Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 18. júlí frá kr. 39.663 Verð kr. 49.750 M.v. 2 í íbúð, 18. júlí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. Verð kr. 52.240. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Rimini þann 18. júlí í eina eða tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsæla áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.Verð kr. 39.663 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 18. júlí, 1 vika. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.650. AKUREYRI BÍLABÆNIN á þrjátíu ára afmæli nú í sumar, en það var sumarið 1972 sem Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri gaf bænina fyrst út. „Hún fékk strax mjög góðar mót- tökur og útgáfan hefur gengið mjög vel. Bílabænin hefur á þessum þrem- ur áratugum selst í tugum þúsunda eintaka,“ sagði Jón Oddgeir. Í bíla- bæninni er fjallað um ábyrgð öku- manna og sagði Jón Oddgeir að text- inn hefði fengið góð viðbrögð, „hann virðist falla mönnum vel í geð.“ Hvatinn að því að Jón Oddgeir hóf útgáfu bílabænar var sá að hann byrjaði rekstur símsvarans Orðs dagsins fyrir röskum 30 árum, árið 1970. Þá var fyrirkomulag með þeim hætti að Landssíminn átti sím- svarann og þurfti að greiða af hon- um sérstakt afnotagjald. „Ég byrj- aði því á þessari útgáfu til að fjármagna Orð dagsins,“ sagði Jón Oddgeir, en fyrirmynd bílabæn- arinnar kemur frá Englandi. Að jafnaði eru um 20 hringingar í Orð dagsins á hverjum degi, en þeim fjölgar mjög þegar eitthvað bjátar á í þjóðfélaginu. Þá sé greinilegt að fólk leiti sér huggunar með því að hlusta á Guðs orð. Jón Oddgeir sagði að sala á bíla- bæninni væri nokkur árið um kring og margir til að mynda gæfu ungum ökumönnum bænina um leið og þeir fengju bílpróf. Áberandi mest sala væri þó yfir sumarmánuðina og eins á þeim tíma þegar slysaalda hefur riðið yfir líkt og síðustu vikur. „Ég veit til þess að bílabænin hef- ur áhrif á ökumenn. Þeir minnast ábyrgðar sinnar og aka hægar og þá hefur hún einnig haft þau áhrif á suma ökumenn að þeir fara með sína eigin bæn áður en haldið er út í umferðina,“ sagði Jón Oddgeir. Hann reisti fyrir fáum árum stórt skilti þar sem minnt er á bílabænina. Þá gaf hann á liðnu ári út sjóferð- arbæn, en hana samdi hr. Sig- urbjörn Einarsson biskup. Þá má nefna að Jón Oddgeir hefur einnig gefið út dagatalið „Orð Guðs í dags- ins önn“ með ritningarorðum úr Biblíunni fyrir hvern dag ársins ásamt útskýringum. Hver dagur er ekki sérstaklega merktur þannig að unnt er að nota dagatalið ár eftir ár. Loks má nefna að Jón Oddgeir hefur einnig gefið út litlar öskjur með ritningarorðum úr biblíunni á um 200 spjöldum hvar á eru valin vers. Askjan hefur verið gefin út 5 sinnum frá því hún fyrst kom á markað árið 1984. Hefur gefið bílabænina út í þrjátíu ár Ökumenn minnast ábyrgðar sinnar Morgunblaðið/Kristján Jón Oddgeir Guðmundsson er að sjálfsögðu með bílabæn í sínum bíl. KRISTÍN Eiríksína Ólafsdóttir varð 101 árs sl. laugardag. Hún fæddist á Nefstöðum í Fljótum 6. júlí 1901 en ólst upp í Flókadal til 12 ára aldurs þegar hún fluttist með foreldrum sín- um til Siglufjarðar. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Halldórsdóttir og Ólafur Eiríksson. Kristín býr nú á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Kristín lærbrotnaði í lok janúar sl. og hún sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki enn hafa náð sér af þeim meiðslum og nánast verið við rúmið síðan. Hún dvaldi á Kristnes- spítala eftir slysið og þar til hún kom á Hlíð fyrir um þremur vikum. Krist- ín sagðist að öðru leyti við þokkalega heilsu. Hún fer á fætur og kemst um í göngugrind. Kristín sagði að þótt haldið hefði verið upp á afmælið á laugardaginn hefði nú verið meira um að vera á 100 ára afmælinu í fyrra. „Hér var þó nóg af fólki á laug- ardaginn og mér líður alveg afskap- lega vel með fólki, sem er mér svo gott.“ Kristín giftist Jóni Pálssyni, tré- smiði frá Arnarnesi í Arnarnes- hreppi, árið 1922 og eignuðust þau tvö börn. Jón lést árið 1972. Þau hjón- in keyptu húsið í Aðalstræti 32 á Ak- ureyri og þar bjó Kristín í nær 80 ár, eða þar til hún slasaðist í vetur. Þar bjó einnig Jóhanna Þóra Jónsdóttir, sem varð 102 ára í vetur en hún er einnig flutt á Dvalarheimilið Hlíð. Kristín og Jóhanna bjuggu undir sama þaki í Aðalstræti í 67 ár. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kristín Ólafsdóttir 101 árs FRAMKVÆMDIR hófust í gær við lagningu hitaveitu á kaflanum frá Knarrarbergi og norður að Eyrar- landi í Eyjafjarðarsveit. Norðurorka skrifaði undir samn- ing við Vinnuvélar Símonar Skarp- héðinssonar ehf. á Sauðárkróki um verkefni þetta fyrir helgina. Fyrir- tækið átti lægsta tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun Norðurorku hljóð- aði upp á 10,7 milljónir króna en til- boð Sauðkrækingana hljóðaði upp á tæpar 7 milljónir króna, eða 65% af kostnaðaráætlun. Alls bárust fimm tilboð í verkið og voru fjögur þeirra undir kostnaðar- áætlun verkkaupa. Um er að ræða lagningu hitaveitu frá Knarrarbergi og norður að Eyrarlandi, sem fyrr segir, og að sögn Franz Árnasonar, framkvæmdastjóra Norðurorku, eru um 30–40 býli og íbúðarhús á því svæði. Hann sagði framkvæmdum eiga að vera lokið fyrir 1. október nk. Hitaveitufram- kvæmdir að hefjast BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur ákveðið að hafna öllum umsóknum um starf upplýsinga-, markaðs- og ferðamálafulltrúa, endurskoða starfslýsingu og auglýsa starfið á nýjum forsendum. Maður verður lausráðinn fram til hausts til að sinna hluta af þessum verkefnum. Eftir að ferðamála- og markaðs- fulltrúi Grindavíkur lét af störfum fyrr á þessu ári ákvað bæjarstjórn að breyta starfinu og var auglýst eftir umsóknum í stöðu upplýsinga-, markaðs- og ferðamálafulltrúa. 35 umsóknir bárust. Hefur verið rætt við nokkra umsækjendur á und- anförnum vikum. Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur samþykktu fulltrúar nýs meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að hafna öllum umsóknum, endurskoða starfslýs- ingu og auglýsa starfið á nýjum for- sendum. Fulltrúi Framsóknar- flokks, Hallgrímur Bogason, greiddi atkvæði á móti og lét bóka að þar sem í hópi umsækjenda væri fjöldi mjög hæfra einstaklinga til að taka verkefnið að sér vildi hann mótmæla því að ferðaþjónustan í Grindavík væri látin gjalda ósam- lyndis meirihlutans í málefnum hennar. Ómar Jónsson, formaður bæjar- ráðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að vissulega hefði verið mikið af hæfu fólki í hópi umsækjenda. Hins vegar hefði komið í ljós að skilgreining á starfinu og kröfur til umsækjenda mætti vera markviss- ari. Lætur hann í ljósi þá skoðun að allt of mörg og mismunandi verk- efni hefðu verið felld undir þetta starf. Því hefði verið ákveðið að skilgreina það upp á nýtt svo starfsmaðurinn nýttist betur í þágu ferðamála. Ómar segir að nú sé stefnt að því að lausráða mann fram til hausts til þess að sinna ferðamálunum og vinna að opnun Saltfiskseturs Ís- lands sem fyrirhuguð er í byrjun september. Auglýsa starfið á nýjum forsendum Grindavík Bæjarstjórn ákveður að hafna 35 um- sóknum um starf ferðamálafulltrúa HVÍTASUNNUKIRKJAN í Keflavík stóð fyrir gospel-hátíð í Reykjanesbæ sl. föstudagskvöld. Hátíðin fór að mestu fram utan- dyra og setti veðrið nokkurt strik í reikninginn, ásamt því að helgin var ein mesta ferðahelgi ársins. Gospel-tónlist var fyrirferð- armest á hátíðinni og greinilegt að trúarlegir tónlistarmenn leita fanga í öllum tónlistarstefnum. Hátíðin byrjaði á því að tvær ungar stúlkur sýndu rappdans en að því loknu steig hljóm- sveitin Zoe á svið og flutti rokk sem unga fólkið kunni greini- lega að meta. Hljómsveitin God- speed kom einnig fram og fluttir voru gamanþættir og drama. Ekki viðraði vel til útiskemmt- unar í Reykjanesbæ á föstudag en þegar blaðamaður hafði sam- band við Hvítasunnukirkjuna sögðu forsvarsmenn hennar ekki koma til greina að fresta hátíðinni þar sem búið væri að hafa of mikið fyrir henni. Gestir voru þó færri en vonast var eftir en nokkuð var um að fólk sæti í bílum sínum og fylgdist með þaðan. Þeir áhugasömustu stilltu sér upp fyrir framan svið- ið og héldu á sér hita með því að hreyfa sig í takt við tónlistina og klappa hressilega þess á milli. Dönsuðu sér til hita Keflavík Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir NOKKUÐ var um útköll í heimahús í umdæmi lögreglunnar í Keflavík um helgina og tengjast líkamsmeið- ingar þeim útköllum, en ekki liggja fyrir formlegar kærur. Aðfaranótt sunnudagsins, milli klukkan fjögur og fimm um nóttina, var tilkynnt um mann liggjandi í jörðinni við veitingahúsið Strikið í Grófinni í Keflavík, þar sem Casino- næturklúbburinn er, og talið að hann hefði lent í átökum. Þá var einn flutt- ur á sjúkrahús frá sama stað eftir að hafa slegið hendi í gegnum rúðu þannig að hann skarst illa. Slagsmál við næturklúbb Keflavík ELDUR kviknaði í ruslafötu á svöl- um við mötuneyti starfsfólks í risi verslunarhúss Samkaupa í Njarðvík rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Elds- upptök eru í rannsókn en líklegast er talið að glóð frá tóbaki hafi kveikt eldinn. Vegfarendur létu vita um eldinn. Starfsfólk verslunarinnar var búið að slökkva eldinn með handslökkvi- tækjum þegar slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja komu á vettvang. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík urðu litlar sem engar skemmdir á húsinu. Reykur í Samkaupum Njarðvík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.