Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 13 ELDRI knattspyrnumenn en alla jafna sjást opinberlega komu sam- an á íþróttasvæði Þórs um helgina, fjórtánda árið í röð, á svokölluðu Pollamóti Þórsara. Keppt var í tveimur deildum karla að venju; þeir sem verða þrítugir á árinu reyndu með sér í Polladeild en fer- tugir og eldri í Lávarðadeild. Þá kepptu sjö lið í Ljónynjudeild, en þar voru á ferðinni konur 25 ára og eldri. Fylkismenn urðu hlutskarpastir að þessu sinni í Polladeildinni, sigr- uðu lið sem kallaði sig Stöngin inn 1:0 í úrslitaleiknum með þrumu- skoti sem fór í stöngina og inn og þótti það vel við hæfi. Þeir Stang- armenn jafnvel taldir hafa sætt sig við tapið þar sem markið var gert með þessum hætti. „Það er af sem áður var,“ sagði einn þeirra gamalkunnu leikmanna sem Morgunblaðið ræddi við á mótsstað um helgina. Sá lék í Polla- deild. „Ég fékk fjölmörg tækifæri til að skora, en gerði ekki nema eitt mark. Ég sem hélt ég hefði engu gleymt!“ Kvaðst viðkomandi myndu kryfja þetta dularfulla mál til mergjar og reyna að kippa hlut- unum í lag fyrir næsta mót að ári. Annar, í Lávarðadeildinni, var ósáttur eftir að hafa tapað leik og sagði: „Ég gerði ein afdrifarík mis- tök í leiknum – sem kostuðu sjö mörk.“ Víkingar úr Reykjavík sigruðu í eldri flokknum, Lávarðadeildinni. Lögðu Grindvíkinga, sigurveg- arana frá því í fyrra, í úrslitaleik. Sú viðureign var markalaus en Vík- ingar höfðu betur í vítaspyrnu- keppni. Síðasta spyrna Grindvík- inga fór í stöng, þaðan í þverslá, þaðan í hina stöngina og loks út á völl. Mjóu munaði því, en tekið skal fram að heimildarmaður fyrir loka- vítinu er Grindvíkingur. Suðurnesjamennirnir slógu samt sem áður á létta strengi og við verðlaunaafhendinguna um kvöldið sungu þeir frumsamið lag fyrir við- staddda og hétu því að sigra á ný á næsta ári. Valsstúlkur unnu Ljónynjudeild- ina og var sú niðurstaða mjög sann- gjörn. Allir kepptu við alla í Ljón- ynjudeildinni og því ekki sérstakur úrslitaleikur þar í boði. KR-stúlkur urðu í öðru sæti og heimamenn í Þór í því þriðja. Margar fyrrverandi landsliðs- konur voru á ferðinni á Polla- mótinu og sýndu gamla takta, þó svo hraðinn og yfirferðin væri ekki alveg jafn mikil og á árum áður. Ekki frekar en hjá körlunum. Það kom þó ekki að sök því fólk var mætt til leiks til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra og hafa gaman af leikjunum. Mótinu lauk um kl. 16 á laug- ardag og eftir leik Þórs og KR í Símadeild karla, sem hófst kl. 18 á Akureyrarvelli, komu „gamlingj- arnir“ saman á ný við Hamar á fé- lagssvæði Þórs í Glerárhverfi, þar sem slegið var upp grillveislu, verð- laun afhent og eftir að gamanmál höfðu verið flutt var stiginn dans fram yfir miðnætti. „Ég gerði ein af- drifarík mistök – sem kostuðu sjö mörk“ Morgunblaðið/Kristján Liðin sem kepptu til úrslita í Polla- deild Pollamótsins, Stöngin inn í efri röð og Fylkir í neðri röð. Fylkir vann leikinn 1:0 og var sigurmarkið þrumuskot í stöngina og inn. Valsstúlkur fagna sigri í Ljón- ynjudeild Pollamótsins. Einn þekktasti knattspyrnu- dómari landsins, Magnús V. Pét- ursson, fyrrverandi milliríkja- dómari, mætti á Pollamótið og dæmdi úrslitaleik Víkings og Grindavíkur í Lávarðadeild af stakri prýði. David Seaman á Pollamóti? Nei ekki alveg, þetta er hann Loft- ur, markvörður Fylkis, sem mætti í gervi enska landsliðs- markvarðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.