Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 67 Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr. UMSÓKNARFRESTUR um „Há- skólanám með vinnu“ í tölvunar- fræði við Háskólann í Reykjavík rann út í lok nóvember og bárust alls 189 umsóknir. Karlmenn eru í töluverðum meirihluta eða tæplega 75%. Nemendur í Háskólanámi með vinnu geta lokið Kerfisfræðiprófi HR (60 einingar) á rúmlega tveim- ur árum og BS prófi (90 einingar) á rúmlega þremur árum og eru námsannir þrjár á ári í stað hefð- bundinna tveggja. Kennsla fer fram tvo daga í hverri viku kl. 16.15 – 19.15 og að auki sækja nemendur sér hljóðfyr- irlestra á netið. Alls munu um 100 nemendur fá inngöngu í námið sem hefst í byrjun janúar. Fleiri karlar en konur sækja um tölv- unarfræðinám ♦ ♦ ♦ KVEIKT verður á jólatré Kópavogs- búa, laugardaginn 8. desember kl. 14.40, í Hamraborg Kópavogi. Tréð er gjöf vinabæjar Kópavogs í Svíþjóð, Norrköping. Athöfnin hefst með jólatónum Skólahljómsveitar Kópavogs. Síðan mun sendiherra Svíþjóðar, Hermann af Trolle, afhenda tréð og forseti bæjarstjórnar, Bragi Michaelsson, veita því viðtöku. Samkór Kópavogs syngur jólalög og jólasveinar koma í heimsókn, segir í fréttatilkynningu. Kveikt á jólatré í Kópavogi STANGAVEIÐIFÉLAG Hafnar- fjarðar varð 50 ára 6. desember sl. Af því tilefni verður haldinn afmælis- fundur í félagsheimilinu í Flata- hrauni 29, Hafnarfirði, laugardaginn 8. desember kl. 17–19. Boðið verður upp á léttar veiting- ar, segir í fréttatilkynningu. Afmælisfundur Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar NÝ svæðameðferðarnuddstofa Sig- rúnar Magneu Jóelsdóttur hefur veriðopnuð á Smáraflöt 3 í Garðabæ. Svæðameðferð er fyrir fólk á öll- um aldri. Einnig er boðið upp á reiki- heilun og nudd. Sigrún lærði svæða- meðferð í Danmörku við Vestsjæl- lands Zoneterapeuter Skole FDZ í Holbæk 1997-1999. Sigrún er með- limur í Svæðameðferðafélagi Ís- lands. Stofan er opin frá kl. 15, segir í fréttatilkynningu. Ný svæðameð- ferðarnuddstofa ♦ ♦ ♦ Í TILEFNI af tíu ára afmæli SORPU var efnt til myndasamkeppni á með- al nemenda sem komu í vettvangs- ferð til Sorpu á árinu 2001. Þátttaka var góð og bárust nokkur hundruð myndir í keppnina. Þrettán myndir hafa verið valdar til þess að prýða dagatal Sorpu árið 2002. Verðlaunaafhending fyrir þessar þrettán myndir fer fram laugardag- inn 8. desember kl. 13 í Góða hirð- inum, Nytjamarkaði Sorpu og líkn- arfélaga, í Hátúni 12, Sjálfsbjargar- húsinu. Samtímis verður opnuð sýning á þeim myndum sem bárust í keppn- ina. Stór þáttur í kynningarstarfsemi Sorpu er móttaka skólahópa á ýms- um aldri þar sem nemendur fá tæki- færi til þess að kynnast starfsemi fyrirtækisins með eigin augum. Þar er lögð áhersla á að kynna umhverf- issjónarmið og þá möguleika sem einstaklingurinn hefur til þess að leggja sitt af mörkum. Myndirnar á sýningunni eru túlkun nemendanna á því sem fyrir augu og eyru bar í vettvangsferðinni," segir í frétt frá Sorpu. Sýning í Sorpu RAUÐI kross Íslands hefur gefið út bækling um aðstoð við börn eftir áfall. Um er að ræða auðlesinn bækl- ing sem saminn er af bandarískum sálfræðingi, Deborah DeWolfe, og þýddur af Sigríði B. Þormar. Honum verður dreift á heilsugæslustöðvar og til deilda Rauða krossins, sem eru 51 um allt land. Börn sem lenda í atburðum eins og bruna, jarðskjálfta, bílslysi eða al- varlegum missi verða oft fyrir miklu áfalli þar sem sú upplifun barnsins að umhverfi þess sé öruggt breytist skyndilega. Rétt viðbrögð þeirra sem standa barninu næst geta hjálp- að því að endurheimta öryggi sitt á ný og ná fyrra jafnvægi. Með útgáfu bæklingsins vonast Rauði krossinn til að hjálpa aðstand- endum við að veita barni sínu þessa aðstoð. Útgáfan er liður í átaki Rauða kross Íslands til að útbreiða skyndi- hjálparkunnáttu í landinu, bæði hvað varðar almenna og sálræna skyndi- hjálp. Á vegum Rauða krossins er áfallahjálparteymi, sem skipað er sjálfboðaliðum sem sérhæfa sig í að- stoð við börn og unglinga og eru reiðubúnir að bregðast við eftir stóráföll. Þeir sem hafa áhuga á að fá bækl- inginn geta haft samband við aðal- skrifstofu Rauða kross Íslands í Efstaleiti 9 í Reykjavík eða deildir félagsins um allt land, segir í frétta- tilkynningu. Bæklingur um aðstoð við börn eftir áfall ÍSLANDSPÓSTUR minnir á að síð- asti skiladagur til að senda jólakort til landa utan Norðurlanda er föstu- dagurinn 7. desember svo þau komi til viðtakanda fyrir jól. Síðasti skila- dagur fyrir jólakort til Norðurlanda er 14. desember ef þau eiga að berast viðtakanda fyrir jól. Jólafrímerki Íslandspósts fást á öllum pósthúsum. Auk þess í Bónus, Hagkaup, Kringlunni og Smáralind og á bensínstöðvum ESSO, OLÍS og Shell. Einnig fást þau í öllum helstu bókabúðum, segir í fréttatilkynn- ingu frá Íslandssíma. Skiladagur jóla- korta til útlanda ♦ ♦ ♦ KVEIKT verður á jólatré í miðbæ Mosfellsbæjar laugardaginn 8. des- ember kl. 16. Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar spilar, Barnakór Varm- árskóla syngur, Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri tendrar jólaljósin og jólasveinar koma í heimsókn og taka lagið. Jólaljósin kveikt í Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.