Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 7 ÁHUGI á kajakróðri hefur vaxið mikið hér á landi á seinni árum og er stærstur hluti iðkenda ungt fólk. Þessi mynd var tekin í Naut- hólsvík fyrir skemmstu en þar eru unglingar að æfa róður á kajak undir stjórn leiðbeinenda. Auk kennslu í róðri er á námskeiðinu lögð mikil áhersla á öryggi og kennslu í að bregðast við óvæntum aðstæðum. Ungir kajak- menn Morgunblaðið/Arnaldur MIKIL umferð var um Hval- fjarðargöngin um helgina, að sögn Stefáns Reynis Kristinsson- ar, framkvæmdastjóra Spalar ehf., en þá gekk í garð önnur mesta ferðahelgi ársins. Alls 8.195 bílar fóru um göngin á föstudag og 8.569 bílar fóru um göngin á sunnudag. Til saman- burðar fara að jafnaði rúmlega þrjú þúsund bílar í gegnum göngin á dag. Biðröð myndaðist á sunnudag Að sögn Stefáns var umferðin um göngin þéttust seinni partinn á sunnudag en þá myndaðist um fimm til tíu mínútna biðröð við mynni ganganna. Mikil umferð um Hvalfjarðargöngin 8.569 bílar um göngin á sunnudag LÖGREGLAN á Hvolsvelli yfir- heyrði tvo karlmenn sem grunaðir voru um að hafa nauðgað konu á fer- tugsaldri í Básum í Þórsmörk á laug- ardaginn. Mönnunum, sem eru um þrítugt, var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns er um að ræða blöndu af líkamsárás og nauðgun. Hann segir að verið sé að yfirheyra fólk vegna málsins. Enginn hefur verið handtek- inn. Kjartan vildi ekki tjá sig um það hvort meintir gerendur hefðu verið fleiri en einn. Að sögn lögreglu gaf konan sig fram við skálaverði í Básum undir morgun og hjúkrunarfræðing- ur og kona frá Stígamótum, sem voru á staðnum, veittu henni aðhlynningu. Síðan var lögregla kölluð til. Konan var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir að hafa verið skoðuð af lækni. Lögreglan á Hvols- velli bíður nú eftir skýrslu frá Reykja- vík, en rannsókn stendur enn yfir. Þórsmörk Kona kærir nauðgun LÖGREGLAN á Selfossi tók 19 manns fyrir ölvun við akstur um helgina, sem er í meira lagi að sögn lögreglumanna. Mikill fjöldi manns, aðallega ung- menna, safnaðist saman í Þjórsárdal og var lögreglan með töluverðan við- búnað þess vegna. Hjúkrunarfræð- ingur og sjúkrabíll voru á staðnum, auk fjögurra lögreglubifreiða. Allt gekk þó stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir almenna ölvun og ein- hverjar óspektir. Þjórsárdalur 19 ölvaðir við akstur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TÍU ÁRA drengur slasaðist á höfði er hann var að leik með svokallað kengúruprik á Akureyri á laugar- daginn. Hann hlaut heilahristing og liggur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá Árvekni, átaks- verkefni um slysavarnir barna og unglinga, og Vífilfelli hf., sem selur kengúruprikin, segir m.a.: „Móðir drengsins vill koma þeim skilaboðum á framfæri til foreldra að láta börnin nota hjálm þegar þau leika sér á Kengúruprikinu því hún vill ekki að önnur börn lendi í því sama og sonur hennar. Samkvæmt upplýsingum frá markaðsstjóra Víf- ilfells hf. Guðjóni Guðmundssyni þá eru skýrar leiðbeiningar á íslensku á umbúðum Kengúrupriksins um notkun þess og þar eru börn og ung- lingar hvattir til að nota hjálm. Árvekni og Vífilfell hf. hvetja for- eldra og börn að lesa vel leiðbeining- arnar sem fylgja með Kengúruprik- inu og að nota hjálm til að koma í veg fyrir alvarlega áverka á höfði.“ Drengur slas- aðist á höfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.