Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DR. JANEZ Drnovšek hefur verið forsætisráðherra Slóveníu frá árinu 1992, ári eftir að Slóvenía varð sjálf- stætt ríki eftir að það sagði sig úr sambandsríkinu Júgóslavíu. Drnovš- ek er því sá forsætisráðherra í Evr- ópu sem hefur setið lengst, næst á eftir Davíð Oddssyni forsætisráð- herra Íslands. Í viðtali við Morgunblaðið segir Drnovšek opinbera heimsóknin hans til Íslands, sem lýkur í dag, tvímæla- laust hafa verið gagnlega og ánægju- lega. „Við Davíð Oddsson erum góðir vinir. Hann heimsótti Slóveníu fyrir tveimur árum og ég er glaður að geta hitt hann aftur og rætt við hann. Ís- land og Slóvenía eru bæði frekar lítil lönd, við getum deilt mikilli reynslu og skiljum hvor annan líklega betur en margir aðrir,“ segir Drnovšek. Samskipti Slóveníu og Íslands mjög góð Hann segir samskipti landanna hafa verið mjög góð allt frá stofnun Slóveníu árið 1991. „Ísland varð fyrst, ásamt Þýskalandi, til að viðurkenna Slóveníu sem sjálfstætt ríki. Síðan þá hafa samskiptin verið einstök.“ Hann segir að áfram eigi að hlúa að sam- skiptum þjóðanna og vonast til að heimsókn hans til Íslands og heim- sókn Davíðs til Slóveníu muni búa í haginn fyrir frekara samstarf land- anna í framtíðinni í viðskiptum, menningar- og ferðamálum. Í dag búa 35 Slóvenar á Íslandi. Í undirbúningi er að halda ráð- stefnu um viðskiptamöguleika milli landanna tveggja á haustdögum. „Ég tel að mörg viðskiptatækifæri ættu að vera til staðar sem athafnafólk gæti kannað og fjárfestingar að sjálfsögðu líka.“ Drnovšek nefnir ferðamennsku sem dæmi, áður en Júgóslavía liðaðist í sundur hafi fjölmargir Íslendingar sótt landið heim, færri hafi aftur á móti gert það frá því landið hlaut sjálfstæði. Hann segir athafnalíf mjög fjölbreytt í Slóveníu, margir möguleikar komi til greina en fjar- lægðin milli landanna hafi þó áhrif. Drnovšek segir ástandið í Slóveníu mjög gott. Pólitískur stöðugleiki sé góður og efnahagsástandið gott en síðasta áratug var hagvöxtur um 4%. Hann segir lífsskilyrðin góð og að landið eigi ekki við nein sérstök vandamál að stríða, öfugt við marga nágranna sína. Slóvenar eiga nú í samningavið- ræðum um aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og Evrópusam- bandinu (ESB). Drnovšek kom hingað til lands beint frá Riga í Lett- landi þar sem fulltrúar vesturveld- anna sendu leiðtogum þeirra tíu landa sem sótt hafa um aðild að NATO þau skilaboð að meiri líkur en minni séu á því að þeim verði boðin aðild að bandalaginu í Prag í nóvem- ber. Sagði Drnovšek á blaðamanna- fundi í gær að Slóvenar hefðu áhuga á reynslu og stuðningi Íslands, varð- andi NATO aðild. „Við vonumst til að Slóveníu verði boðin aðild í haust. Við vorum mjög nálægt því á fundinum í Madríd fyrir fimm árum. Við vonum að í þetta sinn gangi þetta eftir. Slóvenía uppfyllir allar pólitískar- og efnahagslegar kröfur sem gerðar eru. Við höfum lagt áherslu á að þróa herinn og höf- um ákveðið að gera hann að atvinnu- her en ekki her þar sem menn eru kvaddir til herskyldu,“ segir Drnovš- ek við Morgunblaðið. Hlutverk Slóveníu að efla öryggi í SA-Evrópu „Við höfum unnið hörðum höndum að undirbúningi aðildar, það hefur verið forgangsatriði hjá okkur í nokk- urn tíma að fá aðild bæði að NATO og ESB. Við höfum lögleitt öll grund- vallaratriði löggjafar Evrópusam- bandsins. Ég tel að Slóvenía verði meðal fyrstu landanna sem verður boðin aðild að ESB. Við munum ljúka viðræðunum í desember á þessu ári og ættum að geta orðið aðilar að sam- bandinu árið 2004.“ Drnovšek segir að Slóvenía geti lagt sitt af mörkum til NATO. „Við gætum aukið öryggi almennt og ég tel að það sé okkar hlutverk, sérstak- lega í SA-Evrópu þar sem ástandið er enn nokkuð óöruggt. Við höfum þeg- ar herafla í Bosníu-Hersegóvínu, Kosovo og Makedóníu. Við teljum að þarna gætum við lagt okkar að mörk- um og aukið stöðugleika á svæðinu. Í öðru lagi myndi öryggi okkar aukast í varnarbandalagi með löndum af svip- uðum toga, þótt við sjáum enga hættu eða ógnun núna.“ Góð samskipti landanna í fyrrverandi Júgóslavíu Drnovšek segir að samskipti Slóv- eníu við hin löndin í fyrrverandi Júgó- slavíu séu góð. „Ég heimsótti Serbíu fyrir tveimur vikum og var það fyrsta heimsóknin í 11 ár frá því að við kluf- um okkur út úr Júgóslavíu. Þá kom- um við á fót góðu sambandi.“ Hann segir að eftir fall Slobodans Milosevic hafi Slóvenía hafið samskipti við Serbíu að nýju. Þá segir Drnovšek samskiptin við Króatíu, Bosníu-Her- segóvínu og Makedóníu einnig mjög góð. „Einhvern veginn er eins og þessir nýafstöðnu atburðir séu gleymdir, nú einbeitum við okkur að því að byggja upp stöðugleika á svæð- inu og efnahaginn.“ Slóvenar hlynntari aðild að ESB en NATO Hann segir að meiri stuðningur sé við aðild að Evrópusambandinu en NATO meðal slóvensku þjóðarinnar. Um það bil 60% Slóvena séu fylgjandi aðild að ESB og um 30% á móti. Í síð- ustu skoðanakönnun hafi 51% verið fylgjandi aðild að NATO. „Viðhorfin eru mismunandi en allir helstu flokk- arnir styðja aðild að NATO. And- stæðingar aðildar telja að Slóvenía þurfi ekki á NATO að halda þar sem engin ógnun sé til staðar og vilja að áhersla verði lögð á hlutleysi. Við segjum aftur á móti að NATO hafi þegar aukið öruggi og stöðugleika hjá okkur síðasta áratuginn með aðgerð- um í nágrenni okkar. Okkur finnst við vera örugg núna þar sem NATO her- deildir eru að störfum í Bosníu-Hers- egóvínu og öðrum löndum á Balkan- skaganum. Við verðum að taka okkar skerf af ábyrgðinni og stuðla þannig að öryggi og frið í heiminum. Fyrir lítið land er einnig gott að vera í varn- arbandalagi með öðrum löndum, núna er engin ógnun til staðar en það veit ekkert hvað mun gerast eftir 20– 30 ár.“ Kostir við aðild að ESB fleiri en gallar Aðspurður hvort Slóvenar hafi, í ljósi þess hve stutt er síðan landið hlaut sjálfstæði, áhyggjur af því að láta af hendi hluta af sjálfstæðinu með því að gerast aðili að ESB segir Drnovšek að þessi rök hafi heyrst í umræðunni. „En við teljum að ávinn- ingur aðildar sé mun meiri en fórnin, ef hægt er að kalla það svo. Slóvenía er svo tengd Evrópusambandinu nú þegar, bæði sögu- og menningarlega. Tveir þriðju hlutar af okkar viðskipt- um eru við Evrópusambandið. Við er- um umkringd löndum eins og Aust- urríki og Ítalíu sem eru aðilar að sambandinu. Ungverjaland hefur einnig sótt um aðild. Það væri því mjög erfitt fyrir okkur að standa fyrir utan þetta samstarf.“ Slóvenía hafi í raun ekki annars kost og allir stjórn- málaflokkar lansins séu hlynntir að- ild. Opinberri heimsókn dr. Janez Drnovšek, forsætisráðherra Slóveníu, lýkur í dag Forgangsatriði að fá aðild að NATO og ESB Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra og dr. Janez Drnovšek, slóvenskur starfsbróðir hans, á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsi í gær. Drnovšek segir þá Davíð góða vini, Ísland og Slóvenía séu bæði frekar lítil lönd og því skilji þeir hvor annan betur en margir aðrir. Dr. Janez Drnovšek, forsætisráðherra Slóv- eníu, segist bjartsýnn á að Slóveníu verði boðin aðild að NATO í haust og að ESB árið 2004. Hann sagði Nínu Björk Jónsdóttur að sam- skiptin við nágrannarík- in á Balkanskaganum væru mjög góð eftir fall Milosevic, nú einbeiti löndin sér að því að byggja upp efnahaginn og efla stöðugleika. nina@mbl.is DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði samskipti Íslands og Slóven- íu afar góð, á blaðamannafundi í gær eftir fund hans með dr. Janez Drnovšek, slóvenskum starfs- bróður sínum, sem er hér á landi í opinberri heimsókn. Davíð sagði að þegar löndin yrðu bæði orðin hluti af Evrópska efnahagssvæð- inu, eftir að Slóvenía fær aðild að Evrópusambandinu, verði við- skiptamöguleikar milli landanna betri en áður. Davíð fór í opinbera heimsókn til Slóveníu árið 2000 og sagðist hann ánægður með að Drnovšek hefði getað endurgoldið heimsókn hans. Hann sagði þá starfsbræður hafa þekkst lengi og átt góð sam- skipti. Þeir hafi svipaða reynslu og hafi haft tækifæri í heimsókn- inni til að ræða málefni sem efst væru á baugi, eins og framtíðarað- ild Slóveníu að ESB og Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Opinberri heimsókn Drnovšek lýkur í dag. Hann kom hingað til lands á laugardag, beint frá Riga í Lettlandi þar sem leiðtogar þeirra landa sem sótt hafa um aðild að NATO funduðu. Á sunnudag heim- sótti forsætisráðherrann Þingvelli og Vestmannaeyjar og snæddi kvöldverð á heimili Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen, konu hans. Í gærmorgun funduðu ráðherrarn- ir og var hádegisverður snæddur á Bessastöðum í boði Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands. Þá var Árnastofnun heimsótt sem og Alþingi og Ráðhús Reykjavík- ur. Drnovšek og föruneyti hans fara héðan af landi brott í dag. Samskipti Íslands og Slóveníu góð frá upphafi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Janez Drnovšek, forsætisráðherra Slóveníu, heimsótti m.a. Vestmannaeyjar í gær ásamt Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Þar heilsuðu þeir upp á háhyrninginn Keikó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.