Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnheiður Guð-rún Thorsteins- son fæddist í Reykja- vík 24. janúar 1932. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni 28. júní síð- astliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Geir Thorsteinsson útgerðarmaður, f. 4. mars, 1890, d. 26. nóv. 1967 og Sigríður Haf- stein Thorsteinsson húsfreyja, f. 3. des. 1896, d. 17. nóv. 1983. Systkini Ragnheiðar eru Þorsteinn, f. 14. júlí 1919, kvæntur Guðbjörgu Elínu Þórar- insdóttur, f. 18. sept. 1930, Hannes, f. 5. júlí 1921, d. 10. okt. 1985, Ragnar, f. 2. apríl 1925, kvæntur Elísabetu Thorsteinsson Maack, f. 23. febr. 1925, og Kristjana Milla, f. 26. maí 1926, gift Alfreð Elíassyni, f. 16. mars 1920, d. 12. apríl 1988. Ragnheiður giftist 26. sept. 1962 Sveini Björnssyni, kaupmanni og fyrrverandi forseta ÍSÍ, f. 10. okt. 1928, d. 16. sept. 1991. Börn Ragn- heiðar eru: Geir, f. 27. janúar 1964 kvæntur Guðrúnu Helgu Arnars- dóttur, f. 15. júlí 1964, sonur þeirra er Arnar Sveinn, og Sveinn, f. 16. mars 1968, kvæntur Ingigerði H. Guðmundsdóttir, f. 17. des. 1968, synir þeirra eru Guðmundur Gunnar og Aron Ingi. Auk þeirra erubörn Sveins frá fyrra hjóna- bandi sem hún gekk í móðurstað: Björn Ingi, f. 26. nóv. 1951, kvæntur Katrínu Gísladóttur, f. 10. sept. 1953, börn Björns, Sveinn frá fyrra hjónabandi, Gísli, Hildur Björn Ingi, Áslaug og Ragnheiður, og Mar- grét Jóna, f. 12. okt. 1953, gift Jóni Þór Sveinbjörnssyni, f. 1. maí 1948, börn þeirra eru Áslaug, Jón Þór og Helen. Ragnheiður ólst upp í Reykjavík og útskrifaðist með verslunarpróf úr Verslunarskólanum 1949. Ragnheiður starfaði í nokkur ár sem flugfreyja hjá Loftleiðum og að þeim loknum bjó hún m.a. í London og New York þar sem hún starfaði á vegum Loftleiða. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá öld- ungadeild MH 1974 starfaði hún um þó nokkurn tíma hjá heildversl- un Sæmundar Óskarssonar og Rík- isbókhaldi. Frá 1992 starfaði hún sem aðalbókari hjá sýslumannin- um í Reykjavík og samhliða vinnu síðustu árin lagði hún stund á hag- nýta íslensku við Háskóla Íslands. Allt frá 1969 veitti Ragnheiður Hvítabandinu aðstoð sína. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Sorgin er gríma gleðinnar.“ Þessi orð lýsa því vel hvernig mér hefur liðið síðustu daga við fráfall tengdamóður minnar. Sorgin yfir því að hún er farin frá okkur er mik- il, en á sama tíma gleðin yfir öllum þeim stundum sem við áttum með henni. Ragnheiður var sterkur persónu- leiki með góða og rólega nærveru. Hún var umburðarlynd, þolinmóð og tók fólki eins og það er. Ég kom inn á heimili Ragnheiðar og Sveins rétt 15 ára gömul, þegar við Geir byrjuðum að vera saman. Á þessum rúmu 20 árum tengdumst við sterkum böndum. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á mig, ótemjuna, með tilfinningarnar út um allt og leiðbeina mér. Hún dæmdi ekki. Tengdamömmuklisjan átti ekki við í okkar tilfelli. Við hlógum, rifumst, grétum og spjölluðum og lærðum hvor af annarri. Ragnheiður var góður kennari í lífsins gildum. Hana þyrsti í fróðleik og voru það heim- spekilegar vangaveltur sem heilluðu hana ásamt áhuga hennar á íslensku máli og voru þær ófáar stundirnar sem við sátum í eldhúskróknum í Barmahlíðinni á náttsloppunum og spjölluðum um heima og geima. Ég og Arnar Sveinn sonur okkar Geirs bjuggum af og til í kjallaranum í Barmahlíðinni og finnst mér það ómetanlegt hvað hann fékk að kynn- ast ömmu sinni vel. Hún fylgdist vel með því sem hann var að gera og hringdi alltaf til að fregna hvernig gengi hjá honum í skólanum og íþróttunum. Elsku Ragnheiður mín, að lokum langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú varst. Allur sá stuðningur sem þú veittir okkur á erfiðum tím- um er ómetanlegur. Ég geymi gleðina yfir því að hafa fengið að ferðast með þér í hjarta mínu og veit að þú vakir yfir okkur eins og þú hefur alltaf gert. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Þín tengdadóttir og vinkona Guðrún Helga. Elsku tengdamamma, ég sakna þín svo innilega. Ekki hefði mér dottið í hug að ég myndi sitja hérna í júní og syrgja þig. Þig, sem okkur öllum þótti svo innilega vænt um. Við erum svo lánsöm að eiga marg- ar góðar minningar um þig. Það var heiður að vera tengda- dóttir þín. Þú varst svo glæsileg elsku Ragnheiður mín og svo góð við okkur öll. Kappkostaðir að gera allt fyrir okkur og fórst nú yfirleitt þá dýrustu og bestu leið sem þú fannst til þess. Allar þær gjafir sem þú hefur gefið mér og mínum voru alltaf gæddar bestu kostum sem völ var á. Þegar ég kynntist yngsta syni þínum höfðuð þið gengið í gegnum erfiða tíma, hann var nýstiginn upp eftir að hafa slasast í slysi, sem hafði verið erfitt fyrir þig. Ég fann strax að þú vildir honum og okkur allt það besta. Þegar þú fannst hve ástfangin við vorum tókstu mér opn- um örmum og hefur alveg frá fyrsta degi verið mér mikil vinkona og reynt að gera allt fyrir okkur sem í þínu valdi stóð. Við höfum átt marg- ar góðar stundir saman sem ég þakka fyrir á þessum erfiðu tímum núna. Vildi samt sannarlega að ég hefði fengið að hafa þig lengur hjá okkur þar sem ég átti enn eftir að segja svo margt við þig og læra svo margt af þér. Aðeins eru örfáir mánuðir síðan við hjálpuðum þér að pakka dótinu þínu í kassa og fluttum það í draumaíbúðina þína. Íbúðin var yndisleg og þú varst búin að koma þér vel fyrir, verst að þú fékkst ekki að njóta hennar lengur. Ég kveð þig elsku Ragnheiður með söknuði og mig langar að þakka þér fyrir öll ráðin og hjálpina sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina. Ingigerður. Elsku amma. Við biðjum Guð að passa þig og vonum að þú hafir það gott hjá honum. Okkur þykir svo vænt um þig amma og hefðum viljað hafa þig miklu lengur hjá okkur. Trén eru orðin græn og sumarið er komið, það er bjart og hlýtt en okkur vantar þig elsku amma. Amma viltu passa okkur og von- andi líður ykkur afa vel saman. Við söknum þín svo mikið. Guðmundur Gunnar og Aron Ingi Sveinssynir. Það er skammt stórra högga á milli. Ekki hvarflaði það að okkur þegar við sáum Ragnheiði síðast í jarðarförinni hennar Önnu frænku að Ragnheiður myndi kveðja okkur þrem dögum seinna á fimmtugsaf- mælisdegi Önnu. Það er mikið tómarúm innra með okkur en eins og mamma segir það tómarúm fyll- ist af yndislegum minningum um Ragnheiði og við eigum að vera þakklát fyrir að það sé til fólk eins og hún. Stúfa eins og Hannes bróðir hennar nefndi hana og við kölluðum hana alltaf þegar við vorum lítil, var ekki bara yngri systir mömmu, hún var besta vinkona mömmu og okkur systkinunum sem móðir. Ragnheið- ur var mömmu allt og það féll aldrei styggðaryrði þeirra á milli. Ragn- heiður var mömmu ómetanleg, alltaf til staðar fyrir hana og okkur, flutti til okkar og passaði svo mamma kæmist í frí frá barnaskaranum, hún tók Elías að sér þegar mamma fór með pabba í aðgerð til Kaup- mannahafnar og þegar mamma fór í Háskólann þá fór Elías til Ragn- heiðar upp á Leifsgötu fyrir og eftir skólann. Mamma og Ragnheiður héldust í hendur frá því að þær voru litlar, fóru báðar í Hamrahlíðina og tóku stúdentinn og síðan hafði Ragnheiður þann draum að fara í Háskólann. Þær ferðuðust mikið saman, fóru saman í leikhús, á tón- leika og ekki síst voru saman í vin- konuhópnum sem þær kalla Reyk- hólakonurnar. Ragnheiður var líka tengillinn í fjölskyldu mömmu, hún hugsaði mest um Sirrý ömmu og hún var óþreytandi að hringja í öll systkinin, hélt þeim saman og færði öllum fréttir. Nýr kafli hófst í lífi Ragnheiðar þegar hún lét drauminn sinn rætast og fór í íslensku í Háskólann. Jafn- framt flutti hún í nýja fallega íbúð, sem ljómaði af hlýleika eins og heimili hennar hefur alltaf gert. Ragnheiður hætti síðan að vinna í vor og sá fram á góðan tíma og kannski ró og innri frið frá við- burðaríku og erilsömu lífi. Við systkinin minnumst Ragn- heiðar sem Stúfu, brosandi með sinn létta hlátur. Það var umlukið æv- intýraljóma fyrir okkur að fá að fara niður til hennar, þegar hún bjó í kjallaranum hjá Sirrý ömmu á Æg- isíðunni. Þá spilaði hún fyrir okkur á grammófóninn lög frá sjötta ára- tugnum og alltaf lumaði hún á ein- hverju inni í skáp. Síðan kom Sveinn inn í líf hennar hár, myndarlegur, alltaf glaður og á kafi í íþróttunum. Stúfa var áfram stór þáttur í okkar lífi og hélt áfram að fylgjast með okkar uppvexti þó svo að hún tæki að sér tvö börn Möggu og Bjössa og eignaðist síðan augasteinana sína tvo Geir og Svein. Ragnheiður stóð sig með eindæmum vel í fósturmóð- urhlutverkinu og síðan tók hún Svein, son Bjössa, líka að sér þegar á þurfti að halda. Það var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna eftir að Stúfa flutti upp á Leifsgötu og við bjuggum í Mjóuhlíðinni. Hún var alltaf viðstödd á tímamótum í lífi fjölskyldu okkar. Frá því að við vor- um lítil og hún var flugfreyja hjá Loftleiðum og til dagsins í dag færði hún okkur og börnum okkar gjafir og gladdi okkur óendanlega með hlýju sinni, vinsemd og þægilegri nærveru. Það er ekki hægt að minnast Stúfu án sunnudaganna, jólanna og áramótanna á Ægisíðunni hjá Sirrý ömmu og síðan á Framnesveginum. Alltaf mætti Stúfa á sunnudögum og eftir íþróttaviðburði dagsins mætti Sveinn, jafn hress og til í líflegar pólitískar umræður við tengda- mömmu. Ein af bestu minningum bernskuára okkar eru jólin og ára- mótin hjá Sirrý ömmu og átti Stúfa og Sveinn drýgstan þátt í að gera þær ómetanlegar. Ragnheiður var óendanlega góð og gott að leita til hennar. Hún var til staðar fyrir alla, hún hafði mann- eðli sem er okkur ómetanleg fyr- irmynd og sú staðreynd að hún sé búin að kveðja er of sár til að við getum hugsað þá hugsun til enda. Elsku Geir, Sveinn, Magga, Bjössi og fjölskyldur, elsku mamma og systkini, ykkar missir er mikill og við vottum ykkur öllum okkar inni- RAGNHEIÐUR GUÐRÚN THORSTEINSSON ta í na- ellu mili mnir ara 16. og um Allir na- 18. kn- –12 rgi, alla nar tarf d í kl. r í 0 í vel- 9  #     * #  +    $     *       *   *    2.0% (> ( !8 .!! , # "( /',! "   %"  B"! "  +!!&! !$    B"!!$ ', /',! "  . + B"!!$  2 ! "  ( !  B"!!$ +  ! "    ! B"!!$ .!   ! "  /  /,$/  /  / # ,            C 1(  /"*/   -$     .7       4"    56       / &   ! "  (   !!$ .&9 6  ! "  =!  "!!$ ,     ! "  ,   !$ /  /,$/  /  /,# 9   #     * #  +     $     * "    " *   *  +(( 22 C!   = D3E 6*' &*# :6 $*  *6    *!!$ +',*! " ) FF $  /,/  /, $/  /  /,#   #   6    $+$     $   "   " *  .11.(% G+- 22 & !A# '   " *      %%      0 1    8  $ #"  2         0 1  2"1   -  #   6  %    $    $6      , </',#+,   9 B'"! "  &5 9 B'"  .%"   ? +,    + ',  =!   D96 5! '  +,  6 '"!!$ ( - + *  < 5! &. +,  -( !$# !"   .0((11  /"   *!! &    -0 1             2 %        ; !"     #   6! * *!! & #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.