Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNISRÁÐ hefur lagt 25 milljóna króna sekt á Skífuna vegna samnings sem fyrirtækið gerði við Aðföng, dreifingarfyrirtæki Baugs, um að Aðföng skyldu kaupa nær alla geisladiska til endursölu í verslunum Baugs hjá Skífunni. Segir sam- keppnisráð að með þessu hafi Skífan misnotað markaðsráðandi stöðu sína sem teljist alvarlegt brot. Samninginn gerðu fyrirtækin tvö í apríl síðastliðnum og skyldi hann gilda í tvö ár. Segir í fréttatilkynn- ingu frá samkeppnisráði að samning- urinn hafi útilokað, nánast að fullu, önnur heildsölu- og dreifingarfyrir- tæki á hljómdiskum en Skífuna frá því að koma geisladiskum í sölu hjá verslunum Baugs fram á árið 2003. Reyndi Japís hf. árangurslaust að koma hljómdiskum í dreifingu í verslunum Baugs en samningurinn við Skífuna kom í veg fyrir það. Segir í fréttatilkynningunni að einkakaupa- og einkasölusamningar séu í eðli sínu samkeppnishamlandi og þegar fyrirtæki sem eru í mark- aðsráðandi stöðu geri slíka samninga hafi þeir skaðlegar samkeppnis- hömlur í för með sér. „Skífan hefur yfir 70% hlutdeild á markaðnum fyr- ir heildsölu og dreifingu á hljómdisk- um. Fyrirtækið hefur auk þess styrka stöðu í smásölu á hljómdisk- um. Það styrkir einnig stöðu Skíf- unnar að fyrirtækið er í eigu Norður- ljósa samskiptafélags hf., en það félag á og rekur margar sjónvarps- og útvarpsstöðvar.“ Að því er fram kemur í tilkynningunni knúði Skífan fram samninginn með því að veita til- tekinn afslátt. Telur samkeppnisráð að í þessu hafi falist alvarlegt brot á samkeppnislögum. Eftir breytingar, sem gerðar voru á samkeppnislögum, er það megin- regla að leggja skuli stjórnvaldssekt- ir á fyrirtæki sem brjóta gegn bann- ákvæðum samkeppnislaga og telur samkeppnisráð hæfilegt að leggja 25 milljóna króna sekt á Skífuna vegna brotsins. Er sektinni ætlað, lögum samkvæmt, að fæla fyrirtæki frá því að raska samkeppni og skaða hags- muni neytenda. Er fjárhæð sektar- innar miðuð við að hún hafi þessi varnaðaráhrif. Gert að greiða 25 milljóna króna sekt NOKKRIR fulltrúar hóps manna sem undirbúa stofnun nýs flugfélags ræddu í gær við Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra. Vildu þeir að upplýsa ráðherra um áform hópsins. Með samgönguráðherra á fundin- um voru Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður hans, og Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri. Jóhannes Georgsson hafði orð fyrir fulltrúum flugfélagsins nýja. Eins og fram hef- ur komið í fréttum ráðgerir félagið flug milli Íslands og borga í Evrópu. Jakob Falur segir hópinn hafa kynnt ráðherra áform sín. Pétur Maack, framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekkert erindi hefði borist Flugmálastjórn vegna fyrirhugaðrar stofnunar nýs flugfélags. Kynntu ráðherra áform nýs flugfélags ÞAÐ er ekkert sældarlíf að vera kind á beit þessa dagana því hvergi er stingandi strá að finna fyrir mjöllinni sem hefur hertekið hagana. Þessar ær, sem héldu til við Þjórsá, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá á dögunum, mændu löngunarfullum augum að honum, líklega í von um að hann hefði eitthvað grænt og gómsætt að færa þeim. Þær vonir urðu þó að engu því það eina sem hann hafði upp á að bjóða var smellur í myndavél og ósk um bros frá hinum ferfættu fyrirsætum. Morgunblaðið/RAX Fátt um fína drætti MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar – stéttarfélags: „Vegna athugasemda frá Morgunblaðinu í gær vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri. Vegna afstöðu blaðaútgef- enda njóta blaðberar ekki grundvallarréttinda um samn- ingsfrelsi. Ástæða þess að ekki hefur verið gerður kjarasamningur fyrir blaðbera er að Samtök at- vinnulífsins, f.h. útgáfufélaga blaðanna, hafa neitað gerð slíks samnings. Þetta er kjarni málsins. Efling – stéttarfélag telur það óþolandi að þessi hópur launþega skuli búa við þær að- stæður að launagreiðandi ákvarði einhliða launakjör hans. Nú í hartnær fjögur ár hefur Efling leitað eftir gerð kjara- samnings fyrir blaðbera án ár- angurs. Varðandi könnun Gallup seg- ir hún ekkert um vilja blaðbera til aðildar að Eflingu. Þeir fjöl- mörgu blaðberar sem leitað hafa liðsinnis félagsins til að sækja ýmis grundvallarréttindi á hendur blaðaútgefendum segja okkur það að kjarasamn- ingur fyrir blaðbera er nauð- synlegur. Í frétt þeirri sem Morgun- blaðið vitnar til í athugasemd- um sínum var því ekki haldið fram að Mbl. færi ekki að lög- um. Efling – stéttarfélag óskar liðsinnis Morgunblaðsins í því að gerður verði kjarasamning- ur fyrir hönd blaðburðarfólks. Því verður ekki trúað að óreyndu að Morgunblaðið telji að blaðberar eigi að búa við lak- ari réttindi en annað launafólk á Íslandi.“ Athugasemd frá Eflingu – stéttarfélagi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að Reykjavík hafi ver- ið á vörum fulltrúa nánast allra þjóða á fundi utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins í Brussel í gær og horft sé til fundar utanríkisráðherr- anna í Reykjavík í maí á næsta ári með eftirvæntingu. Baráttan gegn hryðjuverkum og samskipti Atlantshafsbandalagsins við Rússland voru helstu mál á dag- skránni í gær. Halldór Ásgrímsson ávarpaði fundinn og lagði áherslu á mikilvægi bandalagsins í baráttunni gegn hryðjuverkum og að bregðast þyrfti við ógninni af gereyðingar- vopnum, m.a. með aukinni samvinnu á sviði almannavarna í samvinnu við samstarfsríki Atlantshafsbandalags- ins. Hann sagði einnig mikilvægt að nota það tækifæri sem skapast hefði til að efla samvinnu bandalagsins við Rússland. Stefna bæri að því að ganga frá ákvörðunum um form og innihald þeirrar samvinnu hið fyrsta eða í síðasta lagi á utanríkisráðherra- fundinum í Reykjavík vorið 2002. Utanríkisráðherra sagði við Morg- unblaðið að mjög skýrt hafi komið fram að flest ríkin geri sér vonir um að mikilvægur árangur náist á fund- inum í Reykjavík um miðjan maí á næsta ári. Bæði vegna stækkunar- ferlisins og ekki síst vilji menn leiða til lykta nýtt samstarfsform við Rúss- land fyrir þann fund. Mjög margt bendi því til þess að fundurinn í Reykjavík verði óvenju mikilvægur og marki tímamót í samskiptum NATO og Rússlands. Ísland verði þá enn á ný í sviðsljósinu í bættum sam- skiptum við Rússland rúmum 15 ár- um eftir Reagan-Gorbatsjov fundinn í Höfða. Utanríkisráðherrarnir fjölluðu einnig um samskipti NATO við Evr- ópusambandið og ástandið á Balkan- skaga auk þess sem haldinn var utan- ríkisráðherrafundur í samstarfs- nefnd bandalagsins og Úkraínu. Þar var fjallað um öryggismál á Evró-Atl- antshafssvæðinu í ljósi hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin, framlag Úkraínu til að tryggja stöðugleika og frið á Balkanskaga og samstarfsáætl- un bandalagsins og Úkraínu fyrir næsta ár. Í dag verður fundur í Evró-Atl- antshafssamstarfsráðinu og í sam- starfsráði bandalagsins og Rúss- lands. Fundur í Reykjavík næsta vor markar tímamót Reuters Frá fundinum í Brussel í gær. Fremri röð frá vinstri: Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Aftari röð frá vinstri: Vassilis Kaskarelis, utanríkisráðherra Grikklands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Renato Ruggiero, utan- ríkisráðherra Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.