Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 Ef einhver trúarbrögö sæta fordómum í hinum vest- ræna „kristilega“ heimi er það islamstrú. í stað komm- únismans hefur islam tekið sætið sem óvinur númer eitt á Vesturlöndum. Fáfræði einkennir umræðuna og þegar til dæmis minnst er á islamska trú í íslenskum fjölmiðlum eru það venjulega fréttir af hryðjuverkum is- lamskra öfgatrúarsamtaka. Guðbjartur Finnbjömsson ræddi við Jón Orm Halldórsson, dósent við Háskóla íslands, um málið, en hann ertrúlega sá íslendingur sem þekkir islam einna best: Vanþekking okkar á islam er einstæð í Evrópu Ef einhver trúarbrögð sæta fordómum í hinum vestræna kristilega heimi í dag er það islamstrú. í stað kommúnismans hefur is- lam tekið sætið sem óvinur númer eitt á Vesturlöndum. Öfgasinnaðir múslimar ráða ríkjum í arabalöndunum og eitt helsta markmið þeirra, samkvæmt vestrænum fjöl- miðlum, er að berjast við hinn vestræna heim og helst útmá hann. Skoðun hins vestræna manns byggist oftar en ekki á mikilli fáfræði á því hvað islam er og þar sem fáfræði ríkir fylgja fordómar í kjölfarið. Eins og Jón Ormur Halldórsson, dósent við Háskóla íslands, segir í formála að bók sinni Is- lam eru kristin trúarsamfélög jafnslæm í augum múslima og islam er í augum kristinna manna. Upphafsmaður og helsti spámaður islams, Mú- hameð ibn Abdullah, fæddist í Mekka árið 570 eftir fæðingu Krists. í dag eru fylgjendur is- lams líklega nálægt því millj- arður. „Það sem kom mér á óvart þegar ég fór að rannsaka islam var hversu lík kristin trú og is- lam eru í raun og hversu mikla mildi hægt er að finna í trú múslima,“ segir Jón Ormur Halldórsson, trúlega sá íslend- ingur sem þekkir islam einna best og hefur, eins og áður seg- ir, skrifað bók um trú og menn- ingu múslima. „Islam, kristni og gyðing- dómur eru í rauninni náskyld trúarbrögð og grundvallarhug- myndir þeirra mikið til þær sömu. Þessi trúarbrögð eiga öll rætur í Mið-Austurlöndum og hafa Gamla testamentið sameiginlegt þó svo áherslan á mikilvægi þess sé mismunandi eftir trúarbrögðunum. Múslim- ar líta til dæmis á Gamla testa- mentið sem ófullkomna bók, en engu að síður tilraun til að útskýra Guð fyrir mönnum. Flestir spámenn gyðinga eru til að mynda viðurkenndir í is- lam. Eins er Jesús einn helsti spámaður múslima. Þeir sjá hann þó ekki sem sérstakan son Guðs og telja hann ekki hafa verið neinum mönnum æðri. Múslimar telja raunar að Jesús hafi aldrei haldið fram guðlegu eðli sínu. Guðlegt eðli Jesú er hins vegar grundvallar- atriði í kristinni trú.“ Að sögn Jóns er ein af grund- vallarhugmyndum þessara trú- arbragða að einn Guð skapaði heiminn og mennina. Guð sem skiptir sér af högum fólks, hef- ur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig menn eiga að haga sér og setur ákveðnar reglur, sem hann birtir í heilögum bókum spámanna. Ofsatrúarmenn múslima og hreintrúaðar nunnur kristinnar kirkju Sú mynd, sem margur vest- rænn maðurinn dregur af is- lam, er oft mynd af grimmri og ósveigjanlegri trú en Jón bend- ir á að margir sjá kristna trú á svipaðan hátt. „Það eru fáir sem sjá mikla miskunn hjá Serbum í Bosníu, en þeir berj- ast undir merkjum ákveðinnar kirkjudeildar,“ segir Jón. „Eða hjá Króötum, sem fremja fjöldamorð undir merkjum annarrar kirkjudeildar. Menn sjá heldur ekki mikla miskunn hjá kristnum mönnum í Mið- Ameríku sem stunda fjölda- morð á óbreyttum borgurum, oft í því skyni, að þeirra eigin mati, að verja góða kristna siði. Ekki er hægt að sjá mikla miskunn í því hvernig Spán- verjar og Portúgalar lögðu undir sig Ameríku og drápu flesta frumbyggja landsins í nafni kristinnar trúar. Eru þetta trúarbrögð miskunnar? Það fer aðeins eftir því á hvað horft er. Er horft á ýtrustu ein- kenni mestu ofsatrúarmanna sem oft og tíðum framkvæma myrkraverk í nafni trúarinnar? Ef horft er á islamska trú með þeim augum, þá verður að horfa á kristna trú á sama hátt. Það þýðir ekki að bera saman mestu ofsatrúarmenn is- lamskrar trúar sem fram- kvæma ljóta hluti og horfa svo á hreintrúaðar nunnur krist- innar kirkju," segir Jón. Ekki meiri grimmd í Kóraninum en í Biblíunni „Sjaldan er minnst á is- lamska trú í ísienskum fjöl- miðlum og þegar það gerist eru það venjulega fréttir af hryðjuverkum og islömskum öfgatrúarsamtökum. Mynd ís- lendinga af islam mótast óneit- anlega af þessu og þeir sjá fyr- ir sér hóp ofsatrúarmanna sem víla ekki fyrir sér að myrða í nafni trúarinnar. Það sem ég er einfaldlega að segja er, að ekki er hægt að finna meiri grimmd í islömskum trúarbókum en í Biblíunni. í rauninni má segja að grimmasta lesning sem hægt er að finna í trúarbrögð- um sé Gamla testamentið, sem múslimar og kristnir menn hafa sameiginlegt. Þar er að finna mun meiri grimmd en í Kóraninum. Það eru ekki trúar- brögðin sem ákveða hvort fólk „Sjálfstæðisbarátta þessara landa hefur að miklu leyti verið fólgin í trúarlegri og menningarlegri vakningu, en trú og menning eru í raun nánast eitt og hið sama í islömskum löndum. Trúin er leið múslima til að losa sig undan kúgun og áhrifum Vesturlanda og um leið aðferð til að öðlast góða og sterka sjálfsímynd.“ er grimmt eða ekki. Það eru til grimmir múslimar og einnig grimmir kristnir menn.“ Jón telur að ef saga kristinn- ar kirkju sé skoðuð hafi kristin samfélög algerlega vinninginn yfir islam hvað varðar grimmd, ofsóknir og árásargirni á önn- ur samfélög. „Islam er til að mynda mun umburðarlyndara gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristin trú, sem hefur sér- stöðu hvað varðar lítið um- burðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum," segir Jón. „Mjög skýr fyrirmæli finnast í Kóraninum um að ekki megi undir nokkrum kringumstæð- um breiða trúna út með of- beldi. Þar er einnig tekið fram, að kristnum mönnum og gyð- ingum eigi að sýna sérstakt umburðarlyndi, því þeir eru samkvæmt islam hálfrétttrúaðir og bræður múslima í trúnni. Það er að segja: þeir eru komn- ir nálægt sannleikanum án þess þó að hafa öðlast hann allan. Gyðingar hafa mjög sjaldan verið ofsóttir í ríkjum múslima en það er ekki til það land Evrópu sem gyðingar hafa ekki verið kerfisbundið of- sóttir og drepnir í gegnum ald- irnar,“ segir Jón. Hvatt til kynlrfs í Kóraninum „Islam er að stórum hluta lagakerfi sem miðar að því að skipuleggja samfélagið. Til er frægt tilsvar hjá múslimskum fræðimanni fyrir mörgum öld- um hvað þetta varðar: „Það er ekki hægt að aðskilja stjórn- mál frá trú frekar en hægt er að skilja seltu frá salti eða sæt- indi frá sykri. Þetta er eitt og það sama.“ Að sögn Jóns greinir islömsk trú sig frá kristinni trú að því leyti að hún tekur mun meira til jarðlífsins og þess hvernig menn eigi að skipuleggja mannlegt samfélag. Astæðan er sú að samkvæmt islamskri trú eru menn í eðli sínu góðir og leita að hinu sanna og góða, en af ýmsum veraldlegum ástæðum veitist þeim erfitt að leggja áherslu á þessa andlegu og háleitu hluti. Trúin leggur því áherslu á það hvernig skipuleggja eigi samfélagið til þess að menn geti leitað Guðs í friði. „Það er margt sem getur valdið ófriði innan fjölskyld- unnar, meðal manna í samfé- laginu og milli þjóðfélaga og eitt hlutverk Kóransins er að auðvelda lausn slíkra mála,“ segir Jón. „Mikið lagakerfi fjall- ar til dæmis um hegðun manna hvað varðar fjölskyldumál, kynlíf, erfðamál og svo fram- vegis. Það er beinlínis hvatt til kynlífs í Kóraninum og sagt að kynlíf sé ein af stórkostlegum gjöfum Guðs til manna og því skyldu þeir njóta þess. Lögð er áhersla á að konan njóti kyn- lífsins til jafns við karlmanninn og er honum skylt að sjá til þess. Þetta stangast á við skoðanir kristinnar kirkju. Þar er kynlíf talið stórvarasamt og hættulegt fyrirbæri og eitt- hvað sem konur ættu sérstak- lega að láta eiga sig nema í því skyni að viðhalda mannkyn- inu. Samkvæmt Kóraninum á þó ekki að stunda kynlíf utan hjónabands. Karlmenn geta þó kvænst fjórum konum en þeir mega aldrei gera upp á milli þeirra og verða að sinna þeim öllum. Múhameð bannaði mönnum að reisa landamæri á milli múslima og sá fyrir sér eitt is- lamskt ríki sem myndi smám saman stækka og ná yfir heim- inn,“ segir Jón. „Mikil sam- kennd ríkir því venjulega með- al múslima hvar sem þeir eru í heiminum. Hún nær hámarki í pílagrímsferðunum til Mekka, þar sem milljónir múslima hvaðanæva hittast einu sinni á ári. Hins vegar hefur þessi öld einkennst af ófriði milli mús- limskra ríkja, en það á rætur að rekja til þess að ríkjaskipan miðausturlanda var algerlega teiknuð upp af vestrænum stórveldum á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hags- munir stórveldanna voru hafð- ir að leiðarljósi og algerlega gengið þvert á aliar menning- ar-, trúar- og tungumálalínur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.