Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 39 Elsku afi minn. Ég sit hér í rúm- inu mínu og reyni að skrifa eitthvað til þín. Það gengur ekki sem best því ég spyr í sífellu sjálfan mig „af hverju“ „af hverju“ þú og „af hverju núna“? Mér þykir óendanlega vænt um þig og hef alltaf gert. Fyrir löngu ákvað ég að fara til Svíþjóðar í keppnisferð með handboltaliðinu. Eftir að þú kvaddir í dag var það fyrsta sem ég hugsaði um að sleppa því að fara, en ég veit að þú vilt það ekki. Afi þú varst yndislegur maður og frábær afi og er ég mjög heppin að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun alltaf sakna þín og ég verð að segja þér að það er mjög erfitt að sleppa þér. En eftir að hafa séð þig svo kvalinn í rúminu þínu veit ég að þetta er léttara fyrir þig. Ég veit líka að þú ert kominn á góðan stað þar sem þú getur hlaupið og sungið eins og áður með Halldóri og öllum hin- um sem taka á móti þér og ef ég þekki þig rétt þá syngur þú „Fram í heiðanna ró“ þitt uppáhalds lag. Ég á margar góðar minningar frá þér og munu þær eiga stóran sess í hjarta mínu, þú varst alltaf hetja í mínum augum og ég skil alltaf meira og meira af hverju þegar ég rifja upp minningarnar þegar ég heim- sótti þig og ömmu í sveitina hvort heldur við sátum við eldhúsborðið eða vorum í fjárhúsunum. Elsku afi minn hafðu það gott þar til við hittumst á ný. Síðan fyrst ég sá þig hér sólskin þarf ég minna. Gegnum lífið lýsir mér ljósið augna þinna. – (Höf. óþ.) Þín Erla Hleiður. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur og verður það til þess að ég fer að hugsa til baka þegar við vor- um saman í sveitinni þinni. Ég man svo vel þegar þú tókst mig með í fjárhúsin og andahúsið og sýndir mér hvernig átti að gefa kind- unum og sagðir mér svo að fara í anda- og hænsnahúsið og gefa önd- unum en þær voru ekki eins vinsæl- ar hjá þér. Í fjárhúsinu áttum við okkar sama áhugamál og meðan þú lagðir þig eftir hádegismatinn laum- aðist ég til að kíkja á kindurnar og endurnar. Stundum gerðust smá óhöpp eins og þegar hænurnar sluppu út og hrafnarnir réðust á endurnar, þá vorum við í baráttuhug til að verja okkar skepnur. Þú kenndir mér á dráttarvélina en við áttum ekki alveg eins vel saman þar. Afi, nú hittir þú Halldór son þinn á ný og alla gömlu vini þína, þau taka öll vel á móti þér. Við vitum það öll að þú ert í hjartanu á okkur öllum og við pössum ömmu vel fyrir þig. Þinn Halldór Örn. Kæri frændi, nú ætlum við að heimsækja þig í huganum eins og við höfum gert svo oft áður og munum gera áfram. Þú stendur á miðju túni, umvafinn sólinni og stjórnast í fólkinu í kring. Heyskapurinn gengur eins og í sögu og sunnangolu. Stundum hvessir að- eins og þú hleypir í brýrnar en lítur um leið á okkur og dregur augað í pung, brosið aldrei langt undan. Þér lætur svo vel að stjórna hvort sem það er úti á túni eða annars staðar. Þegar þú þarft að koma einhverju til skila þá kallarðu svo að bergmálar í fjöllunum. Það sópar að þér, kæri frændi, þar sem þú stendur á túninu höfðinglegur að vanda. Svo erum við komin með þér í rauða trukkinn. Þú hlúir vel að öll- um, mannfólki, sauðfé og öðrum fén- aði. Þegar best liggur á þér fær hundurinn líka far. Þú stjórnar þín- um trukki eins og öðru, snurðulaust og allir ánægðir. Svo hossumst við af stað. Allt í einu nemur bíllinn staðar og þú kemur og kíkir aftur á pallinn. „Er allt í lagi með ykkur? Vill nokk- ur svona?“ Og þar veifarðu gos- drykkjum og sælgæti eða einhverju uppáhaldinu okkar. Við munum þig líka sitjandi við eldhúsborðið. Spjallandi um daginn og veginn með kaffi í glasinu. Þú gantaðist við gesti og gangandi og gestirnir voru margir því það var alltaf gott að koma til ykkar Deddu. Þú barst hlýjuna utan á þér og varst greiðvikinn við alla. Við kveðjum þig kæri frændi, frammi í heiðanna ró. Við fáum far með þér í gamla Landróvernum, þar sem sætin eru til hliðanna, og höld- um með þér á vit nýrra ævintýra. Við þökkum þér fyrir allar samveru- stundirnar og vottum Deddu, Gilla, Tryggva, Rósu, Sveinbirni og fjöl- skyldum samúð okkar. Rósa, Brynjólfur, Kamilla og Dóra. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun sakna þín því þú varst svo góður við mig og nú hef ég engan afa til að heimsækja en ég man alltaf eftir þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Hulda Bryndís. ✝ Haukur Clausenfæddist á Hellis- sandi 11. september 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 28. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Anna María Einarsdóttir og Axel Clausen, kaupmaður. Systkini Hauks eru: 1) Hans Arrboe, f. 1918, kona hans Helen, d. 1999. Þau eiga tvo syni: Andri Örn, sál- fræðingur, á tvö börn og Mikael Valur, barnalæknir, á þrjú börn. 2) Dagmar, f. 3. des. 1922, maður hennar Þórður Guðmundsson, d. 1992. Börn þeirra eru: Guðmund- ur, lögmaður, f. 1945, kvæntur Margréti Lindu Jónasdóttir og eiga þau þrjá syni. Þórður Clau- sen, bæjarlögmaður í Kópavogi, f. 1950, kvæntur Önnu Stellu Snorradóttur, hann á þrjár dæt- ur og tvö fósturbörn. Anna María Þórðardóttir, hjúkrunarfræðing- ur á Akureyri, f. 1956 gift Ragn- ari J. Jónsyni, viðskiptafræðingi, þau eiga þrjá syni. 3) Herluf, vörubílstjóri og fyrrverandi for- maður vörubifreiðastöðvar Þróttar í Reykjavík, f. 6. ágúst 1926, sambýliskona Kristín Sig- marsdóttir. Herluf ól upp ásamt Önnu Maríu móður sinni bróðurdóttur sína Jóhönnu Elísa- betu. 4) Guðmundur Jóhann, vagnstjóri í Reykjavík, f. 22. mars 1930, kona hans Heiða Guð- jónsdóttir. Börn þeirra: Hafsteinn Örn, f. 1961, á eina dóttur; og Laufey Klara, f. 1967, sam- býlismaður Ingi Þór Sigurðsson, þau eiga fjögur börn. Dóttir Guðmundar og Kristínar Marinósdóttur er Jóhanna Elísabet, kennari, f. 1951, maður hennar Trausti Gunnarsson, þau eiga þrjú börn. 5) Friðrik Áskell, smiður í Kópa- vogi, f. 1933, kona hans Sigrún Árnadóttir, símstöðvarstjóri í Grundarfirði, látin. Börn þeirra: Friðrik Rúnar, f. 1967, á tvö börn og Anna Dröfn, f. 1973. Haukur átti mörg hálfsystkini í föðurætt en af þeim eru aðeins sex á lífi: Jenný, húsmóðir í Árbæ, Sigríð- ur, húsmóðir í Reykjavík, Olga, ræðismaður Íslands í Mílanó, Ása, skrifstofustúlka hjá Reykja- víkurborg, Axel borgarstarfs- maður og yngstur er Óskar. Útför Hauks verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Haukur stundaði ýmiskonar sveitastörf í æsku sinni á Hellis- andi og í sveitum þar í kring. Á þessum tímum þótti það gott ef hægt var að koma ungmennum í vinnu þótt þau væru aðeins mat- vinnungar. Heima var oft erfitt, aðeins ein fyrirvinna, móðirin með sex börn og aldraða fósturmóður sína Jóhönnu í kör á heimilinu. Það var því stundum lítið til að borða á heimilinu. Mikil gleði ríkti á heimilinu þegar Önnu móður hans tókst að eignast hálfa belju á móti vinafólki sínu. Þegar yngsti sonurinn var fermdur flutti Anna suður í Reykjavík með fjölskyld- una og leigði þá fyrst á Fram- nesveginum. Haukur vann fyrst um tíma austur í Grímsnesi við garðyrkju- störf en seinna fór hann þá að vinna á Keflavíkurvelli, þar sem hann vann árum saman. Fyrst hjá hernum en síðan hjá Íslenskum aðalverktökum. Allar helgar kom hann í bæinn og átti þá vísan samastað hjá syst- ur sinni Dæju og fjölskyldu henn- ar á Kársnesbrautinni. Þar glettist hann við okkur systkinabörn sín og hafði mesta unun af því að gretta sig og fetta svo að við skríktum sem mest. Þegar hann hætti á Vellinum fór hann að vinna í byggingarvinnu hjá verktakafyrirtækinu Breiðholt h.f. Síðustu árin sem hann vann var hann hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Haukur kom sér vel við vinnufélagana enda glettinn og ákaflega samviskusamur í störfum sínum. Haukur var mjög músikalskur og lærði að spila á orgel. Mest þótti honum gaman að spila sálma- lög og spilaði allt eftir nótum. Hann undi sér líka vel við að skrifa niður sögur og endurminn- ingar sínar í stílabækur. Stundum stalst ég til að lesa þetta, en það kom líka oft fyrir að hann sýndi okkur það sem hann hafði skrifað. Haukur kom á hverjum degi til móður sinnar eftir að hann hætti að vinna. Hann keyrði hana í Kópavoginn, Blesugróf eða í búðir, en af búðarferðum þeirra eru til margar grínsögur í fjölskyldunni. Allar þessar ferðir voru farnar á uppáhaldinu, rauða Skódanum, sem hann kallaði Rauð og talaði alltaf við hann eins og væri lifandi vera. Hann bjó þá í Fannborg í Kópavogi en hafði alla þjónustu hjá móður sinni sem bjó í Furu- gerði 1. Haukur var mjög barngóður. Þegar ég eignaðist börnin mín kom hann á hverjum degi til þess að hitta þau og spjalla við þau. Haukur var virkur félagi í tal- stöðvarklúbbnum og eignaðist marga góða vini þar sem héldu tryggð við hann. Síðustu árin sem hann lifði dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og undi hag sínum vel þrátt fyrir að hann væri þrotinn kröftum. Þar leið honum vel og var starfsfólkið sérstaklega gott við hann og verður því seint fullþakkað hve vel það reyndist honum. Ég vil að endingu þakka Hauki fyrir samfylgdina og ánægjustund- ir þær sem hann veitti mér og minni fjölskyldu. Ég kveð þig kæri frændi. Guð fylgi þér á nýjum leiðum um himin. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Jóhanna E. Clausen. HAUKUR CLAUSEN Sumarið 1962 kom að Hestgerði í Suður- sveit 11 ára gamall, duglegur og góður drengur að nafni Björn Hákon Jóhann- esson, úr Reykjavík, til sumardvalar og snúninga. Sum- urin urðu fimm og myndaðist traust vinátta. Síðan hvarf hann til náms og annarra starfa, en böndin slitn- uðu samt ekki. Eftir nokkur ár birt- ist hann öllum að óvörum með dömu, að nafni Helga Þuríður Þor- geirsdóttir, sér við hlið. Það var stutt viðdvöl hjá þeim í það sinn, og við vorum, held ég, feimnar hvor við aðra. En ferðunum fjölgaði og sérstaklega eftir að börn þeirra komu til sögunnar varð það fastur liður að koma í sumarheimsókn og vikudvöl eða svo. Þá fór feimnin af HELGA Þ. ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Helga ÞuríðurÞorgeirsdóttir fæddist í Keflavík 9. júlí 1950. Hún lést 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 7. febrúar. og myndaðist traust og varanleg vinátta, sem ekki slitnaði. Það var ómetanlegt að tala við Helgu um lífið og tilveruna. Hún hafði gaman af að ferðast og unni nátt- úrunni. Ég man hvað hún dáðist að blómun- um og gróðrinum er við gengum um klettana heima. En skjótt skipast veður í lofti. Það var því eins og köld vatnsgusa í andlitið þegar Björn Hákon talaði við mig síðastliðið haust og sagði að Helga væri alvar- lega veik. En svona er lífið. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Ég kveð því Helgu vinkonu mína með þökk fyrir allt og sendi Birni Hákoni og börnum þeirra bestu kveðjur, en minningin lifir. Jóhanna Ólafsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina ,  "    "     (.0>2  2.0 +$   4 6*' &*    4"   56   #  7   !"        #    #     $ % & " %   //.7/(/(.. //37  +',0 !!$ 5 &&! "   ? "  ! "  "%" /',!!$  !!$    ( ! "   !!$ 0 #  ! "    , /,$ , / # Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hf., s. 565 2566 Englasteinar ,             ).0+-5(1(11   &! .6' '  !    @A (* 6      86     #  7     &! "   &! /',!!$ 5!   & ! "  26 /',!!$ (   . ! "  "!  /',! "      6!!$ /', /',!!$  0 +'  "  /  /,$/  /  / #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.