Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 53 ✝ Ísleifur EyfjörðÁrnason málara- meistari fæddist í Hrísey 13. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Sigurðsson út- gerðarbóndi, f. 19. ágúst 1886, d. 5. júlí 1958, og Guðrún Jónasdóttir hús- freyja, f. 18. janúar 1894, d. 13. júní 1961. Systkini Ísleifs eru: 1) Ragnheiður, f. 11. des. 1912. 2) Jóhanna Sigríður, f. 8. ágúst 1915, d. 22. sept. 1979. 3) Dýrleif, f. 21. sept. 1916, d. 28. mars 1994. 4) Jónas Heiðdal, f. 29. okt. 1917, d. 8. des. 1947. 5) Þur- íður Ásta, f. 19. okt. 1918. 6) Sig- urður, f. 17. apríl 1920, d. 18.apríl 1986. 7) Árni Ásgrímur, f. 18. jan. 1922, d. 24. maí 1939. 8) Ingibjörg Kristjana, f. 19. maí 1923. 9) Elín, f. 13. sept. 1926. 10) Sigurrós Kristín, f. 9. jan. 1931. 11) Kol- brún Sjöfn, f. 16. febr. 1935. 12) Páll, f. 11. okt. 1936. Hinn 1. des. 1956 kvæntist Ís- leifur Jóhönnu Valdey Jónsdótt- ur, f. 7. febr. 1932, og bjuggu þau á Móabarði 25 í Hafnarfirði. For- eldrar hennar voru Jón Sæmunds- son, f. 11. nóv. 1893, d. 27. nóv. 1963, og Anna Rögnvaldsdóttir, f. 26. sept. 1893, d. 26. mars 1987. Bjuggu þau í Ólafsfirði. Börn Ís- leifs og Jóhönnu eru: 1) Ester Ey- fjörð, f. 18. sept. 1956. Börn henn- ar og Elíasar J. Leóssonar, f. 23. nóv. 1946, d. 12. okt. 1999, eru: Bragi Valur, f. 23. febr. 1979, Íris Eyfjörð, f. 13. apríl 1983, Jóhanna Ýr, f. 15. júní 1987. 2) Ásgrímur Jónas, f. 31. maí 1959. Eiginkona hans er Sigrún H. Baldursdóttir, f. 18. febr. 1959. Börn þeirra eru: Arnar Þór, f. 3. júlí 1983, Arndís, f. 11. maí 1987, Ísleifur, f. 22. ágúst 1991. 3) Birgir, f. 1. júlí 1967. Sam- býliskona hans er Ástrún Ósk Ástþórs- dóttir, f. 15. maí 1963. Dóttir þeirra er Elísa, f. 9. jan. 1996, og son- ur Ástrúnar Óskar er Svavar Freyr Ástvaldsson, f. 10. okt. 1984. 4) Kristmann Már, f. 1. mars 1973. Sambýliskona hans er Lilja Björk Kristinsdóttir, f. 4. nóv. 1976. Dætur þeirra eru Birta Sif, f. 23. ágúst 1995, og óskírð Krist- mannsdóttir, f. 13. nóv. 2001. Ísleifur flutti á unglingsárum til Akraness og síðan til Reykja- víkur þar sem hann hóf nám í málaraiðn við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með meistarapróf í húsamálun ár- ið 1956. Vann hann við það til árs- ins 1990 er hann tók við starfi húsvarðar við Iðnskólann í Hafn- arfirði sem hann gegndi til vors- ins 1999. Auk þess vann hann í nokkur ár sem verkstjóri hjá verktakafyrirtækjunum Hvestu hf. og Aðalbraut hf. Ísleifur var virkur félagi í Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og Lionsklúbbi Hafnarfjarðar og sat í stjórn þessara félaga í nokk- ur ár. Útför Ísleifs fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku tengdapabbi, ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig, ég er svo langt frá því að vera tilbúin til þess. Þrátt fyrir að þú værir oft slappur síðustu mánuðina og hvert áfallið á fætur öðru síðustu vikurnar var ég svo viss um að þú sigraðist á veikind- unum og kæmir heim og við ættum öll mörg ár saman enn. Ég man enn þann dag er ég hitti ykkur Jóhönnu í fyrsta sinn en það var fyrir 25 árum og ég aðeins 17 ára unglingur mætti heim til ykkar til að passa með Adda litlu bræður hans tvo. Þið tókuð vel á móti mér þá og það hafið þið alltaf gert, ég varð strax ein af fjölskyld- unni. Á þessari kveðjustund eru mér efstar í huga allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þig, alla þá sunnu- dagseftirmiðdaga sem við höfum spil- að saman kana, jóladagana skemmtilegu, en þér þótti svo vænt um það þegar allir voru samankomnir hjá ykkur Jóhönnu, veiðiferðirnar með fjölskyldurnar í Djúpavatn, úti- legu í Vaglaskógi, samveru á Strönd í Ólafsfirði og svo margt fleira. Þá höf- um við átt ófáar gleðistundirnar sam- an í sælureitnum þínum, Akri í Hrís- ey, en þar leið þér allra best síðustu árin, þú ljómaðir þegar þú sagðir frá öllu því sem þú komst í verk þar og frá öllum þeim sem heimsóttu ykkur þar. Ég vona að þú hafir verið sáttur við þá ákvörðun okkar Adda að gifta okkur í kyrrþey með börnunum okk- ar þremur í Hríseyjarkirkju og verja hveitibrauðsdögunum á Akri. Þá þyk- ir mér sérstaklega vænt um þann dag sem við áttum saman nú í sumar í sumarbústaðnum okkar Adda, en þá komuð þið Jóhanna til okkar að morgni og voruð fram á kvöld. Við spiluðum, keyrðum um nágrennið, borðuðum góðan mat, áttum sem sagt yndislegan dag. Elsku Ísleifur, ég þakka þér fyrir allt og ég lofa að halda minningu þinni á loft við börnin mín. Ég bið guð um styrk fyrir Jóhönnu á þessum erfiðu tímum, en ég veit að börnin þín, tengdabörn og barnabörn munu halda utan um hana. Sigrún. Elsku afi, við systkinin viljum hér minnast þín og þakka þér fyrir allar okkar stundir saman hvort sem það var á Móabarðinu eða úti í Hrísey. Við vorum alltaf velkomin til þín og ömmu og þið voruð alltaf tilbúin að passa okk- ur þegar þess þurfti. Við áttum góðar stundir saman á þínum æskustað í Hrísey þar sem margt var gert, t.d. farið í berjamó, veitt eða rúntað með þér á traktornum. Við eigum eftir að sakna allra jólaboðanna með þér, sam- verustundanna í Hrísey og þegar við spiluðum við þig og ömmu langt fram á nótt. Allar okkar minningar um þig eiga eftir að geymast vel hjá okkur. Elsku afi, okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ur. Við biðjum guð að vera með ömmu á þessari stundu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Arnar Þór, Arndís og Ísleifur. Fallvölt er hún þessi tilvera. Það sem er í dag er stundum annað á morgun. Það upplifum við sem þekkt- um Ísleif, þennan eljusama, lífsglaða mann og félaga. Eftir að hann veiktist liðu fáir dagar þar til hann var allur. Jóhanna og Ísleifur hafa verið okkar bestu vinir í hartnær fimmtíu ár. Fljótlega eftir að þau Jóhanna stofnuðu heimili hófu þau að byggja sér hús í Hafnarfirði með tvær hend- ur tómar, en nægan kraft og dugnað í farteskinu. Af því átti Ísleifur nóg. Þau byggðu sér vandað hús, sem þau bjuggu í síð- an og komu þar upp fjórum börnum, dóttur og þremur sonum. Ísleifur fór aldrei dult með það að ríkidæmi sitt væri Jóhanna og börnin. Það er til marks um andann á æskuheimili barnanna að undanfarin ár leið vart sá dagur að ekki liti eitthvert þeirra inn hjá gömlu hjónunum þrátt fyrir að vera brottflutt og búin að stofna eigið heimili. Ísleifur var málari að mennt og vann við iðnina alla ævi. Hann var snillingur í faginu og þeir sem hann hafði einu sinni unnið fyrir urðu bestu viðskiptavinir hans úr því. Einn sona hans er einnig málari. Hann fór fyrir nokkru með okkur í hús, sem sonur- inn var að mála, og sýndi stoltur hvernig strákurinn ynni. Þar blasti við sama handbragðið og hjá læri- meistaranum. Ísleifur var aldrei iðju- laus og var enda að mála húsið sitt, þegar hann veiktist. Börnin, sem öll höfðu reyndar lært til þeirra verka hjá honum, sameinuðust um að ljúka vinnunni. Við hittum þau hjónin á Akri í Hrísey í sumar og dvöldum hjá þeim eins og stundum áður. Það gleður okkur nú að hafa átt þessar stundir með þeim, þar sem Ísleifur fæddist og ólst upp. Ísleifur var einstaklega þægilegur og auðveldur í samskiptum og mikill vinur vina sinna. Það var alltaf gott að biðja hann bónar, því hann var alltaf tilbúinn að hjálpa sínum. Þegar hann hafði sagt já var verkið hafið – og fljótt búið. Það er erfitt að sætta sig við að ekki skuli verða fleiri rabb- stundir með honum þar sem jákvætt lífsviðhorf hans skein alltaf í gegn og smitaði frá sér. Við biðjum góðan guð að gefa Jó- hönnu og börnum styrk í sorg sinni. Vilfríður og Kristinn. Í dag kveðjum við mætan mann Ís- leif Eyfjörð Árnason málarameistara. og fyrrverandi umsjónarmann hús- eigna Iðnskólans í Hafnarfirði. Kynni okkar Ísleifs hófust í janúar 1990 er hann hóf störf sem umsjón- amaður húseigna skólans. Síðan þá finnst mér eins og ég hafi alltaf þekkt Ísleif. Margt breyttist þegar Ísleifur kom til starfa og vissum við ekki hvernig við fórum að áður en hann kom. Allan daginn heyrði maður: Hvar er Ísleif- ur? Ísleifur átti að bjarga öllu og sú var raunin, Ísleifur bjargaði öllu. Samstarf Ísleifs við alla starfs- menn og nemendur skólans gekk ein- staklega vel, því velviljaðri og hjálp- samari maður var vandfundinn og gekk hann oft langt út fyrir sinn starfsramma með að aðstoða og hjálpa starfsfólki og nemendum með ólíklegustu hluti. Vinnudagurinn hjá Ísleifi var því oft langur og strangur og kom þetta vinnuálag og vilji hans niður á honum þegar hann varð fyrir því áfalli að þurfa að gangast undir hjartaaðgerð. Hann var þó ótrúlega fljótur að ná sér eftir þá aðgerð en hefði þó þurft að hugsa aðeins betur um sjálfan sig og hlífa sér örlítið en það var ekki inni í myndinni hjá hon- um. Viljinn var svo mikill að honum héldu engin bönd, þannig að heilsu hans hrakaði aftur. Þótti honum hart að þurfa að láta af störfum vorið 1999, þá reyndar að verða 71 árs gamall, skömmu eftir að byggingarfram- kvæmdir við nýja skólahúsið hófust og talaði hann oft um að hann hefði viljað vera yngri og heilsuhraustari til að geta fylgt okkur í nýja húsið. Nokkru eftir að Ísleifur hóf störf sem umsjónarmaður vantaði mann til að kenna málurum verktækni og tók Ísleifur það að sér ásamt því að hugsa um húsin. Gekk það svo vel að allir sem nutu handleiðslu hans stóðu sig með slíkri prýði á sveinsprófum að tekið var eftir, og voru nemendur hans mjög ánægðir þó hann gerði til þeirra miklar kröfur eins og sönnum iðnaðarmanni sæmir. Það væri hægt að segja frá svo mörgu fleiru jákvæðu og góðu í fari Ísleifs, en ég læt nægja að segja það sem ég heyrði svo oft frá öðrum sem þurftu að leita til hans: „Það er ekki til nema einn Ísleifur.“ Hann hefði svo sannarlega átt skil- ið að njóta efri áranna með Jóhönnu, sem hann virti og dáði svo mikið. Allt- af var gaman að heyra hann segja: Nú ætla ég að fara heim og kyssa konuna þegar hann gaf sér smá tíma til að skjótast heim til að fá sér að borða. Þá hefðu þau getað haldið áfram að fara saman norður í húsið sitt í Hrísey, fæðingarstað Ísleifs, því alltaf lyftist brúnin á Ísleifi þegar nær dró Hrís- eyjarferðum á hverju vori. Ég vil að leiðarlokum þakka Ísleifi fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og Iðnskólann í Hafnarfirði og flyt þér Jóhanna og fjölskyldu ykkar innileg- ar samúðarkveðjur frá samstarfsfólki Ísleifs við Iðnskólann í Hafnarfirði. Jóhannes Einarsson skólameistari. Það er komin kveðjustund sem við vonuðum að yrði ekki svona fljótt. Ísleifur nágranni okkar og kær vin- ur er fallinn frá eftir nokkur veikindi. Ísleifi og Jóhönnu konu hans kynntumst við þegar við vorum að byggja húsin okkar á Móabarðinu fyrir rúmum 40 árum. Nágrannar okkar urðu síðan okkar bestu vinir. Ísleifur var málari og góður fag- maður, mjög nákvæmur og vandvirk- ur. Gott var að leita til hans og kenndi hann okkur að fara með pensil og málningu, en oft þegar hann var að leiðbeina okkur var hann búinn að mála það sem mála átti. Þannig var hann alltaf tilbúinn að hjálpa. Það kemur margt upp í hugann sem minnast má, svo sem veiðiferðir sem farnar voru á hverju sumri og aðrar ferðir, skemmtileg kvöld við að spila eða bara að sitja við eldhúsborð- ið og spjalla saman. Síðustu árin hafði hugur hans reik- að til æskuáranna í Hrísey, þar sem hann hafði eignast æskuheimilið sitt, Akur. Hafði hann ásamt Jóhönnu og börnum sínum gert það upp og dvöldu þau þar á hverju sumri. Við áttum því láni að fagna að dvelja hjá þeim þar nokkrum sinnum, síðast á liðnu sumri, og áttum þar ánægjulegar stundir saman. Ísleifi þökkum við fyrir að hafa kynnst og átt að vini, hans er sárt saknað. Elsku Jóhanna, Ester, Addi, Birgir og Kristmann og fjölskyldur ykkar. Við fjölskyldan á Móabarði 27 send- um ykkur innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum ykkur guðs blessunar. Sigurjón og Sigrún. ÍSLEIFUR E. ÁRNASON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Látinn er vinnu- félagi minn Axel Þórð- arson á Selfossi. Þeg- ar ég kom til starfa hjá Mjólkurbúi Flóa- manna vorið 1959 var hann bifreiðarstjóri þar og allt til síðustu áramóta að hann lét af störfum, þá orðinn sjö- tugur. Hann var farsæll í starfi, það var eins og hann sneiddi hjá flestum óhöppum, enda athugull og gætinn, en var því oftar sendur til að hjálpa öðrum sem eitthvað hafði komið fyrir eða bilun orðið hjá. AXEL ÞÓRÐARSON ✝ Axel Þórðarsonfæddist á Bjarna- stöðum í Ölfusi 13. október 1930. Hann lést 16. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 24. nóvember. Hann sá af kost- gæfni um bílana sem hann hafði og hirti þá af einstakri snyrti- mennsku og natni. Á síðasta starfsdegi sýndu Fljótshlíðingar þann hug og þakklæti til hans er þeir fjöl- menntu honum að óvörum og lokuðu leiðinni frá síðasta bænum sem hann tók mjólkina á með borða í fánalitunum. Hann var látinn klippa borð- ann í sundur og leystu þeir hann út með ávörpum og gjöf- um. Þann hug veit ég að þeir báru til hans sem hann þjónaði á langri starfsævi en ásamt Fljótshlíðinni keyrði hann lengst í Flóann og Landeyjarnar. Í nokkur ár rak hann ásamt Reykdali Magnússyni hópferðabíla- fyrirtæki og bílaleigu. Var þá nafn- ið Axel og Reykdal víða þekkt fyrir góða, lipra og örugga þjónustu. Sama snyrtimennskan var á öllu hjá honum, húsi, heimili, garðinum, bílskúrnum og ég tala nú ekki um Broncoinn, X-1414, sem lítur út eins og nýr þó hann sé að verða 30 ára. Ég á honum persónulega skuld að gjalda því það var fyrir hans orð að við Adda fengum íbúðina leigða sem við byrjuðum að búa í en þá var lítið um leiguíbúðir og ég lítt kunnugur. Oft leitaði ég aðstoðar hans og fékk ýmislegt lánað og þannig hygg ég að hafi verið með fleiri og þeir notið góðs af. Fyrir þetta þakka ég nú að leið- arlokum. Ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar vinnufélaganna þegar ég segi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Börnum og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur. Óli Jörundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.