Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 52
óforskammaðri en hún hélt þegar hann heimtar 5 þúsund dollara fyrir að láta sig hverfa. En morgun einn finnur Margaret lík Darbys og hana grunar strax að sonurinn eigi þar einhvern hlut að máli og ákveður því að sökkva líkinu og kaf- færa þar með sannleikann. En þar með er ekki öll sagan sögð því sannleikurinn sekkur ekki svo auð- veldlega … The Deep End var frumsýnd á Sundance-hátíðinni 2001 og vakti þá þegar mikla athygli og var til- nefnd til dómnefndarverðlauna og kvikmyndatökumaðurinn Giles Nuttgens verðlaunaður þar sér- staklega fyrir sitt framlag til mynd- arinnar. Þar með var hafin sig- urganga á kvikmyndahátíðum, sérstaklega þó hjá aðalleikkonunni Tildu Swinton sem sópaði að sér verðlaunum fyrir frammistöðu sína í hlutverki hinnar örvæntingarfullu móður. Samtök gagnrýnenda í Boston og Las Vegas völdu hana leikkonu ársins og hún var þar að ERLENDIR gagnrýnendur eru á einu máli um það að bandaríska myndin The Deep End sé ein allra besta myndin sem frumsýnd var á síðasta ári. Það kom m.a. glögglega í ljós er hún var á meðal þeirra tíu mynda sem besta umsögn fengu ár- ið 2001 meðal bandarískra gagn- rýnenda í nýlegri úttekt kvik- myndatímaritsins Premiere. The Deep End er sálfræðitryllir, ein af þessum myndum sem miða að því að koma áhorfandanum á óvart með óvæntum fléttum og mis- vísandi söguþræði og svipar þannig svolítið til mynda Hitchcocks heit- ins. Myndin segir frá þriggja barna móður, Margaret Hall (Tilda Swint- on), sem á erfitt með að sætta sig við að 17 ára gamall, elsti sonur hennar, Beau sé búinn að opinbera samkynhneigð sína. Ennþá meira áhyggjuefni er þó að hann sé í slag- togi við þrítugan mann, Darby (John Lucas), sem hún grunar um græsku. Því biður hún Darby um að láta son sinn í friði en hann reynist auki tilnefnd til Golden Globe- verðlauna, verðlauna gagnrýnenda í Chicago og verðlaunahátíðar sjálf- stæðra mynda. Þetta er önnur mynd leikstjór- anna Scotts McGehee og Davids Siegels en lítið fór fyrir fyrstu mynd þeirra, Suture, frá árinu 1993. Þeir byggðu handrit sitt að myndinni á skáldsögunni The Blank Wall eftir Elisabeth Sanxay Hold- ing’s frá árinu 1947. Hin 42 ára gamla Tilda Swinton er orðin ein virtasta leikkona sam- tímans. Hún hefur leikið í á fjórða tug mynda á ferli sem spannar hálf- an annan áratug. Hún vakti fyrst verulega athygli fyrir túlkun sína á ódauðlegum/ri Orlando í samnefndu sjónarspili Sally Potter frá árinu 1992. Eftir það lék hún í nokkrum misþekktum listrænum myndum en almennir bíógestir kunna að muna eftir henni úr The Beach og Vanilla Sky. Eftir frammistöðuna í The Deep End virðist hún þó hafa náð athygli kvikmyndagerðarmanna því á næstunni mun hún sjást í mörg- um athyglisverðum myndum, þ. á m. nýjustu mynd Spike Jonze, Adaptation, og Young Adam þar sem hún mun leika á móti Ewan McGregor. Mótleikarar hennar í The Deep End eru ekki af verri endanum. John Lucas þekkja menn sem skólafélaga Johns Nash í A Beautiful Mind og Goran Visnjic, sem leikur mann hennar í mynd- inni, er flestum kunnur sem Luca læknir á Bráðavaktinni. Næsta mynd tvíeykisins Siegel og McGehee verður Crisis in the Hot Zone, gerð eftir skáldsögu Richards Prestons The Hot Zone, en allt síðan hún kom út 1994 hefur staðið til að gera mynd eftir henni. Myndin er byggð á sönnum atburð- um og segja frá ebólu-tilfelli sem kom upp í tilraunastöð í Wash- ington 1989 og árangurslítilli við- leitni yfirvalda til að hylma yfir það. Tökur eru enn ekki hafnar. Verðlaunamyndin The Deep End kemur út á myndbandi í vikunni                                                              !"# $%&'( ")' !"# !"# )  !"#    !"# !"# )  )  )  )  )  !"# !"# )        * * * +   * +   * ,  +   +   * +   * +   * +   * +   * +                         !" #          $ %     & '      ( ) *  '       ( $    skarpi@mbl.is Sannleikurinn kaffærður Goran Visnjic fer með stórt hlutverk í The Deep End. Tilda Swinton hefur hlotið mikið lof fyrir þátt sinn í The Deep End. 52 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Enski landsliðseinvaldurinn Mike Bass- ett/Mike Bassett England Manager ½ Fyrir þá með HM-fráhvarfs- einkenni á kvöldin er þessi besta meðalið. Drepfyndin grínheimild um „heimspek- ingana“ sem „stýrt“ hafa enska landsliðinu síðustu árin. Valentínusardagur hellisbúans/ The Caveman’s Valentine  Ágætis glæpatryllir með Samuel Jackson í aðalhlutverki, þar sem end- urspeglun á innri veröld geðsjúkrar aðal- persónu er fléttuð inn í úrlausn glæpamáls. Stríð Foyles/ Foyles’ War  Afar vel gerð sakamálamynd sem bregður upp trúverðugri mynd af róstusöm- um tímum síðari heimsstyrjaldar. Leikur er framúrskarandi. Villt í Harry / Wild About Harry ½Léttleikandi og lúmsk skemmtun. Brendan Gleason fantafínn sem óforbetr- anlegur ruddi sem missir minnið og verður óvart góður. Trúlaus / Trolösa Vel heppnuð og frábærlega leikin stúdía Ingmars Bergmans og Liv Ullmanns á mörkum sannleika og skáldskapar. Annað líf / Another Life ½ Áhugaverð bresk mynd byggð á morðmáli sem átti sér stað í byrjun síðustu aldar. Kafað er ofan í hugsanlegar ástæður glæpsins í ljósi tilfinningalífs persónanna. Algjör Anna María / Very Anne Mary Fáránleg og fyndin bresk mynd en þó alveg örugglega ekki allra því það er vart heil brú í söguþræðinum. Rachel Griffith (Muriel’s Wedding) fer á kostum. Hið ósagða / The Unsaid ½ Svolítið langdregin en þó býsna at- hyglisverð sálfræðispenna með Andy Garcia í traustu aðalhlutverki. Snobbhænsn / Stiff Upper Lips ½Kom að því að gert yrði grín að bún- ingamyndum Merchant og Ivory. Ekkert sprenghlægileg en full af broslegum punkt- um. Til samans / Everything Put Together Óhugnanleg og merkilega gerð lýsing á því hvernig ung kona missir tök á lífi sínu eftir að hafa misst fóstur. Rúntað með strákum / Riding in Cars with Boys ½Uppvaxtarsaga stelpu sem verður ófrísk 15 ára. Fremur tilþrifalítil en þó þægileg áhorfs, fyndin á köflum og vel leik- in af Drew Barrymore og Steve Zahn. GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Hún er sko algjör, hún Anna María. Hin ástralska Rachel Griffith í hlutverki sínu. Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Bi. 14. Vit 394Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 15 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 358.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389. Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. HJÁLP ÉG ER FISKUR! Pétur Pan Þ ri ð ju d a g sT ilb o ð á v ö ld u m m yn d u m ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400ÞriðjudagsTilboð kr. 400 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. B. i. 16. Að lifa af getur reynst dýrkeypt  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Ástin stingur. Sýnd kl. 8 og 10.15.  HL Mbl  HL Mbl Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. 15 þúsund áhorfendur Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. 1/2 Kvikmyndir.is ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Þ ri ð ju d ag sT ilb o ð á v ö ld u m m yn d u m ATH! AUKASÝNING KL .9. Sýnd kl. 5.45, 8, 9 og 10.15. www.sambioin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.