Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 31
AD OFAN: DÆMIGERÐ STIGBREYTING ÍSLENSKS PARTÍS í ÞREMUR LIÐUM. „Má bjóða einhverjum meiri flögur?“ Samkvæmt þeim niðurstöð- um sem birtast nú í febrúar- hefti bandaríska mannfræði- tímaritsins PARTYcular Studies eru til sjö tegundir af partíum. Margtípartí eru þau partí sem allir vilja komast í, og komast í. Skakkpartí eru þau, þar sem nokkrir strákar sitja og hlæja að hlátrinum hver í öðrum. Artípartí eru eini vettvangur- inn þar sem fólk brosir framan í flassarann með kokkteilglas í hendi. Andstæðan við artípartí er fartarapartí, þar er mikið rætt um píkur og tæknififf, og endar oft í fretkeppnum. Svartí- partí er dularfyllsta afbrigðið, því enn er ekki vitað hvað ger- ist eftir að svokallað blackout hirðir til sín gestina. í dartpart- íi eru samankomnir nokkrir einhleypir einstaklingar og reyna að hitta í mark hver hjá öðrum. Ef það tekst komast þeir svo seinna í parapartí, líka kölluð nartpartí. Og þrátt fyrir mína óframhleypnu einhleypu lenti ég í parapartíi um daginn með fjórum tvíhleypum. í lítilli stofu, sem minnir meira á sýningarbás í IKEA en heimili, sitja átta pöruð ung- menni og oddatalan ég, í kring- um borð þar sem nokkur kerti lýsa upp snakk í skálum og eplabollu í glösum. Þann rúma hálftíma sem við höfum setið þarna er búið að tala um hvað kostar að hringja í GSM, síð- asta Seinfeld-þátt og einhverja poppvél sem eitt parið var að kaupa og leiddi umræðuna aft- ur að bröndurunum í síðasta Seinfeld-þætti með tilheyrandi dósahlátri, sem svo kramdist undir þrúgandi þögn. Andrúmsloftið í partíinu er svipað og á tannlæknabiðstofu. í stað þess að fletta sjö ára gömlum glanstímaritum teygir fólk sig í glösin og reynir að sjúga snakkið, frekar en bryðja, þannig að ekki heyrist of hátt. Flestir virða fyrir sér eitthvað í stofunni um leið og þeir naga málbeinið í leit að um- ræðutægju. „Flott stytta.“ „Já, við fengum hana í IKEA.“ „Skemmtilegt hvernig áferðin er á henni." Svo horfa allir á styttuna, og þegja. Þegar áferð- in á styttunni er byrjuð að flagna af undan starandi augna- ráði gestanna segir ungfrúin á heimilinu gestgjafalega: „Má bjóða einhverjum meiri flög- ur?“ Flögurnar koma flögrandi inn í vandræðalega þögnina og brotlenda í stirðbusalegum munnum gestanna, þar sem þeim er tekið fagnandi af bragðlaukum og eirðarlausum tungum. Skyndilega eru allir í stofunni með fullan munn af flögum úr umræðuefni. Um stofuna berst ofurvægt bruðn- ingshljóðið úr munnum en síð- an segir einhver: „Þetta eru al- veg frábærar flögur, ekki er þetta nýja tegundin?" „Jú, ég ákvað að prófa þær, annars er ég yfirleitt bara með Maarud.“ Um leið og boilusoparnir læð- ast upp í taktfasta kjafta og fljóta yfir flögurnar drukkna bruðningshljóðin og breytast í blautt smjatt sem svo aftur rennur út í klúðurslega þögn í smástund. „OLW, þetta er sænskt er það ekki?“ Því næst er OLW-auglýsingin rædd, farið í gegnum OLW-bragðtegund- irnar, velt fyrir sér hvað OLW þýðir, hvernig eigi að bera OLW fram og OLW-pokinn lát- inn ganga svo allir geti skoðað. Einn kærastinn bendir föður- lega á að það sé líklega réttara að tala um „nasl“ en „snakk“. Og svo enn meiri þögn. Þangað til einhver segir: „Ég er nú samt alltaf jafn hrifinn af Þykkvabæj- arauglýsingunni, þarna með eyrun.“ Partíið drattast einhvern veginn áfram á kjaftasnakki næstu 60 mínúturnar og fólk heldur sér fastar og fastar í glösin í óöryggi sínu, á meðan OLW-umræðan flögrar ofan í bolluskálina og drukknar þar endanlega. En um leið rís upp úr henni bollulegt sjálfstraust sem birt- ist í eplarjóðum kinnum, þvældum bindum, nánari kynnum. Inni á klósetti piss- flissa þrjár stelpnanna meðan kærastarnir þeirra þrír rökríf- ast í sófanum við hliðina á stelpu sem situr ein og virðist uppgötva nýju snakktegundina á nánast kynferðislegan hátt, því það er eins og hún fari í sleik við hverja flögu. Við hlið- ina á mér situr mjósleginn kær- astinn hennar með spangir sem virðast númeri of stórar, en eru í senn tannrétt- ingamaskína og eins konar heimild um hvað hann hefur ét- ið í kvöld. Víraður náungi sem hefur þagað allt kvöldið en nú stökkbreyst í brandarakarl og finnur allt í einu fyrir þörf til að gubba upp úr sér öllum þeim mergjuðu bröndurum sem hann las í norsku brandara- blaði í vikunni. Hann spyr mig hvort ég hafi tekið á þvag-rás? Skotið af oln-boga? Dottið ofan í ennis-holu? Nagað kinn-bein? Hvort ég sé kannski enda-jaxl? Eða hafi kúkað í spé-kopp? Húmorinn hans væri kannski þolanlegur ef hann gengi ekki upp og niður af hlátri eftir hvern brandara og frussaði framan í mig hálftuggnu OLW- snakki með hlátursrokunum. OLWbara. Þegar ég þykist hlæja til að móðga hann ekki tvíeflist helvítis gaurinn og byrjar á annarri brandaraseríu, þar sem þemað er hestar, og húmorinn enn haltari en áður. Ég er farinn að hafa áhyggjur af að verða hastarlega stökk við hliðina á honum næstu tímana og örlög mín verði þau að drukkna í hláturshræktum OLW-flögum þegar kærastan hans kallar úr sófanum draf- andi röddu: „Hlölli, komdu og knúsaðu mig. Mér leiðist.“ Þeg- ar ég hef lokið við að þurrka framan úr mér fletti ég IKEA- bæklingi sem liggur á borðinu en svimar snögglega, það er eins og ég fletti húsgögnunum í stofunni. Pissfliss, krúsíknús, kisskiss og knúsíkrús. Suilsull, ölvölv, bullbull og röflröfl. Þambandi, þrefandi, þrugl. Og allir leggja sig í líma við að ríma partíið áfram í annan klukkutíma. Hlölli og kærastan flögra nú um gólfið bæði með eins vara- lit. Eitt parið leikur sér í sleik í sófanum. Annað hvíslrífst um eitthvað sem hann þolir ekki en hún segir að hann „eigi ekki að láta svona“ yfir. Fjórði kær- astinn er sestur við hliðina á mér og við dettum á „manstu þegar“-trúnaðarstigið meðan hún hans eltir Hlölla og kærust- una og tekur myndir. Við rifjum upp gömul fyllerí, þegar ein- hver gerði eitthvað villt og geggjað einu sinni og vaknaði svo daginn eftir með tvö hundruð þúsund króna haus- verk. En áttum okkur um leið á hvað við erum í vonlausu dæmi eitthvað og reynum að vera ýkt flippaðir með því að klæða okkur úr og hlaupa alls- berir um íbúðina. Náum okkur samt ekki á flug því við vitum að það er eitthvað falskt og of meðvitað við þetta hjá okkur. Endum því á að standa hálf- aumingjalegir á tætingslegum tippum í miðri stofunni og hlæja kyrkingslegum uppgerð- arhlátri. En gerum okkur grein fyrir að við tippuðum á ranga stemmningu og þetta verði ekki fyndið fyrr en einhvern tímann í framtíðinni þegar við tökum annað „manstu þegar“- móment. Þegar miðnættið mætir í partíið eru tveir strákanna og ein stelpan dauð inni í stofu, eitt parið röflar ennþá um þetta sem hann þolir ekki, meðan önnur stelpa reynir að vekja kærastann sinn í gegnum klósetthurðina. Og gestgjafinn kallar innan úr eldhúsi: „Má bjóða einhverjum meiri flög- ur?“ Jtarlmennskupróf Sönn karlmennska hefur undanfarna áratugi stórlega látiö á sjá og ítrekaöartilraunir veriö gerðartil aö kæfa karlmannseðlið meö þvætt- ingi um mýkri ímynd og skilningsríkara viömót sterkara kynsins. Eiríkur Bergmann Einarsson og Helgarpósturinn sjá sig þess vegna tilknúna aö spyrna viö fótum og segja þvert nei viö bindindismennsku og almennum tepruskap. Aö þessu sinni þreyta manndómspróf umhverfisvíkingurinn, sálkönnuöurinn og geimveruvinurinn Magnús Skarphéðinsson og hinn ofurmenningarlega þenkjandi Alþýöublaösritstjóri Hrafti Jökulsson... Mannvinurinn tapaði fyrir menningarvitanum. 1. Hefurðu stefnt Iífi þínu í hættu með djarfræðis- athöfn? 2. Líður þér vel einum á flakki, fjarri mannabyggð- um? 3. Hefurðu haft stærri mann undir í átökum? 4. Áttu það til að missa minnið tímabundið vegna stífrar áfengisneyslu? 5. Hveijum eftirtalinna vildirðu helst sofa hjá: Sig- hvati Björgvinssyni, Kaligúla eða Fídei Kastró? 6. Hefur hetjuskapur þinn komið í veg fyrir slys? 7. Þorirðu að kannast við að hafa átt viðskipti við portkonur? 8. Ertu fastagestur á einhveiju öldurhúsinu? 9. Hefurðu meiðst í íþróttum? 10. Hefurðu einhvem tímann átt í ástarsambandi við tvær konur í einu? 1. MS: Já. Þegar ég fer í ökuferðir með Össuri Skarp- héðinssyni, bróður mínum. Það er sannarlega hættuleg athöfn. (1/2) 2. MS: Nei. Mér finnst skemmtilegra að vera í góðum félagsskap í fallegum faðmi náttúrunnar. (0) 3. MS: Já. Þegar ég var í barnaskóla var einelti við lýði eins og nú og það var verið að níðast á nokkr- um stelpum og strákum sem áttu sér lítillar við- reisnar von. Eitt sinn voru tveir sterkustu strákarnir í bekknum að níðast á þessum krökkum og ég varð svo reiður að ég sneri þá báða niður. (1) 4. MS: Nei, ég hef aldrei bragðað áfengi og þvf ekki orðið fyrir þeirri reynslu. (0) 5. MS: Ég myndi helst vilja sofa hjá Hómer Simpson því hann er sennilega Iíflegri en hinir þrír. (1) 6. MS: Já. þegar ég forðaði fjölskyldunni frá því að fara í ökuferð með össuri. (1/2) 7. MS: Já. Ég var umboðsmaður tólf slíkra í fyrra Itfi. (1) 8. MS: Nei, það er ég ekki og hef aldrei verið. (0) 9. MS: Já. Þegar ég æfði júdó og karate endur fyrir löngu varð ég fyrir því síysi að fara úr axlarlið, sem IUJUVI llllg l^ltgl. \,*-J 10. MS: Nei. Ekki á sama tímabili. (0) 1. HJ: Já, tvímælalaust. Ég dvaldi um mánaðarskeið í Sarajevó og hef verið í sex ár í Alþýðuflokknum. (1) 2. HJ: Nei. Ekki tiltakanlega og sækist ekki eftir því að vera einn fjarri mannabyggðum. Ég er það sem kallað er „félagsvera“. (0) 3. HJ: Jájá, oftar en einu sinni. Ég vil nú ekki fara út í nafngreiningar, en hér á árum fyrr þegar ég var á sjó — í kringum tvítugsaldur — þá tókum við nú marga snerruna. (1) 4. HJ: Já, sem betur fer man ég ekki allt sem gerist þegar ég er undir áhrifum áfengis. Enda sumt þess eðlis að ekki er rík ástæða til að rlfja það upp. (1) 5. HJ: Kaligúla var hugmyndaríkur, þannig að það gæti verið athyglisverð lífsreynsla. (1) 6. HJ: Eina slysið sem ég man eftir að ég hafi náð að afstýra var að koma í veg fyrir að Eggert Haukdai næði kjöri til Alþingis í fyrra. (0) 7. HJ: Ég hef átt vinsamleg viðskipti við fólk úr fjöl- mörgum starfsgreinum og er þessi ekki undanskilin. (1/2) 8. HJ: Ég vinn mikið frameftir og þegar kvöldi fer að halla á ég það nú til að líta í kaffi á stöðum í ná- grenni Alþýðublaðsins. (0) 9. HJ: Já. Ég sneri mig á fæti einu sinni í knattspyrnu og var rúmliggjandi í viku. (1) 10. HJ: Bara tvær? Tjah, hér fyrr á öldinni þegar ég var ungur og vitlaus þá kann það að hafa gerst. En það er liðin tíð. (1/2) Karlmenni Helgarpóstsins: Gísli Marteinn Baldursson, Bjarni Frostason, Ólafur Þ. Haröarson, Hallgrímur Helgason, Steinn Ármann Magnússon, Andrés Magnússon — og Hrafn Jökulsson. Úrslit: Hinn lífsreyndi Hrafn náði að merja sigur á meinlætamanninuni Magnúsi með 6 stigum gegn 5. Úrslit þessi kunna að koma einhverjum ókunnugum Hrafni í opna skjöldu, en þeir sem til jiekkja undra sig vist fremur á fáuni stigum hans. Höfundur er um þessar mundir á vegum Fíkniefnalögregiunnar í dulargervi bók- menntafræðinema við Háskóla islands.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.