Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S ÍÐARI umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2002 fór fram á borgarstjórnarfundi í gær. Stóð hún frá kl. 14 og fram á kvöld og tóku fjölmargir borgarfulltrúar meirihluta og minni- hluta þátt í umræðunni. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri gerði í upphafi grein fyrir breyting- artillögum sem fjallað hafði verið um á fundi borgarráðs 4. desember. Sjálfstæðismenn fluttu ekki breytingatillögur við fjárhagsáætlunina. Borgarstjóri rifjaði upp að sú framtíðarsýn sem Reykjavíkurlistinn hefði markað árið 1994 væri nú orðin að veruleika. Hann hefði sýnt áræði í að hrinda í framkvæmd viðamiklum málaflokkum, svo sem einsetningu grunnskóla, og sagði að á næsta ári væri búið að byggja til að einsetja 28 skóla af 30. Hún sagði oft hafa gefið á bátinn á þessari leið meirihlutans, ýmis kröfugerð hefði verið uppi, t.d. í skólamálum, að menn hefðu viljað stærri viðbygg- ingar, meira fé í tækjakaup og betri aðstaða fyrir mat í hádegi og fleira. Aðrir hefðu bent á að bygg- ingarnar væru of dýrar og of mikið væri gert. Sagði hún sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa blandað sér í báða þessa hópa við umræður um málin eftir því hvernig vindar hafi blásið. Hún sagði hafa komið upp vandamál vegna fjármögnunar, kjaramála og mönnunar en nú væri það að snúast við. Þrátt fyrir þetta hefði Reykjavíkurlistinn komist þangað sem hann ætlaði sér og búið væri að leggja grunn að góðu þjónustukerfi við íbúa og fjölskyldur borg- arinnar. Þetta hefði tekist þrátt fyrir úrtölur sjálf- stæðismanna á ýmsum sviðum, þetta væri ekki þeim að þakka. Skuldir áætlaðar 52% af skatttekjum 2002 Borgarstjóri ræddi einnig skuldasöfnun og kvaðst hafa bent á það á síðasta fundi að skulda- söfnun hefði verið stöðvuð og kvaðst hún þar eiga við fjárfestingar á vegum borgarsjóðs. Árið 1994 hefðu skuldir verið 120% af skatttekjum en á næsta ári væru þær áætlaðar 52% af skatttekjum. Nú tæki rekstur tæplega 82% af skatttekjum en árið 1994 hefðu þær nær allar farið í rekstur. Þá ætti borgarsjóður nú ríflega 4 milljarða í peningum þeg- ar greitt hefði verið fyrir allan rekstur en þessi upp- hæð hefði verið 300 milljónir árið 1994. Borgarsjóð- ur ætti 17% af skatttekjum í sjóði eftir rekstur. Borgarstjóri kvaðst ekki muna eftir neinni ábend- ingu í málflutningi sjálfstæðismanna sem leitt hefði til betri stöðu borgarsjóðs. Þeir hafi alltaf talað gegn hugmyndum um leiðir til að renna styrkari stoðum undir fjárhag borgarinnar, ekki viljað hafa skatta í Reykjavík með svipuðum hætti og í öðrum sveitarfélögum, ekki viljað innheimta holræsagjöld, ekki viljað færa niður eigið fé Orkuveitunnar til að greiða niður skuldir borgarinnar, ekki viljað hækka þjónustugjöld, ekki viljað selja Sjúkrahús Reykja- víkur og ekki viljað skera niður í rekstri. Minnihlut- inn hefði viljað hafa allt eins og áður að reka borg- arsjóð með halla. Nú væri komið á jafnvægi í fjármálum borgarinnar, það væri ekki sjálfstæð- ismönnum að þakka og hefði gerst þrátt fyrir and- stöðu þeirra. Í þriðja lagi ræddi borgarstjóri framtíðarsýn og m.a. samráð við nágrannasveitarfélög, ekki síst í skipulagsmálum og minnti á að miðborgin hefði ver- ið endurnýjuð, víða væri verið að úthluta lóðum fyr- ir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, uppbygging stæði yf- ir í miðborginni m.a. fyrir menningartengda ferðaþjónustu og vísindagarða í Vatnsmýri. Áfram yrði fjárfest á sviði hefðbundinna atvinnugreina, m.a. nýrri virkjun á Hellisheiði, sem skapað gæti forsendur fyrir nýjum tækifærum í atvinnulífi. Hún sagði borgina nú samkeppnishæfa um ungt fólk og atvinnu, mikið fjármagn hefði farið í þessa upp- byggingu en úr því mætti draga í framtíðinni. Kvað hún enn þetta ekki sjálfstæðismönnum að þakka, þessar framfarir hefðu gerst þrátt fyrir málflutning þeirra. Sama ræðan og síðustu ár Borgarstjóri sagði Ingu Jónu Þórðardóttur hafa flutt sömu ræðu á síðasta borgarstjórnarfundi og hún hefði gert síðustu ár um fjárhagsáætlun borg- arinnar og aðrir borgarfulltrúar flokksins hefðu við- haft svipaðan málflutning með ýmsum tilbrigðum. Sagði hún málflutning hennar hafa þann eina til- gang að draga úr trúverðugleika þeirra sem stjórn- uðu borginni. Sagði hún sjálfstæðismenn vilja stjórna fjölmiðlaumræðu, draga athygli frá borg- arsjóði, rekstri hans og framkvæmdum, draga at- hyglina frá eigin málefnafátækt. ,,Hjakka þar í bók- haldshugtökum og færslum, veltufjármunum, handbæru fé, sjóðsstreymi, verðbreytingafærslum, útistandandi kröfum, fjármagnsgjöldum, heildar- skuldum, hreinum skuldum og svo framvegis þar til enginn skilur upp né niður í því sem sagt er og stundum minnst þeir sem mest tala og taka uppí sig,“ sagði borgarstjóri. Sagði hún stór orð notuð, þau gengju vel í fréttatímum og fyrirsögnum. Not- uð væru orð eins og fjármálaóstjórn og að skuldir ykjust um 9 milljónir á dag alla daga ársins, líka um jól og páska, og með slíkum upphrópunum mætti ná eyrum almennings. Borgarstjóri ræddi einnig fjármál Orkuveitu Reykjavíkur og sagði Ingu Jónu hafa gert sjóðs- streymi hennar tortryggilegt. Borgarstjóri sagði handbært fé vera það sem til væri þegar rekstur hefði verið greiddur. Verðbreytingafærsla hvorki fjölgaði né fækkaði þeim krónum. Nota mætti þetta handbæra fé til að greiða niður skuldir eða fjár- festa. Hún sagði þessa upphæð nema um 4,3 millj- örðum á næsta ári og að hún yrði 5 milljarðar árið 2005. Þetta sýndi að fyrirtækið væri sterkt enda væri þetta ámóta upphæð og borgarsjóður hefði frá öllum sviðum í rekstri sínum. Borgarstjóri sagði OR öflugt og stöndugt fyrirtæki en það hefði liðið fyrir það að sjálfstæðismenn töluðu alltaf um það sem illa rekið. Eigið fé þess væri 36 milljarðar, af- gangur af rekstri væri 4 milljarðar og hefði fjárfest fyrir um 5 milljarða árlega síðustu árin, alls um 30 milljarða árin 1994 til 2002. Hún sagði þetta fyr- irtæki ekki þurfa að sæta því að talað væri um það eins og illa rekið fyrirtæki sem væri þurfalingur hjá borginni. Vitnaði hún til skoðanakönnunar um OR og væri niðurstaða hennar sú að fyrirtækið væri stöndugt og samkeppnishæft. Sagði hún sjálfstæðismenn ekki hafa minnst á þessar góðu niðurstöður og spurði hvort það væri vegna þess að hún væri of já- kvæð fyrir fyrirtækið, ekki virtist vera ástæða hjá þeim til að hrósa starfsfólki þar né heldur því starfs- fólki sem stýrði fjármálum borgarinnar. Gerð rammafjárhagsáætlunar hefði leitt til nýrra og ár- angursríkari vinnubragða í fjármálastjórn og á þetta minntust sjálfstæðismenn aldrei. Meiri tekjur vegna aukinna skatttekna Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, sagði sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt skuldasöfnun borgarinnar á sama tíma og vel áraði í efnahagsmálum. Hún sagði að á næsta ári myndi borgarsjóður hafa 6,5 milljörðum króna meira úr að spila vegna skatttekna heldur en 1998. Engin króna af þessari aukningu hefði farið í að greiða niður skuldir, peningar frá Orkuveitunni hefðu verið fengnir í það. Hún sagði skuldir borgarinnar hafa aukist um 12,5 milljarða á þessum sama tíma. Inga Jóna sagði sjálfstæðismenn ekki flytja breytingartillögur við fjárhagsáætlun borgarinnar að þessu sinni. Lögð væri áhersla á að borgin héldi álögum á almenning í lágmarki. Taldi hún verulega skorta á að gætt væri aðhalds og gagnrýninnar fjár- málastjórnar sem væri brýnt á tímum þenslu, og gætu þeir það ekki á slíkum tíma væri ólíklegt að þeim tækist það á tímum samdráttar. Inga Jóna sagði það langt frá því vanvirðingu við starfsmenn OR að gagnrýna skuldasöfnun sem Reykjavíkur- listinn hefði staðið fyrir eins og borgarstjóri hefði sagt um athugasemdir sínar á síðasta fundi. Inga Jóna sagði sjálfstæðismenn á síðustu 8 ár- um hafa flutt ýmsar tillögur í átt til hagræðingar í starfsemi borgarinnar en þær hefðu markvisst ver- ið felldar gegnum árin. Á síðasta fundi hefði t.d. ver- ið borin upp tillaga um sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem fært gæti borgarsjóði drjúgar fjárhæðir. Á sama hátt hefði ekki verið tekið í tillögur um nýj- ungar í borgarkerfinu, svo sem útboð sorphirðu. Báknið yrði sífellt umfangsmeira og þyngra í vöf- um. Sagði hún sjálfstæðismenn ítrekað hafa bent á þenslu í borgarkerfinu á valdatíma Reykjavíkurlist- ans, margir millistjórnendur hefðu verið ráðnir og væri nú ekki lengur pláss fyrir nýja starfsmann í Ráðhúsinu. Hún sagði mikla aukningu hafa orðið í fundum og ráðstefnum og þótt það væri oft gagn- legt yrði að vega og meta slíkt hverju sinni. Hún sagði borgarstjóra oft hafa bent á hve mið- borgin væri mikilvæg. En hver væri raunin? Hún væri sú að allt væri þar á undanhaldi, nú væru hags- munaaðilar að reyna að spyrna við fótum. Þeir leit- uðu á náðir borgarinnar eftir eðlilegu svigrúmi til uppbyggingar en það væri ekki veitt, ekki fengjust afgreiddar deiliskipulagstillögur. Hún sagði versl- unum enn fækka við aðalverslunargötu borgarinn- ar, menn stæðu enn í vörn og á meðan talaði borg- arstjóri um hve vænt sér þætti um miðborgina en gripi ekki til neinna aðgerða. Inga Jóna kvaðst vilja vekja athygli á þeim vinnu- brögðum Reykjavíkurlistans, að verið væri að seil- ast inn í áhætturekstur með almannafé. Hún sagði ofurtrú á miðstýringu endurspeglast í vinnubrögð- um meirihlutans, borgin ætti að mati þeirra að sinna öllum rekstri sjálf. Hún sagði þetta líka ein- kenna skólamál, enginn skóli mætti verða til án þess að borgin kæmi þar við sögu. Sagði hún einka- skólana í fjársvelti vegna reglna um fjárframlag borgarinnar til þeirra. Þögn sama og samþykki Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, lýsti von- brigðum með ræðu Ingu Jónu og sagði hana hafa heyrst áður. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hefðu þá ítrekað kallað eftir framtíðarsýn minni- hlutans eins og borgarstjóri hefði gert á síðasta fundi, um starf borgarinnar á næsta ári. Enn eitt árið sagði hann Ingu Jónu koma í ræðustól og ekki gera annað en það sem væri auðvelt, að gagnrýna. Hefði hún ekki fram að færa eigin hugmyndir eða borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Fram- tíðarsýn meirihutans sagði hann birtast í fjárhags- áætlun ársins en hann sagði Ingu Jónu skauta framhjá tillöguleysi sjálfstæðismanna með því að minna á tillögur sem fluttar hefðu verið á síðustu ár- um. Hann sagði tillögur sjálfstæðismanna hafa mið- að að því að auka útgjöld borgarsjóðs og draga úr tekjum og því hefði hann fagnað tillögu um sölu stöðvarinnar. Helgi sagðist líta svo á að úr því að sjálfstæðismenn flyttu engar breytingatillögur við fjárhagsáætlunina væru þeir henni samþykkir. Þögn væri sama og samþykki. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sagði ástæðu til að senda Helga Hjörvar tillögur sem sjálfstæðismenn hefðu flutt í borgar- ráði og borgarstjórn á síðustu árum þar sem hann væri ekki nógu upplýstur um það starf. Þær væru að sínu mati nokkuð á annað hundrað og taldi lík- legt að þeim ætti eftir að fjölga fram til næstu kosn- inga. Hann rifjaði upp ummæli Helga Hjörvar um að gjöld myndu ekki hækka og að ekki yrðu settir meiri fjármunir í Línu.Net en um 200 milljónir króna. Sagði Júlíus Vífill þetta vera alls orðið um 1,6 milljarða króna og vegna hækkana á gjaldskrám í borgarkerfinu hefðu sjálfstæðismenn óskað eftir úttekt fjármáladeildar á þróun í gjaldskrármálum síðustu árin. Borgarfulltrúinn sagði meirihlutann hafa ákveðið að láta næstu kynslóð bjarga málum, hann eyddi á báða bóga og framtíðin yrði að taka á því. Kvað hann nokkra von til þess að þessi fjárhagsáætlun yrði sú síðasta hjá Reykjavíkurlistanum, hann hefði setið það lengi að völdum og mál til komið að hann fengi frí. Hann benti á að hagnaður OR hefði verið áætlaður 1,1 milljarður króna á þessu ári en sam- kvæmt útkomuspá fyrir árið yrði hann rúmlega 200 milljónir króna. Gengistap hefði aukist úr tæpum 500 milljónum í 2,2 milljarða. Gengistap næsta árs sagði hann áætlað um 490 milljónir króna. Kvað hann brýnt að athuga hvað búið væri að gera fyr- irtækinu, hagnaður þess hefði farið stórum minnk- andi og áætlun um hagnað hæsta árs byggðist helst á því að áætlun um gengisþróun stæðist. Hann gagnrýndi aukin hlutafjárkaup OR í Línu.Neti og sagði þau augljóslega gerð vegna kosninga sem færu í hönd. Margir borgarfulltrúar beggja lista tóku þátt í umræðunni um fjárhagsáætlunina. Stóð hún langt fram eftir kvöldi og var hún að lokum samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fór fram í borgarstjórn í gær Minnihlutinn telur skorta á aðhald í fjár- málastjórn Morgunblaðið/ÞorkellHöfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, gerði í upphafi borgarstjórnarfundar athuga- semd við fundarstjórn á síð- asta borgarstjórnarfundi. Greindi hún frá bréfi sem hún hefði sent skrifstofustjóra borgarinnar vegna afgreiðslu fundarins á sölu Malbikunar- stöðvarinnar Höfða hf. Vildi hún fá álit skrifstofustjóra um hvort rétt hefði verið mál- um haldið hjá forseta borg- arstjórnar þegar tillagan var afgreidd á síðasta fundi borg- arstjórnar. Sjálfstæðismenn lögðu fram tillögu á síðasta fundi um að hefja skyldi undirbún- ing að sölu malbikunarstöðv- arinnar. Fram kom breyting- artillaga frá Helga Hjörvar, sem vék úr forsetastóli við umfjöllun um tillöguna. Lagði hann til að starfshópi um sölu eigna yrði falið að kanna með hvaða hætti standa mætti að sölu á eignarhluta borgarinn- ar og meta kosti þess og galla fyrir fjárhagsstöðu borgar- innar. Inga Jóna telur tillögu Helga Hjörvar vera nýja til- lögu og henni hefði fylgt greinargerð. Kveðst hún hafa litið svo á að tillaga sjálfstæð- ismanna gengi efnislega lengra og hefði því átt að bera hana fyrst undir at- kvæði. Varaforseti hefði hins vegar borið upp tillögu Helga Hjörvar, sem var samþykkt, og síðan slitið fundi. ,,Hafi til- lagan verið breytingatillaga átti að sjálfsögðu að bera að- altillöguna upp að nýju. Það var ekki gert,“ segir í bréfi Ingu Jónu. Telur hún í bréfi sínu að úrskurður varaforseta hafi verið byggður á hæpnum forsendum og óskar eftir áliti skrifstofustjóra borgarstjórn- ar um hvort meðferð tillög- unnar hafi verið í samræmi við almenn fundarsköp. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, taldi langa hefð fyrir því að breytinga- tillögur væru teknar til af- greiðslu sem breytingartillög- ur við aðaltillögur eins og forseti hefði úrskurðað á síð- asta fundi. Kvaðst hann ekki gera ráð fyrir að því yrði breytt. Taldi hann að athuga- semd Ingu Jónu ætti rétt á sér, að eðlilegt hefði verið að bera hana upp breytta en kvaðst vona að það breytti þó ekki meðferð málsins. Vill álit skrifstofu- stjóra um fundar- stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.