Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Algjört frelsi er eftir þau Auði Jónsdóttur og Þórarin Leifsson. Í kynningu segir m.a.: „Tinna, Lubbi og afi ung- lingur æða út í borgina í leit að pabba Tinnu sem leyfir allt. En borgin er hættuleg og mannlífið flókið.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 104 bls., Þórarinn Leifsson hannaði kápu og teiknaði myndir. Gutenberg sá um prentun. Verð: 2.290 kr. Börn Forlögin í kaffibollanum er eftir Soph- ie. Gissur Ó. Erlingsson og Guðrún Fríða Júlíusdóttir ís- lenskuðu. Í kynningu segir m.a.: „Ljúktu úr morgunbollanum, og hvað sérðu? Í þessari bók veitir Sophie heiminum hlutdeild í þekkingu sinni.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 283 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 1.980 kr. Handbók Kötturinn með hattinn eftir dr. Seuss í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar er komin út í nýrri út- gáfu. Sigga og bróðir hennar eru ein heima og þeim leiðist. „En bíðum nú við, í húsinu hrikti við! og hvað við hrukkum við. Við heyrðum að einhver gekk hratt inn! og síðan sáum við koma sjálfan köttinn með hattinn! Útgefandi: Iðunn. Bókin er 61 bls. Prentun: Odda hf. Verð: 1.980 kr. Sagan af Loð- inbarða er í end- ursögn Jóhönnu Á. Steingríms- dóttur. Þegar Loðinbarði ákveður að fara til mannabyggða að ná sér í konu hittir hann fyrir karl í koti sem á þrjár dætur. Loðin- barði hefur augastað á þeim öllum – en þó hann sér stór og sterkur ganga þær honum allar úr greipum því sú yngsta hefur ráð undir rifi hverju. Útgefandi er Salka. Margrét E. Lax- ness myndskreytti. Bókin er 37 bls., prentuð í Gutenberg. Verð: 1.980 kr. Tærnar – spegill persónuleikans er eftir Imre Somo- gye í þýðingu Guð- rúnar Fríðu Júl- íusdóttur. Í kynningu segir m.a.: „Táalestur er aðferð til að rannsaka per- sónuleika fólks með því að túlka lög- un og stöðu tánna. Þessi aðferð var þróuð af Hollendingnum Imre Som- ogyi og konu hans Margréti.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 121 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 3.480 kr. Svona stór er eftir Þóru Másdóttur og Margréti E. Laxness. Bókin er fyrir yngstu les- endurna, frá eins til fjög- urra ára, og segir frá Tótu litlu sem týnir bangs- anum sínum. Hún leggur af stað til að leita að honum og ýmislegt merkilegt verður á vegi hennar, bíll segir babú babú, kisa mjálmar og stelpa blæs sápukúlur. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 24 bls., prentuð Danmörku. Verð: 1.490 kr. MIKIL gróska hefur verið í útgáfu frumsaminna íslenskra barnabóka á undanförnum árum. Margir mjög frambærilegir höfundar hafa komið fram og fjölbreytni bóka fyrir börn og unglinga verður sífellt meiri og flest bendir til að ef íslenskum bóka- útgefendum tekst að vekja nógu vel athygli á því sem gefið er út megi bú- ast við að góðir tímar séu framundan. Sigrún Eldjárn hefur verið af- kastamikill barnabókahöfundur frá því að hennar fyrsta bók kom út árið 1980. Síðan þá hefur hún gefið út tutt- ugu og fjórar bækur og þrjár þeirra í samstarfi við bróður sinn, Þórarin Eldjárn. Hún lætur sér ekki nægja að skrifa texta, heldur er hún auk þess listagóður teiknari og eykur það enn frekar gildi bóka hennar. Góð bók getur nefnilega orðið enn betri ef myndskreytingar eru góðar og gefa ímyndunarafli ungra lesenda byr undir báða vængi. Geimeðlueggin er nýjasta bók Sigrúnar. Söguþráður hennar er vægast sagt óvenjuleg- ur og ótrúlegur. Sagan er eiginlega tímalaus eða kannski enn frekar nær hún að spanna allt í senn fortíð, nútíð og framtíð. Aðalpersóna er nútímadrengurinn Teit- ur, sem fær það hlut- verk að hafa eftirlit með og taka til á tilrauna- stofu Tímóteusar vís- indamanns. Þegar hann byrjar að taka til fara að gerast furðulegir hlutir og atburðarásin verður allt í senn óvenjuleg, hröð og spennandi. Hann tengist hins vegar fortíðar- drengnum Narfa og framtíðarver- unni Stellu og saman liggja þræðir þeirra þriggja. Sigrún Eldjárn býr greinilega yfir miklu og lifandi hugmyndaflugi. Tækni á augljóslega hug hennar allan og það sem er einna skemmtilegast við bókina er hvernig höfundi tekst að finna orð um ýmsa iðju fólks og málfarið er nýstárlegt, en lýtur samt sem áður öllum helstu lögmálum hefðbundins íslensks máls. Fyrir koma orð eins og svifstóll, fjór- víddardýr og víðskjár. Öll framandi en falla samt svo dæmalaust vel að venjulegu íslensku máli. Það var skemmtilegt að lesa bókina Geim- eðlueggin og víst er að mörg börn eiga eftir að lesa hana sér til ánægju. Eins og fyrr segir eru myndskreyt- ingar ríkur þáttur í bókum Sigrúnar. Þær eru skemmti- legar og falla vel að efni bókarinnar og auka gildi hennar. Annar kostur bókarinnar er letrið, sem er þokka- lega stórt og gerir þannig yngri börn- um frekar kleift að lesa bókina. Prentvinnsla er öll mjög vel af hendi leyst. Þetta er skemmtileg bók og kannski er stærsti kosturinn við hana að hún er talsvert öðru vísi en flestar íslenskar barnabækur. Tímaflakk BÆKUR Barnabók Saga og myndskreytingar eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi Mál og menning, Reykjavík, 2001. Prentvinnsla Guten- berg. 97 bls. GEIMEÐLUEGGIN Sigurður Helgason Sigrún Eldjárn SÖNGKONAN Sigrún Hjálmtýs- dóttir, eða Diddú, er heillandi mann- eskja sem flestir Íslendingar þekkja og virða. Hún er hæfileikarík söng- kona sem geislar af lífsgleði og hlýju. Eins og fjölmargir aðrir hef ég sungið í kór sem Diddú hefur komið fram með og mér finnst eins og svo mörg- um öðrum alveg einstakt hvað hún sendir frá sér hlýja strauma til hvers einasta manns. En ég var efins þegar ég heyrði að gefa ætti út ævisögu hennar. ,,Hún er svo ung, á hátindi lífs síns og á svo margt ógert. Heil bók um hálft líf? Hvers vegna ævi- saga núna en ekki eftir þrjátíu ár?“ Það fór þó svo að ég hafði ekki lesið lengi þegar ég var alveg búin að gleyma fordómum mínum og linnti ekki látum fyrr en ég hafði lokið við bókina. Hún reyndist ekki persónu- leg langloka eins og ég hafði óttast heldur er hún áhugaverð og vönduð frá upphafi til enda. Súsanna Svavarsdóttir velur við- talsformið fyrir þessa bók og finnst mér það mjög vel til fundið. Í raun og veru er hér um langt viðtal að ræða, ekki aðeins við Diddú sjálfa heldur einnig við vini hennar og vandamenn. Þetta gerir bókina einstaklega lifandi þó að ég hefði viljað sjá álit og sjónarhorn fleira fólks sem komið hefur við sögu hjá söngkon- unni. Samt er það auð- vitað Diddú sjálf sem gerir útslagið; hún segir fjörlega frá og kryddar frásögnina með skemmtilegum og ein- lægum athugasemdum og atvikum. Það er greinilegt að það hefur verið gott samband milli Diddúar og Súsönnu þegar þær unnu að bók- inni; samband sem skil- ar sér milli línanna en kemur líka fram í skipulagðri og markvissri uppbygg- ingu og grunar mig að þar sé komið lýsandi vinnulag fyrir báðar tvær. Ekki má heldur gleyma því að Sús- anna er lipur og góður penni en frá- sagnarstíll hennar nýtur sín mjög vel í bókinni. Það er söngkonan sem er í for- grunni mestallan tímann þótt það sé að sjálfsögðu ekki hægt að skilja hana frá persónunni. Enda var Diddú ung farin að syngja og njóta þess að skemmta fólki. Farin er sú hefð- bundna leið að byrja á fæðingardag- inn og fylgja svo lífshlaupinu fram að útgáfutíma ævisögunnar. Eitt leiðir af öðru og lesandinn er leiddur ljúf- lega áfram. Diddú lýsir æskuum- hverfi sínu og stórfjölskyldunni þann- ig að sjónarhorninu er beint að breyttum tímum og kynslóðamun. Frásögnin er hlýleg þegar aðrir eiga í hlut en oft spaugileg þegar hún lýsir sjálfri sér; lítilli buddu sem vildi fara sínar eigin leiðir. Það er merkilegt að sjá hvað hún heillaðist snemma af tónlist og söng og hvað hún var viss þegar að því kom að velja lífsstarfið eftir að hafa reynt fyrir sér í leiklist- inni. Þess má geta að af þeim fjölda ljósmynda sem eru í bókinni er skemmtilegast að sjá æskumyndirn- ar. Það er stiklað yfir söngferilinn, byrjunina með Spilverki þjóðanna, söngnámið í London og á Ítalíu, tón- leika, prímadonnuhlutverk í óperum, erfiðar ákvarðanir, kærasta, barn- eignir, giftingu, húsbyggingu og ferðalög. Oft er staldrað við til að lýsa nánar. Þá er það söngurinn og röddin, samferðafólkið, vinir, fjölskyldan, út- löndin, skemmtileg atvik eða erfiðar aðstæður. Það vekur furðu og aðdáun að lesa um heyrnarskerðingu Diddú- ar og æðruleysi hennar gagnvart þessari fötlun. Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að lifa við slíkt sem atvinnusöngkona. Einn mesti kostur bókarinnar er einmitt sá að sagt er frá erfiðum og persónulegum aðstæðum af æðruleysi og í ákveðinni fjarlægð. Mikilvægir atburðir og að- alatriðin njóta sín snurðulaust og rauði þráðurinn er lífsgleði, bjartsýni, umhyggja og samviskusemi Diddúar. Hluti af ánægjunni sem í því felst að lesa um líf samtímamanneskju í fá- menna þjóðfélaginu okkar er að verið er að lýsa því venjulega lífi sem við þekkjum svo vel. Við erum meira og minna af sömu rót. Hins vegar er líka gott að lesa um manneskju sem er svona fylgin sér, mitt í rótlausu nú- tímasamfélaginu. Listakonu sem gengur svo heil og einbeitt að verki, þrátt fyrir mikla erfiðleika á köflum, og heldur gleðinni, hlýjunni og svo mikilli útgeislun að öllum finnst að sungið sé aðeins fyrir sig. Ég bíð svo bara spennt eftir bók tvö í ævisögu Diddúar, eftir þrjátíu ár eða svo. BÆKUR Ævisaga Eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Vaka-Helgafell, 2001. 246 bls. DIDDÚ Geislandi af gleði Hrund Ólafsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir Súsanna Svavarsdóttir NÝIR höfundar vekja alltaf sér- staka eftirvæntingu og vonir um að fram komi eitthvað nýtt, eitthvað sem auki fjölbreytni og geri bókmenntir samtímans áhugaverðari. Fyrsta bók höfunda ber þess oft merki og oft er hægt að sjá hvort í þeim leynist for- boði um glæstan framtíðarferil. Bókin Gersemar goðanna fjallar um óvenjuleg ævintýri systkinanna Sóleyjar og Baldurs, sem heimsækja afa sinn sem býr einn í báti og sam- kvæmt lýsingu á bókarkápu er hann einfari og þykir af mörgum sérstakur og er þar af leiðandi væntanlega einn á báti. Líklega er það engin tilviljun að afinn sem býr í bátnum heitir Nói. Strax í byrjun sögunn- ar er umhverfi bátsins gert dularfullt og er þar getið um drauga og aðrar kynjaverur. Draugar eru hins vegar barnaleikur einn miðað við þær furðu- verur sem þau systkini komast í kynni við þegar þau leggja land undir fót og notfæra sér regnbog- ann, Bifröst, til að kynn- ast veröld ása, dverga, risa og jötna. Þau fara í ferðalag til heimkynna þeirra goða sem fólk lær- ir um í norrænni goða- fræði. Hugmyndin að sögunni er góð. Höfundur hefur greinilega mikla frá- sagnargáfu, en hins vegar vantar svo- litla hófstillingu í söguþráðinn. Sagan litast töluvert af því að það er eins og að verið sé að keppast við að koma að nánast öllum þeim sem koma við sögu í hinni fornu norrænu goðafræði. Sóley og Baldur kynnast kænsku dverga, styrk og mætti risa og skapa- nornunum sem ráða örlögum manna og búa hjá Urðarbrunni við rætur Asks Yggdrasils. Ævintýrin sem systkinin lenda í eru með ólíkindum, en stöðugt er í sögunni verið að lauma inn fræðslu um veröld hinna fornu goða, og hlutverk þeirra hvers og eins í þeirri heimsmynd sem goða- fræðin grundvallast á. Þrátt fyrir frekar óvenjulegt efnið er skemmti- legt hvernig höfundi tekst að spinna nokkuð eðlilegan söguþráð. Þó er greinilegt að höfundurinn á nokkuð erfitt með að gera upp við sig hvers konar sögu hún vill skrifa. Á hún að vera hrein frásögn af goðunum eða á að reyna að skapa einhvers konar tengsl við mannheima eða á þetta að vera hreint ævintýri? Selma Ágústsdóttir á að öllum lík- indum eftir að skrifa fleiri bækur. En í þessu tilfelli er eins og að talsvert vanti á vandvirkni. Á stöku stað virt- ist vanta smáorð inn í textann, en óljóst er hvort þar megi kenna höf- undi um eða slökum prófarkalestri. Myndskreytingar Ingibjargar Helgu Ágústsdóttur eru snyrtilegar og brjóta bókina ágætlega upp. Frá- gangur er allur útgefendum til sóma að undanskildum áðurnefndum vill- um í textanum. Kennslustund í goðafræði BÆKUR Ævintýri Eftir Selmu Ágústsdóttur. Myndskreyt- ingar eftir Ingibjörgu Helgu Ágústsdóttur. Útgefandi Iðunn, Reykjavík 2001. Prent- vinnsla Prentsmiðjan Oddi hf. 77 bls. GERSEMAR GOÐANNA Sigurður Helgason Selma Ágústsdóttir Úr fjötrum – ís- lenskar konur og erlendur her er eftir Herdísi Helgadóttur. Í kynningu segir m.a.: „Sviku ís- lenskar konur land og þjóð á stríðsárunum eða leysti hernámið þær úr aldagömlum fjötrum? Hlutur kvenna hefur löngum verið rýr í íslenskri sagnfræði enda karlar þar jafnan haldið á penna og valið efnisatriði og sjónarhorn. Einna helst hafa konur komið við sögu þeg- ar kemur að frásögnum af „ástands- málunum“ svonefndu á árum heims- styrjaldarinnar síðari. Þá var þeim borin taumlaus léttúð á brýn og jafn- vel landráð. En hvernig horfði þetta við konunum sjálfum? Hvaða sögu segja þær sem höfðu náin kynni af dátunum, unnu fyrir þá eða stóðu bara álengdar?“ Herdís Helgadóttir er mannfræð- ingur og fléttar saman hefðbundna fræðilega samantekt, eigin minningar og frásagnir fjölmargra kvenna sem lifðu þetta mikla umbrotaskeið.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 341 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir. Verð: 4.490 kr. Saga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.