Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 47 lega fór þér að hraka, læknarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi þínu, en ekki varð við neitt ráðið. Elsku besti vinurinn okkar, við Doddi eigum þér svo margt að þakka á langri samvistargöngu. Alltaf varst þú boðinn og búinn að hjálpa og að- stoða þegar á þurfti að halda. Þú komst með Agnesi þinni til okkar til Rochester þegar Doddi var veikur hér um árið, en svo nokkrum árum seinna fórum við öll saman í gleðilegri erindagjörðum til Bandaríkjanna og Kanada þar sem við nutum frábærr- ar móttöku hjá Thor, Sylviu og öllum hinum ættingjunum. Roseanne og „litli“ Jon eru svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þessi ferð okkar var yndisleg í alla staði. Ómet- anlegt er að eiga allar þessar fallegu minningar um þig til að ylja sér við þegar sorgin hellist yfir. Hafðu þökk fyrir allt, elsku vinur, og sértu góðum Guði falinn. Við biðjum góðan Guð að styrkja og blessa elsku Agnesi, Begga, Bryn- dísi, Finn, litlu Anítu Crystal, Lalla, Ella og fjölskyldu, systkini Árna og aðra ástvini. Kristín og Þórir. Elsku Árni, söknuðurinn er mikill og vantrúin yfir að þú sért farinn frá okkur er mikil. En öllum til stuðnings er gott að leita í þessi orð: Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku Agga, Beggi, Bryndís, Finn- ur, Aníta, Lalli, Elli og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Fjölskyldan Bæjargili 47. Það er gangur lífsins að þroskast og blómstra og láta síðan undan síga. Sú staðreynd getur hins vegar verið þungbær þegar í burtu er tekinn mætur maður í blóma lífsins á góðum aldri. Árni Bergur Sigurbergsson er lát- inn aðeins 53 ára að aldri. Barátta hans við sjúkdóminn hófst snemma á þessu ári en lækning var í sjónmáli og Árni Bergur kom aftur til starfa í sumarlok með mikla bjartsýni og lífs- gleði með sér. Það var þó fyrir skömmu sem sjúkdómurinn gerði aft- ur vart við sig og stutt en snörp veik- indabarátta bar hann ofurliði. Mætur maður er fallinn frá. Hann hóf störf hjá BYKO hf. 22. ágúst 1986. Hann byrjaði í hreinlæt- istækjadeildinni á Nýbýlaveginum og fluttist síðan með henni í Breiddina og varð síðan aðstoðarverslunarstjóri í Hólf og gólf þegar sú verslun var opn- uð 1991. Fyrir þremur árum fluttist hann um set og varð aðstoðarverslunar- stjóri í stærstu verslun BYKO í Breiddinni. Framkoma Árna Bergs og fas í starfi einkenndust af sam- viskusemi og áreiðanleika og var hann mjög úrræðagóður. Samstarf hans var til fyrirmyndar og hafði traustið sem hann ávann sér náð til viðskipta- vina svo um munaði enda mikið til hans leitað. Árni Bergur vann mikið að fé- lagsmálum og var ötull að vinna fyrir okkur í Starfsmannafélaginu og sat lengi í stjórn. Hann naut þess að syngja og átti góða söngrödd. Það er sárt að horfa á eftir góðum sam- starfsmanni og vini til margra ára og stórt skarð hefur myndast í hópinn okkar sem erfitt verður að fylla. Harmur fjölskyldu Árna Bergs er mikill enda var hann einstakur fjöl- skyldumaður sem bar hag fjölskyld- unnar fyrir brjósti og var ávallt stolt- ur af henni. Elsku Agnes og fjölskylda, við biðj- um góðan Guð að blessa minninguna um Árna Berg og styrkja ykkur um ókomna tíð. f.h. starfsmanna BYKO hf. Eggert Kristinsson. Nú stillt og rótt ein stjarna á himni skín sú stjarna leiðir huga minn til þín. – (Ól. Jóh. Sigurðsson.) Stjörnurnar lýsa upp næturhimin- inn og dagsbirtan kemur með morg- unroðanum. Það er í rauninni óskiljanlegt, að tíminn haldi áfram, að dagur taki við af nótt. Þú ert farinn, vinurinn kæri, og hugur okkar er myrkvaður af sorg. Við nemum staðar, það er eins og við getum ekki haldið áfram án þín. Okk- ur finnst að tíminn hljóti líka að standa í stað. En jólin nálgast og aldr- ei er hraðinn og annríkið meira en þá. Undirbúningur jólanna er ekki efst í huga okkar núna. En þó minna þau okkur á, að lífið heldur áfram og við getum leitað friðar og huggunar í jóla- boðskapnum. Hvít snjóbreiða þekur dalinn hér fyrir norðan alveg niður að ánni, þar sem þú stóðst með stöngina þína og háðir baráttu við silungana. Vinirnir þínir hér minnast ógleyman- legra gleðistunda liðinna ára, þar sem allir nutu þess að vera saman. Vinir í þrjátíu ár, áhyggjulausir unglingar, fullorðið fólk, börnin okk- ar að vaxa úr grasi og barnabörnin komin til sögunnar. Við höfum deilt gleði og sorg í gegnum lífið. En nú er göngu þinni lokið. Hurðin hefur fallið að stöfum, þú ert farinn. Við sem ætluðum að hittast svo miklu oftar, verða gömul saman. Þegar við horfum upp í næturhim- ininn, þá finnst okkur þú samt vera svo nálægur, gamalkunnugt brosið, hlýjan í augunum, opinn faðmurinn. Í dag drúpum við höfði í vanmætti og syrgjum góðan dreng. Elsku Agga, hugur okkar er hjá þér, megi kærleikur Guðs umvefja þig, strákana og allt ykkar fólk. Vertu sæll að sinni, elsku vinur, hjartans þökk fyrir vináttuna. Við felum þig góðum Guði. Elfa, Úlfar, Sigríður og Anton. Það var komið vel fram í október, við vorum að ljúka síðustu veiðiferð- inni á þessu ári í Flóðinu í Grenlæk. Gengið hafði á með roki og beljandi rigningu en svo rjómablíða á milli. Það má segja að þetta ár í lífi Árna vinar míns hafi verið eins og veðrið þessa daga í Grenlæknum, veikindi taka sig upp, uppskurður og í fram- haldinu léttir til, allt virðist hafa tek- ist vel. En síðan brestur hann á aftur og aðeins á nokkrum dögum er hann allur. Við kynntumst fyrst árið 1988 með hamar í annarri hendi og sög í hinni, við vorum að byggja okkur hús við Huldubraut í Kópavogi. Við hverja spýtu sem negld var jókst kunningsskapurinn og er húsin okkar voru komin upp vorum við orðnir góðir vinir. Þessi vinátta átti eftir að eflast og ekki skemmdi það fyrir að áhugamálið, stangveiðin, var sameiginleg. Þær eru orðnar margar veiðiferðirnar og margar árnar sem við höfum farið saman í, en þessa októberdaga í Grenlæknum ræddum við um næsta sumar og þá aðallega hina árlegu ferð okkar í Álftá á Mýr- um, uppáhaldsstað okkar beggja, en þangað höfðum við farið sl. 10–12 ár. Það var kannski ekkert undarlegt þótt við hefðum fengið viðurnefnið „Álftárbræður“. Árni var mikill og kappsamur veiðimaður og kom ávallt með góðan afla heim. Saman fórum við á námskeið í fluguhnýtingum. Lít- ið hef ég nú hnýtt en Árni þeim mun meira, flugur hans eru algert lista- verk enda maðurinn mjög handlag- inn. Hann gaf t.d. engum fagmanni eftir í flísalögn. Það sem helst fór í taugarnar á mér varðandi vin minn var að sjá í veiðistöskurnar hans, þar var hver hlutur á sínum stað og aldrei þurfti að leita að neinu þar á bæ, hann brosti hins vegar er hann sá í mína tösku. Ekki ætla ég að rekja ævi Árna, það læt ég aðra um, en er við kynntumst vann hann í Byko í Mjódd og var þar allt þar til yfir lauk. Hann var góður starfsmaður og enginn komst upp með að hallmæla Byko, hann varði sitt fyrirtæki vel og af fag- mennsku. Byko og Árni voru sem eitt. Sagt er að eigi maður einn góðan vin þá sé maður ríkur, er ég skrifa þetta finn ég fyrir fátækt. Við Tóta höfum átt góð ár í félagsskap með Árna og konu hans Agnesi, stundir sem geymast í minningunni, stundir sem við viljum þakka fyrir að hafa átt. Agnesi og strákunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, það er lítið sem við getum gert á svona stundu nema vera til taks hve- nær sem er. Elsku vinur minn, þakka þér fyrir að hafa átt mig að vini. Friðrik Guðmundsson. syni mínum ómetanlega en því miður of skamma samtíð á þessu tilveru- stigi og við óskum þess og vonum að almættið gefi þér, dóttir góð, og börnum þínum þrek til að komast sterkari frá þeirri eldraun sem nú hefur borið ykkur að höndum með svo sviplegum hætti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Eyjólfur Valgeirsson. Vetur konungur er kominn og þeg- ar birtu fer að bregða verður kuldinn áleitnari þótt hvít mjöllin mildi mátt myrkursins. En kallið nálgast, það hlýtur að koma, það hraðar för yfir heiðar og höf, yfir fönn, yfir fjöll og að lokum fær enginn undan vikist. Og nú er kallið komið Ingólfi vini mínum og mági 61 árs gömlum, allt of snemma. Hann hafði að vísu fengið aðvörun fyrir tólf árum en samt kom kallið óvænt, langt úr fjarska, hljóð- lega eins og hvísl eða ómur af lagi í hjartastað. Eftir fjögurra áratuga kynni er margs að minnast. Skemmtilegust voru ferðalögin. Að loknu námi starf- aði Ingólfur um árabil hjá Heklu hf. og vafalaust hefur það átt sinn þátt í því að hann eignaðist Range Rover- bifreiðar sem voru og eru efalítið ein- hver bestu fjölskyldufarartæki á þessu landi. Bifreiðin okkar Kæju hentaði ekki til fjallaferða, því voru ferðaboð Ingólfs og Hildar þegin með þökkum. Fyrir þremur áratug- um fórum við Kæja ásamt tveimur ungum sonum okkar með Ingólfi, Hildi og elskulegri dóttur þeirra, Sigurbjörgu, nokkrar ferðir um há- lendið: Norður Sprengisand og niður í Bárðardal, síðar niður í Vesturdal og suður Kjöl. Þá voru árnar og veg- irnir eða vegleysurnar erfiðari yfir- ferðar en nú er orðið. Bíllinn var ekki ætlaður fyrir sjö en að viðbættri alúð Hildar og Ingólfs var rýmið yfrið nóg. Fyrsta ferðin lifir skýrt í minn- ingunni og nokkur örnefni endur- vekja hughrifin: Ásbyrgi, Aldeyjar- foss, Hljóðaklettar, Hólmatungur. Síðar lá leiðin oft norður í Hjalta- dal þar sem foreldrar systkinanna unnu ævistarf sitt á Hólastað, í sum- arbústaðinn sem Ingólfur reisti ásamt vinum sínum. Silungsveiðiferðirnar voru ófáar og oft farið í Vatnsdalsá, Grenlæk og Ölfusá. Þá fórum við nokkrum sinn- um norður á stórbrotnar heimaslóðir Hildar, að Krossnesi við Norðurfjörð og nutum fádæma gestrisni foreldra hennar, Sigurbjargar og Eyjólfs, með liðveislu systkina hennar. Samband okkar Kæju við Ingólf, Hildi og börn þeirra hefur styrkst með árunum. Ættræknin og vinátt- an, sjálfsprottin, hefur eflst við ótal tækifæri í helgarheimsóknum og fjölskylduboðum. Fyrir nokkrum árum áttum við Kæja þess kost í vinahópi að ferðast um fenjasvæðið Everglades í Florida í Bandaríkjunum. Farartækið var stór flatbytna með flugvélarhreyfli í skut. Við stjórnvölinn var aldraður indíáni. Hann harmaði örlög ætt- bálks síns, enskan mín er ekki upp á marga fiska sagði hann, móðurmál mitt kann ég vel en við eigum ekkert ritmál. „Haldreipið mitt er: Orð skulu standa.“ Þetta er rifjað upp hér í minning- argrein um Ingólf Kristjánsson því að orðheldni, trygglyndi, stundvísi og greiðvikni var hans aðal. Hann gaf sig að fólki, talaði við alla sem jafn- ingja og glettnin var skammt undan. Eigið innflutningsfyrirtæki, sem heitir Spyrnan, rak Ingólfur um ára- bil og þessa eðliskosti þekkja við- skiptavinir hans. Hann átti fjölda vina og kunningja víða um landið sem sakna nú vinar í stað. Við fórum í síðustu helgarferðina fyrir fjórum vikum. Ingólfur hringdi og bauð til sunnudagsferðar um Hvalfjörð. Þar var fáförult og farið hægt yfir. Horft var til fjalla, skyggnst um víkur og voga, litið á eyjar og álfaróður. Hildur rifjaði upp Harðar sögu Hólmverja. Staðnæmst var við Bjarteyjarsand og brátt snúið til baka. Ingólfur hefur nú brýnt báti sínum á annarri bjartri strönd. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Hildi, Kristjáni, Sigurbjörgu og Arnoddi. Minningin um Ingólf yljar okkur um jólin. Blessuð sé lífssaga hans. Kári Sigurbergsson. Langt er síðan mér hefur brugðið jafnmikið og þegar vinur minn og frændi hringdi í mig og tilkynnti mér snöggt andlát bróður síns Ingólfs Kristjánssonar, langt um aldur fram. – Ég í heimsókn á heimili Ingólfs og stuttu seinna hressilegt samtal í síma við hann, rúmri viku seinna er hann allur. Svona grípa nú örlögin stund- um inn í, oft án sjáanlegrar ástæðu. Alltaf taldi ég mig til frændsemi við Ingólf og systkini hans, þótt blóð- skyldleiki væri ekki mikill. En mæð- ur okkar voru hins vegar uppeldis- systur og samgangur á milli heimila okkar ætíð mikill á fyrri tíð, einkum þegar Ingólfur átti heima á Hólum í Hjaltadal þar sem faðir hans, Krist- ján Karlsson, var skólastjóri bænda- skólans. Ekki síst þaðan hrannast upp minningar mínar um Ingólf, nú þegar hann er genginn. Þær eru vita- skuld fleiri en svo að taldar verði en allar eru þær á einn veg, góðar og skemmtilegar. Gildir þá einu hvort um er að ræða akstur með mig á Fordvörubíl árgerð 1947, með skemmtilega hljóðinu í þriðja gír, frá Hólum til Varmahlíðar í veg fyrir Norðurleiðarrútuna, með ýmsum hnyttnum og jafnvel allhvössum at- hugasemdum um akstur og aksturs- lag næsta bíls á undan, ekki síst ef tími var í naumara lagi og halda þurfti vel á. En það fullyrði ég að Ingólfur var í hópi betri og öruggari bílstjóra á landi hér og bílhræddur maður eins og undirritaður þurfti aldrei að óttast um öryggi sitt ef hann sat undir stýri. Eða ferð á rússajeppanum út á Krók eða inn í dal eða hvert svo sem leiðin lá, allt voru þetta ferðir skemmtana og æv- intýra ungra lífsglaðra manna, marg- ar auðvitað gleymdar í hafi tímans, sumar enn ljóslifandi í hugskotinu. Að ekki séu nefndar göngurnar á haustin, Ingólfur á Gimsteini sínum, miklum gæðingi sem bar hann létt um holt og móa, og liðtæki hans við smalamennskuna eftir því, undirrit- aður á mátulega viljugri og þægilegri meri, en ekki ástæða til að hafa í minnum gagn það sem að honum var í þessum haustgöngum. Eftir að við Ingólfur vorum báðir sestir að í Reykjavík hélt kunnings- skapur okkar áfram við ýmislegt brall, svona eins og gerist og gengur með unga menn á besta aldri. Og þegar hann hafði kynnst og kvænst ágætri eftirlifandi eiginkonu sinni, Hildi Eyjólfsdóttur, og eignast með henni tvö gjörvileg börn, Sigur- björgu og Kristján, má segja að kunningssamband okkar hafi komist í reglulegra og fastara horf en áður var. Á þeim árum hófst það skeið í lífi okkar Ingólfs sem kalla má skíða- tímabilið, því að um nokkra vetur leið varla sú helgi að við færum ekki sam- an til fjalla á skíði ásamt Sigurbjörgu dóttur hans, stundum nánast til þess eins að hverfa frá aftur vegna veðurs. En slíkt var kappið og slíkur áhuginn að hann naut vafans ef einhverjar efasemdir kviknuðu um skynsemi þess að halda til fjalla. Síðustu árin var vinátta okkar Ing- ólfs aðallega fólgin í heimsóknum mínum til þeirra hjóna, hans og Hild- ar, og var ég þá ætíð í hlutverki þiggjandans en gestrisni þeirra var við brugðið, hvergi sparað við gesti í mat og kaffi. Ingólfur var maður myndarlegur á velli, dökkur yfirlitum og í senn snar í fasi og hæggerður. Lundin var alla jafna létt og skemmtilegur var hann í viðræðu allri og umgengni. Að hon- um er mikil eftirsjá. Og nú þegar leiðir okkar skilur, a.m.k. um sinn, er ekki annað en að þakka fyrir góða og skemmtilega samfylgd hans. Eftirlif- andi eiginkonu hans og börnum, systkinum hans og öðrum aðstand- endum votta ég dýpstu samúð og bið um styrk þeim til handa. Einhvern tíma breytist sorgin og söknuðurinn í ljúfa og fagra endurminningu. Minn- ingin um dreng góðan lifir æ. Eiríkur Þormóðsson. Það var ljóst að eitthvað hafði gerst hér í okkar litla samfélagi í Fjarðarásnum um fimmleytið síðast- liðinn miðvikudag er fólk var að koma heim úr vinnu. Tveir sjúkrabíl- ar fyrir utan númer 21 voru búnir að vera þar dágóða stund. Í fyrstu áleit ég að Ingólfur hefði aftur fengið fyrir hjartað einsog fyrir um áratug síðan en fljótlega kom í ljós að hann hefði orðið bráðkvaddur við vinnu sína við skrifborðið sitt á þessari stundu. Þessi atburður hafði talsverð áhrif á okkur öll hér í húsunum í kring enda flestir okkar byggt hér og búið í síð- astliðin tuttugu ár. Ingólfur var hæg- látur maður, frekar hlédrægur, en viðkunnanlegur nágranni. Kom oft að spjalla um daginn og veginn er maður var að þvo bílinn; um strákana okkar Krissa, Elís, Madda, Mikka og hina strákana í genginu, um Fylki og gengi okkar manna, úrslit leikja og þess háttar. Ingólfur var einyrki og hafði starfsemi sína heima eins og við svo margir aðrir hér í götunni. Hans heimur var þungavinnuvélar og varahlutir í lík tæki. Verktakar í jarðvinnslu og jarðborar, krónur, ýtutennur og þess háttar dót. Skrif- stofa hans er á jarðhæðinni heima hjá honum eins og bólstrunarverk- stæðið hans Óskars hér á milli okkar og mín skrifstofa er. Alltaf var hægt að sjá hvenær Ingólfur var að vinna, þá var ljós á skrifstofu hans. Ingólfur var fyrri til en ég og Óskar að fá sér faxtæki svo það var alltaf hægt að leita til hans um líkar sendingar enda var hann bóngóður maður. Í byrjun síðasta áratugar voru strákarnir okkar saman í 6. fl. Fylkis í fótbolta og þá fylgdum við þeim eft- ir á alla leiki þeirra. Ingólfur var orð- inn Fylkismaður í húð og hár og lét sig helst ekki vanta á neinn leik meistaraflokks. Kom á alla heima- leiki og þá útileiki sem hann gat kom- ist á. Á heimaleikjum átti hann sinn stað í norðausturhorninu. Stundum sat hann þar einn, stundum með Sveinbirni Runólfs eða einhverjum öðrum góðum Fylkismönnum. Fylk- ismenn sem hann þekktu hafa haft samband við mig og beðið mig um að koma á framfæri kveðjum til Krist- jáns, Hildar og Sigurbjargar, en Fylkismenn þakka honum góðan stuðning við liðið. Hans verður sárt saknað á leikjum í framtíðinni. Ég vil jafnframt þakka góðum nágranna góð kynni sem aðallega voru um sameiginleg áhugamál, um velferð strákanna okkar, um bíla og ekki síst um Fylki. Ótímabært andlát Ingólfs hafði veruleg áhrif á á strákana, vini Krissa. Elís sem er í skóla á Spáni og Madda og Mikka og alla hina strák- ana. Þeir hafa spurt mig hvað þeir geti gert fyrir vin sinn, Kristján. Ég hef sagt þeim að halda áfram að vera góðir vinir Kristjáns, það muni reyn- ast honum vel í framtíðinni. Þeir hafa gert það og ég veit þeir munu gera það áfram. Ég veit að Ingólfur hefði metið þessa vináttu strákanna mik- ils. Hildi, Sigurbjörgu og Kristjáni vottum við hjónin okkar dýpstu sam- úð. Rúnar og Kristín, Fjarðarási.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.