því alls óhræddir og yfir- máta afslappaðir: treystum sítr- ónunni fullkomlega. Það var ekki fyrr en ljósin slokknuðu skyndilega nokkrum sekúndum síðar sem við félagarnir fórum að gefa hvor öðrum olnboga- skot. Hei, hvað er í gan... Rönkuðum við okkur á dyraþrepi eftir að hafa verið rændir Þegar við rönkuðum við okk- ur, daginn eftir að við héldum, vorum við staddir á dyraþrep- um verslunar einnar á horni Height og Ashbury. Atburðir næturinnar fremur óljósir í dauf- lega upplýstu hugskoti. Minn- ingarnar móðukenndar. En auralausir vorum við og því staðfastlega vissir um að við hefðum verið rændir blákalt. Þar sem aleigan fyrir rán hefði aftur á móti vcirt dugað fyrir tveimur pylsum með öllu þótti okkur ástæðulaust að tilkynna lögregluyfirvöldum um atburð- inn. Staðreyndir málsins full- óljósar þar að auki. Röltum við því og töltum ráðalausir um borgina í leit að einhverju sem við sjálfir höfðum ekki hugmynd um hvað var. Það var tekið að skyggja á nýjan leik þegar samviskusamur borgari fleygði hranalega til okkar 25 sentum. Hann bjargaði þannig upp á eigin spýtur tveimur ís- lenskum greyjum frá algjörri niðurlægingu eftir tveggja klukkustunda árangurslaust betl fyrir utan hinn háæruverð- uga skyndibitastað Yummie. Notuðum við þennan nýfengna auð hiklaust til símtals til verk- stæðisins fyrrnefnda. Viðgerð skrjóðsins reyndist hins vegar ekki nándar nærri lokið og kváðust smurolíumaur- arnir sennilega neyðast til að panta varahlut alla leið frá New York svo klára mætti viðgerðina á fullnægjandi máta. „Vikutími,“ var svarið við spurningunni um áætluð viðgerðarlok. „Shit!“ muldruðum við vonsviknir og ekki bætti úr skák að heimþráin (til Los Angeles, nota bene) var farin að segja illilega til sín. En stálinu stöppuðum við hvor í annan og óðum beint í næsta lið á dagskrá: að finna skjólshús til að skjóta okkur undir yfir nótt- ina. Bjjartur Sumarliöason götubúi og munn- hörpuævintýrið Á þessu skýlisleitarflakki kom- umst við til allrar lukku í kynni við heimilislausan mann sem reyndist allur cif vilja gerður til að finna fyrir okkur útleið úr þessu ófremdarástandi. Hann sýndi okkur alla helstu svefn- staði sem borgin býður óviljug upp á. Ennfremur virtist hcmn cd- fræðibragðabók í þeirri van- metnu en þó eðlu list að betla klink. Og alla hræbillegustu staðina til að eyða því á þekkti hann út og inn. Maður þessi gegnir nafninu Bjartur Sumar- liðason og er eins og gefur að skilja af íslensku blágrýtisbergi brotinn. Hafði hann þó aldrei nokkurn tímann fæti á frónska grund stigið, enda mergur bergsins af vestur-lslenskum uppruna. Hann vissi þó mæta vel hvernig landið lá og hvað klukkan þar slær: að Glaumbær hefði lagt upp laupana, að land- inn væri að fara í hundana og að Sundhöll Reykjavíkur væri grynnri í annan endann. Sjálfsagt er Bjartur einhver fróðasti götubúi sem afkomend- ur víkinganna hafa af sér alið, en um ástæðu heimilisleysis síns vildi hann lítt tjá sig. Næstu þremur sólarhringunum eydd- um við í samfloti við Bjart og heilmargt af honum lærðum: cildrei skorti okkur fjótandi fæði eða aðra nauðsynjahluti. Eina nóttina — jafn skyndilega og hímn kom — var hann hins veg- ar horfinn á braut og skildi í kveðjuskyni eftir hækju fyrir okkur að hallast á í hallærinu: forláta munnhörpu. Skiptumst við félagarnir síðcm á að leika á hana í þrjá sólarhringa sam- fleytt — eða allt þar til viðgerð skrjóðsins tók enda — og slóg- um þar með tuttugu ára gamalt maraþonmet félagsmiðstöðvar- innar Fellahellis. Mannþröngir reyndust heppilegustu staðirnir til spilamennsku og allra helst völdum við okkur stað í hávaða- sömu umhverfi. Hvorugur okkur kunni nefnilega í hana að blása svo út kæmu hreinir tónar eða lagstúfar og því Vcirð að finna eitthvað yfirgnæfandi. Munn- harpan gaif þó furðu vel af sér þar sem við þróuðum fljótlega upp Munnhörpudansinn sem svipar til einsmanns-lambada með sóló-skottísív£ifi. Afurðir munnhörpuævintýris- ins nægðu til að greiða fyrir við- gerð og nokkur gallon af elds- neyti og fegnir í bragði héldum við á heimaslóðir niður eftir vesturströndinni. Hvar bjargvætturinn Bjartur Sumarliðason er staddur í dag er mér hulin ráðgáta. Höfundur leggur stund á kvjkmyndanám í Los Angeles og hefur þangað frétt allt markvert af Guðmundar-, Geirfinns- og biskupsmálum. Helstu fyrirmyndir hans í lífinu eru sögupersónur Brets Easton-Ellis og David Hasselhof. „Skiptumst við félagarnir síðan á að leika á munnhörpuna í þrjá sól- arhringa samfleytt — eða allt þar til viðgerð skrjóðsins tók enda — og slógum þar með tuttugu ára gamalt maraþonmet félagsmiðstöðv- arinnar Fellahellis. Mannþröngir reyndust heppilegustu staðirnir til spilamennsku og allra helst völdum við okkur stað í hávaðasömu um- hverfi. Afurðir munnhörpuævintýrisins nægðu til að greiða fyrir við- gerð og nokkur gallon af eldsneyti og fegnir í bragði héldum við á heimaslóðir niður eftir vesturströndinni.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.