Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Sjónvarpsþátta- og útvarpsþáttagerð ÞAÐ er augljóst mál að sjónvarpið er myndmiðill. Þess vegna hæfir ekki að birta þáttinn Maður er nefndur í sjónvarpi. Slíkur þáttur hefur ekkert mynd- rænt atriði upp á að bjóða og það bjargar ekki þætt- inum þótt málverk sé sett upp á vegg til sýnis. Þetta er alltof einhæft og algjör- lega misheppnaður þáttur. Hins vegar er útvarpið tal- miðill, og þar hæfir þáttur eins og Maður er nefndur best. Önnur samtöl í sjón- varpi svo sem Kastljós geta gengið því þar koma oft fyr- ir 3 til 4 mismunandi per- sónur sem myndavélinni er miðað á og sitthvað efnisval frá hverri persónu flutt sem myndar fjölbreytni í myndatöku, framsögu og samtölum. Og öll þessi mis- munandi skot er svo hægt að tengja saman í heildar- mynd og framsetningu. Páll Hannesson, Ægisíðu 86. Áskorun SEM Íslendingur get ég ekki annað en tekið ofan fyrir Magnúsi Þór Haf- steinssyni fréttamanni sem sýnt hefur þann dug og þor að takast á við hina íslensku mafíu sem reynir með öllum ráðum að koma eigin glæp yfir á þann sem vill upplýsa glæpinn. Ég hvet aðra Ís- lendinga sem vilja réttlæti í þessu landi til að láta í sér heyra. Að þegja er að sam- þykkja óréttlætið. Hulda Guðmundsdóttir meðborgari. Yfir á rauðu VIÐ sem ökum um götur höfuðborgarinnar verðum daglega og margoft vitni að því að fjölmargir ökumenn virða ekki rauðu umferðar- ljósin og stefna lífi og limum annarra vegfarenda í bráða hættu. Myndir nást e.t.v. af einstaka og eitthvað kemur í kassann af sektarfé, en það eyðir ekki hinni stöðugu hættu sem skapast af glannaakstri. Í þeirri trú að umferðardeild lögreglunn- ar sé enn til, þótt lítið beri á henni, skora ég hér með á ráðamenn þar að senda liðs- menn sína aftur eins og fyrrum út á umferðar- þyngstu gatnamótin, a.m.k. af og til þannig að hinir kærulausu ökumenn geti hvenær sem er búist við inngripi laganna varða. Fælingarmáttur er fólginn í slíku fyrirkomulagi og virð- ing fyrir lögreglunni mundi aftur aukast en hún virðist nú því miður í lágmarki. H.Þ. Kjósum með gamla laginu ÉG ER ánægð með það ef kosið verður með gamla lag- inu í borgarstjórnarkosn- ingum að vori því ég hef ekki hundsvit á tölvum og tala ég fyrir hóp fólks sem ekki ólst upp við slík tæki. Þegar kosið var um flugvöll- inn komst ég í fyrsta skipti í tæri við tölvu og er mér nær að halda í öllu handapatinu hafi ég kannski ekki kosið rétt, því miður. En vonandi fer ekki á milli mála hvar at- kvæði mitt lendir í kosning- unum í vor. Eldri borgari. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins er karlkynsog las einhvers staðar fyrir stuttu að mislanga meðalævi karla og kvenna mætti m.a. útskýra með mis- munandi upplifun kynjanna á sárs- auka; karlar hörkuðu frekar af sér en konur og leituðu ekki til læknis fyrr en eftir dúk og disk. Ekki er Víkverji viss um að konan hans og enn síður saumaklúbburinn hennar væru sam- mála þessu með sársaukaþolið. Á fundum saumaklúbbsins er eitt aðal- umræðuefnið alla jafna hvað eigin- mennirnir séu miklir aumingjar þeg- ar þeir séu veikir, kveinki sér mikið og beri sig illa. Svo mæla þær það hver upp í annarri að sýna nú sem minnsta samúð þegar betri helming- urinn á bágt; þetta sé hvort sem er allt tómur leikaraskapur. x x x ÞAÐ skyldi þó aldrei vera að karl-ar láti það vera að leita læknis vegna þess að konurnar þeirra gera svo lítið úr veikindum þeirra? Eig- inmaður einnar í saumaklúbbi eigin- konu Víkverja var lengi búinn að kvarta undan miklum kviðverkjum. Frúin sagði honum auðvitað að hætta þessum bölvuðum aumingjaskap og harka af sér. Svo gerist það að sím- inn hringir um miðja nótt á heimili þeirra hjóna. Frúin vaknar og ætlar að senda eiginmanninn í símann, en tekur þá eftir því að hann er ekki á sínum stað í hjónarúminu. Hún svar- ar í símann og á hinum enda línunnar er eiginmaðurinn. Hann biður hana margfaldlega afsökunar á að hafa truflað nætursvefn hennar sem hafi alls ekki verið ætlunin. Hann verði hins vegar að biðja hana um svolítinn greiða; hvort hún geti kíkt í baðskáp- inn og gáð hvað þær heiti, pillurnar sem hann taki, læknarnir vilji fá að vita hvort hann sé á einhverjum lyfj- um. Þekkjandi sjónarmið konu sinn- ar hafði hinn trúi eiginmaður vaknað sárkvalinn um nóttina og ekið sjálfur á spítala, þar sem hann fékk þá greiningu að hann væri þjáður af gallsteinum og bezt að drífa hann í uppskurð með það sama! Þegar hann hafði sagt konu sinni þessi tíðindi bað hann hana enn einu sinni afsökunar og sagðist vona að hún gæti sofnað aftur. Eftir þetta var um hríð gert heldur minna grín að veikum eigin- mönnum á fundum saumaklúbbsins. Í VIKUNNI varð Víkverji fyrir þvíóláni að leggjast í andstyggilega flensu, svo hann gat vart lyft höfði frá kodda. Auðvitað fór allt á sama veg og venjulega; eiginkonan sýndi litla samúð og umhyggju en hafði alls konar meinhæðnar athugasemdir á hraðbergi. Víkverji hefur sjálfur orð- ið að staulast eftir sínum vatnsglös- um og hálstöflum og taldi einsýnt framan af að eina leiðin til að fá ein- hverja samúð væri að hringja í mömmu sína. Þá brá hins vegar svo við að lítil dóttir hans settist við sjúkrabeð föður síns, klappaði hon- um og strauk og vorkenndi heil ósköp. Þegar móðir hennar birtist í svefnherbergisdyrunum með fleiri kaldhæðnislegar pillur um ástand manns síns, byrsti sú stutta sig bara og sagði: „Nei, takk, mamma. Svona talar maður ekki við veikt fólk!“ Þetta sýndi Víkverja fram á að það er félagsmótunin, sem fram fer í saumaklúbbum og víðar, sem gerir það að verkum að konur eru vondar við karlmenn þegar þeir eru veikir. Það er ekki endilega gangur náttúr- unnar, eins og viðbrögð saklauss barnshjartans sýndu. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÉG VAR í vikunni að horfa á þátt í sjónvarpinu þar sem var viðtal við lýtalækni og sálfræðing. Það kom fram í þessum þætti að kon- ur hafi oft miklar áhyggjur af útlitinu og lélega sjálfs- ímynd. Það er ekki furða því skilaboðin í samfélag- inu eru þau að konur eigi að vera tággrannar, brún- ar, í þröngum buxum eða stuttum kjólum svo að engu er leynt. Hvar sem konur koma saman er varla talað um annað en megrun. Ég fór eitt sinn í leikfimi þar sem tággrannar konur höfðu ekki undan að reyna að finna á sér fitu. Að lokn- um tímanum fóru þær á vigtina og æptu upp af fögnuði yfir því að hafa lést um 2–300 grömm. En vit- anlega komu þessi grömm aftur um leið og þær fengu sér vatnsglas. Ung stúlka sagði mér frá reynslu sinni. Hún er lagleg en frekar þybbin. Þegar hún fór út með grönnum vinkonum sínum varð hún alltaf út- undan og stundum áreitti fólk hana og talaði um hversu feit og ógeðsleg hún væri. Þessi stúlka fór svo í sumarfrí til Spánar. Þegar hún kom aftur hafði hún grennst og þegar ég spurði hana hvað hún hefði borð- að sagði hún: Bara allan mat en það var bara svo gaman. Hún grenntist meira og nokkru seinna fór hún út að skemmta sér en nú var það hún sem athygl- ina hafði. Hún var komin með rétta útlitið. En stúlk- an sagði við mig: Ég er enn sama manneskjan. Þetta lýsir því best hversu þröng- sýnt fólk getur verið. Það er gott að líta vel út og halda kílóunum í skefjum en skiptir ekki meira máli hvað kemur innan frá? Það er ekki nóg að hafa þetta tískuútlit ef manneskjan hefur lélega sjálfsímynd. Sísí. Ungfrú yndisfríð LÁRÉTT: 1 slikja, 4 áfall, 7 útlim- um, 8 dánarafmæli, 9 máttur, 11 ill kona, 13 fall, 14 skrök, 15 viljugt, 17 billegur, 20 stefna, 22 glæsileg, 23 klettasnös, 24 valska, 25 grobba. LÓÐRÉTT: 1 rolan, 2 Danir, 3 anga, 4 málmur, 5 baunir, 6 fiski- línan, 10 á, 12 nothæf, 13 skar, 15 falleg, 16 bjart, 18 hnugginn, 19 rugga, 20 tölustafur, 21 ófús. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nístingur, 8 skafl, 9 ræddu, 10 urr, 11 ansar, 13 arnar, 15 makks, 18 smátt, 21 kóp, 22 lokka, 23 ilina, 24 hirðmaður. Lóðrétt: 2 Íraks, 3 telur, 4 narra, 5 undin, 6 æska, 7 þurr, 12 auk, 14 Róm, 15 mold, 16 kukli, 17 skarð, 18 spila, 19 álitu, 20 traf. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvid- björnen, Guðmundur Ólafur og Kyndill koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Kisten kom í gær. Fréttir Bókatíðindi. Númer föstudagsins 7. desember er 2372. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leik- fimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl 13 bók- band, kl. 14 bingó. Jóla- hlaðborð verður 14. des húsið opnað kl. 18. Gest- ur kvöldsins Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri. Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg leika og syngja, fiðluleikur og börn sýna dans. Versl- unarferð miðvikud. 12. des. skráning í afgreiðslu s. 562-2571, kl. 9 leikfimi. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 13 spil- að í sal og glerlist. Jóla- trésskemmtun verður föstudaginn 14. des. kl. 14. Jólasveinninn kemur í heimsókn. Fjórar klass- ískar kynna nýútkominn geisladisk sinn, skráning í s. 568-5052 fyrir 13. des. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlað- hömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 10.30 sr. Tómas Sveins- son, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánud. 10. des: Jólaupplestur í Bókasafni Garðabæjar kl. 17, spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Jólakaffi kl. 15, föndurdagur í Kirkju- hvoli, neðri hæð, kl. 13.30. miðvikud. 12. des.: Lög- reglan í Garðabæ býður í árlega ferð. Farið verður í Svartsengi. Rútur frá Kirkjuhvoli og Holtsbúð kl. 13. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu kl. 11.30. Bridge kl, 13:30. Þriðjudaginn 11. des. býður Lögreglan í Hafnarfirði í skoð- unarferð og kaffi í Svartsengi. Rútur fara kl. 13. Fimmtudaginn 13. des verður opið hús í Hraun- seli kl. 14. „Jólafundur“. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist fellur niður hefst aftur eftir áramót. Dansleikur kl. 20, Caprí- tríó leikur fyrir dansi, síðasti dansleikur á þessu ári. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda fyrir framhald kl. 19. og byrj- endur kl. 20.30. Þriðju- dagur: Skák kl. 13 og al- kort spilað kl. 13.30. Jólaferð verður farin um Suðurnesin 17. desem- ber. Jólaljósin skoðuð. Fararstjóri Sigurður Kristinsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Skrán- ing hafin. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, myndlist- arsýning Bryndísar Björnsdóttur stendur yf- ir. Mánudaginn 10. des. jólahlaðborð í hádeginu í veitingabúð, skráning hafin, kl. 13.30 koma sr. Hjálmar Jónsson og Eyjólfur R. Eyjólfsson í heimsókn og leiða saman hesta sína eins þeim er einum er lagið. Nánar augýst síðar. Allir velkomnir. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Glerlistarhópur kl. 10. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postu- lín, kl. 12.30 postulín. Fótsnyrting og hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Litlu jólin verða haldin miðvikudaginn 12. des. kl. 13.30. Jólahugvekja sr. Kristín Pálsdóttir, Kátir karlar syngja, jóla- saga, kaffihlaðborð. Vin- samlega tilkynnið þátt- töku í s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sig- valda. Kl. 15, kynnir Hjördís Geirs söngkona nýútkominn geisladisk sinn. Rjómaterta með kaffinu. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Háteigskirkja, aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13– 15. Söngur með Jónu, vöfflur með kaffinu, Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16– 25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysir, kakóbar, Að- alstræti 2. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Slysavarnadeildin Hraunprýði, heldur sinn árlega jólfund þriðjud. 11. des. kl. 19. í Skút- anum og hefst með borð- haldi, söngur, danssýn- ing, happdrætti, jólahugvekja. Miðar seldir í Firði föstud. 7. des. og mánud. 10. des. kl. 14–18 miðapantanir hjá Rögnu í s. 565-4034. Gestir velkomnir. Árnesingafélagið í Reykjavík. Jólakaffi- tónleikar verða í safn- aðarheimili Áskirkju sunnud. 9. des. kl. 15. Að- alfundur Árnesinga- félagsins verður haldin í framhaldi af kaffitónleik- unum um kl. 16:30 á sama stað. Allir velkomn- ir. Félag kennara á eft- irlaunum. Jólafundur fé- lagsins verður laugard. 8. des. í Húnabúð, félags- heimili Húnvetninga í Reykjavík, Skeifunni 11, 3. hæð. Fundurinn hefst kl. 13:30, hálfri stundu fyrr en venjulega. Dag- skrá: 1. Félagsvist, góð verðlaun. 2. Veislukaffi. 3. Frásögn: Séra Frank M. Halldórsson. 4. Ekkó kórinn syngur jólalög. Stjórnandi: Jón Hjörleif- ur Jónsson. Hallgrímskirkja, eldri borgarar, opið hús mið- vikudaginn 12. des. kl. 14. í umsjá sr. Maríu Ágústs- dóttur. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýs- ingar í síma 510-1034. Verið velkomin. Í dag er föstudagur 7. desember, 341. dagur ársins 2001. Amrósíus- messa. Orð dagsins: Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. (Rómv. 12, 14.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.