Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 32
HELGARPÓSTURIN N Auknar líkur eru á því að. Geir- finnsmálið verði endurupp- tekiö eftir að'Guðjón Skarp- héðinsson og Erla Bolladóttir lýstu því yfir að framburður þeirra á sínum tíma hefði ekki verið á rökum reistur, heldur knúinn fram af þeim sem önn- uðust rannsókn málsins. Verði málið tekið upp að nýju vegna alvarlegra galla á rannsókninni hlýtur óhjákvæmilega að hitna undir stól Hallvarðs Einvarðs- sonar ríkissaksóknara, sem gegndi stöðu rannsóknarlögreglu- stjóra þegar Geirfmnsmálið var rannsakað... Mikið afskaplega er gott að vita til þess að ráðherrar landsins skuli geta slappað af í góðu yfirlæti og haft það virkilega notalegt. Lít- ið hefur farið fyrir landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra íslands, Guðmundi Bjamasyni, en Helgarpósturinn varð var við hann þar sem hann sat í makindum á Saga Class í flugvél Flugleiða á leið frá Kaupmannahöfn til Keflavík- ur, enda andrúmsloftið afslappandi, svona í hálftómri vélinni... Igærkvöldi frumsýndi Thalía, Leikfélag Menntaskólans við Sund, leikverkið Stilltar myndir í leikstjórn Vigdísar Jakobs- dóttur. Verkið er eins konar klippimynd í leiklistarformi þar sem áhorfendur kynnast fjórtán dæmigerðum persónum í Reykjavík samtímans. Eftir því sem líður á verkið verða persón- urnar leyndardómsfyllri. í allt standa fimmtíu manns að sýning- unni, sem sett er upp í Þrísteini, húsi menntaskólans. Athygli vekur að aðgangseyrir er aðeins fjórtán krónur, eða króna fyrir hvern leikara... Langminnugir lesendur íþróttafrétta blaðanna fullyröa að IDV fyrir um tveimur árum hafi verið haft eftir Jóni Hjaltalín Magnússyni í stórri fyrirsögn, að árið 1996 yrðu Víkingar Evr- ópumeistarar í handbolta. Jón hafi þá verið formaður nokkurs konar bakvarðasveitar Víkinganna. Nú er árið 1996 og keppni langt komin á íslandsmótinu í handbolta. Þar er staöa Víkinga hins vegar svo slæm að óvíst er að þeim takist að hanga í fyrstu deildinni. Að minnsta kosti er Ijóst að á þeim bæ er ekki lengurtalað um Evrópumeistaratitil... Amorgun verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikverk Þór- unnar Sigurðardóttur eftir bók Ólafs Gunnarssonar, Trölla- kirkja, en bókin vakti mikla at- hygli þegar hún kom út og þótti tímamótaverk. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson. Bókin var meðal annars tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 1992. Sögusvið Tröllakirkju er Reykjavík sjötta áratugarins, þegar borgin þandist hvað mest út. Þetta var tími framkvæmda og stórhuga manna og Trölla- kirkja greinir frá einu slíku at- hafnaskáldi. Leikendur eru meðal annarra þau Amar Jóns- son, Anna Kristín Amgrímsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ingvar E. Sigurðsson, Róbert Amflnnsson og Helga Bach- mann. Tónlistina semur Hjálmar Helgi Ragnarsson... allettáhugamenn geta farið að hlakka til 8. mars næstkom- andi, þegar íslenski dansflokkurinn stendur fyrir ballett- kvöldi í íslensku óperunni. Sýnd verða verkin Tilbrigði eftir David Hanratty Greenall við tónlist Willians Boyce; Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur viö tónlist Þorkels Sigur- bjömssonar; og Hjartsláttur eftir Lám Stefánsdóttur við tón- list hljómsveitarinnar Dead can dance. Aðeins verður boðið upp á fjórar sýningar, 8., 10., 16. og 22. mars... Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR RAUTUN KARAKTERGREINING o z Hef opnað vinnustofu á Vesturgötu 19 * > z w w Les persónuiýsingu úr rithönd. £ z 06 O 06 Opið 1300 1500,sími 552-3809 « H W w W u EINHARR (Einar Þór Einarsson) o 06 ( z á z fí KARAKTERGREINING Láttu það ekki vaxa þér í augum að eignast draumabílinn! Sjóvá-Almennar geta lánað þér allt að 75% af kaupverðinu. Bílalán Sjóvá-Almennra er einfalt, Jljótlegt og þœgilegt og til afgreiðslu strax hjá öllum hílaumboðunum. STOFN-félagar hjá Sjóvá-Almennum greiða lœgri lántökuhoslnað Helgarpósturinn er fluttur i „bláa húsið“ Borgartúni 27 •Skrifstofur og afgreiðsla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211.* Ritstjórn: 552-4666. Fréttaskotið: 552-1900. Simbréf: 552-2311. Auglýsingar: 552-4888.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.