Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 33

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 33 Paris Laugavegi 25, sími 533 5500 Langur laugardagur 20% afsláttur af stökum jökkum Ath. þetta! Gleraugnaumgjörð og gler fyrir vinnu, lestur og tölvu frá kr. 11.600 Ennfremur frábært verð á progressiv/margskiptugleri Laugavegi 36 Mikið úrval af glæsilegum náttkjólum og náttfötum Daman auglýsir Silkitoppar og -bolir Innigallar og sloppar. Jólagjöfin fyrir allar dömur er hjá okkur. Laugavegi 32, sími 551 6477 S en d um í p ó st kr ö fu Jólamarkaður Við opnum jólaútsölu í salnum niðri laugardaginn 8. des. kl. 9.00 50-70% afsláttur - Vönduð vara - frábær kaup Skólavörðustíg 14. Sími 551 2509. Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Ranger handklæði Gæðavara úr amerískri bómull 11 litir Tinu kjólar 20% afsláttur þessa helgi Laugavegi 46, sími 561 4465. Villtar & Vandlátar Laugavegi 54, sími 552 5201 Ullarkápur Kr. 12.990 Mörg snið st. 36-46 Nýkomið Túnikur frá 4.990 Buxur frá 3.990 Kjólar við buxur, st. 40-46 JÓLABYRJUN Í FLASH                                  FARIÐ er að halla undan fæti hjá Hugo Chavez, sem var kjörinn for- seti Venesúela með miklum meiri- hluta atkvæða fyrir þremur árum og lofaði þá að bæta kjör smælingjanna í landinu. Hann stendur nú frammi fyrir allsherjarverkfalli, götumót- mælum stjórnarandstæðinga og vaxandi óánægju með framgöngu hans í efnahagsmálum. Chavez naut stuðnings 80% lands- manna í skoðanakönnunum þegar hann tók við forsetaembættinu í febrúar 1999 en aðeins 50% styðja hann nú, samkvæmt nýjustu könn- unum. Sömu kannanir benda til þess að tveir þriðju Venesúelabúa telji að vandamál landsins megi rekja til gíf- uryrða forsetans. Einkum er kvart- að yfir látlausum erjum hans við frammámenn í viðskiptalífinu, verkalýðssamtök, fjölmiðla og kaþ- ólsku kirkjuna. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að valdarán sé yfirvofandi, ríkið skuldar opinberum starfsmönnum og ellilífeyrisþegum andvirði tæpra 2.000 milljarða króna og landið hef- ur orðið af sem svarar hundruðum milljarða króna vegna fjármagns- flótta. Forsetanum hefur ekki tekist að draga úr atvinnuleysinu sem er um 15%. Ofan á þetta bætist mikil glæpaalda sem gengur yfir landið. Vopnaðir glæpamenn rændu til að mynda bíl fyrrverandi forseta lands- ins, Luis Herrera, í vikunni sem leið. Athyglin beinist nú að 12 klukku- stunda allsherjarverkfalli sem frammámenn í viðskiptalífinu og stærstu verkalýðssamtökin hafa boðað á mánudaginn kemur. Hugs- anlegt er að olíuvinnslan stöðvist, en hún er langmikilvægasta tekjulind landsins. Varað við efnahagshruni Verkfallið var boðað til að mót- mæla 49 nýjum lögum sem andstæð- ingar Chavez segja að fæli erlenda fjárfesta frá landinu. Chavez sagði í gær að hann myndi ekki leggjast gegn því að þingið breytti nokkrum laganna. Flokkur hans er með meirihluta á þinginu. Frammámenn í viðskiptalífinu hafa varað við því að efnahagslegt hrun blasi við í Venesúela, einkum ef olíuverðið hækki ekki, haldi for- setinn áfram að fæla erlenda fjár- festa. Meðal annars er deilt um lög sem heimila stjórninni að taka land eign- arnámi. Chavez segir að 1% lands- manna eigi 60% af öllu ræktanlegu landi í Venesúela og það sé í „and- stöðu við hagsmuni meirihluta íbú- anna“. Um 80% Venesúelamanna lifa í fátækt. Chavez hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir lög um erlendar fjár- festingar í olíuvinnslu þar sem kveð- ið er á um að gjöld fyrir að nýta olíuauðlindir landsins verði hækkuð. Hallar undan fæti hjá Chavez forseta Caracas. AP. Reuters Chavez, forseti Venesúela, ræðir við indíána frá Kanada í Caracas.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.