Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Sigurður RagnarBjörnsson fædd- ist á Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu, 14. júní 1921. Hann lést á Landspítalan- um 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Margrét Benediktsdóttir, f. á Þorbergsstöðum í Laxárdal 3.8. 1891, d. 16.2. 1970, og Björn Magnússon, f. á Sveinsstöðum á Snæ- fellsnesi 18.12. 1885, d. 25.6. 1938. Systkini Sigurðar: Margrét, f. 2.6. 1912, d. 30.3. 1992, Ása, f. 29. 4 1913, d. 17.3. 2000, Magnús, f. 24.6. 1914, d. 9.5. 1990, Ragnheiður f. 28.9. 1916, d. 24.12. 1997, Benedikt, f. 20.2. 1918, Kristján, f. 26.4. 1919, d. 1.7. 1990, Árni, f. 16.1. 1932. Sigurður hóf búskap 1947 með Margréti Guðmundsdóttur frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, f. 16.3. 1922. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðbrandssson frá Leið- ólfsstöðum, f. 5.8. 1864, d. 4.10. 1960, og Sigríður Einarsdóttir frá Hróðnýjarstöðum, f. 25.5. 1892, d. 18.5. 1982. Sigurður og Margrét giftu sig 1. júlí 1957. Sonur Mar- grétar frá fyrra hjónabandi og uppeldissonur Sigurðar er Svanur Ingvason, f. 11.7. 1943, maki Rán Einarsdóttir, f. 21.7. 1944. Dætur þeirra eru Helga Björg, f. 20.8. 1968, maki Árni Örn Stefánsson, f. 2.4. 1966, þeirra börn eru Heiðar Már og Una Svava; og Harpa Rut, f. 14.10. 1975, sambýlismaður Ólafur Hálfdánarson, f. 3.6. 1978. Börn Sigurðar og Margrétar eru: 1) Sigmar Hlynur, f. 26.2. 1948, sambýliskona Anna Guðný Guð- jónsdóttir, f. 12.9. 1952. Fyrrver- andi maki er Sæunn Eiríksdóttir, f. 4.10. 1948. Börn þeirra eru: Berglind, f. 28.12. 1973, Sigurður Grétar, f. 11.3. 1979, og Sóley, f. 28.12. 1989. 2) Eygló Björk, f. 31.8. 1949, fyrrverandi maki Rafn Baldurs- son, f. 5.3. 1946, dæt- ur þeirra eru Mar- grét Ögn, f. 26.10. 1967, og Hrund, f. 29.4. 1969, sambýlis- maður Rúnar Matt- híasson, f. 12.4. 1953, synir þeirra eru Arn- ór Fannar, Bergur Elí og Bjarki Rafn. 3) Elfa Brynja, f. 6.8. 1958, sambýlismað- ur Sigfús Haralds- son, f. 31.7. 1955. Fyrrverandi sam- býlismaður Þorleifur Thorlacius Sigurjónsson, f. 7.2. 1958, sonur þeirra er Brynjar Örn, f. 8.11. 1980. Sigurður ólst upp á Vígholts- stöðum og í Skógsmúla í Þverdal og síðar á Þorbergsstöðum. Hann stundaði eitt ár nám í húsgagna- smíði hjá Axeli Eyjólfssyni 1940 og starfaði í Reykjavík á stríðsár- unum. Hann stofnaði gúmmískó- vinnustofu með Magnúsi Ármann 1947 og rak hana þar til frjáls inn- flutningur var leyfður á skófatn- aði. Eftir 1950 vann Sigurður nokkur ár hjá Sigurði Þ. Skjald- berg við útkeyrslu á vörum í versl- anir og þjónustufyrirtæki. Á árun- um 1955–1964 vann hann á skurðgröfum hjá Vélasjóði ríkis- ins á sumrin en á veturna starfaði hann við trésmíðar, fyrst hjá Þórði Þórðarsyni, síðan á trésmíðaverk- stæði Emils Hjartarsonar og að lokum á eigin trésmíðaverkstæði þar sem aðallega voru smíðaðar innréttingar. Sigurður hóf störf hjá trésmíðaverkstæði Sigurðar Elíassonar 1967 og starfaði þar í 15 ár fram til ársins 1982. Síðustu starfsárin, 1983–1993, starfaði Sigurður hjá Olíufélaginu Skelj- ungi við afgreiðslustörf. Útför Sigurðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég er svo þakklát fyrir að fá að vera dóttir hans pabba míns, því betri föður er ekki hægt að hugsa sér. Hann var sem gimsteinn, falleg- ur, skýr og fullur af sólargeislum. Pabbi veitti mér ómælda ást og hlýju. Kenndi mér að standa á eigin fótum – að skipta um klær á raf- magnssnúrum, setja upp ljós, skipta um bremsuklossa á bílnum og hafa tvöfalda umganga af felgum svo ég gæti skipt sjálf um sumar- og vetr- ardekk. Dóttir hans átti að verða jafn sjálfbjarga og hetjan hún Hólm- fríður móðir hans, sem var ekki að- eins kjarnorkukona, heldur einnig vel hagmælt. Björn Magnússon, faðir hans kvað þessa vísu 1925: Situr í kassa, Sigurður, sæmilega fríður. Er hann tíðum óþekkur, oft á hnjánum skríður. Móðir hans þótti seinni parturinn vondur og kvað nýjan seinnipart: Ó, mjög líkur er hann mér yndislega blíður. Nærvera pabba var yndisleg og blíð gagnvart öllum og sonur minn var lukkunnar pamfíll að hafa hann sem föður og fyrirmynd á uppvaxt- arárum sínum. Án hans væri sonur minn ekki jafn vel gerður og hann er. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Guð geymi hann pabba minn. Elfa Brynja. Ég kynntist Sigurði Ragnari Björnssyni fyrir nokkrum árum er ég kom inn í fjölskylduna. Fyrir rúmu einu ári átti ég gott viðtal við Sigga, en það var hann oftast kall- aður, í sambandi við verkefni sem ég vann að. Hann sagði mér frá lífs- hlaupi sínu og þeim umskiptum sem átt höfðu sér stað í þjóðfélaginu. Siggi var fæddur á Vígholtsstöð- um í Dalasýslu 14. júní 1921 og var næstyngstur átta systkina. Þegar Siggi var fjögra ára gamall flutti fjöl- skyldan í Skógsmúla í Þverdal í Dalasýslu og bjó þar í ein tólf ár í torfbæ langt úr alfaraleið við erfiðar aðstæður. Nægjusemi og sparnaður var á öllum sviðum en enginn leið þó skort. Siggi sagði frá kaupstaðaferð sem farin var á haustin. Elsta systir hans fór oftast með og þegar hún kom til baka sagði hún systkinum sínum sögur af þessum mikla atburði og dró frásögnina á langinn í eina tvo daga með systkinin opinmynnt fyrir framan sig. Þegar Siggi var sextán ára flytur fjölskyldan að Þorbergs- stöðum. Ári eftir að þau fluttu þang- að missti Siggi föður sinn af slysför- um en móðir hans bjó þar áfram með nokkrum af börnum sínum fram til ársins 1950. Árið 1940 fór Siggi í fyrsta skipti til Reykjavíkur og var það mikil upp- lifun. Það var einkennileg tilviljun að fyrsta morguninn vaknar hann upp í höfuðstaðnum við mikinn hávaða og læti en orsökin var að Bretar voru að hernema landið. Þetta var tilkomu- mikil sjón sem hann gleymdi aldrei. Tilgangur með komu hans til Reykjavíkur var að reyna að komast að sem lærlingur í húsgagnasmíði en hugur hans stefndi ávallt þangað því hann var handlaginn mjög og var alltaf smíðandi frá því hann mundi eftir sér. Hann hóf nám í húsgagna- smíði hjá Axel Eyjólfssyni og var hjá honum í eitt ár. Sigurður fór að vinna í Bretavinnunni og vann m.a. við lagningu flugbrauta í Reykjavík. Sigga líkaði vel í Reykjavík og flutt- ist til Reykjavíkur haustið 1947 og hóf búskap með eftirlifandi eigin- konu sinni Margréti Guðmundsdótt- ur frá Leiðólfsstöðum í Dalasýslu. Fyrsta árið bjuggu Siggi og Magga, eins og þau voru jafnan kölluð, í bak- húsi að Laugavegi 28 við frumstæðar aðstæður en fluttust síðan haustið 1948 inn á Sogaveg 152 þar sem þau keyptu ófullgert lítið parhús, aðeins um 60 fermetra að grunnfleti, sem þau innréttuðu. Árið 1968 fluttu þau síðan í raðhús sem þau byggðu, Hraunbæ 87. Það má segja að Siggi hafi verið handverkssnillingur og sem dæmi um það vann hann nánast allt handverk við húsið í Hraunbæn- um eins og uppslátt, járnabindingar, pípulagnir, múrverk og allt tréverk, innréttingar og klæðningar. Ekki var hann síðri þegar kom að vélum og eru það ófáar bílvélarnar sem hann hefur rifið í sundur og sett saman. Siggi var opinn fyrir nýjungum og var fljótur að tileinka sér þau tæki- færi sem honum buðust. Þegar til Reykjavíkur kom fékk hann strax vinnu við skógerð og lærði þar þau handbrögð sem komu honum vel þegar hann og Magnús Ármann, mágur hans, keyptu vélar og hófu framleiðslu á gúmmískóm. Þessi rekstur gekk vel og voru öll kaup- félög landsins í viðskiptum við þá. Um leið og innflutningur var gefinn laus var útséð með skóvinnustofuna og hættu þeir rekstri fyrirtækisins. Eftir það fór Siggi að vinna hjá Sig- urði Þ. Skjaldberg við útkeyrslu. Þetta var gífurlega erfið vinna þar sem hann þurfti oft á tíðum að bera á bakinu þungar byrðar upp margar hæðir. Árið 1955 hófst nýtt tímabil hjá Sigga því þá byrjaði hann að vinna hjá Vélasjóði ríkisins á skurð- gröfu með mági sínum Ragnari Guð- mundssyni. Þetta var hálfgerð úti- leguvinna því það var byrjað í lok maí og unnið fram í október með kannski viku sumarfríi. Þetta tímabil varði í níu ár. Þar sem skurðgröfu- vinnan varði aðeins yfir sumartím- ann vann Siggi við trésmíðar á vet- urna bæði við eigin rekstur og hjá öðrum. Um 1967 fór Siggi að vinna hjá Trésmíðaverkstæði Sigurðar Elíassonar og starfaði þar samfleytt til 1982. Síðustu tíu starfsárin 1983– 1993 vann hann við afgreiðslu hjá Skeljungi í Hraunbænum. Siggi hafði góða viðskiptahæfileika og til marks um það þá fann hann upp og hannaði marga snjalla hluti sem hann ávallt kom í einhvers konar framleiðslu og voru það hlutir eins og standlampar, fjölmyndarammar, borðlampar, kertastjakar og fánast- angir svo eitthvað sé nefnt. Vinnu- semi var honum í blóð borin og aldrei skyldi keypt vinna af öðrum ef nokk- ur kostur væri. Helstu áhugamál Sigga voru bridge og lax- og silungsveiðar. Hann keppti m.a. í bridge á sínum yngri árum hjá Breiðfirðingafélag- inu. Siggi var veiðimaður af guðs náð og haldinn ólæknandi veiðibakteríu. Það mátti sjá langar leiðir þegar Siggi hafði orðið var við lax þá setti hann sig í sérstakar stellingar. Þau Magga og Siggi voru svo heppin að vera bæði haldin þessum veiðiáhuga og fór hún í nánast allar veiðiferðir með honum. Siggi var alltaf kátur og glaður og hafði einstaklega góða nærveru. Hann hafði þá hæfileika að nálgast fólk á því stigi sem það var á og eign- aðist því vini á öllum aldri. Hann var mikið fyrir afabörnin sín sem elsk- uðu hann öll og eiga þau eflaust margar góðar minningar um hann og allar þær stundir þegar hann spilaði við þau klukkutímunum saman. Hann talaði um það hvað hann sakn- aði þess sárt að hafa ekki getað verið meira með börnunum sínum á fyrstu árum þeirra en Siggi átti fjögur börn, uppeldissoninn Svan, Sigmar Hlyn, Eygló Björk og Elfu Brynju. Magga og Siggi giftu sig mánu- daginn 1. júlí árið 1957 en höfðu þá búið saman í tíu ár. Það er einkenni- leg tilviljun að dánardag Sigurðar ber upp á mánudaginn 1. júlí 2002 nákvæmlega 45 árum síðar. Siggi var hjartasjúklingur í um 35 ár. Síð- ustu fjóra mánuðina sem hann lifði var hann óvenju hress, ferðaðist m.a. til Spánar, kom húsinu sínu í topp- stand og fór í laxveiðar í vikunni áður en hann andaðist. Það er gott að fá að fara með slíkri reisn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigga og hafa fengið að vera í návist hans. Ég votta þér, elsku Margrét, og aðstandendum þínum mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi Guð styrkja ykkur í söknuði ykkar. Anna Guðný Guðjónsdóttir. Nú þegar hvorki er dagur né nótt og afneitun á dauðanum ræður ríkj- um þá átti hann að ná hundraðinu og helst betur. Langafabörnin áttu að fá að njóta elsku hans til fullorðins- ára. Hvað gefur barni meir en að vera hjartatengt traustum grallaras- póa sem elskar ótakmarkað, sýnir það með orðum, gjörðum og bliki í auga. Öll vorum við elskuð okkar eig- in vegna. Gull og metorð skiptu hann litlu þó hann gleddist yfir velgengni í þeim efnum, öllu máli skipti að við værum glöð í lífinu. Við vorum þrjú barnabörnin sem ólumst ekki upp hjá feðrum okkar og urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hann gekk okkur í föðurstað. Þrátt fyrir að hann hefði meira af okkar að segja, var augljóst að barnabörnin skipuðu öll jafnan sess í hjarta hans, enda hvað gat annað komið til greina þegar jafnaðar- mennskan var þetta stór þáttur í lífs- sýn hans. Káti æringinn og mannvin- urinn, hann afi, var kletturinn í hafinu sem ég bar ótakmarkaða virð- ingu fyrir og aðrir menn verða oft smáir við hlið hans. Einn af hans fjöl- mörgu kostum var hversu góður huggari hann var. Fyrir 30 árum þótti rautt hár ófínt. Ég grét yfir freknunum og þessu leiðindahári. Afi minn huggaði mig og sagði mér alvörugefinn að hann hefði orðið og væri bálskotinn í ömmu Möggu ein- ungis vegna þess að hún væri frekn- ótt rauðka. Sú frú var honum ást- mey, vinur, veiðifélagi, sú sem hann gat strítt alla daga, dansfélagi og miklu meir. Hennar er missirinnn mestur. Guð gefi henni styrk til að takast á við nýtt líf. Margrét Ögn. Nú er hann yndislegi afi okkar dá- inn. Þegar við setjumst niður og hugsum um liðnar stundir er margt sem kemur upp í hugann. Við minn- umst þeirra stunda þegar við komum til afa og ömmu í Hraunbæinn til að gista ásamt hinum barnabörnunum. Afi var höfðingi heim að sækja, þegar hann var búinn að kaupa sæl- gæti í poka og litlar kók í gleri, spil- uðum við saman Marías fram á rauða nótt. Afi var mjög traustur og blíður maður og faðmlag hans einstaklega hlýtt. Hann var hjálpsamur og vildi allt fyrir okkur gera. Fjölskyldu sína elskaði hann heitt og var hann mjög stoltur af henni. Mikil gleði og kátína ríkti í kring- um afa, hann sagði okkur vísur og sögur, reytti af sér brandara og var hrókur alls fagnaðar. Það var ynd- islegt að horfa á íþróttaleiki með afa, því hann lifði sig svo mikið inn í leik- inn og tók mikinn þátt heima í stofu. Afi var baráttumaður sem trúði á samstöðu verkamanna og var ávallt mættur í 1. maí göngu hvernig sem viðraði. Hann var vinnusamur mjög og var alltaf að dytta að einhverju í bílskúrnum og búa til fallega hluti sem nú prýða heimili okkar hinna. Afi og amma voru einstaklega sam- rýnd og samstiga í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Veiðiskapur var eitt af þeirra áhugamálum. Áhugi okkar barnabarnanna á veiðiskap var kveiktur er þau tóku okkur með að veiða bæði við Elliðavatn og í Hvammsvík. Afi var mikill veiðimað- ur og stundaði laxveiðar alla tíð. Ekki eru nema örfáir dagar síðan hann var við veiðar í Elliðaánum og vílaði ekki fyrir sér að klifra með- fram fossum og öðru til að komast á bestu veiðistaðina. Það er mikill missir að afa og hans er sárt saknað. Takk, elsku afi, fyrir þær góðu stundir sem þú veittir okk- ur og við geymum nú í hjarta okkar. Elsku amma, megi Guð styrkja þig og varðveita. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Helga, Hrund og Harpa. Afi var mjög mikilvægur maður í mínu lífi. Fyrir mér var hann ekki bara afi, hann var faðir og uppalandi sem gaf mér svo mikið og kenndi mér svo margt. Hann hvatti mig alltaf til að standa mig í því sem ég gerði og sagði oft ,,stattu þig strákurinn minn“. Hvort sem það var í skólan- um eða í dansinum, hjálpaði hann mér að ná takmarki mínu. Afi hafði líka aga á mér, og þó svo að hann gerði allt fyrir mig þá var það innan marka. Það situr alltaf ákveðin minning í mér, þegar við yngri barnabörnin vorum öll hjá honum í Hraunbænum og gistum. Ég, Siggi, Harpa og Berglind spiluðum langt fram á kvöld, fórum í leiki og fengum litla kók í gleri, sem maður fékk bara hjá afa. Það var þessi orðaleikur sem afi fór oft með: „stafurinn gengur og gengur enn“ sem fór alveg með okk- ur krakkana. Ég man við vöktum langt fram á nótt til þess að botna hana en án árangurs. Þessi orðaleik- ur varð síðar svo mörgum erfiður í jólaboðum fjölskyldunnar í Hraun- bænum. Ég var ungur þegar afi fór fyrst með mig að veiða. Það var upphafið að fjölmörgum veiðiferðum sem við fórum saman í. Elliðaárnar voru samt alltaf árviss viðburður hjá afa og ég fékk oft að fljóta með. Maður fylgdist með honum af aðdáun á ár- bakkanum, kasta flugunni fyrir lax- inn. Afi var frábær veiðimaður sem vissi hvar fiskurinn lá. Þegar presturinn spurði okkur fjölskylduna niðri á gjörgæslu að því hvernig lýsa mætti afa, svaraði ég strax „hann gat allt“. Og það var al- veg satt. Það var ekkert sem hann gat ekki gert, eða gert við. Hann byggði Hraunbæinn, gerði við bíla, smíðaði innréttingar, bjó til gúmmískó og svo mætti lengi telja, hann var snilling- ur! Afi varð alltaf að vera að gera SIGURÐUR RAGNAR BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.