Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 49 kennari og sagði það mesta virðing- arheiti sem hann gæti borið, enda var hann tengdur Menntaskólanum á Ak- ureyri hálfa öld og skólinn í raun eini vinnustaður hans á langri starfsævi. Menntaskólinn á Akureyri var Gísla Jónssyni því mikils virði, eins og hann sagði sjálfur, en ekki síður var Gísli Jónsson mikils virði Menntaskólan- um á Akureyri, enda er hann í fremstu röð þeirra mörgu lærdóms- og sæmdarmanna sem þjónað hafa Menntaskólanum á Akureyri, yfir- vegaður, traustur og tillögugóður hinna stærri mála og hollur í hugum, eins og segir í fornu kvæði sem við lásum saman fyrir hálfri öld. Gísli Jónsson frá Hofi í Svarfaðar- dal tók árspróf annars bekkjar við Menntaskólann á Akureyri vorið 1942 og settist um haustið reglulegur nem- andi í þriðja bekk og lauk gagnfræða- prófi vorið eftir með hárri fyrstu ein- kunn. Gat hann sér þegar gott orð og setti svip á skólalífið sem skáld og hugsuður hér norður á hjara veraldar í miðju heimsstríðinu, en þá – eins og nú – var borin virðing fyrir ungum mönnum – körlum og konum – sem vildu hugsa um lífið og tilveruna á annan hátt en fjöldinn og lifa í skáld- skap, enda þeim mönnum ljóst að sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni. Gísli Jónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1946 með glæsilegum vitnisburði og hóf um haustið nám í íslenskum fræð- um við Háskóla Íslands. Þegar læri- faðir hans við Menntaskólann á Ak- ureyri, dr Halldór Halldórsson, síðan prófessor, var kvaddur til þess að kenna við háskólann í Reykjavík í upphafi árs 1951 í stað dr Björns Guð- finnssonar, var Gísli Jónsson kallaður til þess að kenna íslensku við Mennta- skólann á Akureyri. Kenndi hann þá við skólann hálfan annan vetur til vors 1952 að hann settist aftur í Há- skóla Íslands og lauk vorið 1953 kandídatsprófi í íslenskum fræðum með sagnfræði sem sérgrein ásamt prófi í kennslu- og uppeldisfræðum. Gísli Jónsson kenndi síðan við Menntaskólann á Akureyri til vors 1987 – eða alls 35 vetur – lengur en flestir aðrir. Gísli Jónsson sat aldarfjórðung í bæjarstjórn Akureyrar og í nefndum og ráðum bæjarins, var m.a. formað- ur stjórnar Amtsbókasafnsins á Ak- ureyri á annan áratug og í hinu merka Amtsbókasafni átti hann athvarf og skjól og virðingu allra. Um árabil var Gísli Jónsson fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra og sat oftsinnis á al- þingi og var talinn sjálfkjörinn arftaki sjálfstæðismanna Norðlendinga á þingi. Hann hefði því getað kjörið sér annað virðingarheiti en menntaskóla- kennari. Þegar ég kom að Menntaskólanum á Akureyri 1972 hafði Gísli Jónsson þurft að horfa á bak glæsilegri konu sinni, Hervöru Ásgrímsdóttur, sem lést úr krabbameini í októberlok 1972 – 42 ára að aldri, móðir sjö barna þeirra: Hjartar, Arnfríðar, Maríu, Soffíu, Guðrúnar, Ingibjargar og Jóns, sem var sex ára þegar móðir hans lést. Hver getur séð sjálfan sig í því að missa glæsilega konu frá sjö börnum í blóma lífsins. Gísli Jónsson hafði þá um árabil gengið hratt um gleðinnar dyr og trúði að gleðin gæti engan enda tekið. Eftir fráfall Hervarar Ásgrímsdóttur trúði hann enn að gleðin gæti haldið áfram. En gleðin var görótt og fall- völt. Vorin 1973 og 1974 hvarf Gísli Jónsson burtu og sást ekki í Mennta- skólanum á Akureyri fyrr en að lokn- um stúdentsprófum. Hann leitaði gleðigjafa sem enga gleði gefa. Haustið 1974, eftir að Íslendingar héldu þúsund ára þjóðhátíð, þar sem Gísli Jónsson var kallaður til virðing- arstarfa, boðaði ég þennan gamla meistara minn, læriföður og vin á fund minn og greindi honum frá því að nú neyddist ég til þess að afhenda mál hans menntamálaráðuneytinu til meðferðar. Eftir það hefði ég engin áhrif á meðferð málsins. Bað hann um frest, sagðist ekki vilja eiga á hættu að þurfa að hverfa frá Menntaskól- anum á Akureyri. Upp frá þeim degi drakk Gísli Jónsson ekki áfengan drykk, jafnvel þótt hann væri með gömlum vinum í glöðum hópi. Í þessu – sem ýmsu öðru – var Gísli Jónsson menntaskólakennari fáum líkur. Þegar Samtök áhugamanna um áfengisvarnir voru stofnuð á Akur- eyri árið 1978 og við Gísli Jónsson vorum þar báðir stofnfélagar hélt hann eina af mörgum ógleymanlegum ræðum sínum. Sagðist hann hafa þurft að ganga í gegnum raunir, sem væru engu líkar, og ef til væri helvíti á jörðu þá væri það helvíti sem hann hefði gengið í gegn um. Þetta voru djörf orð fyrir dulan mann. Þegar Menntaskólinn á Akureyri og Fjórðungssamband Norðlendinga – undir stjórn frumherjans Áskels Einarssonar – héldu sameiginlega fund á Sal Menntaskólans á Akureyri sumarið 1985 um stofnun háskóla á Akureyri mæltu fáir með nema við Áskell Einarsson, Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum og Gísli Jónsson sem þá – eins og iðulega – gekk gegn flokksbræðrum sínum. Sagði Gísli Jónsson að nú væri tíminn, tíminn til að stofna háskóla á Akureyri. Tveim- ur árum síðar tók Sverrir Her- mannsson, þáverandi flokksbróðir Gísla Jónssonar, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1951, af skarið – eins og oft endranær – og stofnaði há- skóla á Akureyri. Nú vilja hins vegar allir þá Lilju kveðið hafa. Gísli Jónsson bar virðingarheitið menntaskólakennari. Hann bar það heiti með sóma, enda hafði hann allt til brunns að bera að verða afburða kennari. Í fyrsta lagi varð hann snemma vel að sér um íslensk fræði, málfræði, bókmenntir og sögu, og að auki stálminnugur. Í öðru lagi bar hann virðingu fyrir grein sinni og hafði ánægju af að miðla öðrum af þekkingu sinni. Í þriðja lagi bar hann virðingu fyrir nemendum sínum, en mannvirðing er undirstaða skólahalds og sannrar menntunar. Þetta þrennt nægir til að gera hvern mann að góð- um kennara. En Gísli Jónsson hafði fleira til að bera. Hann var svipmikill, glæsilegur á velli og virðulegur, talaði af setningi og flutti mál sitt betur en aðrir og bryddaði upp á ýmsum nýj- ungum í kennslu, s.s. að láta nemend- ur lesa ljóð í upphafi kennslustunda, flytja erindi um menn og málefni og skrifa rannsóknarritgerðir um sjálf- valið efni þar sem gerðar voru miklar kröfur um málfar og stíl. Ekki spillti að Gísli Jónsson hafði spauggreind og kímnigáfu sem naut sín vel í kennslu. Hafa fáir kennarar við Menntaskól- ann á Akureyri notið jafn óskoraðrar virðingar og Gísli Jónsson, orðfimur, sanngjarn og virðulegur. Gott var því að hafa Gísla Jónsson sem kennara og hef ég búið að því alla tíð að hafa hann sem meistara minn í fræðunum. Ekki var síðra að eiga hann að vini og samstarfsmanni og þegar gaf á skútu skólameistara var ómetanlegt að hafa þennan velviljaða heiðursmann að baki sér, enda brást hann mér aldrei. Fyrir hönd Mennta- skólans á Akureyri færi ég þakkir fyr- ir það sem Gísli Jónsson mennta- skólakennari var skólanum. Tryggvi Gíslason. Andlát vinar míns Gísla Jónssonar kom að mér óvörum. Hafði hann þó varað mig við. Hann talaði jafnan lítið um sjálfan sig, og ógjarnan um heils- una. Þegar ég innti hann nýlega eftir heilsunni, svaraði hann mér að vanda með talsverðu tómlæti: „Hún gæti verið betri,“ og sneri sér svo að öðrum og áhugaverðari efnum. Nú er þessi maður genginn, sem löngu var orðinn sjálfstæð menning- arstofnun, í hlédrægni sinni norður á Akureyri. Þótt ýmislegt liggi eftir Gísla Jónsson, á bókum og ekki síst í blaðagreinum, er ekki hægt að verj- ast þeirri hugsun að með honum hafi ekki aðeins horfið góður vinur, mikill fagurkeri, fræðimaður og lærifaðir í þess orðs dýpstu merkingu. Það hefur glatast fjársjóður. Auðvitað tóra þessi verðmæti með okkur einhvern veg- inn, í minningunni, í bókmenntunum, með tungunni, í öllu sem lýtur að smekk og fegurð ritaðs og talaðs máls. Og samt hverfur það með hon- um, sem mest er um vert, þessi flókni vefur fróðleiks og málvísi, fágunar og skopskyns, sem maðurinn var. Gísli var margslunginn persónu- leiki. Hann var mjög virðulegur mað- ur að upplagi og eflaust að uppeldi, bar með sér úr Svarfaðardalnum þennan séríslenska heimsmannssvip sveitamannsins sem verður hvorki skilinn né skilgreindur. Þessum virðuleika gæddi Gísli kennslu sína. Okkur nemendum hans varð ljóst frá fyrsta tíma í íslensku að við vorum að fást við einstakar gersemar, hvort sem við supum hveljur yfir ótrúlegu lauslæti germanskra sérhljóða, drukkum í okkur tign og einfaldleika fornra kviða ellegar fleyttum kerling- ar á hyldjúpum hugarheimi Íslend- ingasagna. Jafnframt hafði Gísli vald á sérkennilegri lífssýn, sem þrífst á mörkum alvöru og kaldhæðni, líkist súrrealisma en á sér rætur í hefð- bundinni kerskni, tvíræðni og flími ís- lenskra skálda og fræðimanna og virðir fyrir sér heiminn úr mikilli fjar- lægð. Mér finnst ég hafa innritast í aka- demíu Gísla Jónssonar fyrir lífstíð. Oft hringdi ég í hann eða gerði mér ferð upp á Amtsbókasafn til að bera undir hann mál, bæði stór og smá. Málfræðivanda leysti hann jafnan með því að geta allra skýringa og fræðilegra tilbrigða. Á bókmenntir var hann stálminnugur og smekkur- inn óskeikull. Hann var veðurglöggur í stjórnmálum. Undir virðulegu fasinu leyndist tilfinningaríkur, jafnvel ástríðuþrunginn stjórnmálamaður. Hann sat aldarfjórðung fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í bæjarstjórn Akur- eyrar, og tók sæti á Alþingi sem vara- maður í þrígang. Tiltölulega lítið hefur verið fest á bók af þeim hafsjó fróðleiks, sem Gísli bjó yfir. Hann tíndi út úr íslenskum bókmenntum og fræðiritum mikið safn gullmola, sem hann miðlaði vin- um og kunningjum í góðu tómi. Hann var meistari í frásagnarlist. Eflaust hefur honum þótt lítið til þessa hæfi- leika síns koma, litið á hann sem sak- laust gaman, sem ekki væri til haga haldandi. Nýútkomin er bók með fróðleik um limrur eftir Gísla og limrusafni sem hann „tók saman“, en Gísli hafði bæði gríðarlegan næm- leika á bundið mál og þekkingu á bragfræði að fornu og nýju. Hann er þögull um það hvort hann eigi limrur í þessu safni. Vikulegir pistlar hans um íslenskt mál í Morgunblaðinu hygg ég að hafi verið með vinsælasta lesefni blaðsins. Auk alls þess fróðleiks sem þar er að finna og kímni eru pistlar Gísla verðugt tákn um málmenning- arstefnu blaðsins. Það er sárt að sjá á eftir þessum rismikla og margslungna heiðurs- manni. Önnu Björgu og ástvinum hans öllum sendum við hjónin innileg- ustu samúðarkveðjur. Tómas I. Olrich. Varðstaða um íslenzkt mál og menningararfleifð þjóðarinnar hefur verið grundvallarþáttur í stefnu og útgáfu Morgunblaðsins. Á síðustu fjórum áratugum hefur enginn átt þar stærri hlut að máli en Matthías Johannessen, sem lét af ritstjóra- starfi um síðustu áramót. Ofnæmi hans vegna misþyrmingar málsins á síðum Morgunblaðsins var slíkt að hann þoldi ekki að opna blaðið þá daga, þegar mjög vondar málvillur var að finna á síðum þess. Ræðuhöld hans yfir blaðamönnum við slík tilefni eru öllum eftirminnileg, sem á hlýddu. Það var af slíku tilefni, sem Matth- ías tók upp símann og hringdi í vin sinn Gísla Jónsson, menntaskóla- kennara á Akureyri, og bað hann skrifa í blaðið fasta þætti um íslenzkt mál. Þeir urðu samtals 1.138. Hinn síðasti þeirra birtist hér í blaðinu á fullveldisdaginn 1. desember sl. Gísli sendi hann til blaðsins 26. nóvember sl. en hann lézt að kvöldi sama dags. Með reglulegum þáttum sínum um íslenzkt mál gegndi Gísli Jónsson lyk- ilhlutverki í þeirri viðleitni Morgun- blaðsins að halda uppi andófi gegn of miklum áhrifum hins enskumælandi heims á tungu okkar og menningu. Kynni okkar Gísla Jónssonar hóf- ust fyrir tæpum fjörutíu árum, þegar ég starfaði um skeið sem fram- kvæmdastjóri Sambands ungra sjálf- stæðismanna en hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í sinni heimabyggð. Árin 1978–1983 voru Sjálfstæðis- flokknum erfið. Rætur þeirra deilna, sem þá stóðu yfir innan flokksins, mátti rekja til forsetakosninganna 1952. Snemma árs 1980 myndaði Gunnar Thoroddsen ríkisstjórn í and- stöðu við vilja yfirgnæfandi meiri- hluta sjálfstæðismanna. Átökin innan Sjálfstæðisflokksins voru gífurleg og þau snertu Morgun- blaðið mikið en á þeim tíma var blaðið í nánum tengslum við Sjálfstæðis- flokkinn. Morgunblaðið stóð fast með Geir Hallgrímssyni í þessum átökum. Þá reyndi á menn, hreinskiptni þeirra og heilindi og stóðust ekki allir það próf. Gísli Jónsson er mér mjög minnis- stæður frá þessum árum. Hann stóð eins og klettur að baki Geir Hall- grímssyni og varði formann Sjálf- stæðisflokksins hvar sem var, þegar á þurfti að halda. Á milli okkar fóru mörg samtöl á þessum árum um innri málefni Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgrímsson skilaði Sjálf- stæðisflokknum sameinuðum og sam- hentum í gegnum þingkosningarnar 1983 og átti mestan þátt í myndun ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar þá um vorið. Gísla Jónssyni var nóg boðið, þegar hann heyrði raddir um að Geir ætti ekki að taka sæti í þeirri ríkisstjórn, þar sem hann hefði ekki náð kjöri til þings. Hann skrifaði grein hér í blað- ið, þar sem hann rakti 11 dæmi frá árinu 1920 um að utanþingsmenn hefðu setið í ríkisstjórnum og sagði: „Að því er Geir Hallgrímsson varð- ar, ætla ég að vandfundinn væri sá maður, sem fyrir flestra hluta sakir væri betur kominn að ráðherraemb- ætti nú, þó svo að óheppilegar reglur um val frambjóðenda í Reykjavík og pólitísk stórmerki að öðru leyti yllu því, að hann á ekki sem stendur sæti á Alþingi.“ Morgunblaðið þakkar Gísla Jóns- syni samfylgd á langri vegferð og ómetanlegt starf hans í þágu blaðs og þjóðar. Styrmir Gunnarsson. Gísli Jónsson er látinn, hinn fjór- tándi, sem fellur í valinn, þeirra fimm- tíu stúdenta sem brautskráðust frá MA 1946. Fyrir mér, sem þessi minn- ingarorð rita, stendur Gísli jafnan fyr- ir sjónum sem glaðvær, hnyttinn og gáfaður ungur og miðaldra maður, en ævileiðir skildi og endurfundum fækkaði þegar að námi loknu í menntaskóla og háskóla og við hösl- uðum okkur völl sinn í hvorum lands- fjórðungi. Hann hélt norður á bóginn og settist að á Akureyri í námunda við dalinn sem hann unni mest. Íslensku- kennsla Gísla í Menntaskólanum á Akureyri var rómuð og hermt hefur verið að hún hafi dregið dám af ágætri fræðslu fyrirrennara hans og læriföður, Halldórs Halldórssonar, sem vakti slíkan áhuga margra nem- enda að hvorki fleiri né færri en átta úr okkar hópi innrituðust í norrænu- deild háskólans haustið 1946 og einn í málvísindi erlendis. Tveim þeirra snerist þó fljótt hugur. Gaman er að rifja upp fyrstu kynni af Gísla Jónssyni. Okkur bekkjar- systkinum duldist ekki að þar fór all- óvenjulegur ungur maður. Orðfæri hans, tilsvör og athugasemdir vöktu athygli og hittu jafnan í mark. Sumt einkenndist af nokkurri gráglettni, annað var meinfyndið, skarplegt og gætt svarfdælskri kímni. Vinur reyndist hann í hverri raun. Gísli var ágætur námsmaður og í íslensku og latínu stóðust fáir honum snúning. Svo mikill prófmaður var hann að meira að segja í leikfimi gat hann í prófi stokkið höfuðstökk sem honum hafði ekki áður tekist. Fávísum var mér fengur í því að lesa undir lokapróf með Gísla Jóns- syni enda kom hann til próflestrar galvaskur og þaulskólaður úr eins og hálfs vetrar kennslu við MA. Gísli plægði margan annan akur ís- lenskra fræða en móðurmálskennslu. Íslensk mannanöfn rannsakaði hann af elju um langan aldur, birti niður- stöður og var öðrum fróðari um nafn- giftir landa vorra. Þættir hans um ís- lenskt mál birtust óslitið vikulega í Morgunblaðinu í 1.138 skipti. Geri aðrir betur. Viðbrögð, fyrirspurnir og framlag lesenda bera því vitni hve vinsælir þættirnir hafa verið. Margir eru ígildi kennslubókar í íslensku, studdir máldæmum og mikilli þekk- ingu á bókmenntum liðinna alda og sögu tungunnar. Þættina hefur jafn- an skreytt enski bragarhátturinn limra og munu sumir hafa haft gaman af og geta nú kynnst þeim hætti nánar í síðustu bók Gísla Jónssonar. Þökk sé Gísla fyrir gömul kynni og ógleymanlegar stundir gamalla gleði- daga þegar hann varp fram smellnum vísum og bráðgóðum brögum um samferðamenn og vini. Bekkjarsystkinin úr MA geyma minninguna um góðan dreng. Ég votta eiginkonu og afkomendum hans samúð mína. Þórhallur Guttormsson. Á Amtsbókasafninu á Akureyri er svolítið herbergi sem áður var skrif- stofa héraðsskjalavarðar en var hin seinni ár ýmist kallað „Smugan“ eða „Cubiculum magistrorum“ þegar mikið var haft við. Þar átti Gísli Jóns- son sæti sitt um langt árabil og þar var hann dag hvern að undanskildum tveimur eða þremur dögum á ári um jól og páska. Þar skrifaði hann pistla sína um íslenskt mál og vann að öðru því sem hugur hans stóð til. Þar voru þykkar bækur um nafnafræði og sú ómetanlega spjaldskrá hans um mannanöfn sem hann gaf Héraðs- skjalasafninu og Amtsbókasafninu um áramótin síðustu. Einnig voru þar ritvélin Kristjana og tölvan Raflína. Veggir þessa herbergis eru þaktir myndum af mönnum, ljósritum af textum og ýmsu því sem við kölluðum speki. Eitt ljósritanna er af ljóði sem hann hafði sjálfur samið og kallaði „Venjulegt haustljóð“. Fyrstu tvö er- indin eru: Aspirnar stand’ allar ennþá svo skínandi gular, æðrulausar og skynja í ró að það kular. Brátt fæst sú hvíld sem þeim náttúran leyfir að neyta og næsta vor skulu þær laufhaddi grænum sig skreyta. Þær bera ekki ugg, enda augljós hin geiglausa myndin, en öðrum mun finnast sem haustljóð sé komið í vindinn og vita eins og skáldið að villusamt reynist á vegi og vonlaust að skrúði, sem horfinn er, nýskapast megi. Gísli vísaði stundum til veru sinnar á Amtsbókasafninu og starfa sinna þar með því að vitna í gamla mann- talsbók en um einn mann stóð „er þar“ eða þá að hann kallaði sjálfan sig „húsleka í kansellíinu“. En okkur sem nutum samvista við hann og áttum hann að vini fannst miklu fremur að frá honum stafaði birtu og hlýju og nær væri að kalla hann staðarprýði. Á Amtsbókasafninu er daglega verið að safna og miðla þekkingu. Starfsemi safnsins gengur út á að helst fari þaðan engir bónleiðir. Oft byggist það á því að allir leggjast á eitt við að leita svara við þeim spurn- ingum sem vakna og spyr þá gjarnan hver annan. Því er ekki erfitt að ímynda sér hversu stórkostlegt það var að hafa mann eins og Gísla Jóns- son í liðinu. Enda þótt hann teldist aldrei til ráðinna starfsmanna safnsins lét hann aldrei sitt eftir liggja við að leysa þær spurningar sem upp komu. Aldrei fannst honum sem spurning ætti ekki rétt á sér eða væri ekki svaraverð og þótt hann væri einna lærðastur Íslendinga í íslenskri tungu var honum náttúrulegt það lítillæti og hógværð fyrir fræðunum sem ein- kennir sanna menntamenn. Hverjum sem til hans leitaði var hann ráðhollur og ráðsnjall og ef hann taldi sig hafa aðgang að öðrum sem betur kunni, voru engir krókar honum of langir til að leita svara. Gilti þá einu hvort það var „ursolog“, „aviolog“ eða jafnvel „omniolog“ sem leita þurfti til. Þegar Gísli fór að vera daglega á Amtsbókasafninu var hann oft titlað- ur fyrrverandi menntaskólakennari. Hann var þá kominn á eftirlaun við sinn gamla skóla en fráleitt var hann hættur að kenna. Það gerði hann á svo eðlislægan og lifandi hátt, að frá- sögn úr heimasveitinni, Svarfaðar- dalnum, eða þá frá þingskrifaraárun- um varð okkur í senn skemmtun og fræðsla. Hin síðari ár hélt hann tvisv- ar sinnum opinberan fyrirlestur á safninu. Í annað skipti á degi íslenskr- ar tungu og í hitt skiptið við opnun sýningar um sögu prents og bókaút- gáfu á Íslandi. Í bæði skiptin var það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.