Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR1996 25 m. Brennivín er böl, eða getur verið það. í Úkraínu eru erfidrykkjur teknar frekar bókstaflega og menn drekka sig útúrfulla. í þorpinu Zabolotye var haldin vegleg erfidrykkja eftir jarðarför manns sem dáið hafði eftir að hafa drukkið slæman iðnaðarspíra. í erfidrykkjunni var boðið upp á það sem hinum látna hafði ekki auðnast að drekka af glundrinu, með þeim afleiðingum að 10 létust og 80 urðu alvarlega veikir. Það er eðlilegt að menn geri kröfur til læknavísindanna. að kasta flugunni út í Amazon- fljótið í ágúst 1977 en húkkaði býflugnabú í staðinn. Hann greip til þess ráðs að kasta sér út í fljótið, þar sem hann var étinn upp til agna af pirahna-fiskum. í Kína fór heil ætt í eitt brúð- kaup og tvær jarðarfarir á rúmri viku í júní 1991. í brúðkaupinu gerðist það að hjón nokkur gáfu frænda mannsins og brúður hans sem samsvaraði 200 krónum íslenskum á meðan aðrir ættingjar gáfu gjöf sem kostaði 480 krónur. Kvalin af skömm og áhyggjum af brúðargjöfum framtíðarinnar fyrirfóru bæði hjónin sér, hann hengdi sig, hún drekkti sér. Það gleymdist alveg að segja hinni þýskættuðu Amy Weltz frá því að í Ástralíu tíðkast sá siður að brúðhjón smyrji kö- kunni hvort framan í annað þegar þau hafa skorið fyrstu sneiðarnar. Hún tók því þessu prakkarastriki nýbakaðs eigin- mannsins ekki vel, greip kampavínsflösku og barði pörupiltinn í hausinn með henni. Hann dó samstundis. Hvernig stendur á því að það er hægt að lækna nánast allt nema kvef? ítalski kaupmaður- inn Luigi d’Alessio, 47 ára að aldri, skaut lækninn sinn til bana þegar hann gataði á þess- ari einföldu spurningu. Sálfræðingurinn Oscar Dom- inguez, 45 ára gamall, greip til örþrifaráða gagnvart kvensjúk- lingi sínum á skrifstofu sinni í Sao Paolo er hún sagði honum allt af létta um kynlíf sitt. Hann skaut stúlkukindina. í réttarhöldunum sagði hann: „Ég þoldi ekki þessa vitfirringa lengur.“ Charles Lecuerre í Bordeaux í Frakklandi var haldinn mikilli hræðslu við rottur. Hann og kona hans héldu hjónalífinu gangandi með því að koma hvort öðru á óvart og í júní 1988 keypti hún síða brúna hárkollu í þeim tilgangi. Það tókst, hann fór gleraugnalaus inn á klósett þar sem kona hans hafði skilið hárkolluna eftir uppi í hillu, gleraugnalaus gat hann ekki betur séð en að komin væri risavaxin rotta, fékk hjartaáfall og dó. Einn ankannalegur dauðdagi hefur átt sér stað hér á landi. Hinn aldarfjórðungsgamli Stephen Reader frá Lundún- um var heltekinn af kulda í þrjú ár. Ekki svo að skilja að honum væri kalt, hann var hins vegar viss um að ný ísöld væri í aðsigi og vildi vera vel undirbúinn. Hann át eingöngu kaldan eða frosinn mat, vann ekki aðra vinnu en í frysti- geymslum og fór í frí til kaldra staða. Sem er sennilega ástæð- an fyrir því að hann fór til ís- Iands eftir að hafa reynt fyrir sér í Resolute Bay í Kanada, sem honum fannst ekki nægi- lega kaldur staður. í janúar 1989 lagði hann upp í fjallaferð klæddur einvörðungu í æfinga- galla og skó, án annars útbún- aðar, þrátt fyrir aðvaranir fólks. Fimm dögum síðar fannst hann og hafði orðið úti. Tíu árum áður hafði hann verið handtekinn fyrir íkveikjutilraunir. í apríl 1992 héldu rúmlega 100 sundlaugarverðir í New Orleans upp á dauðaslysalaust ár með miklu partíi. í mestu fagnaðarlátunum féll einn gest- anna samkvæmisklæddur út í sundlaug skemmtistaðarins og drukknaði. Fjórir sundlaugar- verðir voru á vakt og rúmlega eitt hundrað blindfullir allt í kringum laugina. Ekki er svarið fyrir sannleiks- gildi eftirfarandi frásagnar, sem birtist í indversku dag- blaði og svo í Daily Telegraph 13. febrúar 1980 og hefur orðið að farandsögu: I Burundi keypti maður líkkistu til að grafa ættingja sinn og setti hana upp á pall vörubíls síns. Hann þurfti að aka langa leið, svo hann hafði með sér annan mann til að skipta með sér akstrinum. Einhvers staðar á leiðinni fór aðstoðarmannin- um að renna í brjóst svo hann fór aftur á pallinn og lagðist of- an í kistuna. Skömmu síðar tók að rigna svo hann lokaði kist- unni. Á meðan hann svaf tók félagi hans upp í fimm putta- ferðalanga, sem sátu í góðu yf- irlæti á pallinum er hinn þreytti ökumaður vaknaði og opnaði kistuna. Frá sér numdir af ótta stukku puttalingarnir frá borði, og þar sem bíllinn var á mikilli ferð létust þeir all- ir. Sennilega er þessi frásögn eitthvað breytt frá raunveru- legu atburðunum, en sagan er góð engu að síður. Tilviljanir geta verið svo ótrú- legar að þær nánast gera mann forlagatrúar. 20. júlí 1975 lenti Lawrence Ebbin í vegi fyrir leigubíl á skellinöðrunni sinni. Hann lést. Það var sami leigu- bíll, með sama bílstjóra og sama farþeganum sem keyrði bróður hans niður nákvæm- lega ári áður. Báðir voru bræð- urnir 17 ára og báðir óku sömu götu á sama mótorhjóli er þeir létust. Það eina sem skildi at- burðina að var eitt ár og fimm- tíu mínútur. Salvatore og Florence Graziano kynntust á dansleik í Chicago árið 1932. Þau giftu sig ári síðar og voru óaðskilj- anleg í rúm 50 ár. í október 1984 fékk Salvatore vægt hjartaáfall og var ekið á sjúkra- hús. Florence heimsótti hann daglega og allvel leit út með bata þegar hún kom dag einn í heimsókn. Hún fann fyrir ein- hverri óværu og var farið með hana í skoðun til læknis á sjúkrahúsinu áður en hún færi til bónda síns. Án þess að hún vissi hafði honum hrakað um nóttina og lést hann á meðan verið var að skoða Florence. Á nákvæmlega sama augnabliki féll hún saman í höndum lækn- isins og dó af vægu hjartaáfalli sem hefði ekki átt að nægja til að sálga henni. Það kemur alltaf að því að fólk fái nóg. Þegar hinn 39 ára þýski piparsveinn Max Hoff- man kvæntist loks var eðlilega fagnað duglega. Eftir ellefu tíma stanslausa drykkjuveislu trylltist hins vegar Hoffman þegar myndavél sem hann fékk í brúðargjöf virkaði ekki og kýldi föður sinn. Við svo búið þoldi móðir hans ekki meira af hinum freka syni og rak hann í gegn með tertuhnífi fyrir framan hina nýju tengda- dóttur sína og 40 gesti. allgrímur Thorsteinsson, fyrrverandi dagskrárstjóri Bylgjunnar, varfrumkvöðull að svokallaðri útvarpsmargmiölun upp úr miðjum síöasta áratug þar sem hlustendum gafst kostur á að hringja og segia sína skoð- un á þjóðmálunum. Síðdegisþættir þessir urðu geysivinsælir og hafa fest í sessi. En Hallgrímur leitaöi á önnur mið. Árið 1991 út- skrifaðist hann með meistaraþróf í margmiöl- un (multimedia) frá New York-háskóla. Þegar heim kom hélt hann áfram með hina vinsælu útvarpsþætti sína og stundaði margmiölunar- störf samhliöa. En hvað gerir Hallgrimur í dag? „Ég lærði margmiðlun í Bandarikjunum og eftir aö ég kom heim var ég alltaf að vinna eitthvaö við þetta þar til tími var kominn til að hella sér á fullu út í margmiðlunina. Ég er þessa dagana að vinna að verkefni sem heitir Askur og er samstarfsverkefni Fjarhönnunar og Skýrr hf. Þetta eru upp- lýsingaturnar fyrir feröa- menn með snertiskjá, sem settir hafa verið upp á tutt- ugu og fimm stöðum á land- inu. Nú erum við að vinna í að markaössetja kerfið er- lendis og þá ekki eingöngu sem uþplýsingakerfi fyrir ferðamenn heldur er hægt að nýta þetta á margan hátt, til dæmis sem upplýs- ingabanka fyrir verslanir. Þetta verkefni gengur það vel að ég sé ekki eftir að hafa skipt um starfsvettvang. Undir lokin var útvarps- mennskan orðin að eins konar hringekju, sem er þessi íslenska pólitíkur- og fjölmiðlaflóra sem snýst alltaf um sjálfa sig. Ég færði mig því yfir í aðra tegund miðlunar. Tölvu- og marg- miðlunartæknin er nokkuð sem Islend- ingar geta staðið sig vel í og þeir standa jafnvel framar öörum þjóðum í þessari tækni. Á íslandi er stutt á milli manna meö alhliða þekkingu, sem gerir allt miklu skilvirkara. Það sem þarf til að ná árangri í margmiðlun er góð tölvuþekking og þekk- ing á hefðbundnari miðlun. íslendingar eru mikil tækni- og tölvufrík og hafa góða þekk- ingu á framsetningu efnis. Það má því segja að íslendingar hafi margmiðlun í blóðinu — eins konar margmiölað blóð. -EBE æskuhetjan Hallgrímur Thorsteinsson Svona gerir Imba... Hugvekja um íslenska ættbálkasamfélagiö og einkaskóla þess í listum. í tilefni af sýningu Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur á gamansjónleiknum Hvernig dó mamma þ//7?eftir Ingibjörgu Hjartardóttur frá Tjörn. Sjónarmið hafa breyst. Kommúnistar vilja ekki vera kommúnistar. Kapítalist- ar vilja ekki vera kapítalistar. Meira að segja húmanistar eru farnir að skammast sín fyrir að vera húmanistar. Og enginn vill yfirleitt vera neitt — nema þá kannski femínistar. Karl- menn reyna að vera kerlingar. Nú, jæja. Menn hafa, sem sagt, skipt um skoðanir. Og þó. Það eru kannski ekki sjónarmiðin sem hafa breyst. Það er útsýnið sjálft. Frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er blasir við annað landslag en í gær. Til skamms tíma skiptu menn sér í flokka eftir skoðun- um og stétt: Esperantistar, þjóðernissinnar, kommar, listamenn, íhaldsmenn, guð- spekingar, verkalýður, brask- arar, íþróttamenn og illmenni. Sóttust sér um líkir. Nú, eftir að heimsfrelsunar- áætlanir allra fylkinga hafa sér til skammar orðið hefur fólk snúið heim aftur, í bókstaflegri merkingu: til fæðingarstaða sinna, fjölskyldna og klans. Þar sem menn þurfa ekki að vera sammála neinum um neitt heldur eiga blóðhelgaðan rétt. Garðsar, Baldar og Græn- vetningar, — Engeyjarætt, Hannibalar, Schramarar, Torf- aslekti, Tjarnarkotskyn og Jötuætt... Svona kennileiti ein- kenna útsýnið yfir íslenskt mannfélag vorra daga. Ekki er lengur spurt: Hver er hann? Hvaða skoðun hefur hann? í hvaða flokki er hann? Heldur: Hverra manna er hann? Ættarmót hafa tekið við af pólitískum fundum, — gömul eyðibýli orðin að þeim samein- ingarstöðvum sem héraðsskól- ar, félagsheimili og þinghús voru áður. í stað alþjóðlegra flokka, þjóða, ríkja, ríkjasamsteypa og blokka, hvert með sinn vold- uga skóla og menningarpólitík — á borð við abstrakt og ab- súrd Vestur-Evrópu eða sósí- alrealisma Sovétanna — er kominn aragrúi lítilla ættarlýð- velda, hvert með sinn eigin skóla í menningu, listum og stjórnmálum. Dæmigert er, að í sambandi við íhöndfarandi forsetafram- boð, þar sem fyrrum buðu fram flokkar og nú, í tvö síð- ustu skipti, intelligensían sam- einuð tií dæmis, þá tala menn núna um ættir og fjölskyldur. Schramararnir, Hannibalarnir og Engeyjarættin ætla að bjóða fram sameiginlega — segja menn — og álykta jafn- framt að slíkri blokk geti sjálf- sagt ekkert afl skákað, nema sá valmöguleiki verði til, að allar litlu ættirnar — eins og Jötu- ætt (Óli biskup) og Tjamar- kotskynið (ég sjálfur) samein- ist gegn því fyrir öfundar sakir. Hvað sem því líður: Menn spyrja nú orðið fyrst um ætt og uppruna. Tjarnarslektið er sigurstranglegi Eg var á leiksýningu hjá Tjarnarslektinu um daginn. Ég segi svo, því enda þótt dagurinn og dýrð hans verði Ingibjargar Hjartardóttur (Im- bu) sérstaklega og Höfunda- smiðjunnar og Leikfélags Reykjavíkur að hluta til, þá var það fyrst og fremst andi þeirra leiklist yvindur rlendsson Tjörnunga almennt sem sveif yfir vötnum, þeirra skóli í menningu og listum, enda meirihluti viðstaddra — bæði á sviði og í sal — þeim tilheyr- andi eða áhengdur. Þetta er sigurstranglegur skóli. í honum ríkir andi sam- stöðu, sem ég nenni ekki að skilgreina nánar núna, en engu að síður er þar hver einstak- lingur frjáls og sérstakur — einnig Ingibjörg. Þeir dá and- ríki, alvarleik og spaug. Góð blanda. Enda hafa þeir með henni tekið völdin út um allt: í kaupfélaginu, á forsetastóli, á skáldabekk, í barnabókagerð, gítarleik, pólitík, leikritaskáld- skap og nú síðast: í fáguðum kvartettsöng. Listastefnur og skólar eru orðin fjölskyldueign líkt og á tímum þeirra Oddaverja og Haukdæla. Þetta er ekki grín, þetta er staðreynd. Menn taka meira mark á meiningum ætt- uðum frá þeim Tjörnungum heldur en frá Myndlista- og handíðaskólanum eða mennta- málaráðuneytinu, svo nefnd séu saklaus dæmi. Hér má raunar margur í sjá alvarlega áminning til sjálfs sín og sinnar fjölskyldu, því enda þótt við vitum fullvel að sitt er hvað Tjörn eða Tjarnarkot þá verður ekki betur séð en vér Tjarnkotungar gætum alveg leikið þetta eftir, ef vér stydd- um hver annan til dáða jafnt sem embætta í staðinn fyrir að eltast við aðra: Engeyinga, Schramara, Hannibalunga, og svo framvegis, sem auðvitað munu aldrei gefa oss olnboga- rými af því að þeim er náttúr- lega umhugað um það, fyrst og fremst, að efla sitt eigið klan! Vitaskuld. Hér stefnir í að mætist stálin stinn. Ný Sturlungaöld í vændum. Einn mesti leikritasmiður landsins Kærulaust bull og grín? Ég held ekki. En sé það samt svo, þá væri það ekki nema viðeig- andi. — Svona gerir Imba: bull- ar og bullar og stendur svo uppi einn góðan veðurdag sem einn mesti leikritasmiður landsins, húmoristi einstakur í sinni röð, sláandi þar með gjörsamlega út af laginu fjölda skínandi vithausa sem hafa fórnað lífi sínu í að einangra listarpunktinn, komast að kjarna sannleikans, með ævi- löngu, þjáningarfullu erfiði og „ekkert fundið, ekkert séð“... Eins og segir hjá Steini. Sannast hér hið fornkveðna að „mennirnir álykta en Guð — grínar“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.