Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 06. 07. 2002 12 5 3 1 4 3 3 7 6 0 5 16 17 26 31 29 03. 07. 2002 2 8 14 15 28 32 18 29 Fyrstu vinningarnir fóru til Noregs. Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku Viðkvæmi nýaldarmorðinginn (Sensitive New Age Killer) Spennumynd Ástralía 2000. Skífan VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Mark Savage. Aðalhlutverk Kevin Hopkins, Paul Modor. ÁSTRALAR virðast einstaklega hændnir að kaldhæðninni. Í það minnsta gera þeir áberandi mikið af myndum þar sem húmorinn er með kaldranalegra móti. Það næða vissu- lega kaldir vindar um þessa mynd, en hún er þó ekki sú fyrsta sem tekur á slíkan hátt á starfi leigumorðingjans. Hér er hann ham- ingjusamur fjöl- skyldumaður sem lifir tvöföldu lífi, slátrar manni og öðrum og kemur svo við í Bónus og kaupir í matinn á heimleiðinni. En hér eru efnistök alltof klaufaleg til að smellin geti talist. Þótt ástríkur faðir sé vinnur hann engan veginn þá sam- úð manns sem til er ætlast. Fyrst og fremst vegna þess að meint togstreita hans og iðrun nær engan veginn að sannfæra mann og þetta kúgaða sam- band hans við kynóða lögreglukonu hjálpar þar lítið til. En það má glotta nokkrum sinnum út í annað yfir fáránlegum aðstæðum sem leigumorðinginn lendir í og fyrir sérstaka unnendur kuldalegrar kímni kann þessi því að vera ákjósan- leg. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Vísitölu- morðingi Rúntað með strákum (Riding in Cars with Boys) Drama Bandaríkin 2001. Skífan VHS/DVD. (130 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leik- stjórn Penny Marshall. Aðalhlutverk Drew Barrymore, Steve Zahn, James Woods. ÞESSI afdrifaríka uppvaxtarsaga er byggð á samnefndri sjálfsævisögu rithöfundarins Beverly „Bev“ Don- ofrio en hún varð metsölubók er hún kom fyrst út 1998. Bev er af almúga- fólki komin, ólst upp í smábæ í Conn- ecticut, dóttir löggu og húsmóður. Ung sýndi hún rit- hæfni og dreymdi um að ganga menntaveginn, verða eitthvað, eins og Kanarnir tala gjarnan um. Því varð hún fyrir miklu áfalli er hún varð vanfær ein- ungis 15 ára gömul eftir kærulausa nótt með góðhjörtuðum en vonlaus- um 18 ára gaur. Í örvæntingu gera þau hið eina rétta, láta pússa sig saman, og hefja sambúð sem frá upphafi virðist dæmd til að enda með ósköpum. Og það gerist því þrátt fyrir að vera góður faðir er eigin- maðurinn ónytjungur hinn mesti, vanþroskaður og tillitslaus við Bev sem reynir hvað hún getur til að láta drauminn rætast, ganga menntaveg- inn, með barn upp á arminn. Drew Barrymore hefur það vandasama verk að leika Bev á 20 ára aldursskeiði og ferst bara býsna vel úr hendi. Zahn er og fantagóður að vanda og tekst á einhvern óskilj- anlegan máta að vinna samúð með vonleysingjanum. Þetta er því hið ágætasta drama, full langdregið kannski, en ósérhlífið og mann- legt. Með köku í maganum Skarphéðinn Guðmundsson TÓNLISTARMAÐURINN Moby játaði í viðtali á dögunum að hafa byrjað að fikta við eitur- lyf þegar hann var tíu ára til að sýnast svalur fyrir félögum sínum. Hann segist þó hafa steinhætt allri neyslu þegar hann var á þrettánda ári. Í viðtali við Radio Tim- es sagði Moby meðal ann- ars: „Við reyktum hass og tókum einhverjar pillur sem vinur minn átti. Hann fékk þær hjá systur sinni sem átti að taka þær við einhverjum geð- sjúkdómi. Þetta var mín leið til að reyna að passa inn í hópinn.“ Moby sneri þó við blaðinu og tók upp heilsusamlegra líferni þremur árum síðar. „Ég varð svo hræddur við afleiðingar neyslunnar. Nokkr- um árum síðar varð ég svo heilagur að ég hætti að drekka og borða rautt kjöt auk þess að vera skírlífur mað- ur.“ Moby, sem ætíð hefur verið talinn fremur sérlundaður, ræddi einnig um sumarfrí og rapparann Eminem í umræddu viðtali. Hann sagðist öfunda fólk sem fyndi hamingjuna í því að fara í frí. „Ég hef einu sinni farið í sumarfrí á ævinni. Ég fór til Barbados árið 1996 og eftir þrjá daga var ég orðinn svo dapur og niðurdreginn að ég tók fyrstu flugvél heim.“ Moby gafst einnig tækifæri á að svara gagn- rýni rapparans Eminem í sinn garð. „Ég var nú í raun bara upp með mér að hann skyldi veita mér athygli,“ sagði hinn hóg- væri Moby en bætti við: „Ég gagnrýndi textana hans fyrir að vera litaðir af fordómum í garð sam- kynhneigðra. Og hann brást við með því að ráðast á persónu mína. Hlýtur að teljast athyglisvert frá sálfræðilegu sjónarhorni.“ Hætti neyslu á þrettánda ári Moby nagar bolinn sinn. Moby tjáir sig um sumarfrí, eiturlyf og Eminem EFTIRLIFANDI liðsmenn hinnar fornfrægu hljómsveitar The Doors hafa nú ákveðið að fara í tónleikaferð, meira en þremur áratugum eftir fráfall söngvarans Jims Morrisons. Í hans stað mun koma Ian Ast- bury, söngvari bresku sveitar- innar The Cult, sem var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug. Hljómborðsleikarinn Ray Manzarek, gítarleikarinn Robby Krieger og trommarinn John Densmore hafa einnig verið að semja lög fyrir fyrstu plötu sveitarinnar frá 1972. Fyrstu tónleikar ferðarinnar verða í Kaliforníu í september og verða a.m.k. Manzarek og Krieger til í slaginn en óvíst er þó með þátttöku Densmore sem hefur átt við heilsubrest að stríða. Síðan taka við fleiri tón- leikar á næsta ári. The Doors hefur einungis komið tvisvar fram síðan hún hætti 1973; þegar hún fékk inn- göngu í Frægðarhöll rokksins 1993 og í sjónvarpsþætti fyrir VH1 stöðina á síðasta ári. The Doors á tónleikaferðÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.