Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 51 POPPGOÐIÐ Michael Jackson var sérlega harðort í garð útgáfufyrir- tækja í ræðu sem það hélt um helgina á mannréttindaráðstefnu í New York. Jackson sakaði þau stærstu um sam- særi gagnvart listamönnum og sagði starfsemi þeirra litaða af kynþátta- hatri. Hann beindi spjótum sínum sér- staklega að Sony-útgáfufyrirtækinu en það sagði á dögunum upp samningi sínum við Jackson vegna slakrar sölu á nýjustu plötu hans, Invincible. Jack- son sagði forstjóra Sony og fyrrum eiginmann Mariuh Carey, Tommy Mottola, jafnframt vera djöfullegan kynþáttahatara við mikinn fögnuð viðstaddra. Talsmenn Sony-fyrirtækisins svör- uðu ásökununum fullum hálsi og sögðu þær algerlega úr lausu lofti gripnar jafnframt því að vera haturs- fullar og móðgandi. Aðdáendur Jackson létu ekki á sér standa að sýna samhug í verki og hóp- uðust saman fyrir utan höfuðstöðvar Sony í Manhattan til að mótmæla meintri óvirðingu fyrirtækisins í garð hörundsdökkra listamanna. Jackson vandar Samsæri gegn svörtum listamönnum? Michael Jackson berst fyrir rétti sínum og annarra hör- undsdökkra listamanna! yfirmönnum Sony ekki kveðjurnar Reuters ÁHUGAMENN um íslenska rapp- tónlist gleðjast þessa dagana yfir útgáfu geislaplötunnar Rímnamín sem gefin var út á dögunum. Þar er að finna lög í flutningi allra helstu rappmógúla landsins og víst er að þar er um auðugan garð að gresja. Til að fagna útgáfu plötunnar var blásið til tónleika á Ingólfstorgi á föstudaginn þar sem fram komu helstu hiphop- og rapphljómsveitir landsins, í það minnsta þær sem eiga lög á Rímnamín. Meðal þeirra sem fram komu voru XXX Rottweilerhundar, Af- kvæmi guðanna, Bent og 7Berg, Sesar A, Blazroca, Mezzias MC, Móri og Delphi, Bæjarins bestu, Vivid Brain og Diplomatics. Áhorfendur og flytjendur voru greinilega með á nótunum um ís- lenska rappmenningu og létu vel af tónleikunum. Rímnamín á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhorfendur voru með á nótunum á tónleikunum. Bræðurnir Sesar A og Blasroca, Eyjólfur og Erp- ur, fluttu lagið Verbalt. LEIKKONAN Julia Roberts fær heldur kaldar kveðjur frá fyrrver- andi eiginkonu hins nýbakaða eigin- manns síns. Vera Moder, sem er sögð hafa veitt Danny Moder skjótan skilnað gegn pen- ingagreiðslu frá Roberts, hefur varað leikkonuna við að hjóna- bandið muni ekki endast. „Ég mun aldrei geta fyrirgefið Juliu – hún er hjónadjöfull. En þetta mun hvort sem er ekki endast. Hún verður farin að leita sér að nýjum eiginmanni innan árs. Danny er laus- látur líka og hann mun ekki breytast. Hann sveik mig og hann mun svíkja hana,“ sagði Vera. „Juliu lá mikið á að fá hann inn kirkjugólfið og henni varð að ósk sinni. En lítið á viðvörun hennar fyrrverandi. Benjamin Bratt þoldi ekki að lifa eins og gullfiskur í búri. Mun Danny þola það? Ég efast svo sannarlega um það.“ Roberts, sem er 34 ára, giftist kvikmyndatökumanninum Moder á setri sínu skammt fyrir utan Taos í Nýju-Mexíkó, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Þetta er í annað skiptið sem hún gengur í hjónaband en hún var gift sveitasöngvaranum Lyle Lovett í tæp tvö ár. Julia Roberts Kaldar brúð- kaupskveðjur Julia Roberts, nýgift og ánægð með lífið. sögð hjónadjöfull Reuters Á BÍLDUDAL er starfrækt tónlist- arsafn sem tengist söng- og tónlist- arflutningi síðustu áratugina. Safn- ið sem heitir Melódíur minninganna er rekið af hinum kunna söngvara Jóni Kr. Ólafssyni á heimili hans Reynimel. Í safninu getur að líta ýmsa muni tengda tónlist og flytj- endum, m.a. fjöldann allan af göml- um hljómplötum og myndir af söngvurum teknar við ýmis tæki- færi. Flest í safninu tilheyrir tón- listarlífinu frá árinu 1960–1990, en sumt er þó mun eldra. Í safninu er t.d. auglýsing um dansleik með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar frá árinu 1946 og mynd af Bárunni, fyrsta upptökuhúsi þjóðarinnar, en þar voru fyrstu íslensku hljómplöt- urnar teknar upp. Þá er í safninu fatnaður sem tónlistarfólk hefur íklæðst; rauður jakki sem Haukur Morthens átti, hvíti jakki Ragnars Bjarnasonar og pallíettukjóll sem Hallbjörg Bjarnadóttir átti og ann- ar sem Ellý Vilhjálmsdóttir íklædd- ist. Safnið er opið alla daga kl. 14–16 og eftir nánara samkomulagi. Pallíettukjólar Ellýjar og Hallbjargar á tónlistarsafni Jón Kr. Ólafsson á minningartónleikum um Hauk Morthens á Hótel Sögu 15. maí árið 1994 með hljómsveit undir stjórn Ólafs Gauks. betra en nýtt „Fylgist með á www.borgarbio.is“ Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16. Sýnd kl. 10. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 Sýnd kl. 8 og 10. 1/2 kvikmyndir.com Radíó X 1/2HK DV Sýnd kl. 8 og 10. SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir 1/2 kvikmyndir.com 1/2 HK DV Radíó X Rás 2 J O D I E F O S T E R Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára Sýnd kl. 5.30 og 10.50. B. i. 10. Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal. Yfir 34.000 áhorfendur Sýnd kl. 5 og 10.30. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2 / i i i / i i í i i i . Miðasala opnar kl. 15.30 kvikmyndir.com 1/2 RadioX DV 1/2 kvikmyndir.is Yfir 50.000 áhorfendur! Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B. i. 16. kl. 4, 7 og 10. Framhjáhald getur verið spennandi en líka stórhættulegt. Magnaður erótískur spennutryllir Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur Í fyndnustu mynd ársins www.laugarasbio.is Hann ætlar að reyna hið óhugsandi. Alls ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur. Drepfyndin grínmynd með hinum ómótstæðilega Josh Hartnett. Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Drepfyndin grínmynd með Ryan Reynolds úr Two Guys and a Girl og Töru Reid úrAmerican Pie 1 & 2. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þegar Toula kynnist loksins draumaprinsinum neyðist hún víst til að kynna hann fyrir stórfurðulegri fjöl- skyldu sinni og auðvitað fer allt úr böndunum. Stór- skemmtileg rómantísk grínmynd. Framleiðandi Tom Hanks  kvikmyndir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.