Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDATÓNLEIKAR Hilm- ars Jenssonar og Skúla Sverr- issonar við þöglu kvikmyndina Nanook norðursins hefjast í Bæj- arbíói – Cinematek, kl. 20. Er þar um að ræða aðra tónleika vetr- arins í verkefninu „Ný tónlist – gamlar myndir“, sem Kvikmynda- safn Íslands stendur fyrir, með það að leiðarljósi að efna til ný- sköpunar á sviði tónlistar, jafn- framt því að veita kvikmyndagest- um tækifæri til að sjá gamlar þöglar myndir í kvikmyndasal með lifandi undirleik. Tónlist þeirra Hilmars og Skúla er samin sérstaklega fyrir kvik- myndina sem þeir völdu sjálfir til verkefnisins. Er þar unnið með sutt lög og lagstúfa sem samtvinn- aðir eru rafrænu efni. „Við litum tónlistina með ýmsum hljóðfærum, sem mestmegnis eru úr strengja- fjölskyldunni, þ.e. ýmiss konar gítarar og bassar,“ segir Hilmar um tónlist þeirra. Segir hann þá félaga hafa nálgast kvikmyndina út frá upplifun sinni á heimild- armyndinni sem lýsir menningu og lifnaðarháttum inúíta á norð- urströnd Kanada. „Við vinnum þar út frá upplifun okkar á kvik- myndinni og setjum það í okkar samhengi fremur en að sækja í frumbyggjatónlist frá þessum slóðum. Hins vegar gæti ég trúað því að sá einfaldleiki sem einkenn- ir lifnaðarhætti þessa fólks og lýst er í myndinni hafi e.t.v. vill haft áhrif á tónsmíðarnar. Tónlistin er talsvert lagrænni og ómþýðari en við höfum unnið áður. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna, enda er kvikmyndin alveg stór- kostleg. Ég vil endilega hvetja fólk til þess að nota tækifærið og sjá myndina við lifandi tónlistar- undirleik,“ segir Hilmar. „Faðir heimildarmyndarinnar“ Heimildarmynd Roberts Flah- erty Nanook norðursins (1922) er afrakstur ferðar um inúítabyggðir við Hudson-flóann í Norður- Kanada þar sem lifnaðarhættir íbúanna og menning var fest á filmu. Myndin markaði tímamót í kvikmyndasögunni enda er hún fyrsta heimildarmyndin sem sýnd var í almennum kvikmyndahúsum og varð geysivinsæl, bæði meðal almennings og gagnrýnenda. Hún er einnig elsta heimildarmyndin í fullri lengd sem varðveist hefur. Nanook norðursins lýsir einu ári í lífi inúítaveiðimanns snemma á síðustu öld og baráttu hans við miskunnarlaus náttúruöflin í hrjóstrugu landslagi Norður- Kanada. Flaherty taldi sig þó ekki vera að gera heimildarmynd, enda hugtakið ekki til yfir kvikmynda- form á þeim tíma, heldur leit hann á sig sem sögumann sem notfærði sér raunverulegar að- stæður til að koma frásögn sinni til skila. Nanook og fjölskylda hans eru því ekki til sem fjöl- skylda heldur óskyldir ein- staklingar sem Flaherty fékk til að leika hina „dæmigerðu“ inúíta- fjölskyldu og harða lífsbaráttu þeirra eins og hún kom honum fyrir sjónir. Hann lagði þó ríka áherslu á að raunverulegir íbúar þessa svæðis hefðu sitt að segja um það sem birtist í myndinni. Flaherty hefur af þessum sökum verið kallaður „faðir heimild- armyndarinnar“ enda er stórvirki hans um Nanook og fjölskyldu hans ómetanleg heimild um horfna menningu inúíta, þrátt fyr- ir að vera í raun leikin kvikmynd. Aðgangseyrir að kvikmynda- tónleikunum í Bæjarbíói er 1.000 krónur og fást miðar við inngang- inn. Lifandi tónlist við gamla kvikmynd Aðrir kvikmyndatónleikar vetrarins verða haldnir í Bæjarbíói í Hafn- arfirði í kvöld. Þar flytja Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson lifandi og frumsamda tónlist við hina sígildu heimildarmynd Nanook norðursins. Morgunblaðið/Þorkell Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson leika frumsamda tónlist sína við þöglu heimildarmyndina Nanook norðursins í Bæjarbíói í kvöld. FRUMFLUTT var í Prag í gær- kvöldi nýtt fimmtán mínútna hljómsveitarverk, Gangur, eftir Þorkel Sigur- björnsson. Það var Fílharmóníu- sveitin í Prag sem frumflutti verkið, en það var stjórnandi hljómsveitarinn- ar, Vladimir Ashkenazy, sem pantaði það hjá Þorkeli. „Verkið heitir Gangur, því mér fannst talsverður gangur í því,“ sagði Þorkell í samtali við Morg- unblaðið í gær, en hann er nú staddur í Prag; „mér fannst hreyf- ingin í því svolítið eins og að vera á hestbaki.“ Þorkell lætur vel af hljómsveit- inni. „Þetta er alveg frábær hljóm- sveit og ekkert síðri en okkar sin- fóníuhljómsveit.“ Það var í fyrravetur að Ashke- nazy pantaði verkið hjá Þorkeli og hann lauk við það í sumar. Gangur í Prag Þorkell Sigurbjörnsson Sýning á verkum úr fórum i8 NÚ stendur yfir í galleríinu i8, Klapparstíg 33, sýning á verkum úr eigu safnsins. Verkin eru eftir Önnu Líndal, Birgi Andrésson, Bjarna Þórarinsson, Eggert Pétursson, Guðrúnu Einarsdóttur, Helga Þor- gils Friðjónsson, Hörð Ágústsson, Kristin G. Harðarson, Kristján Guð- mundsson, Russel Maltz, Roni Horn, Rögnu Róbertsdóttur, Sigurð Guð- mundsson, Thomas Ruppel, Þorvald Þorsteinson. i8 er opið alla daga nema mánu- daga og sunnudaga frá kl.13-17. HÚSFRIÐUNARSJÓÐUR greiðir allajafna þriðjung áætlaðs kostn- aðar við endurnýjun gamalla húsa, en hefur ekki burði til að gangast við auknum kostnaði sem slíkar framkvæmdir kalla yfirleitt á. Þetta kom fram í máli Magnúsar Skúlasonar, forstöðumanns hús- friðunarnefndar ríkisins, á opnum hádegisfundi um stefnu í minja- vernd sem haldinn var í gær á veg- um kynningarnefndar Verkfræð- ingafélags Íslands (VÍ) og Tæknifræðingafélags Íslands (TFÍ). Þar var fjallað um verndun húsa og mannvirkja. Benti Magnús á að starfsmenn húsafriðunar- nefndar ríksins í fullu starfi væru tveir talsins, en um 80 til 90 manns sinntu slíkum störfum til saman- burðar í Ósló. Auk Magnúsar hafði Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumað- ur Fornleifaverndar ríkisins, fram- sögu á fundinum. Kynntu Magnús og Kristín starfsemi þeirra stofn- ana sem þau veita forstöðu og var staða mála á sviði minjavörslu og húsfriðunar rædd. Kom þar m.a. fram í máli Magnúsar Skúlasonar að mikið verk er óunnið á sviði frið- unar og byggingararfleifðar hér á landi. Í kjölfar fyrirspurnar um hvort húsfriðunarnefnd væri fær um að sinna því sem fyrir liggur um verndun íslenskrar byggingararf- leifðar, svaraði Magnús því að fjár- hagslega hefði nefndin eingöngu bolmagn til að sinna broti af því sem gera þyrfti. Þannig hafi stefna húsfriðunar beinst að verndun, eft- irliti og endurnýjun kirkna og ver- aldlegra húsa byggðra fyrir 1918, á meðan ekkert bolmagn væri til að vinna að verndun húsa sem byggð hefðu verið eftir þann tíma. Þegar spurt var um verndun, lagna-, loft- ræsti-, og hurðakerfa auk mótunar umhverfis verndaðra húsa, sagði Magnús að vissulega væri brýnt að huga að þeim þáttum en nefndin hefði aðeins bolmagn til að sinna því allra brýnasta. Í framsöguerindi Magnúsar kom fram að margir torfbæir væru að falli komnir, og lýsti hann þeirri skoðun sinni að verðugra væri að verja fjármagni til þess að gera gangskör að þeim málum en byggja tilgátuhús. Þá benti Magnús á að endurnýjun friðaðra húsa í sveitum og bæjum væri mikil lyftistöng fyr- ir ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sagði hann dæmi um að ein slík endurnýjunarframkvæmd í þorpi á landsbyggðinni, hefði þegar í stað skilað sér í mikilli aukningu heim- sókna í þorpið. Ekki hagkvæmt að friða allt sem er eldra en hundrað ára Kristín Huld Sigurðardóttir lýsti í sínu erindi tilurð Fronleifavernd- ar ríkisins, sem stofnuð var lögum samkvæmt í maí 2001, en með því fluttist stjórnsýsla vegna fornleifa- verndar frá Þjóðminjasafni Íslands til Fornleifaverndar. Í máli sínu benti Kristín m.a. á að allar minjar eldri en 100 ára teljist friðaðar minjar samkvæmt skilgreiningu þjóðminjalaga og ítrekaði að þótt friðun sé sterkasta vopnið til að vernda fornminjar, geti ekki talist æskilegt eða hagkvæmt að friða allt sem fellur undir þá skilgrein- ingu. „Það er hlutverk Fornleifa- verndarinnar að friða þversnið af menningarminjum landsins. Minj- arnar eiga að vera dæmi um allar tegundir minja, frá mismunandi tímum og einkennandi fyrir mis- mundandi handverk ef svo ber til. Saman eiga þessar menningarminj- ar að gefa mynd af samfélagsþró- uninni og lýsa áhrifum frá umheim- inum í gegnum tíðina.“ Í umræðum kom fram fyrirspurn um aðgengi- leika fornminjaskráninga, og vék Kristín að því í máli sínu að til þess að geta náð markmiðum um vernd- un þversniðs minja væri nauðsyn- legt að endurbæta fornleifaskrán- ingu og gera ástandskönnun á skráðum friðlýstum minjum lands- ins, sem bráðabirgðakönnun sýni að finnist ekki í 30% tilvika. „Er það markmið Fornleifaverndar rík- isins að gera gangskör að þessu á næstu árum,“ sagði Kristín Huld. Með reglulegum opnum fundum sínum vinnur kynningarnefnd VÍ og TFÍ að því að efna til umræðu og auka víðsýni og þekkingu meðal og milli fagstétta er koma að hönn- un og gerð mannvirkja á Íslandi. Fundirnir eru að öllu jöfnu haldnir hvern fyrsta fimmtudag í mánuði í Verkfræðihúsinu á Engjateigi 9. Takmarkað bolmagn til minjaverndar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Magnús Skúlason, arkitekt og forstöðumaður Húsfriðunarnefndar ríkisins, ræðir stöðu mála á sviði viðhalds og friðunar byggingaminja. Í KAFFILEIKHÚSINU verður einleikurinn Missa Solemnis sýndur næstu tvo sunnudaga kl. 16 og á Þor- láksmessu kl. 24. Leikritið er eftir finnsku leikkonuna og leikstjórann Kristiinu Hurmerinta, leikari er Jór- unn Th. Sigurðardóttir. Í leikritinu segir frá vitringunum þremur. Einleikur á aðventu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.