Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 63
nægilega vel, sem hefði getað komið í veg fyrir ýmiskonar mis- skilning. Þarna hefur upp á síð- kastið bæst við sérkennileg aug- lýsingaherferð iðnrekanda nokk- urs á hendur sjóðunum og hefur komið í ljós í viðtölum við þennan einstakling í fjölmiðlum, að honum er ýmislegt óljóst í þessu sam- bandi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hann hefur meðal annars hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir verji um það bil einum tíunda af ráðstöfunarfé sínu til byggingar dvalarheimila fyrir aldraða. Nú er það svo, að samkvæmt lögunum er lífeyrissjóðunum þetta gjörsam- lega óheimilt. Þeir mega eingöngu eiga húseignir til að nota fyrir skrifstofuaðstöðu sína sem og mega þeir í skamman tíma eiga s.n. fullnustueignir, þ.e. ef þeir neyðast til að taka eignir skuldu- nauta sinna yfir vegna vanskila. Þessi lagaákvæði eru mjög eðlileg og nauðsynleg. Hlutverk lífeyris- sjóða á að vera að taka við iðgjöld- um félagsfólks síns, ávaxta þau sem best og greiða því síðan lífeyri þegar eftirlaunaaldri er náð, eða það þarf að fá örorkulífeyri. Hjá umræddum iðnrekanda og raunar mörgum fleirum hefur einnig kom- ið upp mikil gagnrýni á hvernig líf- eyrissjóðir ávaxta ráðstöfunarfé sitt. Það virðist ekki vera lýðum ljóst, að í þeim efnum er farið eftir skýrum lagaákvæðum. Grunnregl- an er sú, að sjóðirnir eigi að dreifa áhættunni sem mest svo ein ávöxt- unarleið, sem hugsanlega bregst, geti ekki velt öllu kerfinu um koll. Í máli þessa umrædda gagnrýn- anda lífeyriskerfisins hefur hann beinlínis sagt, að lífeyrissjóðirnir „eigi ekki að vera að lána pen- inga“. Nú er vandséð, hvernig er hægt að ávaxta fé nema lána það með því leigugjaldi, sem við höfum vanist að kalla vexti. Ef peningar eru lagðir inn á bók í banka er í raun verið að lána bankanum pen- ingana gegn þóknun, vöxtum. Sjóðirnir nota því ýmsar leiðir, sem lögin gera ráð fyrir, til að ávaxta fé sitt. Þar með má telja lán til sjóðfélaga, lán til sveitarfé- laga og fyrirtækja og kaup á markaðsbréfum, sem hafa viður- kenningu Fjármálaeftirlitsins. Ennfremur er beinlínis gert ráð fyrir að þeir kaupi skráð og óskráð hlutabréf innan ákveðinna hlut- falla, sem lögin ákvarða og Fjár- málaeftirlitið útfærir nánar. Jafn- framt er talið sjálfsagt og nauð- synlegt að tiltekinn hluti fjár sjóðanna sé ávaxtaður erlendis með þeim aðferðum, sem taldar eru nægilega traustar og Fjár- málaeftirlitið viðurkennir. Þetta er því brýnna, sem efnahagslíf Ís- lands er tiltölulega einhæft og hagsveiflur hér meiri en víða ann- arsstaðar og oft afleiðing af sér- íslenskum fyrirbrigðum, svo sem náttúrufari landsins. Framsýni ráði för Menn mega ekki láta skamm- tímasjónarmið ráða of mikið af- stöðu sinni til lífeyrissjóðanna. Þeir eru í eðli sínu langtímafyr- irbrigði, sem verða að skipuleggja sig með það í huga. Skemmst er að minnast þess að þegar ávöxtun sjóðanna var sem best fyrir örfá- um misserum, þá komu fram radd- ir á sjálfu Alþingi, um að rétt væri að leggja fjármagnstekjuskatt á sjóðina. Sem betur fór tókst að sýna þessum mönnum fram á, að slíkt væri firra og jafnvel stjórn- arskrárbrot, þar sem með því væri verið að margskatta þessa fjár- muni, því lífeyrisgreiðslur eru tekjuskattsskyldar eins og aðrar tekjur. Myndi því slík skattlagning í besta falli draga úr skatttekjum ríkisins síðar og jafnvel kalla á meiri framlög ríkisins til grunnlíf- eyris vegna þess að greiðslugeta sjóðanna á lífeyri til félagsfólks síns myndi rýrna verulega með þessu móti. Mörgum hefur vaxið í augum það fjármagn, sem í sjóðunum er nú um stundir. Þá verður að minn- ast þess, að nú næstu tíu árin eða svo verður fjárhagsstaða þeirra í hámarki hlutfallslega miðað við fjölda sjóðfélaga. Draga mun úr sjóðssöfnuninni þegar jafnvægi næst á milli greiðandi sjóðfélaga og lífeyrisþega, sem verður fljót- lega eftir að fullri virkni sjóðanna er náð. Þá mun hlutfall lífeyris- greiðslna fara hækkandi og meira gegnumstreymi fjár verða um sjóðina. Við búum hér á landi við gott líf- eyriskerfi, eins og hér hefur verið reynt að sýna fram á. Við getum verið stolt af því og eigum að vera þakklát þeim framsýnu mönnum, sem komu því á. Við eigum einnig að standa vörð um það og ekki síst samábyrgðarfyrirkomulag sam- eignarsjóðanna sem og skylduað- ildina, sem eins og Rafiðnaðar- sambandið benti á í skeleggri ályktun, er gagnkvæm og kemur í veg fyrir að sjóðir geti flokkað menn eftir áhættu. Öll gagnrýni er nytsamleg og getur orðið til þess að opna augu fólks og upplýsa. Hinsvegar þarf hún að vera byggð á rökum og staðreyndum, en ekki á upphrópunum og ógrunduðum sleggjudómum, allra síst þegar í húfi er afkoma fólks þegar starfs- ævinni sleppir. Höfundur er skrifstofumaður. Lífeyrir Menn mega ekki, segir Þorkell Guðbrandsson, láta skammtímasjón- armið ráða of mikið afstöðu sinni til lífeyrissjóðanna. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 63 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Heilsunnar vegna „Við meðhöndlun hálsvandamála er einn mikilvægasti þátturinn að gefa réttan stuðning við hálssvæðið þegar legið er í hvíldarstellingum, til að ná náttúrulegri stöðu hryggjarsúlunnar. Hið erfiða í þessari meðhöndlun er að ná þrýstingslétti á hálssvæðið og ná um leið fram slökun í hinum margvíslegu svefnstellingum. TEMPUR heilsukoddinn er eini koddinn að mínu viti sem uppfyllir allar þessar kröfur.“ Röng höfuðlega er erfið fyrir háls, herðar og bak og leiðir til meiðsla og verkja. Góður koddi veitir stuðning og þægindi þannig að þú getur sofnað án allrar spennu. James H. Wheeler, M.D. Dr. Wheeler er stjórnar- formaður félags bæklunar- skurðlækna í USA, og aðili að Amerísku Bæklunar- læknaakademíunni Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Yfir 32.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. VARISTeftirlíkingar!!! I i lí i !!! Pipar og salt kvarnir Mikið úrval Klapparstíg 44, sími 562 3614 Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.