Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 20
20 FIMIVrnJDAGUR 29. FEBRÚAR1996 mennilega í íslenska textanum, enda nær ógerningur að það takist. Ég get sjálfum mér um kennt að kunna ekki ítölsku. Hins vegar hefði mér líkað bet- ur ef textinn væri á ensku til að myndlíkingarnar og ljóðin kæmust minna sködduð í gegn. íslenska tungan reynist stundum of hörð og miskunn- arlaus til að þýða viðkvæmt efni, líkt og fyrirfinnst í II Post- ino. Mannlegi þátturinn er efst á baugi í þessari hreinskilnu mynd og engum aukefnum bætt út í til að ofkrydda ein- læga söguna. Það gerir að verkum að hún virkar sem ljúfsár kómedía á sama tíma og boðið er upp á fróðlegt innsæi í mannleg samskipti og tilfinn- ingar. - KDP Itölsk einlægni og innsæi II Postino Sýnd í Sambíóunum Leikstjóri: Michael Radford Aðalhlutverk: Massimo Troisi, Philippe Noiret ★ ★★★ Nú er gósentíð fyrir áhuga- fólk um evrópskar og am- erískar kvikmyndir í hógvær- ari kantinum, og það á vegum Sambíóanna! Ekki kvarta ég... Ein þeirra mynda sem sýndar eru á hinni svokölluðu Gull- mola-kvikmyndahátíð Sambíó- anna og Landsbankans (?), og sennilega sú umtalaðasta, er ítalska myndin II Postino. Hún hefur brotið blað í sögu aka- demíunnar þar vestra hvað varðar erlendar myndir með því að vera tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Og á það líka skilið. Leikstjóri II Postino er Bret- inn Michael Radford, sem er þekktur fyrir myndirnar 1984 (1984) og White Mischief (1988), unnar af nærgætni og fágun. Tempó myndarinnar er rólegt og öruggt, líkt og efni- viðurinn, sem fjallar um kynni einlægs bréfbera, Maríos Ru- oppolo, við vinstrisinnaða nóbelskáldið og rómantíkerinn Pablo Neruda. Skáldið hefur flúið heimaland sitt, Chile, og sest að ásamt frú sinni á lítilli og blásnauðri eyju við strend- ur Ítalíu. Þar kynnist hann bréfberanum, sem hefur stórt ivikmyndir Kristófer Dignus Pétursson hjarta til að vega upp á móti skorti á gráu sellunum. Bréf- berinn er ástfanginn og biður skáldið að kenna sér list mynd- líkinga svo að hann geti tjáð ást sína með orðum. ítalinn Massimo Troisi leikur bréfberann af innlifun og sann- færingu. Hann nær gífurlega vel að túlka líðan einfaldrar mannveru sem upplifir flóknar tilfinningar og alla þá sálarang- ist — og seinna gleði — sem því fylgir. Hann er bréfberinn. Þetta hlutverk reyndist svana- söngur hans, þar sem hann varð bráðkvaddur stuttu eftir að tökum lauk, aðeins fertugur að aldri. Mikill missir þar. Bréfberinn; Massimo Troisi, nób- elskáldið; Philippe Noiret, og hin heittelskaða; Maria Grazia Cuci- notta, í II Postino eftir Michael Radford: „Mannlegi þátturinn er efst á baugi í þessari hreinskilnu mynd og engum aukefnum bætt út í til að ofkrydda einlæga sög- una. Það gerir að verkum að hún virkar sem Ijúfsár kómedía á sama tíma og boðið er upp á fróðlegt innsæi í mannleg sam- skipti og tilfinningar." Skáldið er leikið af Frakkan- um Philippe Noiret sem allir íslendingar ættu að þekkja sem sýningarstjórann úr Ci- nema Paradiso (1988). Hann er skemmtilegur í þessu hlutverki sem öðrum, þótt hann hafi greinilega þurft að talsetja sjálfan sig eftir að kvikmynda- tökum lauk. Talsetningar í ítölskum myndum eru að sjálf- sögðu ekkert nýtt og má benda á öll meistaraverk Fellinis í því sambandi, þar sem aldrei var tekið upp stakt orð né hljóð meðan á kvikmyndatöku stóð. Líklegt er að eitthvað af textaflutningnum í II Postino hafi ekki náð að skila sér al- Gengið á rósrauðum skýjum Giancarlo Giannini, Aitana Sanchez-Gijon, Anthony Quinn og Keanu Reeves í A Walk in the Clouds eftir Alfonso Arau: „Söguþráður og útlit myndar- innar er í mýkra lagi og líður hún áfram án þess að bindast raunveruleikanum of sterkum böndum ... Fyrir utan hálf- klígjukenndan endi er A Walk in the Clouds hlý og falleg mynd sem fær mann til að gleyma fimbulkuldanum úti og stressi hins daglega lífs í 90 mínútur.“ A Walk in the Clouds Sýnd í Regnboganum Leikstjóri: Alfonso Arau Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Aitana Sanchez-Gijon, Giancario Giannini, Anthony Quinn ★ ★★ Pólkið á bak við A Walk in the Clouds hefur ákveðið að setja upp rósrauðu gleraugun þegar það hóf gerð þessarar myndar, og gert það af greini- legri sannfæringu. Söguþráður og útlit myndarinn- ar eru í mýkra lagi og líður hún áfram án þess að bindast raunveruleikanum ol sterkum böndum. Ástríða, virðing og hefðir eru boðorðin sem persónur myndarinnar lifa eft- ir og örlög þeirra eru áhugaverð allt frá upphafi. Suðrænn blær skapar létt- leika og sérstöðu þessarar heillandi myndar, sem mexí- kóski leikstjórinn Alfonso Arau á vissan heiður af. Hann vakti fyrst verðskuldaða at- hygli fyrir kvikmyndina Like Water for Chocolate (1992), byggða á bók eiginkonu hans, Lauru Esquivel, þar sem hann vann vel úr mystískum og mat- armiklum efniviði. Nú spreytir hann sig í fyrsta sinn í Holly- wood og tekst vel upp. Líkt og í fyrri mynd hans eru ástin og fjölskyldan áhersluat- riðin. Bandarískur dáti, leikinn af Keanu Reeves, kemur heim í lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar og hefur að nýju gamla starf- ið sitt sem súkkulaðisölumað- ur (aha!). í söluferð kynnist hann ungri mexíkóskri stúlku, leikinni af Aitönu Sanchez-Gij- on, sem er á leið heim til sín. Hún er í miklum vanda, vantar staðgengil í formi bráðabirgða- eiginmanns, og prúði dátinn kemur til bjargar. Fjölskylda stúlkunar er stoltir vínbændur sem geta rakið ættir sínar aftur um 400 ár. í þeirra augum, þó sérstaklega föður hennar, er hinn nýi eiginmaður „gringo" sem á ekki heima meðal þeirra. Ástin er örlagavaldurinn og rómantíkin blossar eins og eld- ur í vínekru. Keanu Reeves er í raun það eina sem staðsetur myndina og tryggir að það fari ekki framhjá neinum að á ferðinni er amerísk mynd. Án banda- rískra peninga og stjörnu hefði A Walk in the Clouds eflaust Fyrir utan hálfklígjukenndan endi er A Walk in the Clouds hlý og falleg mynd sem fær mann til að gleyma fimbulkuld- anum úti og stressi hins dag- lega lífs í 90 mínútur. - kdp yndbandið Ostar, rauðvín og ást Franskur koss Undanfarna daga hefur ver- ið sýnd í síbylju í sjónvarp- inu ein af þessum freistandi auglýsingum sem bjóða upp á Parísarferð fyrir tvo, leigi mað- ur kvikmyndina Franskan koss fyrir einhvern ákveðinn tíma, að vísu þarf fyrst að draga úr einhverjum stórum potti. Venjulega læt ég ekki glepjast af svona herferðum, en þar sem ég var hvort eð er ákveðin í að eyða síðustu helgi undir teppi, ýmist við lestur bóka ell- egar myndbandagláp, var ekki úr vegi að hafa í pakkanum eins og eina léttrómantíska Parísarmynd. Þarna sat ég því á föstudags- kvöldi makindaleg með flögu- poka, sódavatn, Marabou- appelsínukrókantsúkkulaði- rúllu og teppi og lét spóluna rúlla. En sætt, hugsaði ég með mér þegar komið var að því að leiðir dúettsins; Meg Ryan og Kevins Kline, lægju saman. Eins og allar góðlátlegar, gam- aldags gamanmyndir byggjast samskipti förunautanna fram- an af að meira og minna leyti á misskilningi. Ágætt svona í fyrstu, en svo fór heldur að teygjast á lopanum og að lok- um var Óli lokbrá farinn að skyggja á sjónvarpið. Með eld- spýtur í augum tókst mér þó að glápa á þessa eitt hundrað tekist að vera einlægari og meira sannfærandi og leik- stjóranum hefði ekki verið eins þröngur væmni-stakkur skor- inn. Þrátt fyrir þetta allt hefur Arau sér til stuðnings róman- tískt handrit og konu að nafni Aitana Sanchez-Gijon. Hún er það besta í myndinni og vakti upp í mér nostalgíu um hvolpaást á leikkonum (sem ég þjáðist — eins og aðrir — mik- ið af fyrr á tíð). Henni tekst það sem engum öðrum hefur tek- ist; að blása lífi í Keanu Ree- ves, sem í fyrsta skipti virðist laus við stirðbusalega brim- brettastælana og nær að kreista fram sannfærandi túlk- un á persónu sem er að upp- götva alvöruást í fyrsta skipti. ítalinn Giancarlo Giannini leikur hinn harða föður af mik- illi sannfæringu og tel ég þetta besta hlutverk hans til þessa í bandarískri mynd. Giannini er best þekktur fyrir hlutverk sitt í mynd Linu Wertmuller Seven Beauties (1975) og fékk hann Óskarstilnefningu fyrir þátt sinn í henni. Gamli refurinn Anthony Quinn leikur síðan afann og sýnir að hann á nóg eftir með kraftmikilli og hríf- andi túlkun á persónu sinni. Tónlistin er eftir Maurice Jarre, sem er þaulvanur slík- um verkefnum og tekst að hrífa áhorfandann með flæð- andi nótum sínum. Að vísu var ekki kveikt á margauglýstu bónus-hljóðkerfi Regnbogans fyrr en í bláenda myndarinnar og er það miður. Tröllríðandi brellur Jumanji Sýnd í Stjörnubíói og Sambíóunum Leikstjóri: Joe Johnston Aðalhlutverk: Robin Williams, Kirsten Dunst, Jonathan Hyde ★ ★ Hér er á ferðinni mynd sem ætti að höfða til allrar fjöl- skyldunnar, en þar sem ég er ekki fjölskyldumaður höfðar hún ekki til mín. Jumanji er dæmigerð ævintýramynd úr smiðjum draumaverkstæða Hollywood sem hefur tækni- brellur að leiðarljósi. Brellur í barnamyndum verða æ algeng- ari og vill það oft verða á kostnað söguþráðarins, sem stundum er settur í annað sæti og telst ekki jafn mikilvægur og að troða eins miklu af tækni- undrum inn í eina mynd og hægt er. Jafnvel fær leikari eins og Robin Williams nýtur sín ekki undir slíkum kringum- stæðum og í þessari mynd fell- ur hann í skuggann af öllum látunum. í myndinni hverfur lítill strákur inn í dularfullt borð- spil sem kallast Jumanji. 26 ár- um seinna birtist hann á ný sem fullorðinn maður þegar „Hér er á ferðinni mynd sem ætti að höfða til allrar fjölskyldunnar, en þar sem ég er ekki fjölskyldu- maður höfðar hún ekki til mín ... Krakkarnir í salnum hlógu hins vegar dátt og virtust skemmta sér hið besta, sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, aðalmálið í slíkri bíómynd." tveir krakkar taka upp þráðinn í spilinu og kasta örlagatening- unum á ný. Spilið er göldrótt og framkallar alls kyns óarga- dýr og furðuhluti sem ganga af göflunum í okkar heimi. Þre- menningarnir, ásamt vinkonu Williams frá því 26 árum áður, verða að klára leikinn til að allt komist aftur í eðlilegt horf. Nashyrningar, fílar, mannætu- plöntur og fleira og fleira gera þeim, og bænum sem þau búa í, lífið leitt á allra handa máta. Burtséð frá tölvutækninni sem tröllríður öllu í Jumanji vekur fátt áhuga manns að undanskildum afbragðsleik Kirsten Dunne í hlutverki eldri systurinnar. Hún sást fyrst í mynd Neils Jordans Interview with the Vampire (1994) sem litla blóðsugan með bláu augun og sýndi þá, sem nú, að í henni býr framtíðarstórstjarna. Robin Williams fær ekki tæki- færi til að notfæra sér eftir- hermu- og látbragðshæfileika sína og hefði hver sem er getað komið í hans stað, þar sem hlutverkið er einfalt og óáhuga- vert. Leikstjórinn, Joe Johnston, hefur gert slíkar myndir að lifi- brauði sínu, gerði áður Honey I Shrunk the Kids (1989) og The Rocketeer (1991), og er greini- lega orðinn fær í að vinna með tæknibrellur í kvikmyndum. Persónulega fannst mér þó til dæmis brellurnar í Jurassic Park (1993) mun áhugaverðari og framúrstefnulegri en sprikl tölvudýranna og plantnanna í Jumanji. Krakkarnir í salnum hlógu hins vegar dátt og virtust skemmta sér hið besta, sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, aðalmálið í slíkri bíómynd. - KPD mínútna löngu gamanmynd til enda. Franskur koss var semsé verri en ég átti von á, fyrir utan auðvitað bráðskemmtilegan leik Kevins Kline, enda ekkert óvænt í myndinni, bara allar gömlu klisjurnar í röðum; ost- ar, rauðvín og ást. Eins og Meg Ryan getur stundum átt góða leikspretti í rómantískum gam- anmyndum fer hún í Frönskum kossi langt út fyrir það sem teljast má skemmtilegur gam- anleikur og er tilgerðarlegri en nokkru sinni. Líklega verður maður að vera alveg sérstakur aðdáandi hennar til að njóta þess að horfa á þessa mynd. Mætti ég þá heldur biðja um frumlega gamanmynd á borð við Brekfast at Tiffany’s með Audrey Hepbum. En Parísar- ferðinni hefði ég ekkert á móti. -GK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.