Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 33 Paris Laugavegi 25, sími 533 5500 Langur laugardagur 20% afsláttur af stökum jökkum Ath. þetta! Gleraugnaumgjörð og gler fyrir vinnu, lestur og tölvu frá kr. 11.600 Ennfremur frábært verð á progressiv/margskiptugleri Laugavegi 36 Mikið úrval af glæsilegum náttkjólum og náttfötum Daman auglýsir Silkitoppar og -bolir Innigallar og sloppar. Jólagjöfin fyrir allar dömur er hjá okkur. Laugavegi 32, sími 551 6477 S en d um í p ó st kr ö fu Jólamarkaður Við opnum jólaútsölu í salnum niðri laugardaginn 8. des. kl. 9.00 50-70% afsláttur - Vönduð vara - frábær kaup Skólavörðustíg 14. Sími 551 2509. Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Ranger handklæði Gæðavara úr amerískri bómull 11 litir Tinu kjólar 20% afsláttur þessa helgi Laugavegi 46, sími 561 4465. Villtar & Vandlátar Laugavegi 54, sími 552 5201 Ullarkápur Kr. 12.990 Mörg snið st. 36-46 Nýkomið Túnikur frá 4.990 Buxur frá 3.990 Kjólar við buxur, st. 40-46 JÓLABYRJUN Í FLASH                                  FARIÐ er að halla undan fæti hjá Hugo Chavez, sem var kjörinn for- seti Venesúela með miklum meiri- hluta atkvæða fyrir þremur árum og lofaði þá að bæta kjör smælingjanna í landinu. Hann stendur nú frammi fyrir allsherjarverkfalli, götumót- mælum stjórnarandstæðinga og vaxandi óánægju með framgöngu hans í efnahagsmálum. Chavez naut stuðnings 80% lands- manna í skoðanakönnunum þegar hann tók við forsetaembættinu í febrúar 1999 en aðeins 50% styðja hann nú, samkvæmt nýjustu könn- unum. Sömu kannanir benda til þess að tveir þriðju Venesúelabúa telji að vandamál landsins megi rekja til gíf- uryrða forsetans. Einkum er kvart- að yfir látlausum erjum hans við frammámenn í viðskiptalífinu, verkalýðssamtök, fjölmiðla og kaþ- ólsku kirkjuna. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að valdarán sé yfirvofandi, ríkið skuldar opinberum starfsmönnum og ellilífeyrisþegum andvirði tæpra 2.000 milljarða króna og landið hef- ur orðið af sem svarar hundruðum milljarða króna vegna fjármagns- flótta. Forsetanum hefur ekki tekist að draga úr atvinnuleysinu sem er um 15%. Ofan á þetta bætist mikil glæpaalda sem gengur yfir landið. Vopnaðir glæpamenn rændu til að mynda bíl fyrrverandi forseta lands- ins, Luis Herrera, í vikunni sem leið. Athyglin beinist nú að 12 klukku- stunda allsherjarverkfalli sem frammámenn í viðskiptalífinu og stærstu verkalýðssamtökin hafa boðað á mánudaginn kemur. Hugs- anlegt er að olíuvinnslan stöðvist, en hún er langmikilvægasta tekjulind landsins. Varað við efnahagshruni Verkfallið var boðað til að mót- mæla 49 nýjum lögum sem andstæð- ingar Chavez segja að fæli erlenda fjárfesta frá landinu. Chavez sagði í gær að hann myndi ekki leggjast gegn því að þingið breytti nokkrum laganna. Flokkur hans er með meirihluta á þinginu. Frammámenn í viðskiptalífinu hafa varað við því að efnahagslegt hrun blasi við í Venesúela, einkum ef olíuverðið hækki ekki, haldi for- setinn áfram að fæla erlenda fjár- festa. Meðal annars er deilt um lög sem heimila stjórninni að taka land eign- arnámi. Chavez segir að 1% lands- manna eigi 60% af öllu ræktanlegu landi í Venesúela og það sé í „and- stöðu við hagsmuni meirihluta íbú- anna“. Um 80% Venesúelamanna lifa í fátækt. Chavez hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir lög um erlendar fjár- festingar í olíuvinnslu þar sem kveð- ið er á um að gjöld fyrir að nýta olíuauðlindir landsins verði hækkuð. Hallar undan fæti hjá Chavez forseta Caracas. AP. Reuters Chavez, forseti Venesúela, ræðir við indíána frá Kanada í Caracas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.