Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.02.1996, Blaðsíða 9
FlMIVnUDAGUR 29. FEBRUAR1996 9 es' ar, auglýsingasalar og útlits- hönnuðir. Ef frá er talinn vottur af þeirri tegund karlrembu sem er landlæg hér — en við púss- uðum af Olafi á skömmum tíma — áttu fáir eins auðvelt með umgengni við aðra, konur og karla á öllum aldri, og Ólafur. Það eru engar ýkjur að segja að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, laus við hroka og upp- gerð. Ólafur hafði nýlega brugð- ið búi vestur í Selárdal. Hann hafði verið einbúi árum saman, hlaupandi á eftir kindum um fjöll og firnindi — og kom til Reykjavíkur, rétt rúmlega fimm- tugur, til að byrja upp á nýtt. Heilladísirnar voru honum hlið- hollar því hann spjaraði sig vel, vakti fljótlega athygli fyrir skrif sín, kynntist Guðrúnu og stofn- aði nýja fjölskyldu. Hann tók þetta allt með trompi. Eitt helsta einkenni Ólafs er að hann virðist hafa varð- veitt barnið í sjálfum sér. Það er glettni og góðvild í svipnum og þar er einnig örlítill vottur af trúgirni eða einlægni, sem stingur í stúf við ímyndina af harðsvíruðum analysta. Ég held að ég geti mælt fyrir munn þeirra sem unnu með honum þau ár sem hann var á Heims- mynd að okkur öllum er hlýtt til hans — og það hefði verið mun tómlegra bæði á skrifstofum blaðs- ins sem og síðum þess ef hans hefði ekki notið við. Það ber vott um bjartsýni Ólafs að hann lofaði eitt sinn að hann skyldi skrifa minningargrein um mig- þannig að ef ég næ rúm- um meðalaldri íslenskra kvenna verður hann hinn hressasti við að pára þá grein 95 ára með aftur- gönguna á Bessastöðum, hana Appólóníu Schwartzkopf, sér við hlið,“ sagði Herdís Þor- geirsdóttir. Getur verið hvass Meðal þeirra sem lengi hafa þekkt Ólaf og HP ræddi við er Ömólfur Ámason rithöfundur og hann ber honum vel sög- una: „Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir við Ólaf Hannibalsson er hvað hann er skrambi skýr í kollinum. í ofanálag er hann býsna frjáls í hugsun og að minnsta kosti einskis manns taglhnýtingur. Það er því miður ekki oft sem maður rekst á fólk sem hefur verið svona lúshepp- ið með vöggugjafirnar. Ólafur er skarpskyggn, eld- fljótur að draga ályktanir og raða saman í skiljanlega heild- armynd ýmsu sem vefst fyrir mörgu öðru greindu og vel upp- lýstu fólki. Hann getur verið nokkuð hvass eða neyðarlegur í máli en hann á svo létt með meinfyndnina að ég held að segja megi að hann beiti þeim vopnum af hófsemd. Og þótt Ólafur sé húmoristi finnst mér hann í rauninni vera mjög al- vörugefinn maður og laus við glannaskap. Þá er ótalið hvað Ólafur er stútfullur af fróðleik. Hann hef- ur um langt árabil hámað í sig upplýsingar um menn og mál- efni — og virðist með þeim ósköpum fæddur að geta engu gleymt. Það er stundum ekki al- veg ónýtt að hafa slíka menn við höndina," sagði Örnólfur Árnason. Fleiri viðmælendur blaðsins töluðu um hversu fróður Ólafur væri. „Hann er hafsjór af fróð- leik og ég kem aldrei að tómum kofunum ef ég þarf að fræðast um þjóðmál. Hann er skarp- greindur og hispurslaus við háa sem lága og fer ekki í mann- greinarálit. En Ólafi væri ekki rétt lýst nema taka fram að hann er einstaklega góður fað- ir. Því hef ég tekið eftir sem fjöl- skylduvinur," sagði Jóhann Ax- elsson prófessor. Útvarpsmaðurinn Ólafur Hannibalsson er ekki aðeins þekktur fyrir blaðaskrif sín heldur hafa pistlar hans í Ríkisútvarpinu vakið athygli. Kristinn Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum, sagði að Ólafur væri vel máli farinn en nyti sín betur við að flytja pistla í út- varp en halda ræður á manna- mótum. „Hvað viðkemur pólit- íkinni þá er Ólafur snarpur ádeilumaður að mörgu leyti og fljótur að grípa það sem er gagnrýni vert. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem heiðarleg- an andstæðing í pólitík og það er mikill kostur á stjórnmála- manni að heyja baráttuna með heiðarlegum hætti,“ sagði Kristinn Gunnarsson. Unnur Skúladóttir fiskifræð- ingur hafði Ólaf í vinnu sem að- stoðarmann við rækjurann- sóknir fyrir margt löngu. Hún sagði Ólaf vera vel gefinn og frambærilegan mann. „Ég hlusta alltaf á pistla hans á laugardögum og finnst hann komast mjög vel að orði, enda einkar glöggur maður," sagði Unnur Skúladóttir. Samflokksmaður Ólafs sagði að hann væri vel greindur og prýðilega ritfær. „Hann er þokkalegur ræðumaður en mun betri penni. Ólafur hefur vanist því frá blautu barnsbeini að hugsa og fjalla mikið um hugmyndafræði og gerir það núna á hægri vængnum. Það fer ekki framhjá neinum að hann er skemmtilegur, en tekur samt líf- ið alvarlega," sagði þessi sjálf- stæðismaður. Lestur og rökræður Vinir Ólafs segja að hann sé heimakær og hafi unun af því að umgangast dætur þeirra Guðrúnar. I tómstundum sitji hann einatt við lestur og stundi ekki aðra líkamsrækt en göngu- ferðir. Ólafur vinnur nú að rit- un 50 ára sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og er sagð- ur taka þá vinnu í skorpum. Hann slær ekki hendinni á móti gleðskap á góðum stundum og þykir skemmtilegur samkvæm- ismaður. „Það er afskaplega gaman að vera nálægt Ólafi Hannibals- syni og ekki síst þegar glóir vín á skál. Hann getur rökrætt endalaust um allt milli himins og jarðar og kemur þá stund- um að manni úr óvæntri átt. Ól- afur er dálítill bóhem í sér og metur fólk ekki eftir einhverj- um ytri mannvirðingum eða tignarmerkjum. Hann getur virkað nokkuð hrokafullur á þá sem ekki þekkja hann, en mér finnst hann oft sýna þolinmæði í samræðum við þá sem þykj- ast vita alla hluti best. Ég óttast að það muni hefta manninn ef hann á að fara að búa á Bessa- stöðum og haga sér eftir ein- hverjum serimóníum sem gilda um þá sem þar eru húsráðend- ur,“ sagði maður sem lengi hef- ur þekkt til Ólafs. Ánnar viðmælandi, embætt- ismaður sem ekki vildi láta nafns getið, var þeirrar skoð- unar að stundum glitti í nokk- urn hofmóð hjá Ólafi. „Þeir bræður, Jón Baldvin og Ólafur, eru stundum yfirlætisfullir í framkomu og virðast sann- færðir um yfirburði sína. Þó eru þeir um margt ólíkir. Jón Baldvin leggur þannig mikið upp úr því að vera vel klæddur og snyrtur. Ólafur minnti stundum á útigangsmann í klæðaburði og með mikið hár og skeggflóka. En nú hefur hann verið tekinn og klipptur, greiddur og strokinn og mér er sagt að hann sé meira að segja farinn að ganga með hálstau hvunndags. Ég dreg ekki gáfur Ólafs og þekkingu í efa, en mér finnst hann svona týpa sem nýtur þess betur að láta ljós sitt skína yfir glasi af öli á góðri krá heldur en í kampavínsboð- um á Bessastöðum, sem eru oftar en ekki leiðindasamkom- ur. En kannski þau Guðrún og Ólafur geti eitthvað hresst upp á hirðlífið á Álftanesi ef þau ná alla leið og væri það út af fyrir sig þakkarvert," sagði þessi viðmælandi. Náttúruundur Það er kannski við hæfi að enda þetta með tilvitnun í Frið- rik Þór Guðmundsson blaða- mann um Ólaf Hannibalsson: „Ólafur er náttúrubarn, mér liggur við að segja náttúruund- ur. Hann er mjög sérstæður persónuieiki en virðist ná sam- bandi við fólk á hvaða aldri sem er og hverrar skoðunar sem það er. Mér finnst stundum skína úr augum hans margra alda arfleifð sem ég hygg að muni rúmast ágætlega á Bessa- stöðum.“ FERMING '96 Opið sunnudaga í Kringlunni Skyrtur frá 2900 Buxur frá 3900 Vesti frá 3500 Jakkar frá 8900 Stakir jakkar 5900 Skór frá 4900 Dickies-buxur 3900 Fríar breytingar á fermingarfatnaði Laugavegi S 511-1717 Kringlunni S 568-9017

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.