Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 59 NÚ er nýlokið lands- þingi Ungra jafnaðar- manna og niðurstaðan er stjórnmálaafl sem er hlynnt frjálslyndu og sanngjörnu samfélagi. Stóru málin hjá Ungum jafnaðarmönnum eru aðild að Evrópusam- bandinu, forgangsröð- un í þágu menntunar, lægri skattar og aukin velferð þeirra sem minna mega sín. Af öðrum minni mál- um má nefna afnám einkasölu ríkisins á áfengi, færslu áfengis- kaupaaldurs niður í 18 ár, afnám á banni við ólympískum hnefaleikum, aðskilnað ríkis og kirkju, opnun bókhalds stjórnmála- flokka og að kjörnir fulltrúar greini frá fjárhagslegum tengslum sínum, s.s. eignarhaldi í fyrirtækjum og framlögum í prófkjörssjóði. Ungir jafnaðarmenn vilja einnig að kynferðisafbrot gegn börnum fyrnist ekki, fæðingarorlof verði lengt, ráð- herrar sitji ekki á Alþingi og að landið verði að einu kjördæmi. Í sjávarút- vegsmálum ber að fara fyrningaleið- ina sem er markaðslausn sem leiðir til þess að útgerðin greiðir í samræmi við eigið mat á verðmæti aflaheimild- anna í auðlindagjald. Sömuleiðis opn- ar sú leið fyrir nýliðun í greininni ólíkt föstu veiðileyfagjaldi. Lágir skattar og markaðslausnir Ungir jafnaðarmenn telja að ekki sé gengið nógu langt í fyrirhuguðum skattalækkunum þar sem of mikil skattheimta dregur þróttinn úr efna- hagslífi þjóðarinnar. Ungir jafnaðar- menn vilja lækka tekjuskattshlutfall einstaklinga og afnema eignarskatt sem bitnar hart á öldruðum sem búa í eigin húsnæði, en hafa engar tekjur. Sömuleiðis ber að afnema stimpil- gjald, skatt á lífeyristekjum, lækka erfðafjárskattshlutfallið en hækka skattsleysismörkin og hátekjuskatt- smarkið. Skattheimta ríkisins á að byggjast í mun meira mæli á svokölluðum hag- kvæmum sköttum, t.d. auðlinda- og mengunargjöldum. Skattkerfið á sömuleiðis að nýta til að örva tiltekna starfsemi, t.d. með því að heimila sér- stakan frádrátt fyrirtækja vegna framlaga til menningar og vísinda. Skilyrðislaus stuðningur við frjálsa samkeppni í efnahagsmálum er besta leiðin til þess að bæta lífskjör að því gefnu að til sé góð sam- keppnislöggjöf. Mark- aðshagkerfið er best til þess fallið að laða fram hagkvæma nýtingu á framleiðsluþáttum og það tryggir neytendum lágt vöruverð með sam- keppni. Ungir jafnaðar- menn telja að ríkið eigi almennt ekki að standa í rekstri í samkeppni við einkaaðila. Lögmál markaðarins eiga þó ekki við þegar kemur að grunnþáttum velferðar- og menntakerfisins þar sem samábyrgð er lyk- ilatriðið. Stúdenta frekar en sauðfé Íslenskt menntakerfi hefur lengi verið aftarlega á merinni hvað varðar forgangsröðun stjórnvalda. Núver- andi ríkisstjórn metur sauðfé meira en stúdenta þegar kemur að opinber- um fjárframlögum. Ungir jafnaðar- menn vilja setja menntamál í algjöran forgang. Slíkt fjármagn fæst m.a. með gjörbreyttri forgangsröðun stjórnvalda og hafi menn þá í huga það fé sem fer í búvörusamninga og ýmis samgönguverkefni. Sömuleiðis gætu auðlinda- og mengunarskattar nýst í að bæta menntakerfið. Ungir jafnaðarmenn hafna alfarið skóla- gjöldum. Ísland í Evrópusambandið Ungir jafnaðarmenn vilja að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusamband- ið. Í lok aðildarviðræðna yrði aðild- arsamningurinn borinn undir þjóðar- atkvæði og mundi því íslenska þjóðin hafa síðasta orðið hvort af inngöngu Íslands í ESB verður. Ungir jafnað- armenn telja það fáranlegt að hafna aðildarsamningi sem ekki einu sinni er til. Það er ljóst að við inngöngu í ESB muni Íslendingar ekki missa forræði sitt yfir fiskimiðunum því við erum þeir einu sem hafa veiðireynslu í lög- sögunni. Þetta staðfesti yfirmaður sjávarútvegsmála ESB í samtali við Morgunblaðið síðastliðið vor. Það er rangt sem kom fram hjá Ragnari Arnalds, fyrrverandi alþing- ismanni, í viðtali við helgarblað DV að við inngöngu Íslands í ESB yrði litið á veiðireynslu ríkja árin 1973-1978. Veiðireynsla þessa tímabils var notuð í samkomulagi aðildarríkja ESB sem var gert árið 1983. Enda eðlilegt að miða við þá veiðireynslu sem var til staðar þegar viðkomandi samningur var gerður. Þegar Spánn gekk í ESB árið 1986 gátur þeir ekki miðað við veiðireynslu sína fyrir útfærslu land- helginnar í 200 mílur árið 1977. Bret- ar gætu því ekki krafist kvóta innan 200 mílna lögsögu Íslands vegna veiða þeirra á Íslandsmiðum fyrir út- færslu landhelginnar árið 1975. Þeg- ar Norðmenn sóttu um aðild að ESB árið 1992 var miðað við veiðireynslu árin 1989-1993. Í aðildarsamningi Íslands að ESB yrði því miðað við þá veiðireynslu sem væri til staðar á þeim tíma sem samn- ingurinn væri gerður. En þar sem Ís- lendingar hafa setið einir að veiðum í meira en tvo áratugi er öruggt að Ís- land fengi allan kvóta innan íslensku lögsögunnar. Innan ESB er hægt að gera kröfu um efnahagsleg tengsl út- gerðarfyrirtækja við viðkomandi land og er því einnig tryggt að ágóði veið- anna renni ekki hindrunarlaust út úr landi. Nú verða Íslendingar að lögleiða um 90% af löggjöf ESB án þess að hafa áhrif á ákvarðanaferli ESB. Inn- ganga Íslands í ESB er því hluti af sjálfstæðisbaráttu en er ekki fullveld- isafsal. Innganga í ESB og upptaka á sameiginlegri mynt ESB þýddi tug- milljarða króna ávinning í lægri vöxt- um, lægra matvælaverði, minni við- skiptakostnaði og auknum erlendum fjárfestingum. Ungir jafnaðarmenn skora á Sam- fylkinguna að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu á oddinn. Nú hafa íslenskir Evrópusinnar ekki skýran valkost og þarf Samfylkingin að taka af skarið og öðlast nauðsyn- lega sérstöðu í augum kjósenda. Skýrar línur hjá Ungum jafnaðarmönnum Ágúst Ólafur Ágústsson Ungkratar Stóru málin, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, eru aðild að Evrópusambandinu, forgangsröðun í þágu menntunar, lægri skattar og aukin velferð þeirra sem minna mega sín. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. FYRIRHUGAÐ er að nýtt hverfi rísi á fyrrum lóð Landsímans við Gufunes í Grafar- vogi, 374 íbúðir á 11,7 hekturum. Svæðið er hinsvegar ákjósanlegt sem íþrótta- og útivist- arsvæði. Svæðið er vel staðsett í miðju hverf- isins, stærsti grunn- skóli landsins er við hliðina og mikil þörf er fyrir almenningsgarð í Grafarvogi. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um umhverfismat skulu nýbyggingarsvæði sæta umhverfismati. Íslensku lögin byggjast á þessari tilskipun. Þrjár tegundir framkvæmda eru hins veg- ar undanskildar í íslensku lögunum; 1) nýbyggingarsvæði, þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða, 2) iðnaðar- byggingar og 3) lagning járnbrauta. Því miður stendur al- menningur illa þegar kemur að ákvörðunum um skipulagningu og umhverfismál nýbygg- ingarsvæða hér á landi. Ef nýbyggingarsvæði sættu umhverfismati gæti fólk orðið virkir þátttakendur og komið á framfæri athuga- semdum til Skipulags- stofnunar. Samkvæmt Evrópu- dómstólnum er aðildar- þjóðum ekki heimilt að fjarlægja ein- staka framkvæmdaflokka af lista tilskipunarinnar. Íslensku lögin eru því ekki í samræmi við tilskipun Evr- ópusambandsins. Réttur fólks til að hafa bein áhrif á m.a. skipulag og um- hverfismál nýbyggingarsvæða hefur þannig verið tekinn af því. Ekki þarf að kalla til sérfræðinga til að átta sig á að áhrif nýbygging- arsvæða á umhverfi fólks geta verið veruleg. Meðal annars getur verið um að ræða landröskun, sjónmeng- un, vatnsmengun, hávaða, loftmeng- un, einnig getur umferðaröryggi minnkað og verðgildi fasteigna í næsta nágrenni rýrnað. Ef nýbygg- ingarsvæði sættu umhverfismati þyrftu framkvæmdaaðilar að gera grein fyrir framangreindum um- hverfisáhrifum. Sem dæmi um framkvæmdir sem þurfa að sæta umhverfismati (til- kynningaskyldar) má nefna skemmtigarða sem ná yfir a.m.k. 2 ha svæði, varanleg tjaldsvæði og hjól- hýsasvæði sem eru 10 ha eða stærri, smábátahafnir sem hafa 150 báta- lægi eða fleiri, framkvæmdir til end- urskipulagningar á landareignum í dreifbýli sem taka til stærra land- svæðis en 20 ha og nýræktun skóga á 200 ha svæði eða stærra. Eðlilegt er að spyrja hvers vegna eftirtaldar framkvæmdir – sem yfir- leitt hafa ekki minni áhrif á umhverf- ið en framangreindar – sæti ekki um- hverfismati: Grafarholtshverfið, bryggjuhverfið við Arnarnesvog (ekki aðeins landfyllingin), Vatns- endasvæðið við Elliðavatn, hugsan- legt bílastæðahús undir Tjörninni eða fyrirhuguð byggð í suðurhlíðum Úlfarsfells og í vesturhlíðum Hamra- hlíðalanda, þar sem áætlað er að rísi um 3.000 íbúðir á um 200 ha svæði. Erfitt er að sjá hvers vegna sér- fræðingar telja nýbyggingarsvæði með 3.000 íbúðum á 200 ha svæði ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif ef nýræktun skóga á 200 ha svæði er talin kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Nýbyggingarsvæði, verslunarmið- stöðvar, bílastæði og ýmsar iðnaðar- byggingar eru framkvæmdir sem hafa mikil áhrif á umhverfi og lífskil- yrði borgara. Ef þessar framkvæmd- ir sættu umhverfismati yrði aðkoma almennings að ákvarðanatöku um skipulagsmál tryggð. Skipulagsmál eru ekki einkamál ráðamanna. Skipulagsvinna skal fara fram í góðri sátt og samvinnu við borgara, annað samrýmist ekki nú- tíma stjórnunarháttum. Skipulagsmál og réttur fólks Björgvin Þorsteinsson Umhverfi Áhrif nýbyggingar- svæða á umhverfi fólks, segir Björgvin Þorsteinsson, geta verið veruleg. Höfundur er verkfræðingur. Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 HEFUR ÞÚ FJÁRFEST Í MYNDLIST Á ÞESSU ÁRI? eftir Lárus H. Grímsson og Messíönu Tómasdóttur Barnaópera Sími miðasölu: 511 4200 Falleg saga um Ófelíu og leikarana í Skuggaleikhúsinu – fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Söngur, dans, grímur, brúður, líf og litir! Samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins Síðasta sýning fyrir jól sunnudaginn 9. des. kl. 15 Tryggðu þér og börnunum þínum miða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.