Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í TILLÖGUM meirihluta fjárlaganefndar um lækkun útgjalda er meðal annars lagt til að hækka innritunar- og efnisgjöld í fram- haldsskólum, skráningargjöld í háskólum og bifreiðagjöld auk þess sem útgjöld verði lækkuð um 134 milljónir með breytingu á sóknar- og kirkjugarðsgjöldum. Morgunblað- ið leitaði viðbragða hjá þeim sem þessar hækkanir snerta. Enginn rökstuðningur á bak við hækkun skráningargjalda Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að mið- að við tillögur fjárlaganefndarinnar hækki skráningargjald við Háskóla Íslands, Há- skólann á Akureyri og Kennaraháskólann um 30% á einu bretti eða úr 25 þúsund krón- um í 32.500 krónur. Þorvarður segir að það muni um þessa hækkun fyrir stúdenta. „Það hafa verið að safnast saman ansi miklar hækkanir á stúd- enta úr öllum áttum og það munar orðið um hverja krónu. Og það er hart til þess að hugsa að þessi hækkun skilar ríkissjóði mjög litlu. Þessi hækkun á námsfólk nú er öfugt við það sem önnur lönd hafa gert þegar kreppir að, þau hafa mörg hver valið að veita aukið fé til menntamála og stúdenta vegna þess að menn telja það bestu leiðina til þess að komast upp úr öldudalnum aftur.“ Langt umfram vísitöluhækkun Þorvarður segir að 25 þúsund króna gjald- ið hafi verið ákveðið þegar ný lög um HÍ voru sett árið 1999 og því sé ljóst að hækk- unin nú sé langt umfram verðlagshækkanir. „Í tillögum sínum vísar nefndin til vísitölu- hækkana allt aftur til ársins 1991 en það er skrýtið enda verður við það að miða hvenær gjaldið var síðast ákveðið. Þeir virðast halda að þessi tala sé bara einhver geðþótta- ákvörðun. Upphæðin nú er sú þriðja sem við höfum fengið að heyra. Fyrst var talað um 35 þúsund en Framsóknarflokkurinn sagði nei við því og nefndi töluna 30 þúsund og nú kemur þessi tala, 32.500.“ Þorvarður segir að skráningargjöldin eigi einfaldlega að nægja fyrir þeim kostnaði sem hlýst af innritun nemenda. „Það er ansi furðulegt að Alþingi ákveði þetta af ein- hverju handahófi. Það er undarlegt að fá þessa tölu nú og að okkar mati er hún allt of há. Við vorum með undirskriftasöfnun meðal stúdenta í október þar sem við mótmæltum þeirri hækkun sem þá var boðuð eða í 35 þúsund og afhentum síðan menntamálaráð- herra undirskriftirnar. Við hefðum viljað sjá mun minni hækkun og raunar helst enga. Það er algengur misskilningur þetta sé al- mennt þjónustugjald sem Háskólinn geti rukkað inn fyrir hvaða þjónustu sem er. Þetta gjald á að standa undir kostnaði við innritun og ekkert annað. Það á ekki að vera háð geðþóttaákvörðun.“ Eignaskattur á tengingar við verðmæti „Við erum óhressir með hækkun á bif- reiðagjöldum. Bifreiðagjald reiknast á kíló- þunga hverrar bifreiðar og þessi skattlagn- ing er í raun eignaskattur sem leggst á miðað við þyngd bifreiða og hefur ekki neina tengingu við verðmæti og heldur ekki teng- ingu við notkun eins og t.d. bensíngjald eða þungaskattur,“ segir Runólfur Ólafsson, for- maður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Bifreiðagjaldið var sett með bráðabirgða- lögum árið 1988 og átti bara að gilda í eitt ár en menn vita hvernig það fór. Það var þá fjórar krónur á kíló á ári en er nú komið í meira en þrettán krónur og skilar ríkissjóði ríflega tveimur milljörðum króna á ári.“ Runólfur segir að FÍB hafi frá upphafi lagst gegn þessum skatti, m.a. vegna þess að menn hafi talið að þarna væri um tvísköttun að ræða þar sem þegar sé lagður eigna- skattur á bíla í formi almennra eignaskatta. „Þá hlýtur maður að spyrja að því hvernig það sé réttlætanlegt að láta fólk greiða skatt af eignum sínum miðað við kílóafjölda, það er svipað og að skattleggja þegnana eftir þyngd þeirra. Þetta var bráðabirgðaskattur sem hefur fest sig kirfilega í sessi en er samt engu að síður hálfgerður bastarður og við viljum sjá hann burt. Þetta er ekki notk- unartengdur skattur og ekki er þetta meng- unarskattur heldur. Hann rennur bara beint í samneysluna óháð bílum og umferð. Og hann leggst þyngst á þá sem eiga eldri og þyngri bíla þannig að hann leggst oft hlut- fallslega þyngra á þá sem hafa úr minna að spila.“ Runólfur segir að skattheimta af þessu tagi sem hafi engan rökstuðning á bak við sig sé mjög óeðlileg. „Bensíngjald og þunga- skattur er eyrnamerkt til ákveðinna þátta og nýtist því til þess að bæta umferðina og um- ferðaröryggi. Ekki er hægt að finna að því en þetta á alls ekki við um bifreiðagjaldið. Við miðum okkur oft við önnur lönd og skattayfirvöld hér hafa náð þeim „árangri“ að vera alveg í hæsta kanti miðað við OECD-ríkin í skattheimtu á þessum þætti í lífsmynstri þegnanna, þ.e. bifreiðum og bif- reiðanotkun. Menn ættu auðvitað frekar að reyna að draga úr þessum álögum.“ Kirkjan einkanlega þjónustustofnun Þjóðkirkjan lítur svo á að sóknargjöld séu félags- eða þjónustugjöld sem meðlimir hennar reiða af hendi til hennar. Miðað við það ástand sem nú er uppi horfist þjóð- kirkjan í augu við þá staðreynd að verið er að skerða þessi þjónustugjöld. Þetta segir Halldór Reynisson, verkefn- isstjóri upplýsingamála hjá þjóðkirkjunni, en í tillögum fjárlaganefndar er lagt til að með breytingum á sóknargjöldum og kirkjugarðs- gjöldum verði útgjöld ríkisins lækkuð um 134 milljónir. Halldór segir að í eðli sínu sé kirkjan þjónustustofnun sem haldi úti þjónustu um allt land. Hún muni hins vegar leitast við að halda þjónustu sinni við fólkið í landinu óbreyttri – jafnvel auka hana í ljósi þeirra þrenginga sem margt fólk hafi verið að lenda í og starfsfólk kirkjunnar finni greinilega fyrir hjá almenningi. „Þess vegna munum við væntanlega fyrst og fremst skerða fram- lög til ýmissa sjóða kirkjunnar sem þýðir aftur minni framlög til framkvæmda, við- halds og endurbóta á kirkjum og öðru hús- næði í eigu kirkjunnar.“ Halldór segir að í þessu sambandi beri hins vegar minna á að samkvæmt nýlegum kirkjulögum og ýmsum samningum sem fylgt hafa í kjölfarið við ríkið hafi verið stefnt að auknu fjárhagslegu sjálfstæði kirkjunnar: „Þess vegna skýtur það skökku við að tekjustofnar kirkjunnar skulu vera skertir að frumkvæði ríkisins, ekki síst vegna þess að litið er á sóknargjöldin sem þjónustu- eða félagsgjöld sem almenningur greiðir en ekki sem framlag frá ríkinu. Þá má einnig benda á að ríkið skerðir með þess- um aðgerðum einnig sóknargjöld til annarra trúfélaga. Þessi skerðing getur eflaust komið þeim illa, svo og ýmsum þjóðkirkjusöfnuðum um allt land sem stofnað hafa til fjárhags- legra skuldbindinga, t.d. með ráðningu starfsfólks.“ Viðbrögð við tillögum meirihluta fjárlaganefndar um lækkun ríkisútgjalda Telja engan rök- stuðning fyrir hækkun gjalda ÞINGMENN stjórnarandstöð- unnar gagnrýndu mjög fyrirhug- aðar breytingar á skattalögum á Alþingi í gær. Sögðu þingmenn Samfylkingarinnar m.a. við aðra umræðu málsins að tillögurnar ykju möguleika á skattasniðgöngu og tilfærslu á launatekjum yfir í arð og hagnað og einnig að breyt- ingarnar kæmu mjög misjafnlega niður á landshlutum. Vilhjálmur Egilsson (D), formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði hins vegar, þegar hann mælti fyrir breytingartillögum nefnd- armeirihlutans, að frumvarp ríkisstjórnarinnar væri til þess fallið að skapa hér nýtt hagvaxt- arskeið á næstu árum. Hér væri um að ræða eitt af helstu málum þessa þings. Tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir marg- víslegum breytingum á skattalögum sem varða bæði einstaklinga og fyrirtæki. Tekjuskattar fyr- irtækja lækka verulega og sama má segja um eignarskatta fyrirtækja og einstaklinga. Nokkur lækkun verður einnig á tekjuskatti einstaklinga, auk þess sem skattskylda húsaleigubóta fellur niður. Á móti er gert ráð fyrir lítils háttar hækkun á tryggingagjaldi. Tengjast breytingartillögur meirihluta efna- hags-og viðskiptanefndarinnar við frumvarp rík- isstjórnarinnar að mestu leyti ákvæðum er varða reiknað endurgjald og lífeyrisréttindi. Víðtæk gagnrýni Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagðist sjaldan hafa séð jafnvíðtæka gagnrýni á frumvarp, og borist hefði frá umsagn- araðilum um skattafrumvarpið. Jóhanna, sem mælti fyrir nefndaráliti fyrsta minnihluta efna- hags- og viðskiptanefndar, sagði að Samfylkingin legðist gegn hækkun tryggingagjalds og vildi lækka tekjuskatt á fyrirtæki úr 30% í 25% í stað þess að lækka það í 18% eins og tillögur stjórn- arflokkanna gera ráð fyrir. Má hins vegar geta þess að Pétur H. Blöndal (D) lýsti þeirri skoðun við umræðuna í gær að færa ætti þessa skattpró- sentu niður í 11%. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að Samfylkingin vildi að hækkun frítekjumarka í hátekjuskatti verði frestað um tvö ár sem þýddi 600 milljóna króna sparnað á næsta ári. Sam- fylkingin styddi einnig hækkun fríeignamarka eignarskatts og sérstaks eignarskatts um 20% vegna eigna í árslok 2001 til að koma í veg fyrir hækkun eign- arskatta vegna sérstakrar hækk- unar á fasteignamati. Þá styddi flokkurinn afnám sérstaks eign- arskatts á lögaðila og einstak- linga og lækkun á almennum eignarskatti á einstaklinga. Loks sagði Jóhanna að tillögur ríkisstjórnar- innar hefðu í för með sér verulegt tekjutap sveit- arfélaga og taldi hún það ámælisvert ef á rökum væri reist, að stjórnvöld hefðu ekki haft samráð við sveitarfélögin við undirbúning tillagnanna. Taldi hún að með því væri verið að brjóta ákvæði samstarfssáttmála ríkisins við sveitarfélögin í landinu. Vilja fresta breytingunum Ögmundur Jónasson (VG) gerði grein fyrir nefndaráliti annars minnihluta í efnahags- og við- skiptanefnd en þar er lagt til að í ljósi gagnrýni sem komið hafi fram á frumvarpið, og þeirrar óvissu sem nú er uppi í efnahagsmálum, verði áformuðum skattkerfisbreytingum ríkisstjórnar- innar frestað og þess freistað að ná fram víðtækri sátt í þjóðfélaginu um breytingar sem leiði til auk- ins jöfnuðar og kröftugra atvinnulífs. Sagði Ögmundur að í því sambandi væri eðli- legt að hafa það að leiðarljósi að stefnt verði að því að samræma skatta á lögaðila, fjármagn og laun. Til að ná því markmiði væri nauðsynlegt að hækka fjármagnstekjuskatt frá því sem nú er en jafnframt hækka persónuafslátt og tryggja með því móti hækkun skattleysismarka fyrir einstak- linga. Sverrir Hermannson (F) sagði að skattaíviln- anir til forréttindahópa bæri hér hæst. Sagði hann frumvarpið í raun þensluvaldandi og því væri rétt, við núverandi aðstæður, að fresta því og beita heldur vaxtalækkun þegar í stað, þ.e. ef valdhafar teldu slíkt óhætt. Það hefði í öllu falli skjótvirkari áhrif og yrði til að auka umsvif á ný. „Ég geri ekki ráð fyrir að þingflokkur Frjálslynda flokksins muni ljá þessu máli lið að einu eða neinu leyti,“ sagði Sverrir Hermannsson um frumvarpið. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar í gærkvöldi og svaraði þá m.a. þeim spurningum sem til hans hafði verið beint. Hann sagði ekki hafa verið haft samráð út fyrir stjórnarflokkanna, hvorki sveitarfélög, aðila vinnumarkaðar eða aðra, um tillögurnar enda hefðu menn talið að það gæti haft óæskileg áhrif. T.d. að það hefði getað leitt til innherjaviðskipta enda hefðu þá sumir fengið vitneskju um hluti, er hefðu áhrif á markaðinn, sem aðrir fengu ekki. Taldi Geir þó ekki að brotið hefði verið á sam- starfssamningi sveitarfélaga og ríkisins. Geir sagði það vissulega rétt að frumvarpið hefði í för með sér að sveitarfélögin þyrftu að greiða meira í tryggingagjöld en áður. Hann kvaðst hins vegar telja að aukin umsvif, sem breytingarnar hefðu væntanlega í för með sér, myndu vega þar upp á móti og vel það. Skattalagabreyt- ingar gagnrýndar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Geir H. Haarde fjármálaráðherra telur ekki að brotinn hafi verið samstarfssamningur. MENNTAMÁLANEFND Alþingis hefur lagt fram tillögu á Alþingi um hverjir hljóti heiðurslaun listamanna á næsta ári. Listamennirnir eru 21 talsins, þeir sömu og á síðasta ári, og samkvæmt tillögunni hljóta þeir 1,6 milljónir króna hver. Fjölgað var um 10 í heiðurslauna- flokki listamanna á síðasta ári en listamennirnir sem hljóta launin á næsta ári, samkvæmt tillögu mennta- málanefndar eru Atli Heimir Sveins- son, Árni Kristjánsson, Ásgerður Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurðar- dóttir, Guðbergur Bergsson, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyj- ólfsson, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Nordal, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Stefán Hörður Grímsson, Thor Vilhjálmsson, Þor- steinn frá Hamri, Þráinn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir. Heiðurs- launaflokk- ur lista- manna óbreyttur FJÁRLÖG fyrir árið 2002 verða tekin til þriðju og síð- ustu umræðu á Alþingi í dag. Hefst fundurinn kl. 10.30 fyrir hádegi. Ráðgert er að ljúka um- ræðunni í dag en að atkvæða- greiðsla um fjárlaga- frumvarpið fari síðan fram á fundi á laugardag. Á þeim fundi yrði einnig mælt fyrir bandorminum svokallaða, þ.e. frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem kveður á um aðgerðir er eiga að afla ríkissjóði aukinna tekna. Fjárlög rædd í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.