Morgunblaðið - 09.07.2002, Page 7

Morgunblaðið - 09.07.2002, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 7 ÁHUGI á kajakróðri hefur vaxið mikið hér á landi á seinni árum og er stærstur hluti iðkenda ungt fólk. Þessi mynd var tekin í Naut- hólsvík fyrir skemmstu en þar eru unglingar að æfa róður á kajak undir stjórn leiðbeinenda. Auk kennslu í róðri er á námskeiðinu lögð mikil áhersla á öryggi og kennslu í að bregðast við óvæntum aðstæðum. Ungir kajak- menn Morgunblaðið/Arnaldur MIKIL umferð var um Hval- fjarðargöngin um helgina, að sögn Stefáns Reynis Kristinsson- ar, framkvæmdastjóra Spalar ehf., en þá gekk í garð önnur mesta ferðahelgi ársins. Alls 8.195 bílar fóru um göngin á föstudag og 8.569 bílar fóru um göngin á sunnudag. Til saman- burðar fara að jafnaði rúmlega þrjú þúsund bílar í gegnum göngin á dag. Biðröð myndaðist á sunnudag Að sögn Stefáns var umferðin um göngin þéttust seinni partinn á sunnudag en þá myndaðist um fimm til tíu mínútna biðröð við mynni ganganna. Mikil umferð um Hvalfjarðargöngin 8.569 bílar um göngin á sunnudag LÖGREGLAN á Hvolsvelli yfir- heyrði tvo karlmenn sem grunaðir voru um að hafa nauðgað konu á fer- tugsaldri í Básum í Þórsmörk á laug- ardaginn. Mönnunum, sem eru um þrítugt, var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Að sögn Kjartans Þorkelssonar sýslumanns er um að ræða blöndu af líkamsárás og nauðgun. Hann segir að verið sé að yfirheyra fólk vegna málsins. Enginn hefur verið handtek- inn. Kjartan vildi ekki tjá sig um það hvort meintir gerendur hefðu verið fleiri en einn. Að sögn lögreglu gaf konan sig fram við skálaverði í Básum undir morgun og hjúkrunarfræðing- ur og kona frá Stígamótum, sem voru á staðnum, veittu henni aðhlynningu. Síðan var lögregla kölluð til. Konan var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir að hafa verið skoðuð af lækni. Lögreglan á Hvols- velli bíður nú eftir skýrslu frá Reykja- vík, en rannsókn stendur enn yfir. Þórsmörk Kona kærir nauðgun LÖGREGLAN á Selfossi tók 19 manns fyrir ölvun við akstur um helgina, sem er í meira lagi að sögn lögreglumanna. Mikill fjöldi manns, aðallega ung- menna, safnaðist saman í Þjórsárdal og var lögreglan með töluverðan við- búnað þess vegna. Hjúkrunarfræð- ingur og sjúkrabíll voru á staðnum, auk fjögurra lögreglubifreiða. Allt gekk þó stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir almenna ölvun og ein- hverjar óspektir. Þjórsárdalur 19 ölvaðir við akstur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TÍU ÁRA drengur slasaðist á höfði er hann var að leik með svokallað kengúruprik á Akureyri á laugar- daginn. Hann hlaut heilahristing og liggur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá Árvekni, átaks- verkefni um slysavarnir barna og unglinga, og Vífilfelli hf., sem selur kengúruprikin, segir m.a.: „Móðir drengsins vill koma þeim skilaboðum á framfæri til foreldra að láta börnin nota hjálm þegar þau leika sér á Kengúruprikinu því hún vill ekki að önnur börn lendi í því sama og sonur hennar. Samkvæmt upplýsingum frá markaðsstjóra Víf- ilfells hf. Guðjóni Guðmundssyni þá eru skýrar leiðbeiningar á íslensku á umbúðum Kengúrupriksins um notkun þess og þar eru börn og ung- lingar hvattir til að nota hjálm. Árvekni og Vífilfell hf. hvetja for- eldra og börn að lesa vel leiðbeining- arnar sem fylgja með Kengúruprik- inu og að nota hjálm til að koma í veg fyrir alvarlega áverka á höfði.“ Drengur slas- aðist á höfði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.