Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TAKTU LÍFINU LÉTT Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Sigrún Eldjárn — AÐ undanförnu hafa orðið miklar um- ræður í fjölmiðlum um málefni lífeyris- sjóða landsmanna og er það í sjálfu sér eðlilegt og hið ágæt- asta mál, sé sú um- ræða byggð á réttum upplýsingum. Með hækkandi meðalaldri fólks samhliða því sem þrýstingur vex á að það fari fyrr út af vinnumarkaði og á eftirlaun er mikilvægt að lífskjör eftirlauna- fólks séu viðunandi. Við Íslendingar erum svo heppnir, að við búum nú við vandað lífeyriskerfi, sem verður með því besta sem gerist þegar það verður komið til fullrar virkni á öðrum áratug þessarar aldar. Byggt er á svonefndu þriggja stoða kerfi, sem alþjóðlegar fjár- málastofnanir mæla mjög með. Stoðirnar þrjár, sem talað er um í þessu sambandi felast í fyrsta lagi í sjóðssöfnun í samtryggingar- kerfi, sem helst allir þegnar þjóð- félagsins eigi aðild að, í öðru lagi séreignasjóðsmyndun, sem getur m.a. nýst til að brúa það bil sem verður óhjákvæmilega fyrstu miss- erin eftir að hver einstaklingur lýkur starfsævi sinni og í þriðja lagi sé til staðar opinbert trygg- ingarkerfi, einskonar öryggisnet, til að að tryggja af- komu þeirra, sem lítt eða ekki geta byggt upp sjóði með iðgjöld- um af vinnulaunum sínum. Lagaumhverfi og eftirlit Fjármálaeftirlitinu er falið í lögum um líf- eyrissjóði að hafa með þeim kerfisbundið eft- irlit svo rekstur þeirra og ráðstöfun fjármuna sé í sam- ræmi við lög og hags- muna sjóðfélaga sé gætt í hvívetna. Starfsaðferðir Fjármálaeftirlitsins eru að sjálfsögðu í stöðugri mótun, en aðhald þess er vissulega strangt og á að vera það. Upp á síðkastið hefur ávöxtun lífeyrissjóða verið undir vænting- um miðað við undanfarin ár og hafa spunnist um þá staðreynd nokkrar umræður um starfsað- ferðir sjóðanna við ávöxtun fjár- muna. Hrafn Magnússon, frkvstj. Landssambands lífeyrissjóða, hef- ur í hnitmiðaðri blaðagrein nú fyr- ir stuttu skýrt frá helstu stað- reyndum um ávöxtun og ávöxt- unaraðferðir lífeyrissjóðanna og verður það trauðla gert betur af öðrum. Því miður virðast fæstir og það á ekki síður við um fjölmiðla- fólk en aðra, hafa lesið þá grein Lífeyrismál Þorkell Guðbrandsson HVERS vegna ætli það sé? Við höfum heyrt sögur um með- ferð sumra meistara á nemum, léleg laun og slæma framkomu. Nema skortir kjark til að fara fram á leiðrétt- ingu launa sinna. Ef nemi „ibbir gogg“ er ekkert mál að ráða annan hársnyrtinema sem er tilbúinn til að gangast undir „skil- mála“ meistarans. Hvers vegna eru laun hársnyrtinema 67% lægri en launakjör húsasmiða-, bifvéla- virkja- eða rafvirkjanema? Gera hár- snyrtinemar minna gagn í starfs- þjálfunarnámi en aðrir nemar? Eru kennarar svona lélegir? Í fjölmiðlum hafa meistarar haldið því fram að það sé dýrt að hafa hár- snyrtinema í vinnu og hársnyrtinem- ar sýni ekki framlegð fyrr en eftir tvö ár í námi. Að sögn meistara í Meistarafélagi í hárgreiðslu stendur hársnyrtineminn fyrstu tvö árin og horfir á meðan meistarinn sinnir við- skiptavinum sínum. Það væri þokka- legt ef öll kennsla í ökunámi væri þannig. Er þetta ölmusa af hálfu meistara að aumka sig yfir hár- snyrtinema? Er þetta á rökum reist? Meistarar hafa með þessu móti gert lítið úr kennslu verkmenntaskóla- kennara og sjálfum sér. Meistarar gleyma aðalatriðinu. Að vera meist- ari í iðngrein gefur þeim heimild til að vera kennarar. Meistarar eru jafn ábyrgir fyrir kennslunni og kennar- ar í verkmenntaskólum. Atvinnurek- endur vilja fá árangur sem fyrst frá launþegum sínum og leggja „metn- að“ sinn í að fá sem hæfastan starfs- kraft á sem stystum tíma. Iðnnemar í öðrum iðngreinum eru flestir löngu farnir að fá þjálfun hjá meisturum sínum en af hverju eru margir hár- snyrtinemar eingöngu látnir þvo hár, sópa og setja í þvottavél? Ef skoðuð er ferilskráning starfs- náms í hársnyrtiiðn frá umsýslu- skrifstofu námssamninga undanfar- in fjögur ár hafa 45% hársnyrtinema hætt í námi, 20% rift námssamningi og farið að vinna á annarri stofu, en aðeins 35% náðu að ljúka námi. Þetta eru sláandi tölur. Þetta segir okkur að 65% hársnyrtinema eigi í vanda- málum við atvinnurekanda sinn. Því viljum við beina orðum okkar til for- eldra þessara nema. Standið með börnum ykkar í baráttu fyrir bætt- um kjörum. Annar hver hársnyrti- nemi hættir námi Þórunn Daðadóttir Kjarasamningar Standið með börnum ykkar, segja Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir og Þórunn Daðadóttir, í baráttu fyrir bættum kjörum. Súsanna Björg er formaður Félags hársnyrtisveina. Þórunn er framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Íslands. Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir Stofnvistfræðingur LÍÚ, Kristján Þórar- insson, heldur því fram í grein í Morgun- blaðinu, að ekki væri unnt að taka upp fær- eyska fiskveiðistjórn- arkerfið hérlendis vegna þess að „það er vandséð að setja megi slíkar reglur hérlendis vegna dóms Hæsta- réttar frá 1998, svo- nefnds „Valdimars- dóms“.“ Þessi fullyrð- ing er röng og til marks um hvernig umræðan um fiskveiðistjórnun- ina er ævinlega á hvolfi þegar gjafakvótamenn eru annars vegar. Niðurstaða Hæstaréttar var ein- faldlega sú að ekki má mismuna Ís- lendingum um aðgang að sameigin- legum fiskimiðum. Í því felst að kvótakerfið var dæmt andstætt stjórnarskránni og kvótalögin voru því ólög að mati Hæstaréttar. Þenn- an dóm hunsaði Alþingi með fráleit- um útúrsnúningi. Hagsmunir kvóta- eigenda voru teknir fram yfir almannahagsmuni og stjórnar- skrána. Alþingismenn sem stóðu að því verki munu fá verðskuldaðan dóm sögunnar. Dómurinn felur ekki í sér bann við takmörkunum á sókn í auðlindina. Augljóst er að ákvæði stjórnarskrár- innar um jafnræði og atvinnufrelsi má virða þó að hindrun sé sett við óheftri nýtingu auðlindarinnar ef all- ir landsmenn hafa sömu tækifæri til að uppfylla skilyrði sem sett yrðu um nýtingu miðanna. Sóknarkerfi með takmörkuðum fjölda veiðileyfa til að tryggja góða nýtingu á fjárfestingum í sjávar- útvegi getur þannig verið í góðu samræmi við stjórnarskrána ef gætt er að sanngjörn- um leikreglum og að veiðileyfin séu ekki framseljanleg. Veiði- leyfi með takmörkun- um má t.d. bjóða upp eða úthluta til manna sem aflað hafa sér menntunar og reynslu við fiskveiðar og stýra eft- irspurn með aflagjaldi. Undirritaður hefur bent sérstak- lega á sóknarkerfi með svokölluðu lokuðu veiðileyfakerfi með ófram- seljanlegum veiðiréttindum (Limited Entry Non Transferable Licensing) og auðlindagjaldi. Rækilega þarf að undirstrika orðið óframseljanlegum. Veiðum uppsjávarfiska (síld, loðnu, kolmuna) yrði þó sennilega best stjórnað með kvótum í uppboðskerfi. Illt er að gjafakvótasinnar skuli hafa komist upp með að rugla um- ræðuna um fiskveiðistjórnina með því að setja endalaust fram rökleys- ur og rangar staðhæfingar. Stór- felldir hagsmunir landsins eru í húfi að þeim haldist ekki uppi slíkt fram- ferði og nauðsynlegt að hrópa þá nið- ur. Þjóðin verður að hafna þátttöku LÍÚ í mótun nýrrar fiskveiðistefnu meðan vinnubrögðin eru með þessu sniði þar á bæ. Einstaklingar innan hagsmunasamtakanna LÍÚ eiga ekki að hafa sérréttindi, sem bundin eru við aðal, nafnbætur eða lögtign svo að vísað sé í jafnræðisgrein stjórnarskrárinnar eins og hún var orðuð fyrir 1995 þegar stjórnar- skránni var breytt. Þetta verða bæði þeir og aðrir að muna vel. Ef stofnvistfræðingur LÍÚ vill láta taka sig alvarlega á hann að segja satt. Valdimarsdómurinn segir ekkert um færeyska kerfið. Hann dæmdi hinsvegar íslenska kvóta- kerfið andstætt stjórnarskránni og þar með ólöglegt. Framkvæmda- valdið hefur hingað til hunsað dóm- inn og hefur í því tekið sér alræð- isvald að þessu leyti. Þrískipting valdsins var þar með fyrir borð borin á Íslandi og lýðræðið stendur á brauðfótum. Umræða á hvolfi Valdimar Jóhannesson Fiskveiðistjórn Þrískipting valdsins var þar með fyrir borð borin á Íslandi, segir Valdimar Jóhannesson, og lýðræðið stendur á brauðfótum. Höfundur er með eigin rekstur. ÞAÐ er mikil ham- ingja fyrir hvern ein- stakling að stunda það starf, sem gefur honum lífsfyllingu, njóta þess dag hvern að ganga til þess starfs, sem á hug hans allan, og sjá ár- angur batna sökum sinna verka. Sauðfjárbúskapur veitir mörgum þessa hamingju og lífsfyll- ingu og hana ber að þakka af heilum hug. Sauðkindin þakkar okkur á sinn hátt, hún fagnar okkur þegar komið er í húsin, þakk- ar hjálpina við burðinn, að vera hýst þegar kólna fer og ef við erum svo heppin að geta reist hana við ef hún verður afvelta. Ég hef ekki fengið betri þakkir um dagana, en í vor þeg- ar ég gat aðstoðað kind á fætur; það er margt hægt að segja með augna- ráði. Já, sauðfjárbúskapur er óska- atvinnugrein fyrir marga, en það er nú einu sinni svo að við lifum ekki á loftinu, eins og sagt er, og það sem vantar fyrst og fremst eru auknar tekjur. Ég vil sjá miklu markvissara unnið að útflutningi á dilkakjöti, auk þess að auka innanlandssölu með fjölbreyttara úrvali af skyndiréttum. Mér finnst alltof mikil uppgjöf í þessum málum, eins og mörgum öðr- um málum hjá okkur, og ætla ég því að snúa mér að því máli sem átti að vera aðalmál þessa pistils. En það eru hin margumtöluðu landsbyggð- armál. Hvað er landsbyggð? Landsbyggð er allt í kring um landið, en ég ætla að einbeita mér að Þingeyjarsýslum, þar sem er mín vagga. Í sannleika sagt finnst mér okkur líða ósköp vel hér, margar fegurstu náttúruperlur landsins eru innan okkar sýslu, ásamt fleiri gæðum til lands og sjávar. Mannauður er til staðar, en vinnum við ekki of mikið hvert í sínu horni? Það vantar meiri samvinnu, opnari tjáskipti og að láta heyra kröftuglega frá okkur, að það sé fullur baráttuvilji til þess að standa vörð um okkar byggð. Það hvetur stjórnvöld til dáða að standa með okkur og það mun verða gert beri okkur gæfa til þess strax að snúa vörn í sókn. Atvinnufyrirtækin þurfa að vera í höndum okkar sjálfra, afli sem berst á land verður að skapa atvinnu heima. Við eigum að sam- einast um það, að standa vörð um okkur sjálf og styrkja hvort annað. Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga er ein sú stofnun sem við eigum að efla, ég er nýkomin heim frá mánaðardvöl þar og þar var gott að vera. Ég nefni þetta einstaka dæmi um stofnun sem við eigum að láta okkur varða, en auðvitað eru stofnanir um allt héraðið sem okkur ber skylda að hlúa að. Já, kæru Þingeyingar, og aðrir landsbyggðarmenn. Látum í okkur heyra og lofum öðrum að komast að því hvað gott er að búa á lands- byggðinni, þegar stjórnvöld skynja hinn mikla baráttuvilja okkar sjálfra. Sérstakar þakkir til þeirra sem björguðu Hraunsrétt, þar eru mikil menningarverðmæti. Mannauður á landsbyggðinni Kristín Kristjánsdóttir Landsbyggðarmál Látum í okkur heyra, segir Kristín Kristjánsdóttir, og lofum öðrum að komast að því hvað gott er að búa á landsbyggðinni. Höfundur er húsfreyja á Syðri- Brekkum á Langanesi. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.